Morgunblaðið - 06.06.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.06.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1986 B 15 in Skógfellaleið (gömul þjóðleið) og er brottför kl. 10.30. Þetta er 4 klst. gangaásléttlendi. Kl. 13.erferðá Seltanga, sem er gömul verstöð milli Grindavíkurog Krísuvíkur. Þar er að sjá allmiklar verbúðarústir og tófubyrgi. Katlahraunið vestan Sel- tanga ersérkennilegt náttúrufyrir- bæri. í kvöld erferð í Þórsmörk. Útivist: Gengið á Esju Útivist tileinkar sunnudaginn gönguleiðum á Esju. Þangað verða farnar tvær ferðir. Annars vegar kl. 10.30, en þá verður gengið á Há- bungu Esjunnar (914 metrar) og síðan kl. 13 en þá verður farin ein þægilegasta leiðin á Esju, sem er upp með Mógilsá á Þverfellshorn. Kl. 8 á sunnudagsmorgun er eins dags ferð í Þórsmörk. Esjuferðirnar eru tileinkaðar 200 ára afmæli Reykjavíkur og fá þátttakenduraf- hent afmælisferðakort. í kvöld, föstudagskvöld, verður lagt af stað í helgarferðir í Þórsmörk, á Eyja- fjallajökul, þar sem gengið verður yfir jökulinn að Seljavallalaug, og þriðja feröin er til Vestmannaeyja. Brottför í dagsferðir er úr Grófinni (bílastæði við Vesturgötu 2) og BSÍ, bensínsölu. Hana nú: Laugardagsganga Vikuleg laugardagsganga frí- stundahópsins Hana nú í Kópavogi verðurá morgun, laugardag. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10.00. Allir Kópavogsbúar - ungir og aldnir - eru velkomnir með í laugardagstrimmið. Samvera, súr- efni, hreyfing eru markmið göngunnar. Náttúruverndarfélag Suðvesturlands: Náttúruskoðunar- og söguferð um Kópavogsland Náttúruverndarfélag Suðvestur- lands (NVSV) mun í samvinnu við Náttúrufræöistofu í Kópavogi (NFSK) fara í náttúruskoðunar- og söguferð um Kópavogsland á morg- un, laugardag. Fariðverðurfrá Eitt verkanna á yfirlitssýningu Karls Kvaran, Kona við strönd. Listasafn íslands: Yfirlitssýning á verkum Karls Kvaran I tilefni Listahátiðar í Reykjavík 1986 veröur haldin í Listasafni íslands yfirlitssýning á verkum Karls Kvarans listmálara. A sýningunni eru alls 96 verk, olíumálverk, gvassmyndir, vatnslita- myndir og klippimyndir. Sýningin spannar allan listferil hans, og er elsta myndin frá 1941 en þæryngstu frá þessu ári. Karl Kvaran fæddist árið 1924 á Borðeyri við Hrútafjörð en fluttist ungurtil Reykjavíkur. Eftir að hafa gengið fyrst í einkaskóla Marteins Guðmundssonar og Björns Björnssonar 1939—40 og einkaskóla Jóhanns Briem og Finns Jónssonar 1941-42, hóf Karl nám við Hand- íða- og myndlistaskólann árið 1942 og var Þorvaldur Skúlason aðalkennari hans þar. Hann hélt síðan utan til Kaupmannahafnar og stundaði þar nám við Konunglegu akademiuna en einnig við einkaskóla Rostrup Böyesen frá 1945—48. Karl sýndi verk sin fyrst á Listamanna- þingi 1940. En sína fyrstu sérsýningu hélt hann i Listvinasalnum 1953 en þá siðustu i List- munahúsinu á nýliðnu ári. Sýningin verður opnuð sunnudaginn 1. júní og stendur til 29. júni. Hún veröur opin daglega frá kl. 13.30 til 22.00 meðan á Listahátíð stendur. lands á brúðuleikhúshátiðum víða um heim. Sýning ævintýrsins um Sherlock Snoop og Dr. Whatsup tekur um klukkutíma í flutningi og er ætlaö fólki á öllum aldri. Að- göngumiðarverða seldirfrákl. 13 sýningardagana á Fríkirkjuvegi 11. Norræna húsinu kl. 13.30, Náttúru- gripasafninu, Hverfisgötu 116 (gegnt Lögreglustööinni), kl. 13.45 og Náttúrufræðistofu Kópavogs, Digranesvegi 12, kl. 14.00, en þar hefst leiðsögn í ferðinni. Áætlað er að ferðinni Ijúki um kl. 19.00. Verð er kr. 300 en frítt fyrir börn í fylgd meðfullorðnum. Leiðsögumenn verða Kópavogsbúarnir Freysteinn Sigurðsson jarðfræðingur, Árni Waage líffræðikennari, Ingjaldur Isaksson frá Fífuhvammi og e.t.v. fleiri. Áður en lagt verður af stað verður skoðuð hin vandaða og skemmtilega sýning „Vargur í vé- um?" í Náttúrufræðistofunni. Fríkirkjuvegur 11: „Ævintýri Sherlock Holmes" Breski brúðuleikhúsmaðurinn Paul Hansard sýnir „Ævintýri Sherlock Holmes" á Fríkirkjuvegi 11 á morgun, laugardaginn 7. júní, og sunnudaginn 8. júní kl. 15. Paul Hansard hefur verið fulltrúi Bret- Hlaðvarpinn: Reykjavíkurkvöld með Bergþóru Árnadóttur Bergþóra Árnadóttir mun halda tvenna tónleika í Hlaövarpanum, Vesturgötu 3, sunnudagskvöld 8. júní og mánudagskvöld 9. júní, sem hefjast kl. 20.45 bæði kvöldin. Tón- leikarnir verða tileinkaðir 200 ára afmæli Reykjavíkur. Aðaluppistaða efnisskrár eru lög við IjóðTómasar Guðmundssonarog ýmis Reykjavík- urlög eftir Bergþóru og fleiri. Von erá gesti, sem flytureitt Reykjavík- ^ urlag. Verð aðgöngumiða er kr. 350. Veitingar verða á boðstólum en fólki er einnig frjálst að taka með sér nesti. Ole Kortzau sýnir um þessar mundir í sýningarsal Nor- ræna hússins. Norræna húsið: Sýning Ole Kortzau Sýning Ole Kortzau stendur nú yfir í Norræna húisinu. Kortzau er einn kunnasti listamaður og listhönnuður Dana, sem eiga marga listamenn er skara framúr á þessu sviði. Á þessari sýningu eru lithografíur, vatnslitamyndir, silfur- og postulinsmunir, leikföng o.fl. Sýningin er opin frá kl. 14 til 17 alla daga. Henni lýkur 8. júní. LEIKLIST TÓNLIST . : - MHpMMHniRVMMMÍ : « ' ‘ , JU ■ k\ •(t • •• HANDBRAGÐ MEISIARANS International #is®s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.