Morgunblaðið - 06.06.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.06.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ1986 B 7 „Þau eiga mér allt að þakka. Sjáðu hann Eric þarna. Sætur, er það ekki? Ég fann hann nú á göt- unni, þennen ítalska götustrák. Hefði ég ekki komið til sögunnar hefði ekkert beðið hans annað en afbrotaferill. Og Sylvie litla ... Ég borga þeim ekki neitt. Þetta er prófraun. Ef þau geta unnið fyrir mig í fimm ár án þess að fá borg- un, þá veit ég að ég get treyst þeim ... ég gef þeim að borða. Ég sé um þau. Til hvers annars þyrftu þau aura? Peningar! Ha! Ég veit ekkert um peninga og ég hef engan áhuga á þeim. Þó er ég nýbúinn að eyða gífurlegum fjár- munum í þetta hús. Hvernig lízt þér á það?“ Miðstöð starfsemi Azzedine Alaia er þetta fimm hæða hús við Rue de Parc Royal og hönnuðurinn Andrée Putman á heiðurinn af endurreisn þess utan og innan. „Við erum að vissu leyti samofnir. Við hugsum eins.“ Hvert rýmið tekur við af öðru og grunnlitirnir eru hvítt og grátt. Lítið er af dóti, aðeins stöku listaverk. Á veggjun- um eru speglar. í vinnustofunni eru tveir regnhlífarlampar, hvítar pappírshlífar eru fyrir gluggunum, stórt hringlaga borð þar sem fólkið situr við sauma og loks gínur úr leir sem notaðar eru við undir- búning sýningarinnar í New York. Á jarðhæð húsins er verzlunin. Þar eru fáeinar fataslár, egypzk myndastytta og málverk eftir Christophe. Risherbergið í húsinu er eina vistarveran sem vekur sérstaka athygli. Það er svefnherbergi Az- zedine Alaia. Þar er ekki annað að sjá en hvítt fleti, tvo fatahauga og spegil. Það er allt og sumt. Má þá ætla að einfaldleikinn í fötunum endurspegli lifnaðarhættina? Hann heyrir strax að spurningin er alvarlegs eðlis og kemur þá um leið með vífilengjur. „Ég? Eg hef enga fordóma, ég hef gaman af hlutum og mér leiðast þeir. Ég vil heldur kaupa hluti en selja þá, en ef ég ætti enga peninga þá myndi ég ekki kaupa neitt og ég myndi einskis sakna.“ Og sá sem segir þetta er hönnuður með svo agað- an stíl að útgefendur tízkublaða skjálfa við tilhugsunina um skart- gripi eða föt frá öðrum hönnuðum við hliðina á því sem hann sendir frá sér. Joseph nokkur í Lundúnum segir: „Fötin frá Azzedine eru eins og höggmyndir, þau njóta sín bezt sem sjálfstæð verk, aðskilin frá öðrum fötum." Meistarinn setur upp undrunarsvip. „Eins og högg- myndir? Það er að vísu rétt að ég fékk slíka menntun en það er ekki mitt að dæma um slíkt. Eða sú fásinna að ég krefjist þess að fötin mín komi aldrei nálægt fötum annarra hönnuða. Ég skil ekki hvernig fólki dettur þetta í hug. Staðreyndin er sú að þau fara einmitt vel með öðrum fötum, t.d. frá Gaultier. Hvað skartgripi varð- ar ... þeir eru erfiðir fyrir konur á vissum aldri. Það getur verið gaman fyrir ungar stúlkur að vera með sérkennilega skartgripi og gamlar konur þurfa að fá að vera með sínar perlur oy minjagripi. En flestum viðskiptavinum mínum nægir hið náttúrlega skraut sem líkaminn er í sjálfum sér.“ Meöal viöskiptavina Alaia er Grace Jones sem hann hannaöi til dæmis fatnaö á fyrir myndina „Víg í sjónmáli". Þá eru Paloma Picasso, Cher, Ornella Muti og Tina Turner dyggir aðdáendur hans. að er sama hvert litið er í Parísarborg. Hún er viðmiðunin, hvort sem gáð er að vöru- merkjum á fataslánum í fínu búðunum í fínu hverfunum eða framúrstefnuholunum í druslu- hverfum heimsborgarinnar. Hún er nefnilega alls staðar „hinn kost- urinn“, hvort sem ríkjandi eru smekklausar blúndupífur eða hin fágaða, sviplausa og einfalda tízka hinna „þekktu og viðurkenndu merkja" sem skáka í skjóli ein- faldleikans. Þar er fyrsta boðorðið að fara aldrei út á hálan ís. En nú hefur hin vogaða nútíma- kona sem sættir sig ekki við leiði- gjarnt öryggi öðlazt nýjan valkost. Lungamjúkt leður og prjónasilki sem sveipast um stæltan líkama, án þess að slegið sé af kröfum um gæði, eru svo sannarlega nýjung sem fellur í geð hinni hispurslausu og kröfuhörðu nútímakonu, sem sólar sig í athygli heimsborgarinn- ar þar sem svo sannarlega þarf nokkuð til að vekja almenna eftir- tekt. AL-AI-A. Erlendar tungur um- vefja sérhljóðana í þessu nafni og sjálfur umvefur hann líkama fram- andi kvenna á sinn einstaka hátt. „Ekkert er fegurra en heilbrigöur líkami sveipaður undursamlegum klæðum," segir hann, „og ég elska konur, sterkar konur, sem hafa stjórn á lífi sínu. Þær eru minn innblástur." Þessar konur þyrpast líka að honum. Grace Jones, Tina Turner, Sade og Charlotte Rampling, til að nefna fáeinar. Þó fer lítið fyrir honum en það sama er ekki hægt að segja um verðið á varningnum. Azzedine Alaia er lágvaxinn og samanrekinn. Hárið er svart og hrokkið og andlitsdrættirnir gefa til kynna svo ekki verður um villzt að hann er Arabi. Klæðaburðurinn er í sjálfum sér ekkert sérstakur: Svartur kínajakki og víðar buxur. Það fyrsta sem vekur eftirtekt eru augun, svört og stingandi, og blikið í þeim er grallaralegt. Hann leikur á als oddi og segir brandara til hægri og vinstrí. Framundan ertízkusýning í New York, og hún verður frábrugðin því sem Azzedine Alaia á að venj- ast. Hann er vanur að sýna föt í þröngum húsakynnum, svo troð- fylltum af fólki, að þar líður venju- lega yfir marga meðan á sýningu stendur. Hann kann vel við þrengslin og spennuna og hefur gaman af því að sjá fína fólkið svitna. Það hefur bara gott af því. En sýningin í New York verður haldin í Palladium-klúbbnum sem er einn glæsilegasti samkomu- staður borgarinnar og rúmar 2.000 manns. Það er hinn þekkti sviðs- stjóri Jean-Paul Goude sem stjórn- ar sýningunni og ætlunin er að endurtaka hana. Þetta verður tví- mælalaust viðburður þar sem stjarnan Alaia nýtur sín til fullnustu og þá ekki sízt af því að nú getur þessi sérstæði tízkukóngur hrósað sigri yfir einu af vöruhúsunum við Fimmtu breiögötu sem honum hefur sinnazt við nýlega. Azzedine Alaia er annars lítið fyrir ferðalög og telur „útlönd" vera ofmetin. „Hún amma mín var vön að sitja uppi á þaki í Túnis og skoða stjörnurnar. Álla sína ævi fór hún aldrei út af heimilinu en hún ferðaðist um heiminn í huganum. Hún var með réttu hugarfari. Ég vil helzt tala við fólk þegar það er að koma úr fríi. Þannig er hægt að spara tíma.“ Það er reyndar sjaldgæft að hann ræöi um upp- runa sinn. Og þegar hann er spurð- ur um aldur á hann þaö til að segja og stara út í fjarskann. „Ég er jafngamall faraóunum." Þegar hann er spurður nánar um einka- hagi, líf og starf, slær hann úr og í. Upplýsingarnar eru af skornum skammti en þó er það vitað aö hann fæddist í Túnis fyrir um það bil 46 árum. Faöir hans var lög- regluþjónn en amma hans sá um uppeldið. Fyrstu saumsporin tók hann þegar hann var að hjálpa systur sinni að búa til litlar munn- þurrkur. Hann stundaði nám f höggmyndadeild Listaskólans í Túnis og vann fyrir sér með þvi að sendast fyrir klæðskera og aðstoða hann eftir föngum. Tvær systur veittu honum athygli á svölum hinnar fornu hallar í Med- ínu-musterinu og sáu til þess að hann var kynntur fyrir helzta tísku- meistaranum í höfuöborginni og í þjónustu hans lærði hann undir- stöðuatriðin í gerð tízkufatnaðar. Og enn þann dag í dag eru hans sælustu stundir á sunnudögum þegar hann hefur fullkomið næði til aö gleyma sér við saumaskapinn í félgsskap hundsins síns og út- varpsins. Hann kom til Parísar upp úr 1960 og dreymdi þá um að hanna dýríeg klæði handa frægu fólki. Fyrst og fremst var það glans- myndin frá Hollywood sem stóð honum lifandi fyrir hugskotssjón- um. „Nú eru stjörnunar orðnar alltof venjulegar. Á fjórða og fimmta áratugnum voru þær glæsilegar og stóðu upp úr fjöldan- um. Þær lögðu línur tízkunnar og höfðu áhrif á aðdáendur sína að öllu leyti. Reyndar finnst mér fötin á fjórða áratugnum bera af, þau voru svo snilldar vel sniðin og hlutföllin voru unaðsleg." í átthögunum voru konurnar sveipaðar blæju islams en ímynd- unarafliö sótti þessi ungi Túnisbúi til fegurðardísanna sem birtust á hvíta tjaldinu og einnig til hefðar- fólksins sem hann dáði mjög. Það voru ekki sízt siðir fína fólksins í París og sú glæsilega umgjörð sem það hafði um sig er heiiluðu hann. Hann stefndi að því að verða yndi og eftirlæti þeirra glæsi- kvenna sem stunduðu beztu tízku- húsin i París. Fyrir honum var engin borg nema París og ekkert tízkuhús nema Dior. Og þar tókst honum að fá vinnu. Þá komu stað- reyndir lífsins til sögunnar og í þessari sögu hafði raunveruleikinn sín áhrif. Þetta var þegar stríðið stóð sem hæst í Alsír og á þeim tíma átti Norður-Afríkumaður ekki innangengt í höfuövígi franskrar borgarastéttar. Alaia var ekki vært hjá Dior nema fimm daga og nú hlær hann að endurminningunni. En hann var ekki af baki dottinn. Hann fór bara að sauma samfest- inga og bera út póstinn fyrir kon- una sem leigði honum. Svo komst hann í þjónustu greifaynjunnar frá Bleigis. Þar bjó hann til mat, gætti barna, saumaði og sagöi það sem hann átti að segja þegar hann átti að segja það. Þarna kynntist hann því fólki sem nú er kjarninn í hópi viðskipta- vinanna og kemur til hans enn þann dag í dag, akandi í Rolls Royce. Azzedine Alaia vissi hvern- ig hann átti að ná hylli þessa fólks og hann vissi líka hvernig hann átti að hæðast að því fyrir yfirborðs- mennskuna. Hann heldur um sig hirð. Annars vegar eru átján frábærlega hæfir klæðskerar sem halda til í næsta húsi við hann og hins vegar per- sónulegir aðstoðarmenn sem víkja vart frá hlið meistarans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.