Morgunblaðið - 21.05.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.05.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1986 B 7 Morgunblaðið/Skapti par markabikar Morgunblaðsins, sem hann vann sér til eignar fyrir að skora jyrnu 1986. rvandi að byrja 5 á að skora“ jarni Sveinbjörnsson sem kabikar Morgunblaðsins varnarmanna reyndi að hreinsa á línunni en ég held satt aö segja að hann hafi sparkað í mig og boltinn spýst þannig til baka og í markið!!" sagði Bjarni. “Eftir mark- ið sóttum viö heldur meira, í fyrri hálfleiknum, og markið hjá Hlyn kom á hárréttum tíma. Það var glæsilegt mark og kom okkur í góða stöðu. f seinni hálfleiknum bökkuðum við svo mjög mikið og hugsuðum aðeins um að halda forystunni." Bjarni sagðist bjartsýnn á fram- haldið í sumar. „Við stefnum á toppinn. Ég held að liðið eigi að vera alveg jafn sterkt í ár og í fyrra - jafnvel sterkara, því margir yngstu leikmannanna hafa öðlast meiri reynslu. Til dæmis Hlynur og Moli (Siguróli), þá er Baldur Guðnason að koma inn í liðið og Júlíus er mjög sterkur. Sívaxandi leikmaður." Bjarni meiddist á miðju keppnis- tímabili í fyrra - hafði þá skoraö sjö mörk í fyrri umferðinni. Hann lék einn landsleik - gegn Færeying- um á Akranesi - en meiddist síðan strax í næsta leik þar á eftir, gegn ÍA á Skaganum. „Þetta var mitt besta sumar. En nú hef ég alveg náð mér af meiðslunum og stefni á meira í sumar. Mér gekk ágæt- lega í vorieikjunum, skoraði 4 mörk í KRA-mótinu og nokkur í æfinga- leikjunum þannig að maður hefur ekki alveg gleymt því hvernig á að skora! Og auðvitað var það mikils virði aö byrja fslandsmótið á að skora - það var mjög uppörvandi, og ekki skemmdi fyrir að skora svona snemma og hljóta Morgun- blaðsbikarinn. Það var mjög ánægjulegt," sagöi Bjarni Svein- björnsson. Morgunblaöið/Sig.Jóns. • Selfyssingar, sem komu úr 3. deild í fyrra, hafa fengið til sfn nokkra nýja, góða leikmenn og ætla sér að verða í toppbaráttu annarar deildar f ér. Á myndinni er „útlendingahersveitin“ f liðinu fyrir leikinn gegn Skallagrími á laugardaginn. Frá vinstri: Sigurður Halldórsson, fyrrum skagamaður, Magnús Brandsson, einnig af Skaganum, Jón Gunnar Bergs, fyrrum Valsmaður og Bliki, Bjöm Axelsson, fyrrum leikmaður Skallagrfms og Tómas Pálsson, gamli refurinn úr ÍBV. 2. deild: Góðir leikir og mikil spenna SELFOSS-SKALLA- GRÍMUR4:1 NÝLIÐARNIR f annarri deild, Selfyssingar, fóru vel af stað og hafa sett markið hátt f ár. Þeir unnu á laugardaginn Skallagrím og léku mjög sann- færandi og voru áberandi betrí aðilinn í leiknum. Jón Gunnar Bergs gerði þrjú mörk fyrir Selfyssinga, tvö í síöari hálfleik og eitt í þeim fyrri, en fyrsta markið gerði hinn „útlend- ingurinn" í framlínunni, Tómas Pálsson. Skallagrímsmenn skor- uði sitt eina mark alveg undir lok leiksins þegar Árni Gunnarsson afgreiddi vítaspyrnu snyrtilega. Sigur Selfyssinga hefði getað orðið ennþá stærri en 4:1, þeir fengu fjöldamörg góð marktæki- færi, og skoruðu m.a. þrjú mörk, sem öll voru dæmd af vegna rangstöðu. KS-VÖLSUNGUR 0:0 SIGLFIRÐINGAR og Völsungur frá Húsavfk gerðu markalaust jafntefli í 2. deildinni á Siglufirði á laugardaginn. Leikurinn var þokkalega vel leikinn og það eina sem vantaði voru mörkin. Jafntefli voru sanngjörn úrslit. Sveinn markvörður Völsungs varði hreint frábærlega á 12. mínútu er Gústaf Björnsson, ný- ráðinn þjálfari KS, tók auka- spyrnu sem stefndi efst í mark- hornið en Sveinn bjargaði vel. Stuttu seinna áttu Siglfirðingar skot í þverslá. Eina umtalsverða tækifærið í seinni hálfleik kom á 77. mínútu er leikmaður Völsungs bjargaöi á línu þrumuskoti frá Hafþóri Kol- beinssyni. Völsungur var meira með knöttinn í seinni hálfleik en liðiö náði ekki að skapa sér umtalsverð marktækifæri. Baldur Bergþórsson, varnar- maður, var bestur í liði KS. Gúst- af Björnsson styrkir liðið mikið og er góður leikstjórnandi. Sveinn markvörður var bestur í liði Völsungs. Kristján Olgeirsson fékk að sjá gula spjaldið hjá dóm- aranum. KA-EINHERJI 4:0 Akurayri. KA-MENN sigruðu Einherja frá Vopnafirði 4:0 í fyrsta leik lið- anna f 2. deildínni í knattspyrnu á á sunnudag. Öll mörk leiksins voru gerð í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikur var í jafnvægi. Hvort lið fékk eitt gott færi: fyrsta þrumaði Einherjinn Helgi Ás- geirsson i þverslá KA-marksins og rétt fyrir leikhlé bjargaði Hreggviður markvörður austan- manna vel góðu skoti Tryggva Gunnarssonar af stuttu færi. Fljótlega í byrjun síðari hálf- leiks munaði litlu að Einherji skoraði. Njáll Eiðsson, þjálfari liðsins og fyrrum leikmaður KA, átti þrumuskot utan úr teig sem Haukur varði mjög vel en hélt ekki knettinum. Njáll fylgdi á eftir en varnarmenn náðu að bægja hættunni frá. Eftir þetta var leikurinn algjör einstefna að marki Einherja og léku KA-strákarnir oft góða knattspyrnu. Fyrsta markið koma á 57. mín. er Hinrik Þórhallsson skoraöi rétt innan vítateigs eftir sendingu Tryggva Gunnarssonar. Tryggvi skoraði næsta mark - með föstu skoti upp í þaknetið yst úr teign- um. Á 68. mín. skoraði Helgi Jó- hannsson auðveldlega af stuttu færi eftir hornspyrnu, staðan þá 3:0, og fjórða markið skoraði síð- an Tryggvi Gunnarsson úr víta- spyrnu á 71. mín. eftir að einn varnarmanna Einherja hafði handleikið boltann. Sigur KA var öruggur þegar upp var staðið. Fyrri hálfleikur var jafn eins og áður sagði en Einherjamenn „sprungu" algjör- lega í seinni hálfleik og KA hafði þá aigjöra yfirburði. -AS. ÍBÍ-NJARÐVÍK 3:3 ÍBÍ og Njarðvík gerðu jafn- tefli, 3:3, á nýjum malarvelli á ísafirði í 2. deild á taugardaginn. Völlurinn sem er á Torfnesl var vígður formlega fyrír leikinn. Njarðvíkingurinn, Ragnar Her- mannsson skoraði fyrsta markið er 5 mín. voru liðnar af leiknum. Hann komst þá einn innfyrir og skoraði örugglega. Haukur Magnússon jafnaði fyrir ÍBÍ á 16. mínútu með gullfallegu skalla- marki eftir hornspyrnu Örnólfs Oddssonar. Njarðvík náði aftur forystunni er Rúnar Jónsson skoraði eftir skyndisókn og þann- ig var staðan í hálfleik. Ragnar Hermannsson var svo aftur á ferðinni fyrir Njarðvík er stundarfjórðungur var liðinn af seinni hálfleik. Hann virtist þá gefa sendingu aftur fyrir sig inn í vítateiginn sem fór á óskiljanleg- an hátt í netið. Fjórum mínútum síðar skoraði Guðmundur Jó- hannsson annað mark ísfirðinga með skalla eftir fyrirgjöf frá Hauki. Jón Oddsson, þjálfari ÍBÍ, átti svo síðasta orðiö er hann jafnaði meö enn einu skallamark- inu. ísfirðingar voru meira með knöttinn í þessum leik og hefðu átt að sigra en Njarðvíkingar áttu mjög hættulegar skyndisóknir. Haukur Magnússon var yfir- burðamaður í liði ÍBÍ og sama má segja um Ragnar Hermanns- son hjá Njarövík. ÞRÓTTUR-VÍKINGUR 1:1 VÍKINGUR og Þróttur, liðin sem féllu úr fyrstu deild í fyrrasumar og eru þvf fyrirfram líkleg topp- baráttulið í annarri f ár, gerðu jafntefli, 1:1, f kalsaveðri á Val- bjarnarvelli á mánudagskvöldið. Bæði mörkin voru gerð undan vindi. Miðvörðurinn Björn Bjart- mars gerði mark Víkings í fyrri hátfleik með skalla eftir horn- spyrnu, og Daði Harðarson jafn- aði fyrir Þrótt í síðari hálfleik með aldeilis stórglæsilegu þrumu- skoti af tæplega 30 metra færi eftir að boltanum var rennt til hans úr óbeinni aukaspyrnu. Leikurinn var annars ekki mjög skemmtilegur á að horfa, barátt- an mikil, en fallegt spil lítið. Hann var þó alls ekki laus við spennu. Elías Guðmundsson, sem eitt sinn lék með KR, var bestur Vík- inga, skemmtilega leikinn með knöttinn og hafði mikla yfirferð. Lið Þróttar var jafnt, en á tímum endalausra félagaskipta leik- manna hlýtur maður að spyrja sig hversvegna Kristján Jónsson er ekki að leika með fyrstudeild- arliði. Hann er líklega sá leikmað- ur íslenskur, af þeim sem nú spila á íslandi, sem kemst næst því að hafa yfir sér raunverulegan „klassa". Ef hann væri að spila með einhverju toppliðanna á ís- landi þar sem hann fengi stuðn- ing úrvals samherja væri hann líklega á leið í atvinnumennsku . Nokkuð sem gerist varla á með- an hann er í 2. deild með þrótti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.