Morgunblaðið - 08.06.1986, Síða 4

Morgunblaðið - 08.06.1986, Síða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDÁGUR 8. JÚNÍ 1986 HÚSAVÍK Séðyfirhluta af Húsavíkurhöfn, en & fiskvinnsluhúsinu sjásthöggmyndirHelga Gíslasonar. Það er vissara að vita hvaðan & sig stendur veðrið. Fiskveiðistefnan einn mesti glæpurinn á Islandi — segirEiÖur Gunnlaugsson sjómaður ur afskiptaleysi. Það mætti kenna sjómönnum meira en gert er og hreinlega skylda þá til verka í þeirn efnum. Nei, ég er ekki sáttur við fisk- veiðistefnuna. Gildandi fískveiði- stefna er mesti glæpur sem framinn hefur verið að mínu mati á íslandi varðandi það atriði þegar útgerðar- mönnum var leyft að selja kvótann sem ég tel almenningseign. Maður veit dæmi þess að helmingurinn af sfldarkvótanum hefur verið seldur. Mér fínnst rétt að setja kvóta á í þeirri stöðu sem við búum við og ágreiningurinn um skiptinguna er ekki óeðlilegur. Skiptingin á sfld og loðnu var til fyrirmyndar og jafnaðar gætti milli báta og báta- stærða. En braskið með þetta eins og í sfldinni er ekki að mínu skapi. Það þarf örugglega að skoða þessi mál vel annað slagið og kannske í lagi að þau gildi í 2—3 ár í senn, en það verður að hafa eðlilegan sveigjanleika fyrir þróunina í at- vinnugreininni, að nýir menn geti komið til verka í þessari mikilvæg- ustu atvinnugrein landsins. Og ég tel að ef menn veiði ekki upp í kvóta eigi að skipta honum til þeirra sem eru að í þessu, sækja. Aðbúnað hjá sjómönnum tel ég þolanlegan á stærri bátum. Þessir stærri bátar hér á Húsavík eru famir að fara tvo mánuði ársins á hverri vertíð í Breiðafjörðinn og þar fá þeir gjaman kvóta sinn. Það er ekkert að hafa hér orðið til margra ára og þar tel ég um að kenna ofveiði á hrygningarfíski. Það er nóg friðað i Breiðafírðinum og þess vegna kemur fískurinn þangað, en ég tel að það hafí verið ofveitt við landið á mikilvægum stöðum. Hjá okkur er búið að vera dautt á þessu svæði í mörg ár. Hljóðið í sjómönnum er ekkert of gott. Ég tel að það eigi stórlega að fækka netum á báta þannig að þeir geti sinnt þessu betur og skilað betra hráefni. Og ég tel að það verði að vera hægt að borga vel fyrir gott hráefni. Það gerist úti í hinum stóra heimi og því ætti það ekki að geta gerzt hér ef menn koma á annað borð með úrvals hrá- efni upp úr bátunum. Ég tel að það eigi að leggja höfuðáherzlu á vöru- vöndun en því hefur í litlu verið sinnt og engin framför átt sér stað hjá stærstum hluta bátaflotans. Jú, ég held upp á sjómannadag- inn, mæti á þá dagskrá sem boðið er upp á, útihátíðahöldin og ég var algerlega ósammála því að hafa kosningar um sjómannadagshelg- ina. Það er staða sem á ekki að þurfa að koma upp. - áj. Um borð í Sigþór hittum við einnig Eið Gunnlaugsson, Húsvíking, sem hefur búið á Husavík frá 7 ára aldri og hefur alla tíð verið sjómaður eða frá því um tvítugt. Hann hefur róið á öilum tegundum landróðrabáta á Húsavíkurmið en aldrei á togara. Ég spurði hann fyrst um öryggismálin. „Það er alltaf verið að færa öryggismálin í betra horf,“ sagði Eiður, „en mér fínnst upp og ofan um afskipti sjómanna eða öllu held- Skipvetjar á Sigþór, sem voru að gera klárt þegar okkur bar að garði. Eiður en annar frá vinstri og Guðmundur nnnar frá hægri. ... Byltingin í ðryggismálum sjó- manna er vissulega tímabær — segir Guðmundur Óskarsson sjómaður Það glampaði á listaverk Helga Gislasonar myndhöggvara, sem skreyta útveggi Fiskiðjusamlagsins á Húsavík. þó var sólarlítið, en það var vorblær við höfnina. Trillukarlar voru í dúndrandi aðgerð rétt utan bryggju og búkkinn kögraði trilluna. Við bryggjuna lágu litlir og stórir bátar og menn voru að vinna verkin sín. Við hittum þrítugan Húsvíking, Guðmund Óskarsson, og tókum hann tali. „Ég hef verið sjómaður síðan 1971, byijaði þá 15 ára á fullri ferð í sjómennskunni og sigldi víða um lönd. Ég var í millilandasigl- ingum í tvö ár og síðan eina ver- tíð í Kefiavík. Það var skemmti- legt að vera í millilandasiglingun- um, tilbreyting og maður sá að- eins út fyrir skerið. Á þessum bát sem ég er nú, Sigþór, hef ég verið í þijú ár. Ég er 2. vélstjóri á bátn- um. Við vorum á línu í janúar og febrúar en síðan á netum í Breiða- fírðinum. Og nú erum við að gera klárt fyrir rækjuna annað sumarið sem við förum á rækju. Jú, mér líkar vel á sjónum, annars væri ég ekki að þessu. Ég er nokkuð ánægður með stöðuna í sjávarútvegsmálum, en það er náttúrlega enginn ánægður með það hvað útgerðin tekur mikið af kökunni. Þetta hefur þó frekar lagast. Við þurfum ekki að kvarta sem erum með hlut nær allt árið. Það sem mér fínnst mest brenna á í málum sjómanna eru öryggismálin. Þau hafa verið höfð útundan og margs konar vitleysa á sér stað í þeim efnum eins og t.d. það að eigandi báts geti skoð- að bát sinn eins og hér hefur borið við í Húsavík. Okkur hefur aldrei verið sýnt hér um borð hvemig á að nota tækin og þannig er það, eftir því sem ég bezt veit, víðast hvar. Maður sér nokkum veginn hvar þau em staðsett en það er ekki sýnt hvemig á að nota búnað- inn. Og þetta er svo sem ekkert síður sjómönnum sjálfum að kenna en yfírmönnum eða út- gerðarmönnum, en í þessum mál- um hefur verið hrikalegt sinnu- leysi sem mál er að linni. Það mætti taka mun fastar á í þessum málum og að undanfömu hefur verið eins konar bylting á þessu sviði og var það vissulega tíma- bært því að ástandið hefur verið óviðunandi þegar að er gáð. Já, það er að mörgu að hyggja f sjómennskunni. Þetta er sérhæfð vinna og það er óraunhæft að miða hana við landvinnu nema að litlu leyti. Já, já, ég held upp á Sjómanna- daginn. Ég er giftur, á konu og työ böm, og við fömm gjaman niður á stétt á Sjómannadaginn og fylgjumst með dagskránni, sem þar er reynt að vanda til hveiju sinni. Þú spyrð hvað sé aðalatriðið að mínu mati í útgerðinni í dag, sjósókninni. í rauninni tel ég að fískverðið sé ekki aðalatriðið. Það getur ekki verið það þegar svo illa er farið með fískinn sem raun ber vitni. Það er að mínu mati t.d. alltof mikið af netum í sjó og það er illa gengið um fískinn. Þetta er að vísu í áttina í Breiða- firðinum. Þegar þeir tóku flestir upp netin um helgar í vetur, en ég vil sýna miklu meiri nýtingu í meðferð aflans, aga mannskap- inn. Það er ekki aðalatriðið að heimta hærra fiskverð,. heldur borga mönnum eins og þeir ganga um fískinn, eins og þeir skila honum frá sér. Þá mun margt rétta sig af. Öryggismál eiga að vera fram- arlega, en umræður um þau og raunveruleg tök í þeim vilja verða alltof mikið viðkvæmnismál hjá sjómönnum. Þeir hika við að tala um öiyggismálin og það veldur sinnuleysi sem er auðvitað algert ábyrgðarleysi miðað við þær að- stæður sem íslenzkir sjómenn búa við og fjölskyldur þeirra. -á.j.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.