Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSKIPn/AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1986 B 7 Stœrstu bankar heims milljarðar dollara 20 40 60 80 100 120 140 160 180 1985 ■ Sanwa (Japan) | BankAmerica (US) Industrial Bank of Japan BNP (France) Norinchukin (Japan) *S«ptember 30th BankAmerica (US) Citicorp (US) Chane Manhattan (US) Barclays (UK) National Westminster (UK) Manufacturers Hanover (US) BNP (France) Ðanca Nationale del Lavoro (Italy) JPMorgan (US) Western Bancorporation (US) Citicorp stærsti banki heims VIÐ LOK síðasta árs var Amer- ica Citicorp stærsti banki heims þegar miðað er við eignir. Árið 1970 var BankAmerica í fyrsta sæti en var kominn niður í sjö- unda sæti í lok liðins árs. Árið 1970 voru átta af tíu stærstu bönkum annað hvort bandarískir eða breskir. Nú eru hins vegar aðeins tveir bandarískir og enginn breskur í tíu efstu sætunum. National Westminister, sem er stærsti banki Bretlandseyja, er í ellefta sæti yfír stærstu banka heims. Nú einoka Japanir banka- starfsemina - sjö japanskir bankar eru í tíu efstu sætunum. Þegar litið er á hækkun yensins gagnvart dollar er líklegt að að Dai-Ichi Kangyo taki sæti Citicorp. Heimild: The Economist l nibo<) Míkró með umboð fyrir Clock MÍKRÓ hf. hefur nýlega fengið umboð fyrir dClock frá Micro- sync. dClock er klukka fyrir IBM-PC og aðrar sambærilegar tölvur sem gerir það að verkum að óþarft er að skrá dagsetningu og tíma í hvert sinn sem vélin er sett af stað. í frétt frá Mikró segir að stærsti kosturinn við þessa klukku sé að hún taki ekki upp kortapláss i tölvunni heldur sé henni með einfaldri aðferð komið fyrir á móðurborði tölv- unnar. dClock vinnur þannig að þegar tölvan er sett í gang skrásetur sér- stakt forrit dagsetningu og tíma sjálfvirkt inn á stýrikerfíð, að því er segir í fréttinni. Þeir sem noti tölvuna þurfí þannig ekki að svara sérstökum spumingum um dag- setningu og tíma. Þar af leiðandi muni þeir, sem notfæri sér þann möguleika MS-DOS-stýrikerfísins að taka afrit frá ákveðnum dagsetn- ingum, áreiðanlega kunna vel að meta það að hafa öll gögn skrásett á réttum dagsetningum. í frétt Míkró segir hins vegar að margir notendur IBM-PC og sam- bærilegra tölva séu iðulega búnir að fylla öll laus sæti fyrir aukakort eða vilji ekki fóma lausu sæti fyrir klukkukort og þar sé dClock því einstök lausn. Sem sérstakan bragðbæti sé sfðan að fínna leið- beiningar í dClock handbókinni fyrir þá er vilji stækka minni IBM PC/XT í 640k á móðurborði tölvunnar án þess að þurfa að kaupa dýr minnis- stækkunarkort. dClock kostar með ísetningu kr. 2.900. Tímamót í fóðurframleiðslu á Islandi Fóðurblandan hf. hefur flutt alla starfsemi sína í nýja, fullkomna fóð- urverksmiðju að Korngarði 12 við Sundahöfn. Með opnun nýju verk- smiðjunnar verða ekki einungis þáttaskil í 25 ára sögu Fóðurblönd- unnar hf. heldur og tímamót í fóður- framleiðslu á Islandi. Við hönnun verksmiðjunnar höfum við í senn tekið mið af reynslu okkar og hugviti svissneskra völundar- smiða. Arangurinn er tæknilega full- komin fóðurverksmiðja þar sem tölvutækni er nýtt við eftirlit og alla vinnslu. Þetta gerir okkur meðal ann- ars kleift að blanda fóðrið nákvæm- lega í þeim hlutföllum sem uppskrift- irnar segja til um og að auka mjög vinnsluhraða og fjölbreytni. Með þessu móti verða blöndurnar okkar alltaf nýjar og ferskar er þær berast kaupandanum. í heild sinni mun nýja verksmiðjan leiða af sér enn betri fóðurblöndur og fullkomnari þjónustu. Nú, á tímum kvótakerfis og offramleiðslu, er mikil- vægara en nokkru sinni að standa rétt að fóðrun búfjár. Skynsamleg notkun kjarnfóðurs, byggð á þekkingu og reynslu, er forsenda hagkvæmni í bú- rekstri. Bændur! Hafið samband við okkur og nýtið ykkur fullkomnustu tækni í fóð- urblöndun. FOÐURBLANDAN HF. KORNGARÐ112 S:(91)687766 SUNDAHÖFN FORYSTA Í FÓÐURBLQNDUN Áskriftarsíminn er 83033 '"•V: f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.