Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 1
Rósastríð hið nýja
MJÓG hörð samkeppni rikir nú innan blóma-
heildsölunnar. A þeim vettvangp starfa nú tvö
fyrirtæki — Blómamiðstöðin, sem starfað hefur
í 25 ár, og Blómaheildsalan sem er nýlegt
fyrirtæki. Breytingar standa fyrir dyrum þjá
báðum fyrirtækjum til að mæta harðnandi
samkeppni, eins og aegir frá blaðinu í dag.
B5
Axis hitti í mark
HÍJSGAGNAFYRIRTÆKIÐ Axis sló í gegn á
norrænu húsgagnasýningunni í Bella Center á
dögunum með nýja línu af barnaherbergishús-
gögnum, sem Pétur Lútersson hefur hannað.
Fjöldi aðila hefur óskað eftir að fá einkaumboð
fyrir framleiðslu Axis, bæði i Evrópu og i
Bandaríkj unum. Eyjólfur Axelsson, fram-
kvæmdastjóri Axis, segir frá árangri fyrirtæk-
isins á sýningunni í viðtali i dag og hvaða
vandræðum fyrirtækið stendur frammi fjrir
af þessum sökum.
VIÐSKIPn AIVINNULIF
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
FIMMTUDAGUR 22. MAI1986
BLAÐ
B
Fóðuriðnaður
Foðurblandan hf.
flutt í Sundahöfn
Nær allur fóðuriðnaðurinn
kominn á sama stað
FÓÐURBLANDAN hf. hefur
flutt alla starfsemi sína i nýtt
húsnæði að Korngarði 12 i
Sundahöfn. Hin nýja verksmiðja
Fóðurblöndunar er fullkomnasta
fóðurblöndunarstöð landsins, að
sögn Hjörleifs Jónssonar for-
stjóra, og býður hún upp á
Borgarverk
ogHagvirki
bjóða best
íklæðningar
nýlega voru opnuð tilboð i
þremur útboðum Vegagerðar
rikisins. Óvenju fá tilboð bárust
í verkin og voru lægstu tilboð í
öllum tilvikum fyrir ofan kostn-
aðaráætlun Vegagerðarinnar.
Stærri verkin eru klæðingar á
vegi en samkeppni verktaka virð-
ist ekki vera eins mikil um þau
eins og almenna vegagerð, enda
sérhæfð tæki notuð við þau.
möguleika til framleiðslu á nýj-
um fóðurvörum.
Hjörleifur sagði að verksmiðjan
væri tölvustýrð. Það skapaði meðal
annars mikla möguleika á fjöl-
breytni tegunda, bæði í hinum
hefðbundnu búgreinum og aukabú-
greinunum svokölluðu, þannig að
nánast gæti hver einstakur bóndi
látið framleiða fyrir sig sína eigin
fóðurblöndu. Afkastageta verk-
smiðjunnar er 12—15 tonn á
klukkustund. Munurinn er mikill
því afkastageta gömlu verksmiðj-
unnar sem var í leiguhúsnæði á
Grandavegi, var 3,5—4 tonn á
klukkustund. „Við eigum núna að
geta annað eftirspuminni og auk
þess farið að stunda sölumennsku
sem við höfum ekki áður þurft,"
sagði Hjörleifur.
Með flutningi Fóðurblöndunnar
er stór hluti íslenska fóðuriðnaðar-
ins kominn á sama stað. Allar ís-
lensku fóðurblöndunarverksmiðj-
urnar, Fóðurblandan hf., Mjólkurfé-
lag Reykjavíkur og SIS, em við
Komgarð. Þar er einnig Komhlaðan
hf. sem fóðurverksmiðjumar eiga í
sameiningu og aðstaða Guðbjöms
Guðjónssonar hf. sem er einn
stærsti fóðurinnflytjandinn.
Bláskógar biðja
um greiðslustöðvun
Húsgagnaverslunin Bláskógar
hf. í Reykjavík hefur farið fram
á að fá þriggja mánaða greiðslu-
stöðvun.
Beiðni félagsins var tekin fyrir
hjá skiptaráðanda í gær en ekki
afgreidd og var forráðamönnum
Bláskóga gefinn vikufrestur til að
skiia fyllri upplýsingum. Ragnar
Hall, skiptaráðandi, sagði, að gerð
væri krafa til betri upplýsinga um
fyrirtækið og áform stjómenda þess
á þeim tíma, sem greiðslustöðvun
stendur.
Ragnar Hall sagði, að frá ára-
mótum hefðu borist 22 beiðnir um
greiðslustöðvun. Á sama tíma á síð-
asta ári voru beiðnimar fimm. Hins
vegar em engin fyrirtæki nú í
greiðslustöðvun, en nokkrir ein-
staklingar.
Gjaldþrot:
Kröfur íþrotabú Blóma
ogávaxta tæpar 30 m.kr.
Líklegt að aðeins tíundi hluti krafna innheimtist
Borgarverk hf. í Borgamesi átti
lægsta tilboð í klæðingar á vegi í
Skagafirði og á Miðfjarðarveg. Til-
boð Borgarverks var 12.476 þúsund
krónur, sem er tæplega 8% yfír
kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp
á 11.567 þúsund krónur. Tvö önnur
tilboð bárust í verkið og voru þau
bæði hærri, auk eins frávikstilboðs
til viðbótar.
Hagvirki hf. átti lægsta tilboð í
gerð efra burðarlags og klæðingar
á Þingvallaveg (Móakotsá - Stóra-
landstjöm) og Vesturlandsveg í
Hvalfirði, en alls em þetta rúmir
11 kílómetrar. Tilboð Hagvirkis var
9.455 þúsund krónur, sem er tæp-
lega 2% yfir áætlun sem hljóðaði
upp á 9.294 þúsund krónur. Þijú
önnur tilboð bámst í verkið, öll
hærri en tilboð Hagvirkis.
Fossverk sf. á Selfossi átti lægsta
tilboð í lagningu 2 km af Miðfjarð-
arvegi. Tilboðið var 1.177 þúsund
kr., eða tæplega 3% yfir kostnað-
aráætlun sem var 1.144 þúsund kr.
Tvö hærri tilboð bámst.
KRÖFUSKRÁ í þrotabú Blóma
og ávaxta hf. í Reykjavík var
lögð fram í gær og nema almenn •
ar kröfur í búið 28,3 miljjónum
króna auk 125 þúsunda danskra
króna (rúmlega 600 þúsund ís-
lenskar krónur) og lýstar for-
gangskröfur, þ.e. launakröfur og
kröfur frá lífeyrissjóðum, nema
rúmum 902 þúsundum króna.
Magnús Norðdahl, lögmaður,
bústjóri þrotabúsins, sagði i gær,
að liklegt væri að aðeins tiundi
hluti almennra krafna innheimt-
ist, en allar forgangskröfur.
Blóm og ávextir hf. var lýst
gjaldþrota 24. febrúar síðastliðinn
og er vitað um eignir að verðmæti
3 milljónir króna. Það er því ljóst
að lítill hluti þeírra kraftia sem
gerðar em í þrotabúið innheimtist,
eins og áður segir. Stærstu kröfu-
hafar em Búnaðarbankinn með 9,9
milljónir króna, Verzlunarbankinn
með um 1,3 milljónir, Tollstjórinn
með 4,4 milljónir króna og blóma-
bændur með um 4 milljónir króna.
Blóm og ávextir hf. rak tvær
verslanir; í Hafnarstræti 3 og Al-
aska við Miklatorg. Skömmu áður
en félagið var lýst gjaldþrota var
verslunin við Hafnarstræti seld.
Magnús Norðdahl sagði að margir
kröfuhafar hefðu lýst því yfir að
þeir væra ósáttir við þessa sölu og
að mati þeirra hefði verslunin verið
seld langt undir raunvirði. Hann
sagði að væntanlega fæm einhveijir
kröfuhafar fram á málshöfðun á
hendur þess er keypti búðina, en
það er skiptafundar að ákveða hvort
það verður gert. Skiptaráðandi í
Reykjavík metur hins vegar hvort
ástæða er til frekari rannsóknar
vegna bókhalds félagsins eða með-
ferðar búsins skömmu fyrir gjald-
þrot og tilkynnir það ríkissaksókn-
ara, sem tekur ákvörðun um rann-
sókn.