Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, vmsam/fflviNNULíF FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1986 B 5 Blómaverslun: Hörð samkeppni blómaframleiðenda HÖRÐ samkeppni er í heildsöludreifingu blóma og bendir ýmislegt til að hún fari enn harðnandi. Tvö hlutafélög annast dreifinguna, Blómamiðstöð- in hf., sem hefur starfað í 25 ár og er með 70-80% sölunnar, og Blómaheildsalan hf., sem stofnuð var í vetur og er með 20-30% sölunnar. Breytingar eru að verða hjá báðum þessum fyrir- tækjum. Blómamiðstöðin flytur á næstunni í nýtt húsnæði og verða þá gerðar róttækar breytingar á sölufyrirkomulaginu. Þar verður settur upp heildsölu- markaður þar sem kaupmenn geta valið blómin og fengið upplýsingar um hvað væntanlegt er á markað- inn. Þetta segja stjómendur fyrirtækisins að verði bylting í meðferð blómanna. Blómaheildsalan tók til starfa 1. aprfl síðastliðinn og tók við sölunni af Magnúsi Guðmundssyni blóma- heildsala sem selt hefur fyrir nokkra blómabændur í áratugi. Blómaheildsalan hefur tekið ijörkipp við þessar breytingar og hefur salan gengið vel. Forsvarsmenn beggja fyrirtælq'anna eru sammála um að samkeppnin sé hörð og virðast vilja viðhalda henni. Því hefur verið haldið fram að samkeppnin sé of hatrömm og það hafí leitt til þess að blómakaup- menn hafi óeðlileg tök á framleiðendum. Ekki skal dæmt um það hér en það fer ekkert á milli mála að samkeppnin er mikil. Heiidsöluverðmæti blómaframleiðslunnar var í fyrra 115-120 milljónir kr. og sést á því að þetta er orðinn talsvert umfangsmikil atvinnugrein. Blaðamaður var á ferð í Hveragerði á dögunum þar sem formenn beggja blómafyrirtækjanna eru með garðyrkjustöðvar sínar, og ræddi við þá um framleiðslu- og sölumálin. Kom þar meðal annars fram að þeir telja núverandi skipulag innfíutningsmála óviðunandi. Einnig kom fram að blómabændur binda miklar vonir við þá möguleika sem eru að skapast með aukinni lýsingu í gróðurhúsunum. - HBj. Blómamiðstöðin hf.: Heildsölumarkaður með nýju húsnæði Blómaheildsalan hf. var stofn- uð af 14 garðyrkjubændum i október síðastliðinn, og tók form- lega til starfa 1. aprfl. Rætur fyrirtækisins liggja dýpra þvi Blómaheildsalan er i raun stofnuð til að taka við sölukerfi Magnúsar Guðmundssonar blómaheildsala um áratugaskeið. Magnús seldi fyrir átta af þessum bændum og stofnuðu þeir Blómaheildsöluna hf. ásamt sex öðrum framleiðend- um, flestum minni, tfl að halda starfinu áfram. Blómaheildsalan leigir skrifstofuaðstöðu og birgðageymslu hjá Agæti að Síð- umúla 23. Hannes Kristmundsson garð- yrkjubóndi í Hveragerði er formaður stjórnar Blómamiðstöðvarinnar: „Jú, það er mikil samkeppni á milli fyrir- tækjanna tveggja. Samkeppnin er aðallega um gæði og kemur fram í því að kaupmennimir kaupa það sem þeim líst best á og situr sá eftir sem er með lélegri vörana. Verðið fer eftir framboði og eftirspum og er auðvitað líka nokkur samkeppni í því.“ Innflutningurinn sækir á Hannes sagði að geysilega mikið væri flutt inn af blómum og væri innflutningurinn alltaf að aukast. Hann sagði að ákveðið misræmi hefði skapast innlendum framleið- endum í óhag þegar tollar vora lækkaðir úr 80% í 40% á afskomum blómum í kjölfar kjarasamninganna í febrúar, en garðyrkjubændur þyrftu eftir sem áður að greiða 40% toll og 24% vöragjald, samtals 73,6% aðflutningsgjöld, af smá- plöntum og græðlingum sem þeir notuðu í framleiðsluna. „Við höfum aldrei notið opinberra styrkja — og viljum það heldur ekki, en fram- leiðslan er styrkt beint og óbeint í nágrannalöndunum. Þegar svona er staðið að málum veikir það auðvitað samkeppnisstöðu okkar rnikið," sagði Hannes. Hannes gerði lítið úr þeirri vemd sem innlenda framleiðslan er talin njóta. Hann sagði að í búvöralögun- um væri sagt að óheimilt væri að flytja inn blóm ef innlenda fram- leiðslan fullnægði þörfum markað- arins. Þetta ákvæði væri ekki orðið virkt því eftir væri að setja reglu- gerð um nánari framkvæmd. Þessi ákvæði virtist vera hægt að túlka á mismunandi vegu og þeir sem vildu flytja inn blóm gætu komist fram hjá þeim, þó nóg væri til af innlendri framleiðslu, með því að segja að þörf væri á öðram tegund- um og stýrt sölunni eftir þeim far- vegi. Þeir gætu til dæmis sagt að þörf væri á einhverri tegund í gulum lit en ekki bleikum og fengið leyfi til innflutnings út á það. Eins væri þetta í pottaplöntunum. Endalaust væri hægt að flytja inn nýjar teg- undir, og tæki það markað frá innlendu framleiðendunum. „Það verður alltaf að flytja inn eitthvað af blómum, við viðurkennum að við getum ekki annað markaðnum, en við viljum að tekið sé tillit til okk- ar,“ sagði Hannes. Hann sagði bændur væra að auka notkun raf- lýsingar við ræktunina og koltvísýr- ingsgjöf í gróðurhúsunum og gætu með þvf mótið lengt ræktunartím- ann um marga mánuði. Verðið fer lækkandi Hannes sagði að garðyrkjubænd- ur stæðust samkeppnina vel yfír hásumarið. Þá væri lítið sem ekkert flutt inn enda innlenda framleiðslan miklu betri vara. Hann sagði að blómin væra heldur dýrari hér en í nágrannalöndunum, en verðið hefði heldur farið lækkandi á und- anfömum áram miðað við almennt verðlag. Aðspurður um hvort blómarækt- un væri arðvænleg atvinna sagði Hannes: „Þetta gengur upp og ofan. Það geta komið stór áföll en við eðlilegar aðstæður eigum við að geta skrimt. Erfíðast er þetta hjá þeim sem hafa verið að fjárfesta og era skuldugir." Hannes sagði að ekki væri óalgengt að blóma- framleiðendur þyrftu að henda 10-20% framleiðslunnar af ýmsum ástæðum, til dæmis vegna offram- leiðslu og þess að varan stæðist ekki kröfur kaupenda. Ifyrst væri reynt að lækka verðið, en þegar það dygði ekki til yrði framleiðandinn að taka vörana til baka. Hann sagði lítið við þessu að gera, enda þyrfti að vera 5-10% afföll til að hafa stöðugt framboð á markaðnum. Úrelt sölufyrirkomulag — Hvað segir formaður Blóma- heildsölunnar um fyrirkomulag so!- unnar, er það gott? „Nei, égtel við þyrftum að breyta þessu. Bæði sölufyrirtækin aka á milli blómabúðanna á hvetjum degi. Miklu skynsamlegra væri að hafa bæði fyrirtækin á einum stað þar sem blómakaupmenn og jafnvel heildsalar gætu keypt blómin. Þetta fyrirkomulag sem við búum við er orðið úrelt. BLÓMAMIÐSTÖÐIN hf. var stofnuð árið 1961 og er nú leið- andi í blómasölunni í landinu. Fyrirtækið var stofnað af 5 bænd- urn í Hveragerði sem ræktuðu blóm í 2.400 fermetrum en nú eru 24 blómabændur á Suðurlandi hluthafar og selur Blómamiðstöð- in upp úr 40-45 þúsund fermetr- um. Þegar Blómamiðstöðin var stofnuð á sínum tíma voru tveir aðrir blómaheildsalar sem seldu fyrir bændur, auk þess sem bænd- ur seldu hluta framleiðslunnar beint til verslana. Blómamiðstöðin hefur keypt nýtt húsnæði fyrir starfsemi sína og verða gerðar róttækar breytingar á sölufyrir- komulaginu þegar starfsemin flyst þangað í ágústmánuði. Harðnandi samkeppni Hans S. Gústavsson garðyrkju- bóndi í Hveragerði er formaður stjómar Blómamiðstöðvarinnar. — Er þetta gott sölufyrirkomu- ilag? „Já, fyrirkomulagið er gott í sjálfu sér, en það er auðvitað framkvæmd- in sem skiptir mestu máli. Það er gott að hafa fleiri en eitt sölufyrir- tæki sem keppa í gæðum og jaftivel einnig í verði. Samstarfíð á milli fyrirtækjanna hefur hins vegar ekki verið nógu gott en þau þyrftu að hafa ákveðna samvinnu varðandi samskiptin við hið opinbera." Hans sagði að með stofnun Blómaheildsölunnar mætti búast við harðari samkeppni, og væri gott eitt um það að segja. Það gæti stuðlað að því að minna þyrfti að flytja inn af blómum. Með áframhaldandi þró- un í lýsingu í gróðurhúsunum yrði hægt að framleiða blóm á þeim tím- um árs sem það var ekki hægt áður. Byltingin stendur yfir Hans er einn af brautryðjendum í notkun lýsingar við blómaræktun, hefur ræktað undir ljósum í þijú ár. Hann sagði að skilningur yfírvalda væri að aukast, að minnsta kosti sumra sveitarfélaga. Nefndi hann sem dæmi að Rafveita Hveragerðis seldi garðyrkjuhændum rafmagn til lýsingar í gróðurhúsum í 17 klukku- stundir á sólarhring á 1,22 krónur kW í stað 5,50 kr. Sagði Hans að tæknilega séð væri hægt að rækta allar tegundir blóma allt árið, en ræktunin þyrfti misjafnlega mikla lýsingu og væri ekki fjárhagslega hagkvæmt að rækta nema ákveðnar tegundir yfír vetrartímann. „Ég spáði byltingu í þessum efn- um árið 1982. Byltingin stendur nú yfír,“ sagði Hans og hikaði ekki við að fullyrða að ef rétt væri að þessum málum staðið yrði innflutningur blóma óþarfur eftir nokkur ár. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hagkvæmnina fyrir garðyrkjubænd- ur, þeir geta í sumum tilvikum náð 50% betri nýtingu út úr gróður- húsum sínum með því að ná þremur uppskeram á ári í stað tveggja. Betra sölufyrirkomu- lag í nýju húsnæði Miklar breytingar era á döfinni hjá Blómamiðstöðinni. Hún hefur verið til húsa í 300 fermetra eigin húsnæði í Austurveri, sem löngu er orðið of lítið fyrir starfsemina. Það húsnæði hefur fyrirtækið nú selt og keypt í staðinn 900 fermetra hús- naeði að Réttarhálsi 2. Starfsemin verður flutt þangað í ágúst. Hans sagði að vegna þrengsla í Austurveri hefðu þeir verið með nokkurs konar heildsölu á hjólum. Sölumennimir hefðu ekið á milli búðanna og kaup- mennimir valið blómin í bílunum. Þetta væri vafasöm meðferð á vör- unni og yrði breyting á þessu þegar nýja húsnæðið kæmist í gagnið. Þar yrði komið upp heildsölumarkaði, þar sem kaupmennimir gætu komið og valið vörana. Þeir gætu um leið fengið upplýsingar um hvað yrði á boðstólum á næstunni. „Þetta verður bylting I meðferð vörunnar," sagði Hans. Hans sagði að ófremdarástand ríkti í skipulagi innflutningsmála á blómum og grænmeti. Hann sagði að búvöralögin væra góð, en út- færslu þeirra vantaði í reglugerð um tilhögun innflutningsins. „Innflutn- ingurinn er nánast óheftur og við njótum lítillar vemdar. Þetta er stór- um alvarlega vegna þess misræmis sem skapast hefur í tollamálunum," sagði hann. Lýsti Hans furðu sinni á þvi að aðilar vinnumarkaðarins hefðu samið um lækkun tolla á blóm- um úr 80% i 40%. Garðyrkjubændur væra ekki á móti lækkun vörannar til neytenda en þama hefði í raun verið samið um að kippa grandvellin- um undan heilli atvinnugrein og flytja vinnuna úr landi, vegna þess að tollar af þeim vöram sem notaðar væra í innlendu framleiðsluna, græðlingum og fleira, hefðu ekki verið lækkaðir jafnhliða. Sagði Hans að nefhd á vegum Sambands garð- yrkjubænda væri að vinna að tillög- um um skipulag innflutningsins og vonaðist hann til að leiðrétting feng- ist á þessum málum. — HBj. Seljendur og kaupendur hlutabréfa Markmið okkar er að stuðla að eflingu og þróun l&luta- bréfaviðskipta hér á landi og að starfrækja hlutabréfa- markað Kaupum og seljum hlutabréf í eftirtöldum hlutafélögum á eftirfarandi verði:*) Eimaskipafélag íslands hf. Kaupverð m.v. lOOkr. nafnverðs Kaupverð að lokinnl Jöfnun Söluverð m.v. lOOkr. nafnverðs Söluverð að lokinni jöfnun 360 180 388 194 Flugleiðir hf. 390 130 421 140 Iðnaðarbankinn hf. 125 91 135 98 Verslunarbankinn hf. 124 90 134 97 *) Áskilinn er réttur til að takmarka þá Qárhæð sem keypt er fyrir. Veitum hvers kyns ráðgjöf og aðstoð við stofnun hlutafélaga, verðmat hlutabréfa, útboð hlutaQár og kaup og sölu hlutabréfa. HluLabréfaniarkaóurinn hf Skólavörðustlg 12, 3. h. Reykjavik. Sími 21677 Blómaheildsalan hf.: Nýtt fyrirtæki á gömlum grunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.