Morgunblaðið - 06.06.1986, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1986
B 11
Morgunblaðið/Ólafur Bragason.
Afköst starfsmanna Flugleiða eru langt fyrir ofan meðaltalsaf-
köst starfsmanna IATA-flugfélaga. Ef tekin er ein algengasta
mælieiningin sem notuð er til að mæla framleiðni í flugrekstri,
arðbærir farþegakílómetrar á starfsmann, þá eru Flugleiðir í 3.
sæti. Fyrir neðan koma 109 flugfélög.
Framleiðni IATA-flugfélaga:
Flugleiðir í
fremstu röð
__________Flug
Gunnar Þorsteinsson
Einu sinni á ári birtir hið
virta flugtímarit, Air Trans-
port World, yfirlit yfir flug-
flutninga, svo og ítarlega út-
tekt á framleiðni þeirra flug-
félaga er eiga aðild að IATA,
alþjóðasamtökum flugfélaga.
Nýjasta úttekt tímaritsins nær
yfir árið 1984 og tekur til 112
af 134 IATA-flugfélögum. Ár-
inu 1985 verða gerð skil í næsta
októberhefti Air Transport
World.
Þar sem Flugleiðir eiga aðild
að IATA er ekki úr vegi að skoða
framleiðni og sætanýtingu félags-
ins árið 1984 og miða árangurinn
við önnur félög innan raða IATA.
Til að bera saman stöðu Flugleiða
á milli ára eru birtar sambærileg-
ar tölur allt frá 1980. Meðfylgj-
andi tafla sýnir því árangur Flug-
leiða þetta fímm ára tímabil.
Af flugfélögunum 112 eru
Flugleiðir í öðru sæti hvað varðar
arðbæra farþegakílómetra á
starfsmann. Þessi mælieining er
oftast notuð til að mæla fram-
leiðni í flugrekstri. Þá urðu Flug-
leiðir í þriðja sæti hvað varðar
sætanýtingu, með 77,5% nýtinga-
hlutfall.
Fjölgun farþega IATA-flug-
félaganna milli áranna 1983-84
varð 4,5% að meðaltali, en hjá
Flugleiðum varð hún 17,3%. Ef
einungis er tekin farþegaaukning
í áætlunarflugi á milli þessara
sömu ára, þá varð meðaltalsaukn-
ingin 5,9% en hjá Flugleiðum varð
hún 21,9%
Á árinu 1984 störfuðu að
meðaltali 1152 starfsmenn við
flugrekstur Flugleiða, en 186 við
önnur störf á vegum félagsins.
Hér verður ekki farið út í að
skýra meðfýlgjandi töflu enda
tala tölumar sjálfar sínu máli.
Sætanýting og framleiðni Flugleiða 1980-84
Ár 1980 1981 1982 1983 1984
Sætanýting % 74,8 74,9 75,9 76,0 55,5
lATA-röð: 1. 1. 1. 2. 3.
Arðb. farþegakílóm. p. starfsm. 1.212.00C 958.000 1.140.000 1.588.00C 1.781.000
lATA-röð: 5. 14. 7. 4. 2.
Samtals tonn-kilóm. p. starfsm. 138.827 106.925 150.909 180.158 199.007
lATA-röð: 9. 25. 12. 6. 9.
Farþ. per starfsmanr 492 431 451 532 573
lATA-röð: 26. 33. 31. 28. 30.
Frakt tonn-kilóm. p starfsm. 19.012 15.251 15.913 21.289 20.854
lATA-röð: 35. 41. 43. 31. 38.
Starfsm. Flugleiða (v/flugr. eingöngu) 1.065 1.159 1.211
1.060 1.152
Samt. lATA-flugf.: 95 97 101 107 112
Tilvisun: „AirTransport World", Annual lATAAirline Productivity Report, (October
1981,1982, 1983, 1984, 1985)
Bandaríkin:
Flugrélasmiðj ur hagnast
Frá Boeing-verksmiðjunum í Seattle. f fyrra högnuðust Boeing
og McDonnell Douglas meira en nemur samanlagðri tekjuhlið
íslenska fjárlagafrumvarpsins.
Ágóði stóm bandarísku flug-
vélasmiðjanna Boeing og Mc-
Donnell Douglas sl. ár var skýjum
ofar, ef þannig má að orði kom-
ast. Rekstrarhagnaður Boeing
nam 566 milljörðum dollara, eða
jafnvirði rúmlega 23 milljarða ís-
lenskra króna. McDonnell Dougl-
as skilaði 325 milljóna dollara
arði, eða rösklega 13 milljörðum
í íslenskum krónum talið. Saman-
lagt nam því hagnaðurinn rúmum
36 milljörðum íslenskra króna, og
til að gefa samanburð, þá nam
tekjuhlið íjárlagafrumvarps ís-
lenska ríkisins 33,5 milljörðum
þegar það var lagt fram síðast.
Mesta sala Boeing í
dollurum talið í 30 ár
Þar sem markaðurinn fyrir
notaðar, sæmilegar farþegaþotur
er nánast þurrausinn hljóp mikill
fjörkippur í sölu nýrra Boeing-
þotna á sl. ári. Til marks um þetta
má nefna, að á síðasta ársfjórð-
ungi síðasta árs var sala Boeing
tæpum einum milljarði dollara
meiri en á sama tímabili 1984.
Heildarsala Boeing árið 1985
vekur athygli fyrir það hvað hún
er há. Hún nam 13,6 milljörðum
dollara og er alveg ástæðulaust
að umreikna þá stjarnfræðilegu
upphæð í íslenska mynt. Miðað
við árið áður jókst hún um 32%.
I upphafl greinarinnar er getið
um rekstrarhagnaðinn.
Boeing nýtur vitaskuld góðs af
vaxandi flugflutningum, a.m.k.
síðan 1984, og þar af leiðandi
batnandi hags flugfélaga. Tals-
menn Boeing telja að ágóðinn
hefði þó orðið enn meiri ef verk-
föll og fargjaldastríð hefðu ekki
hrjáð bandarísk flugfélög.
Sl. ár voru pantanir á nýjum
Boeing-flugvélum þær mestu í
dollurum talið sl. 30 ár, eða síðan
fyrirtækið hóf að smíða þotur.
Alls seldust 390 vélar fyrir 14,9
milljarða dollara og eru það helm-
ingi fleiri vélaren 1984 (169 vélar
fyrir 5,8 milljarða dollara). Flug-
vélagerðirnar sem seldustu voru:
30 B 737-200, 252 B 737-300,
42 B 747,45 B 757 og 21 B 767.
I fyrra smíðaði Boeing 203
vélar og eina gerðin sem var
minna af var hin nýja B 767 (23
vélar á móti 29 árið 1984). Fram-
leiðsluáætlun 1986 hljóðar upp á
239 flugvélar af öllum gerðunum,
að söluverðmæti 15,5 milljarða
dollara, sem er tveimur milljörð-
um meira en 1985.
Biðpantanir eða verkefni Bo-
eing námu í lok síðasta árs tæpum
25 milljörðum dollara. Þar af voru
75% fyrir flugfélög en afgangur-
inn fyrir bandarísku ríkisstjóm-
ina. Bandarísk stjómvöld keyptu
Boeing-vélar fyrir 4,7 milljarða á
sl. ári, sem var 3,4 milljarða doll-
ara aukning frá 1984.
Douglas hagnast ekki
í samræmi við sölu
Ágóði McDonnell Douglas á sl.
ári jókst ekki í samræmi við söl-
una. Salan í fyrra nam 11,5 millj-
örðum dollara og var 2 milljörðum
hærri en 1984. Hinsvegar jókst
rekstrarhagnaðurinn milli ára
aðeins um 20 milljónir dollara og
hefur þegar verið greint frá hon-
um í upphafi greinarinnar.
Ástæðan fyrir minni hagnaði
en áætlað var er sú, að tap var á
rekstri upplýsingakerfís og
-banka. Einnig dró þyngri vaxta-
byrði úr arðinum, en Douglas
hefur á undanfömum ámm þurft
að taka dýr lán til að framfleyta
sér fyrir erfiða hjalla.
Engu að síður gekk rekstur
þriggja flugframleiðsludeilda fyr-
irtækisins vel á sl. ári. Deildimar
framleiddu omstuþotur, farþega-
og flutningavélar og svo geimbún-
að og eldflaugar. Frá árinu 1984
jukust samanlagðar tekjur þeirra
um 18% og hagnaðurinn um 22%.
Starfsmenn McDonnell Dougl-
as em nú 97 þúsund borið saman
við 88.000 í árslok 1984. Bið-
pantanir eða verkefni námu um
síðustu áramót 16,5 milljörðum
dollara miðað við 14,9 milljarða á
samatíma 1984.
Tveggja hreyfla MD 80-
farþegaþotan er vinsælasta fram-
leiðsla Douglas um þessar mundir,
og hafa 660 vélar verið pantaðar.
Þar af var búið að smíða 266 um
sl. áramót, svo 399 vélar vom þá
ósmíðaðar.
C3sT®j
m v
«Sy.
MorRunblaöið/Gunnar Þorstemsson
Forvitnir gestir bíða í röðum eftír að fá að skoða nákvæma
eftirlikingu af bandarísku X29-tilraunaþotunni enda um tækni-
byltíngu að ræða. Slíkar nýjungar fær almenningur oftast
fyrst að sjá á stærstu alþjóðaflugsýningunum. Næsta sýning
verður haldin á Englandi í september nk.
Flugsýningar og keppnir
erlendis 1986
Það er viðbúið að margt flugáhugafólk verði á ferðalögum erlend-
is á næstu mánuðum og þvf er ekki úr vegi að birta örlitla saman-
tekt, eða almanak, yfir stærstu erlendu flugsýningamar og helstu
alþjóðlegu flugkeppnimar. Þannig getur fólk fellt þessa viðburði
inn í fríin sín ef það verður statt í nágrenninu. Lesendur em þó
minntir á að sumar dagsetningamar kunna að breytast enda upplýs-
ingarnar fengnar úr hinum ýmsu erlendu flugtímaritum og því
birtar hér án ábyrgðar.
Stærstu flugsýningar
5/6—8/6: Heimssýningin 1986. Minnst 50 ára afmælis Douglas
DC-3.
Staður: Vancouver i Kanada.
6/6—15/6: Hanover-flugsýningin.
Staður: HanoveríV-Þýskalandi.
22/6—1/7: Indónesiuflugsýningin.
Staður: Jakarta í Indónesíu.
1/8—8/8: Oshkoshflugsýningin.
Staður: Oshkosh, Wisconsin í Bandaríkjunum.
1/8—10/8: Heimssýningin 1986. Dagarhelgaðirflugi.
Staður: Vancouver i Kanada.
31/8—7/9: Alþjóðlega flugsýningin í Farnborough.
Staður: Farnborough, Hampshire á Englandi.
29/10—1/11: Flugsýning og ársþing bandarískra vélflugmanna.
Staður: San Antonio, Texas i Bandaríkjunum.
Helstu flugkeppnir
24/5—7/6: Evrópumeistarakeppnin í vélsvifflugi.
Staður: Zell-am-See í Austurríki.
29/5—1/6: Heimsmeistarakeppnin i rallyflugi.
Staður: Castellon á Spáni.
14/6—29/6: Evrópumeistarakeppnin i svifflugi.
Staður: Mengen ÍV-Þýskalandi.
22/6—28/6: Heimsmeistarakeppnin í þyrluflugi.
Staður: Castle Ashby á Englandi.
3/7—7/7: N-Ameríkukeppnin i loftbelgjaflugi.
Staður: Barrie, Ontario i Kanada.
1 /8—7/8: Heimsmeistarakeppnin i listflugi.
Staður: South Cerney á Englandi.
9/9—21/8: Evrópumeistarakeppnin í „fisléttu" flugi (microlight).
Staður: Avila á Spáni.
12/8—17/8: Evrópumeistarakeppnin i nákvæmnisflugi (pre-
cision).
Staður: Lodz í Póllandi.
13/8—20/8: Evrópumeistarakeppnin (ioftbelgjaflugi.
Staður: Stubenberg-am-See í Austurríki.
Að framan er aðeins getíð um helstu viðburði, eins og fyrr
scgir. Hinsvegar er í einu af aprílheftum breska tímaritsins
Flight Internatíonal ýtarleg skrá yfir a.m.k. 100 aðra smærri
viðburði víðsvegar um heiminn.