Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ,VIDSKIPTIWVINWOIÍF FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1986 ÍSLANDS AMERÍKA PORTSMOUTH/NORFOLK Bakkafoss 4. júní Elvira Oria 17. júní Bakkafoss 2. júlí Elvira Oria 15. júli NEWYORK Bakkafoss 3. júní Elvira Oria 16. júní Bakkafoss 30. júni Elvira Oria 14. júli HALIFAX Elvira Oria 20. júní Elvira Oria 18. júll BRETLAND/ MEGINLAND IMMINGHAM Álafoss 25. maí Eyrarfoss 1.júní Álafoss 8. júní Eyrarfoss 15. júní FELIXSTOWE Álafoss 26. maí Eyrarfoss 2. júni Álafoss 9. júní Eyrarfoss 16. júní ANTWERPEN Álafoss 27. maí Eyrarfoss 3. júni Álafoss 10. júni Eyrarfoss 17. júni ROTTERDAM Álafoss 28. mai Eyrarfoss 4. júni Álafoss 11.júni Eyrarfoss 18. júní HAMBORG Álafoss 29. maí Eyrarfoss 5. júni Álafoss 12. júni Eyrarfoss 19. júni GARSTON Fjallfoss 26. maí Fjallfoss 9. júní IMMINGHAM Laxfoss 2. júní BREMERHAVEN Laxfoss 3. júní NAPOLÍ Skeiðsfoss 26. maí PINETAR Skeiðsfoss 2. júní NORÐURLÖND/ EYSTRASALT FREDRIKSTAD Skógafoss 27. mai Reykjafoss 3. júní Skógafoss 10. júní Reykjafoss 17. júní ÁLABORG Skógafoss 29. maí Skógafoss 12. júní HORSENS Reykjafoss 6. júni Reykjafoss 20. júní GAUTABORG Skógafoss 28. maí Reykjafoss 4. júní Skógafoss 11. júní Reykjafoss 18. júni KAUPMANNAHÖFN Skógafoss 30. maí Reykjafoss 5. júni Skógafoss 13. júní Reykjafoss 19. júní HELSINGJABORG Skógafoss 30. maí Reykjafoss 5. júní Skógafoss 13. júni Reykjafoss 19. júni HELSINKI Skip 26. mai Dettifoss 2. júní GDYNIA Dettifoss 6. júní ÞÓRSHÖFN Skógafoss 1. júní Reykjafoss 8. júni RIGA Selfoss 30. maí LENINGRAD Selfoss 26. maí HANG0 Selfoss 28. mai ROSTOCK Dettífoss 8. júni EIMSKIP Pósthússtrœti 2. Sími: 27100 Sljórnun Dr. Michael Kami með námsstefnu hjá Sijórnunarfélaginu Heimsfrægur fyrirlesari og framtíðarfræðingur STJÓRNUNARFÉLAG íslands hefur fengið heimsfrægan fyrir- lesara, dr. Michael Kami, til að koma hingað til lands og halda eins dags námsstefnu um stefnu- mótun fyrirtækja í dag. Verður námsstefnan haldin í Súlnasal Hótels Sögu föstudaginn 13. júní. Dr. Michael Kami er einn fremsti og eftirsóttasti framtíðarfræðingur °g ráðgjafi í Bandaríkjunum um þessar mundir og hefur lagt sig fram um að stunda rannsóknir og fylgjast með nýjungum á sviði þjóð- mála, viðskipta og tækni. Kami er nú rúmlega sextugur að aldri, fæddur og uppalinn í Brasilíu en flutti ungur til Bandaríkjanna. A sjötta og sjöunda áratugnum var hann framkvæmdastjóri áætlunar- deildar IBM og í nokkur ár einnig framkvæmdastjóri hjá Xerox þegar uppgangur fyrirtækisins var hvað mestur. Þegar hann var 42ja ára að aldri flutti hann til Flórída og hóf nám að nýju. Hann seldi hluta- bréf sín í IBM og Xerox og lauk MBA-prófí og doktorsprófí. Hann tók síðan upp lifnaðarhætti sem hann hafði lengi dreymt um, keypti sér hús, 42ja feta snekkju og flug- vél og hóf sjálfstæðar rannsóknir og ráðgjafastörf í fyrirtæki sínu, Corporate Planning Inc. Hann er reglulega í sambandi við marga helstu stjómendur stærstu fyrir- tækja Bandaríkjanna. Hann vinnur við ráðgjafastörf og fyrirlestrahald 90 daga á ári og tekjur hans eru 25 til 40 milljónir á ári. Þá peninga segir hann duga til að eyða þá 200 daga sem hann notar til að lesa, ferðast og mennta sig með því að fylgjast með nýjungum á sviði stjómunar, hagfræði og breyting- um á þjóðfélagsháttum og tækni. Stjómunarfélagið hefur sett á laggimar undirbúningsnefnd til að skipuleggja námsstefnu Kami hér á landi og skipa hana Þorkell Sigur- laugsson, framkvæmdastjóri hjá Eimskip, Lára Ragnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Stjómunarfélagsins, og Eggert Á. Sverrisson, fram- kvæmdastjóri fjárhagsdeildar Sam- bandsins. Þorkell hefur áður haft kynni af dr. Kami og skrifaði raunar tvær greinar um hann og framtíðar- sýn hans hér í viðskiptablaðið fyrir tæpu ári. „Eg hef sótt tvær ráð- stefnur með dr. Kami,“ segir Þor- kell í samtali við Morgunblaðið. „Hin fyrri var haldin 1981 í Toronto og sótti ég hana þá ásamt Herði Sigurgestssyni, forstjóra Eimskipa- félagsins, en hann hafði þá áhuga á að kynna sér nýjungar í áætlunar- gerð og framtíðarspám á því sviði. Yfírskrift þeirrar ráðstefnu var New Management Realties. Síðari ráðstefnan var svo haldin í Brussel í fyrra og var hátíðaráðstefna í til- efhi 25 ára starfs dr. Kami á þessu sviði og bauð hann eingöngu til hennar þeim mönnum sem höfðu verið hjá honum á fyrri ráðstefnum. Þetta var alls um 50 manna hópur og náðist þama skemmtileg sam- heldni og andi á ráðstefnunni fyrir bragðið, svo að það var mjöggaman að sitja hana. Þorkell segir það einkenna dr. Kami að hann býr yfír mjög mikilli frásagnarlist, sé mjög lifandi fyrir- lesari og skýr í framsetningu, svo að hann á auðvelt með að halda áheyrendum við efnið allan tímann. Hann leggur sig í líma við að kynn- ast ráðstefnugestum sínum og get- ur komið þeim í opna skjöldu með beittum spumingum eða dæmum en þó jafnan án þess að vera ágeng- ur eða ókurteis. „Það gerðist svo á ráðstefnunni í fyrra að ég færði það í tal við Kami hvort hann væri til í að heimsækja ísland og var hann lagsþróunin er jafn hröð og sveiflu- kennd eins og nú er orðið — og olíuverðslækkunin nú undanfarið er e.t.v. skýrasta dæmið um. Dr. Kami telur að menn eigi ekki að gera áætlanir lengra fram í tímann en þeir hafa raunverulega þörf fyrir hveiju sinni. Þeir eigi ekki að binda sig við smáatriðin heldur reyna að að greina meginlínumar í því hvert stefnir og bregðast við í samræmi við það. Að því leyti eiga hugmyndir Kami fullt erindi við okkur í dag.“ I grein Þorkels Sigurlaugssonar í viðskiptablaðinu í júlí í fyrra og hann byggði á viðtali Roger Collis í blaðinu Chief Executive við dr.Kami, birtist tafla sem vakti talsverða athygli en þar dró Kami upp þær þjóðfélagsbreytingar sem hann telur að verði á næstu árum. Látum við þessa framtíðarsýn fylgja hér með: til í það nema hvað hann var þá bókaður fram í tímann allt þar til nú í sumar. Það var síðan ákveðið að Stjómunarfélagið tæki að sér að koma á þessari námsstefnu með honum í júní og sameinar dr. Kami heimsóknina hingað ferð sem hann er að fara til Evrópu.“ Þorkell segir engan vafa á þvi að hugmyndir dr. Kami eigi fullt erindi við íslendinga. Hann bendir á að hér á landi sé starfandi nefnd á vegum forsætisráðherra sem ætlað sé að skila einhveiju áliti um framtíðarþróun íslensks þjóðfélags fram yfír aldamótin. „Kami er hins vegar heldur vantrúaður á áætlun- argerð og stefnumótun af þessu tagi. Venjan er sú að þegar settar em á laggimar nefndir hagsmuna- aðila, þá er árangurinn mjög ítar- legar álitsgerðir og jafnvel spár í smáatriðum og niðurstöðumar gjaman á þá lund eins og hags- munahópamir vilja sjá þróunina verða. Kami segir að þessi aðferð dugi tæpast lengur þegar þjóðfé- Tryggingafélög Þjóðfélagsbreytingar sem dr. Michael Kami telur aö verði á næstu árum Frá: Iðnaðarþjóðfélagi Miðstýringu Sterkum áhrifum verkalýðsfélaga Þjóðernisstefnu Almennri tækni Ríkisforsjá Eðlisfræði Fulltrúalýðræði Hagkvæmni stærðarinnar Stjórnendaþjóðfélagi Skammtíma hugsanagangi Prentun Fjölmiðlun Fjölskyldu sem einingu Stjórnmálaflokkum Einnota auðlindum EfnislegumCafköstum Starfsfólki á launum Vinstri og hægri stjórnmálum Baráttu við náttúruna Piramítaþjóðfélagi Til: Upplýsingaþjóðfélags Valddreifingar Veikra áhrif verkalýðsfélaga Alþjóðahyggju Nýrrar tækni Einstaklingsforsjár Líffræði Einstaklingsiýðræðis Hagkvæmrar stærðar Frumkvöðlaþjóðfélags Langtíma hugsanagangs Tölvuvæðingar Einstaklingsmiðlunar Einstaklingsins sem einingar Málefnaflokka Fjölnota auðlinda Þekkingarlegra afkasta Verktaka Málefnalegra stjórnmála Lífs með náttúrunni Flats þjóðfélags Nær 17 millj. króna hagnaður hjá Sjóvá UM 16,9 milljóna króna hagnað- ur varð af rekstri Sjóvátrygg- ingafélags íslands á síðasta ári. Kom þetta fram á aðalfundi fé- lagsins, sem haldinn var hinn 13. maisl. Bókfærð iðgjöld félagsins á síðasta ári, sem var 67. starfsár þess, námu 462,1 milljón króna sem samsvarar um 51% hækkun milli ára. Tjón á sl. starfsári námu 521,3 milljónum króna og hækkuðu um 266,5 milljónir eða um 105%. Ijónaprósenta ársins var 131% en 91% árið 1984. Að því er fram kemur í frétt frá Sjóvá nemur eigin tryggingasjóður Sjóvá nú liðlega 559 milljónum króna og hækkaði um 46%. Af þessu má ráða að félagið er vel í stakk búið til að mæta tjónum og staða félagsins þannig sterk, segir í fréttinni. Iðgjöldin af ökutækjatryggingum námu 153,2 milljónum króna og hækkuðu um rúm 50%. Þetta er stærsta vátryggingagrein félagsins og námu iðgjöldin 42% af heildar- tryggingariðgjöldum þess. Tjón árs- ins námu tæplega 190 milljónum króna og er það rúmlega 65% hækkun milli ára. 'Ijónaprósenta var 124% árið 1985 en 113% árið áður. Afkoman í bifreiðatryggingum var slæm á síðastliðnu ári, segir í fréttinni. Gjaldskrárhækkun á árinu 1985 var 68% í ábyrgðartrygging- um en mikil hækkun tjónakostnaðar milli ára var þess valdandi að staða í þessari grein versnaði enn frekar. í húftryggingum nam gjaidskrár- hækkunin 68,7%. Tæplega 20 þúsund ökutæki voru í ábyrgðartiyggingu hjá Sjóvá um síðastliðin áramót og hafði þeim þá fjölgað um tæplega 7% frá árinu áður. Auk ökutækjatrygginga annast félagið eignartryggingar en þar námu iðgjöldin 97,6 milljónum króna, ábyrgðar- og slysatrygging- ar 55,8 milljónum króna og endur- tryggingar 49,7 milljónum króna. Um síðastliðin áramót tók gildi samstarfssamningur milli Sjóvá og Hagtiyggingar hf. sem felur í sér að Sjóvá annast nú allan daglegan rekstur Hagtryggingar. Er það von forráðamanna félaganna að með þessu móti megi styrkja stöðu Hagtryggingar hf. Stöðugt er unnið að tölvuvæð- ingu fyrirtækisins og eru um þessar mundir 55 tölvuskjáir í notkun hjá félaginu. Jafnframt er unnið að því að koma stærri umboðum fé- lagsins' í beint tölvusamband við aðalskrifstofu og ætti það að leiða af sér bætta þjónustu við viðskipta- vini viðkomandi umboða, segir ennfremur í fréttinni. Á árinu störfuðu að meðaltali 53 starfsmenn hjá félaginu, en fram- kvæmdastjóri þess er Einar Sveins- son. Eins og áður hefur Verið greint frá gerðu Sjóvá og Tryggingarmið- stöðin hf. með sér samning I janúar 1985 um stofnun nýs líftryggingar- félags, Sameinaða lfftryggingarfé- lagsins hf. Hið nýja félag hóf starf- semi sína 1. júní 1985 og hefur nú yfírtekið líftryggingarstofna Líf- tryggingarfélags Sjóvá hf. og Líf- tryggingamiðstöðvarinnar hf. Hagnaður af rekstri félagsins eftir skatta nam 559 þús. krónum. Fjöldi líftryggingaskírteina hjá félaginu er nú 7.200. Framkvæmdastjóri félagsins er Siguijón Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.