Morgunblaðið - 06.06.1986, Blaðsíða 6
GRACEJONES
.
6 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚNl 1986
og vöðvastælt. Fullkomnunin holdi klædd, og til í
hvað sem er. Það ber klæðaburðurinn ótvírætt með
sér. Líkaminn er þéttvafinn svörtu leöri.
Búningurinn, fasið, vöxturinn, allt er það
þaulhugsað. Á blússunni eru axlirnar breiðar en
um þvengmjótt mittið er leðrið strengt til hins
ýtrasta. Yfir silkimjúkum undirbolnum er stuttpils
ogíhliðum þess eru rennilásar og undir þeim skín
í bert hold. Hún stendur kyrr andartak. Andlitið er
nakið og á því er ekkert sem ætlað er að skreyta
eða dylja annað en ögn af rauðum varalit. Stællinn
á henni jaðrar við að vera klúr. Samt hittir hann
alltaf í mark: Þetta er sjálf Alaia-konan.
Tískuhönnuðurinn
AZZEDINE
ALAIA
Hávaxin stúlka steðjar niður Ódáinsvelli, fagurlimuð