Morgunblaðið - 08.06.1986, Qupperneq 26
U 'C/
26 É
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÖNÍ 1986
A DROTTINS ™CI
Umsjón:
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Ásdís Emilsdóttir
Svavar A. Jónsson
Megi kirkjan nýta,
sér afl listarinnar
Rætt við Benedikt Gunnarsson listmálara
í tilefni listahátíðar hugð-
umst við fjalia um kirkjulist á
síðunni í dag. Ég gekk því á
fund Benedikts Gunnarssonar
listmálara, sem skreytt hefur
tvær kirkjur steindum glugg-
um, kirkjuna í Keflavik og
Hábæjarkirkju í Þykkvabæ. I
báðum þessum kirkjum hafa
gluggarnir orðið söfnuðunum
og öðru kirkjufólki til mikils
yndis og á sama hátt er þvi
eflaust farið, þar sem aðrir
listamenn hafa lagt sig fram
um kirkj uskreytingu. Benedikt
sagði:
I Keflavíkurkirkju er um alla
gluggana að ræða eða 18 talsins.
I tengslum við afhendingu
glugganna 1977 var efnt til hátíð-
arguðsþjónustu, sem enn er í
fersku minni.
Gluggamir í kirkjunni í
Þykkvabæ voru afhentir 1982.
Helgistund sú, sem efnt var til í
því sambandi, er meðal gleðirík-
ustu stunda, sem ég hefi átt í
kirkju.
Hér skal þess getið að fyrr-
nefndir gluggar eru unnir á gler
í mósaikverkstæði Oidtmanns-
bræðra í Lánnich í Þýzkalandi.
Það væri gaman að fá hug-
mynd um það hvernig svona
gluggar verða til í huga lista-
mannsins.
Þessu er ekki auðsvarað. Tilurð
sérhvers listaverks á sér marg-
þættar rætur. Nú ber að hafa í
huga að steindir gluggar og mósa-
ikverk t.d. eru byggingarfræðileg
listform, verkin eru hluti bygging-
arinnar og taka mið af stílgerð
hennar. Þess vegna hefst frum-
vinna Iistaverks í kirkju eða hverri
annarri byggingu á staðnum, í
réttu umhverfí, réttri birtu o.s.frv.
Landfræðilegir þættir og mannlíf
á staðnum geta einnig komið við
sögu í hugmyndaleitinni.
11. Mósebók fann égt.d. texta,
sem ég myndgerði með tilliti til
aðalatvinnuvegar Þykkbæinga.
Gluggamir byggja allir á biblíu-
legum viðfangsefnum. Biblían,
sálmabókin, passíusálmamir og
fleiri hliðstæð rit vom þungamiðj-
an í hugmyndaleit minni. Áf
hverjum glugga gerði ég rúmlega
20 teikningar unz endanlegu
kirkjunni í Þykkvabæ.
Ég hef séð að þú átt mikið
samstarf við heimafólk um
listaverkin, sem þú vinnur i
kirkjumar. Er gott eða erfitt
að eiga í þessu samstarfi?
í sambandi við gluggamynda-
gerð mína í þessar tvær kirkjur,
Keflavíkurkirkju og Hábæjar-
kirkju, skal þess getið að í báðum
tilfellum voru það kvenfélög safn-
aðanna, sem stóðu fyrir fram-
42
11
ÍO
Grunnmynd Keflavíkurkirkju. — Gluggunum i Keflavikurkirkju er stillt upp þannig að tveir og
tveir gluggar kallast á. Dæmi: Gluggi nr. 6, Sorgin, dökk og grá, en þó með tvö littákn falin í sér,
rautt og gult, tákn fyrirheits um ljós og styrk Guðs. Þetta gullna ljós er svo undirstrikað í hliðar-
glugga nr. 5. Á móti er gluggamynd nr. 13, sem skal minna á mestu gleðidaga kristninnar. þannig
er „gleðin“ sett á móti „sorginni", lífið á móti dauðanum, ljósið á móti skugganum, þvi ljósið er
lífið sjálft.
formi hugmynda var náð. Þetta
er seinleg vinna og er ekki ein-
göngu framkvæmd við teikniborð-
Maður tengist m.a. ákveðnum
hugmyndaheimi, trúarlífsheim-
speki og skáldskap og reynir að
fella þessa þætti að eigin mynd-
stfl. Á kirkjulistarsýningunni á
Kjarvalsstöðum 1983 sýndi ég
m.a. hluta þróunarferils nokkurra
hugmynda, sem síðar urðu að
veruleika og eru nú til heimilis í
gangi mála og báru alla fjár-
hagslega ábyrgð. Hér er því enn
eitt lýsandi dæmi um hugsjóna-
baráttu og atorku íslenzkra kven-
félaga. Ekki má gleyma prestum
viðkomandi safnaða, sem ætíð eru
tengiliðir safnaðarfólks og lista-
manna í málum sem þessum. Þeir
annast ýmiss konar skipulags-
störf, leggja faglegt mat á hug-
myndir listamanna, miðla upplýs-
ingum og fræðslu. Inn í þessa
samstarfsmynd fellur að sjálf-
sögðu safnaðarheildin.
Benedikt Gunnarsson fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð. Hann hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum bæði
hér og erlendis. Hann er lektor við Kennaraháskóla Islands.
Einn af sjö gluggum kirkjunnar I Þykkvabæ, Betlehemsstjarnan,
Matteusarguðspjall 2,1-4.
En er Jesús var fæddur í Betlehem í Júdeu, á dögum Heródesar
konungs, sjá þá komu virtingar frá Austurlöndum til Jerúsalem
og sögðu: Hvar er hinn nýfæddi gyðingakonungur? Vér höfum
séð stjörnu hans austur frá og erum komnir til þess að veita
honum lotning.
Betlehemsstjarnan lýsir upp næturhimininn. Fæddur Jesús Krist-
ur. Hrynjandinn í Ijósbylgjumynstri myndarinnar er hugsuð líkt
og hringlaga víravirkisbygging. Sjá ennfremur sálma í Sb. nr.
108og80.
í almennri myndgerð. Sömu öfl
og knýja mig til átaka við gerð
stórra verka í verksmiðjur og
skóla. Þó er þama um töluverðar
fagurfræðilegar áherzlubreyting-
ar að ræða þar sem góð þekking
á hugmyndafræði, táknmynda-
heimi og myndlist kristninnar er
forsenda sköpunar vitræns verks
fyrir kirkjuna. Gluggamyndir
þær, sem ég hef gert í kirkjur,
eru pöntuð verk. Listsköpun er
stöðug leit, e.t.v. aðeins leit að
eigin innri kröftum og þeim
möguleikum, sem þessir kraftar
megna að leysa úr læðingi með
nýiri tækni, nýjum viðhorfúm.
Ég hef oft unnið verk með trú-
arlegu inntaki til að kanna og
rækta vissa þætti túlkunarhæfni
minnar. Slík verk má með nokkr-
um rétti kalla trúarlega list svo
fremi þau standist aðrar mynd-
fræðilegar kröfur. í öllum heil-
steyptum, persónulegum lista-
verkum er innbyggður trúarlegur
þáttur þótt höfundar telji sig litla
sem enga trúmenn. En hér erum
við komin að trúarheimspekilegu
og listfræðilegu máli, sem gaman
væri að ræða síðar.
Myndlistin i kirkjunni er
hluti af öllu því, sem fer þar
fram. Hvernig finnst þér þessi
tengsl vera?
Myndlistin tengist predikuninni
og öllu helgihaldi kirkjunnar beint
og óbeint. Hún hvetur manninn
til hugleiðinga um kristin lífsvið-
horf, um dýpstu rök tilverunnar
og um stöðu mannsins í veröld-
inni. Hún glæðir fegurðarskyn og
færir manninn þannig nær Guði.
í guðsþjónustunni getur prestur-
inn auðveldlega skírskotað til
inntaks mynda í kirkjunni og
vakið kirkjugesti til vitundar um
hlutverk listar í kirkjunni. Altaris-
tafla flytur boðun. Listfræðsla er
forsenda þess að list og trú geti
unnið saman að boðun kristinna
lífssanninda.
Og eins og sagt er í viðtölum,
Benedikt, hvað viltu segja að
lokum?
Kynni mín af þessum málum
hafa sannfært mig um þörfína á
áframhaldandi gerð listaverka
fyrir kirkjuna, þar sem nýjar og
ferskar hugmyndir fá að dafna í
lifandi trú. Á þessu sviði er ný
öld að ganga í garð á íslandi. Ég
vil í lokin bera fram þá ósk að
kirkjan megi áfram vera það afl
í íslenzkri menningu, sem hún
ætíð hefur verið, og nýti sér mátt
listarinnar í sókn sinni og baráttu
fyrir kristinni trú og fyrir vemdun
lífs á jörðu hér.
Hvernig finnst þér að skilja
verk þín eftir í kirkjunni?
Gluggamir eru helgaðir kirkj-
unni. Eg skildi þá raunar ekki
eftir því þeir em enn í hjarta
mínu. Þeir eru miðlun hugsýna
og boðskapar, sem ég virðist hafa
verið beðinn að færa þeim, er sjá
vilja. Gildi þeirra ræðst af því
hvort þeir megna að skila hlut-
verki sínu.
Hvað hvetur þig til sköpunar
á sviði kirkjulistar?
Sömu öfl og knýja mig áfram