Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, VIDSKIFTI/AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1986 r ll Flug People Express með 1. farrými Bandaríska flugfélagid People Express, sem þekkt hefur verið fyrir að bjóða flugferðir á lágum fargjöldum og með lítilli þjón- ustu um borð, er nú að breyta flestum farþegaþotum sínum, sem alls eru 80, þannig að um borð í þeim verði afmarkað fyrsta farrými. Einnig ætlar flugfélagið að bjóða þeim far- þegum, sem oft þurfa að ferðast, sérstök kjör. Einn af deildarstjórum People sagði á fundi með blaðamönnum þegar þessar breytingar voru til- kynntar að farþegar á fyrsta far- rými þyrfti ekki að greiða aukalega fyrir farangursskráningu, né fyrir mat og drykk um borð, og væri í athugun að fella þessi gjöld einnig niður hjá öðrum farþegum. People Express er með aðalstöðv- ar sínar hjá Newark-flugvelli í New Jersey, en þaðar er jafnvel styttra inn á Manhattan í New York borg en frá Kennedy-flugvelli. Það er dæmigert fyrir þau flugfélög sem spruttu upp í Bandaríkjunum eftir að samræmingu fargjalda þar var hætt árið 1978. í fyrstu gekk rekst- urinn mjög vel, og People færði smám saman út kvíamar. En á síð- asta fjórðungi ársins 1985 var 32,2, milljóna dollara (rúml. 1.300 millj- óna kr.) tap á rekstrinum, og á fyrsta fjórðungi yfírstandandi árs er áætlað að tapið nemi 35 milljón- um dollara. Tapið stafar aðallega af miklu og hörðu fargjaldastríði á sumum flugleiðum, eins og frá Denver í Colorado, en í Denver eru aðal- stöðvar Frontier Airlines, sem Pe- ople Express keypti í október f fýrra. Auk þess keypti People flug- félögin Britt og Provincetown- Boston Airlines, og hefur þessi út- þensla og kostnaður við að sam- hæfa reksturinn einnig átt sök á tapinu. En með þessum kaupum varð People Express fimmta stærsta flugfélag heims, en var áðurí 11. sæti. Nýja þjónustan á fyrsta farrými hófst á flugleiðinni milli Denver og Newark. Þar kostar farseðillinn á fyrsta farrými aðra leiðina 250 dollara (kr. 10.125), en venjulegt fargjald á þessari leið hjá People er 69 dollarar (kr. 2.795). Til samanburðar má geta þess að United Airlines tekur 600 dollara (kr. 24.300 fyrir farseðil á fyrsta farrými á þessari sömu leið, og 425 dollara (kr. 17.200) á ódýrara far- rými. Hvað sérkjör þeirra farþega sem mikið ferðast varðar má taka sem dæmi að farþegi sem flogið hefur 4 Lág fargjöld — People Express sem þekkt er fyrir að bjóða lág fargjöld og litla þjónustu um borð í flugvélum félagsins, hefur ákveðið að breyta flestum vélunum og bjóða farþegum er vilja að ferðast á 1. fanými. með félaginu 6.000 mílna vega- lengd alls fær farseðil á fyrsta farrými á flugleiðunum innanlands fyrir sama verð og greitt er fyrir ferð á ódýrara farrýminu. Og sá sem ferðast hefur 20.000 mílur fær ókeypis ferð fram og til baka til einhvers viðkomustaða félagsins innanlands. Öll stærri flugfélögin í Bandarílq'- unum bjóða upp á einhver sérkjör fyrir þá sem oft ferðast flugleiðis. Þessi sérkjör eru sérlega vinsæl hjá þeim sem oft þurfa að ferðast í viðskiptaerindum, og nota þeir þá oft frímiðana til að fara með fjöl- skyldur sínar í sumarleyfi. (Heimild: New York Times) A^ÍiSí'A 1946 1986 55 $5 Hverfisgötu 33, sími: 20560 Tölvudeild Akureyri: Gránufélagsgötu 4, TÖLVUR STOÐFORRITIN Áætlunarstoð ... kr. 6.000 Skrástoð ......kr. 6.000 Myndstoð ......kr. 6.000 Skýrslustoð......kr. 5.100 Ritstoð................kr. 6.000 Teiknistoð.......kr. 6.200 Skrifstofuvélar hf kynna nýjungar á PC tölvum og búnaöi frá IBM. Meðal þess sem viö kynnum er öflugra minni frá 256k upp í 10,5MB, stærri diskar frá 10MB upp í 60MB, meiri vinnsluhraði, nýtt hnappaborð og síðast en ekki síst, ný AT tölva, hraövirkari og öflugri en áður. Þetta eru atriði sem eru sannarlega frekari athugunar virði. Meö IBM PROPRINTER eða QUIETWRITER tölvuprenturum verður öll útskrift á gögnum hraðvirk og hljóðlát, með vönduðu letri og snyrtilegum frágangi. Auk IBM PC bjóðum við til sölu IBM system 36 tölvubúnað í þremur stærðum ásamt tilheyrandi notendahugbúnaði. IBM PC........... kr. 95.800 IBMPC/XT20MB.......kr. 156.200 IBM PC/AT 20MB.....kr. 226.100 IBM PC/AT-3 30 MB ... kr. 258.300 PRENTARAR Proprinter ................. kr. 27.000 Quietwriter ................ kr. 61.000 Quietwriter m/grafík........ kr. 76.000 Arkamatari f/Quietwriter.... kr. 17.500 Pappírsdragari f/Quietwriter . kr. 3.900 sími: 96-26155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.