Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 9
MQRGUNBLAÐIÐ, VH)SKIPH/AIWNllWÍF*-ffMMWIBAGUR 22. MAÍ1986
B 9
Nanna staðháttum og sögu vel fyrir
forvitnum ferðalangi.
Ekki er úr vegi að geta einnig í
upptalningu nokkura góðra dóma
um landið okkar greinar Henning
Andersen og Hanne Vesti í tímarit-
inu Illustreret Videnskap. Nefnist
hún ísland brennur um miðjuna og
er eins og nafnið bendir til um
eldfjallavirkni á landinu kalda, eink-
um á Mývatns- og Kröflusvæðinu.
Jyllandsposten segir frá því, að
ekki þurfi að velja suðrið til „sund-
baðsleyfís". Það sé ekki síðra að
synda á íslandi þrátt fyrir legu
landsins og það í tærasta vatni í
heimi. — Berlingur býður Emil
Guðmundsson, nýjan forstjóra
Flugleiða hér, velkominn til starfa
á ný í Kaupmannahöfn og viku
seinna hrósar Jörgen Skjoldan Hót-
el Loftleiðum mjög í sama blaði. —
Jydske Tidende efna til íslands-
ferðar í júlí og mælir blaðið sérstak-
lega með íslenska drykkjarvatninu
og ekki að ástæðulausu, þar sem
danskt kranavatn er vont og víða
ódrekkandi.
Undanfarið hafa verið margar
íslandskynningar hjá allskonar fé-
lögum og klúbbum víða um landið.
Lestunar-
áætlun
Skip Sambandsins
munu ferma til íslands
á næstunni sem hér
segir:
AARHUS:
Alla þriðjudaga
SVENDBORG:
Alla miðvikudaga
KAUPMANNAHÖFN:
Alla fimmtudaga
GAUTABORG:
Alla föstudaga
MOSS:
Alla laugardaga
LARVIK
Alla laugardaga
HULL:
Alla mánudaga
ANTWERPEN:
Alla þriðjudaga
ROTTERDAM:
Alla þriðjudaga
HAMBORG:
Alla miðvikudaga
GLOUCESTER:
29. mai
NEWYORK:
30. mal
PORTSMOUTH:
31. maf
SKIPADEILD SAMBANDSINS
Sambandshúsinu
Pósth. 180 121 Reykjavik
Sími 28200 Telex 2101
Þekkjum við vel til þeirra hér í Jóns-
húsi, en Danir sýna líka sjálfír lit-
skyggnur og segja frá ferðum sín-
um heima, eins og bæjarblöð frá
Heming, Viborg Koldin, Holsterbro
og Ringköbing bera með sér.
Ótrúlega margir skólabekkir,
íþróttaklúbbar og alls kyns félög
ætla sér í sumarferðir heim, líklega
aldrei áður svo margir héðan. Vina-
bæjamót kalla á ýmsa, skólaböm
undirbúa sig í landafræði og sögu-
tímum allan veturinn, Lionslúbbur
einn býður unglingi, sem vinnur
ritgerðarsamkeppni, ferð til Islands,
skátar frá Risskov fá að ganga á
Öskju eftir mikinn undirbúning og
þjálfun, rakarar halda norrænt mót,
einkaritarar Evrópuráðstefnu og
Ældre pá höjskole í udlandet dvelja
vikutíma í Skálholti. Svo mætti
lengi telja.
Síðast en ekki síst em svo úr-
klippumar um Hólmfríði Karlsdótt-
ur. Þessi fallega og hógværa ung-
frú Heimur vekur verðskuldaða
athygli, hvar sem hún fer og er hin
besta landkynning. í Billedbladet
er sagt frá því, að Finnur Erlends-
son, sem lengi hefur verið búsettur
í Danmörku, hafí málað hana sem
gyðjuna Iðunni og myndir hanga
uppi í húsakynnum norrænu félag-
anna í Sydney í Ástralíu, eplunum
og öðm til skila haldið.
Það er gleðilegt að lesa jákvæð
ummæli um landið sitt. Vonandi
verðum við, sem erlendis búum, til
að auka álit þjóða á íslendingum
ekki síður en þeir, sem heima em.
Við vitum a.m.k. vel, hvers er mest
að sakna, þ.e. fjalla, loft, vatns og
fískjar. Landkynningarstarfsemi
Flugleiða, sem og annarra beinir
auknum ferðamannastraumi til ís-
lands og færir okkur nær alfaraleið-
um.
G.L. Ásg.
Nútímaþróun í vöruflutningum:
Brettapökkun í plast.
Brettavafningsvélar.
Plastfilma strekkist að vörunni
og festir hana við brettið.
Brettahettur.
Gasbyssa hitar plastið
sem fellur alveg að vörunni.
Tvenns konar frágangur á brettum.
Brettapökkun í plast er gott dæmi um bætta vörumeðferð, aukin
afköst og framfarir í flutningatækni. Bætt vörumeðferð kemur
fram í öruggri vörn plastumbúðanna gegn raka, ryki og öðrum
óhreinindum, ásamt því að varan verour stöðugri á brettunum.
Plastprent býður annars vegar brettavafningsvélar
þar sem plastfilma strekkist að vörunni og festir hana
iafnframt við brettið. Hins vegar bjóðum við bretta-
nettur og gasbyssu sem hitar plastið þannig að það
fellur alveg að vörunni.
lírval annarra pökkunarvéla.
Plastprent selur úrval annarra pökkunarvéla af öllum stærðum og
gerðum. Jafnframt höfum við í 26 ár framleitt alls konar plastum-
úðir úr eigin filmu, með og án áprentunar. Það er því engin tilvilj-
un að flestallir íslendingar meðnöndla daglega vörur sem pakk-
að er í umbúðir frá okicur.
Plastpökkun er framtíðarlausn.
Plast sparar miðað við aðrar umbúðir, verndar vel og uppfyllir
auknar kröfur um geymsluþol og auglýsing-
argildi. Forysta Plastprents byggist á tæknifram-
förum, fjölhæfu starfsliði og mikilli reynslu. Þess
veana leysum við pökkunarvanda íslenskra fyrir-
tækja.
^ Plastprent hf.
Plastumbúðir, pökkunarvélar, ráðgjöf.
Höfðabakka 9. Sími 685600.