Morgunblaðið - 08.06.1986, Síða 15
B 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8.JÚNÍ 1986
Mínnkandi atvinnu-
möguleikar farmanna
- segir Hilmar Snorrason stýrimaður
Farmenn sigla bæði umhverfis
landið og til annarra landa. Og
segja má að ísienskir farmenn
sigli um öll heimsins höf, þvi
leiðir liggja viða. Við ræddum
við Hilmar Snorrason, 1.
stýrimann á Heklu, en hann
gegnir jafnframt hlutverki
skipstjóra i afleysingum. Um
borð hjá þeim eru þannig
vaktaskipti að hann er 3 vikur
um borð, 2 sem 1. stýrimaður
og 1 sem skipstjóri. Síðan viku
i landi áður en úthald hefst að
nýju.
Ég er búinn að vera á sjó síðan
1959, sagði hann. Byijaði 15 ára
gamall, en ég er kominn af mölinni
og hef aldrei kastað annað en stein-
um á malbiki, Reykvíkingur í húð
og hár. Pabbi er sjómaður svo þetta
æxlaðist þannig. Hann var háseti
hjá Ríkisskip og maður fór að fara
með honum túr og túr, og þannig
kviknaði áhuginn. Ég var háseti í
nokkur ár, mest á Kyndli, og þvæld-
ist allvíða. Síðan fór ég í Stýri-
mannaskólann í Reykjavík og nam
fræðin hjá Guðjóni Armanni. Ég
er hins vegar búinn að vera hjá
Ríkisskip síðan 1979, en var mikið
á leiguskipunum hjá þeim fyrstu
árin.
í siglingum frá
unglingsárum
Friðrik Ragnarsson háseti á
Irafossi, var að mála á þilfarinu
þegar okkur bar að garði. Hann
hefur verið á sjó síðan hann var
16 ára gamall, er núna 25 ára.
Reykvíkingur, og hefur alltaf
verið í siglingum.
Mig langaði í þetta sem ungling-
ur, sagði hann. Ég hef alla tíð verið
hjá Hafskip, en fylgdi svo með i
kaupunum.
Nei, ég hef ekki farið um allan
heim, verið mest á Evrópu og
Áustursjónum. Þetta hefur nú
breyst mikið, stoppunum hefur
rhikið fækkað með tilkomu gáma-
skipanna. Maður stoppar svona 4-5
tíma í hverri höfn og svo er siglt á
rtóttunni. Þetta er meira rúta nú
orðið og ævintýraljóminn farinn af
pyí að miklu leyti.
Öryggismálin eru það sem mest
brennur á að mínu mati, langmest.
Og menn tala um öryggisbúnaðinn
í hálfkæringi, og öryggismálin. Ég
vil taka miklu fastar á í öryggismál-
unum, þjálfa áhafnir betur og fræða
Morgunblaðið/Árni Johnsen
Fríðrik Ragnarsson háseti á íra-
fossi.
meira. Ég er ekki hræddur um að
skip sem ég væri á myndi sökkva,
en ég hef verið hræddur um elds-
voða um borð. Nú launamálin eru
sígilt vandamál, og það er Ijóst að
launin eru eklci nóg fyrir þessa
vinnu, ekki síst fjarveruna frá Qöl-
skyldunni. — á.j.
Leig’iiskip mesti
þyrnirinn
Jú, við siglum hringinn í kring
um landið, þijár hringferðir og svo
eru tvær ferðir inn í þessu 5 ferða
plani frá- Reykjavík til Húsavíkur
og til baka vestur um.
Það er margt sem brennur á í
málum okkar farmanna. Það er
alltaf verið að selja skip og það eru
miklar breytingar. Það var mikil
blóðtaka þegar Hafskip fór yfirum
og atvinnumöguleikar í stéttinni
minnka stanslaust. Mesti þymirinn
í okkar augum eru þó leiguskipin
erlendu sem sigla á föstum áætlun-
arferðum fyrir skipafélögin hér
heima. A sama tíma og Hafskip fór
í súginn þá er þetta slæm þróun.
Því þótt þijú af Hafskipunum séu
komin í drift, þá em bæði leiguskip
hjá Sambandinu og Eimskip. Þar
er um að ræða stöður og störf fyrir
íslendinga og þar sem erlendir
menn sinna þeim störfum þá veldur
það því að þeir sem hafa útskrifast
úr Stýrimannaskólanum verða að
fara í hásetastörf. Það má segja
að kjaramálin hjá okkur séu f mesta
ólestri, við fáum ekki að ræða okkar
mál, emm látnir kokgleypa ASÍ-
og VSÍ-samkomulag og lagabreyt-
ingu var beitt á farmenn, en það
tel ég fyrir neðan allar hellur.
Verkföll em neyðarúrræði, en við
verðum að fá að veija okkar stöðu
eins og aðrar stéttir þjóðfélagsins.
Morgunblaðið/Árni Johnsen
Hilmar
Snorra-
son
ásamt
konu
sinni,
Guðrúnu
Guð-
munds-
dóttur.
Ég get líka bent á það að þegar ég
gegni starfi skipstjóra um borð þá
lækka ég í launum frá því að vera
1. stýrimaður á skipinu. Ég hef 12
tíma vinnuskyldu sem 1. stýrimaður
og hef hærra heildarkaup eftir
mánuðinn því skipstjórinn hefur
enga eftirvinnu greidda. Það er
því ekki eftirsóknarvert að verða
skipstjóri og það er eitthvað að
þegar slík staða er. Ég tel að mál
málanna sé það, að menn fái laun
fyrir þá ábyigð sem þeir bera og
menntunina metna einhvers.
Langfsóttur árangur
í verkföllum
Við höfum borið minna úr býtum
út úr samningum heldur en undir-
menn, launabil undirmanna og yfir-
manna hefur minnkað. En með
þessu er ég þó ekki að draga úr
því að undirmenn hafi fulla þörf
fyrir þau laun sem þeir fá, þeir eru
örugglega ekki of sælir ajf þeim.
Það er hings vegar margs konar
sérstaða sem við búum við. Ef við
t.d. förum í verkfall, þá getur það
tekið upp í tvo mánuði að virka.
Verkföll í fluginu t.d. virka strax,
því þar snertir þetta fólk en flutn-
ingar og aðföng á vörum hafa meiri
sveiganleika í tímanum.
Islenski skipastóll-
inn er gamaldags
Jú, mér líkar ákaflega vel á
ströndinni, þetta eru stuttar ferðir
maður er oft heima, þetta er mikil
vinna meðan maður er að, en skipin
eru góð og það skiptir miklu. Launin
og atvinnuöryggið eru í rauninni
þau tvö atriði sem eru okkar glíma.
En þó má nefna atriði sem stefna
í rétta átt. T.d. það, að nú geta
skipafélögin samið um skip með
kaupleigusamningum og það á að
þýða að auðveldara verður að hafa
íslenskar áhafnir á skipunum þótt
þau séu í rauninni erlend. Þetta
ætti því að auka möguleika á at-
vinnu hjá farmönnum. Eitt atriði
sem ég vil þó benda á er það, að
mér finnst íslenski skipastóllinn
verulega gamaldags og hann rímar
ekki við nútímann. í öryggismálun-
um verðum við sífellt að vera á
verði og takast á við þann vanda
sem er því miður staðreynd; allt of
mikil slysatíðni til sjós. Og þama
verða yfirmenn á skipunum að taka
af skarið í takt við þá bylgju sem
á sér stað í auknum áhuga fyrir
öryggismálum sjómanna, því menn
eru ráðnir til þess að sigla skipunum
en ekki sökkva með þeim.
lag íslands stendur fyrir. Síðan er
það mín skoðun, að þetta eigi að
verða skyldunám allra sem stunda
sjó.
Stöðugar framkvæmdir
á vegum Hrafnistu
Hvað við erum að gera hjá Sjó-
mannadeginum. Jú, það er nú ýmis-
legt sem við höfum verið að gera.
Það virðist hafa hlaupið fyrir hjart-
að á mörgum út af þessari frestun
á sjómannadeginum, sem ákveðin
var hér í Reykjavík og Hafnarfirði
vegna fjölda tilmæla forustumanna
sjómannadaganna víðs vegar um
land, þar á meðal úr Vestmannaeyj-
um. En þetta byggist að sjálfsögðu
á því, að það eru fleiri tugir manna
sem vinna að undirbúningi sjó-
mannadagsins, sem víða fer fram
einnig á laugardaginn fyrir sjó-
mannadaginn sjálfan. Margir af
þessum mönnum hafa áhuga á
sijómmálum og vilja vinna sínum
flokki og sinni stefnu og ef þetta
ætti að fara saman, þá yrði annað
hvort ómögulegt. Auk þess töldum
við, að fenginni reynslu, þetta hefur
skeð áður að við frestuðum, en að
fenginni reynslu samt, að það væri
ekki heppilegt, að vera með svona
dag sem undanfara sjómannadags,
þegar við erum með samfelld há-
tiðahöld, minningarathafnir og há-
tíðahöld frá því snemma morguns
sunnudaginn og fram á kvöld.
En áður en ég kem að því tel ég
sjálfsagt að láta það koma fram
hér, að ég tel engan vafa á því, að
til þess að slíkt komi ekki upp aftur,
þá beri að lögfesta sjómannadaginn.
Núverandi sjávarútvegsráðherra
hefur haft orð á þessu og gefið
nokkur fyrirheit og ég veit að hann
mun fá stuðning þingmanna úr
öllum flokkum fyrir því, að slíkt
verði gert. Ef það verður ekki að
hans frumkvæði, þá munum við
nokkrir þingmenn vekja máls á
þessu strax þegar þing kemur
saman.
Sjómannadagurinn f Reykjavík
hefur reynt að koma því svo fyrir,
að ákveðnar framkvæmdir væru
kynntar á sjómannadaginn og það
fer að vonum nú sem endranær,
að við getum það. Hrafnista í
Hafnarfirði má heita full byggð.
Það er verið að leggja og verður
lagt síðustu hönd á hana nú á þessu
ári, en síðustu stóru áfangamir
verða kynntir nú á sjómannadaginn.
Það er annars vegar að endur-
hæfingunni er lokið. Það sem gert
hefur verið nú er að komið hefur
verið upp húsi, sólhýsi við hliðina á
sundlauginni, þar sem tveir pottar
eru til staðar, heitur pottur og
nuddpottur til afnota fyrir þá, sem
í sundlaugina koma og í endur-
hæfinguna.
Á fimmtu hæð í eldra húsinu var
vesturþakinu lyft og þar hefur verið
komið fyrir ljómandi fallegum íbúð-
um fyrir 13 manns og mögulega
fyrir þann íjórtánda. Þar er einnig
setustofa og borðstofa fyrir þá, sem
búa á fimmtu hæð beggja álma.
Þessar íbúðir eru með sérstakt sól-
skýli á svölum og þykir hið mesta
augnayndi, að koma þar út og líta
yfir Álftanesið og norður til Reykja-
víkur.
í Reykjavík hefur verið haldið
áfram þeirri endumýjun, sem nauð-
synleg var orðin innandyra á Hrafn-
istu þar, en þar hefur verið end-
umýjað hitakerfi. Það hefur verið
unnið að nútímalegu brunaaðvör-
unarkerfi í öllu húsinu og nú er
verið að taka fyrir og nýja skipan
á gömlu sjúkradeildinni. Það sem
verður sýnt og er opið fyrir almenn-
ing nú er nýtt bamaheimili fyrir
starfsmenn Hrafnistu í Reykjavík,
sem stendur við Kleppsveg. Þetta
er gamalt hús sem hefur verið
innréttað að nýju og ber nafnið
Vesturás.
Þá má geta þess að sjómanna-
dagurinn í Reykjavík og Hafnarfirði
er þátttakandi í byggingu Skjóls,
en Skjól er nýtt hjúkrunarheimili,
sem byijað er að byggja rétt við
hlið Hranfistu að norðaustanverðu
á lóð, sem samtök okkar lét þessum
nýju samtökum í té. Að þeirri fram-
kvæmd standa Alþýðusamband ís-
lands, Ellilífeyrissamband Banda-
lags starfsmanna ríkis og bæja,
Stéttarsamband bænda, Þjóðkirkj-
an, Sjómannadagurinn í Reykjavík
og Hafnarfirði og Reykjavíkurborg.
Þetta verður mikil bygging og er
gert ráð fyrir að 90 hjúkrunarsjúkl-
ingar komist fyrir í þessu húsi auk
nokkurra orlofsgesta og dagvistun-
argesta."
hföjrökpu-
SUMARNÁMSKEIÐ II.
16.—26. júní, 2ja vikna, 3 tímar í viku, 80
mín. tímar mán., miðv., fim.
Innritun i s ima
83730 Jazzballettskóli Báru