Morgunblaðið - 08.06.1986, Blaðsíða 22
22 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 1986
EAUFARHOPN
Ein af Raufarhafnartrillunum iforgrunni, en utar liggur Rauðinúpur.
Tækin voru
alveg nógu góð
Rœtt við ÖnundKristjánsson á Þorsteini
Það var norðangarri þegar við
heimsóttum Raufarhöfn fyrir
skömmu til þess að ræða við
sjómenn þar um
sjómannadaginn. Við höfðum
komið akandi frá Húsavík til
Raufarhafnar og á leiðinni
töldum við á annað hundrað
rjúpur alhvitar við veginn. Við
brenndum beint að höfninni og
komum að Þorsteini GK-15,
sem er í eigu Önundar
Kristjánssonar skipstjóra.
Þetta er 51 tonns bátur og
Önundur er búinn að eiga hann
síðan 1970.
„Ég er búinn að vera á sjó síðan
ég var strákur," sagði Önundur,
„bytjaði að beita í Borgarskála hér
á Raufarhöfn, en þá var ég búinn
að vera á sjettu áður og trillu með
Einari Indriðasyni. Við rérum á
sjettunni og fískuðum þannig inn
fyrir trillunni og síðan rérum við á
trillunni og unnum okkur inn fyrir
sjöunda parti í 18 tonna bát stuttu
síðar. Sá bátur hét Þorsteinn líka.
Fyrir þessum bát sem ég á nú sló
ég lán fyrir útborguninni og síðan
var veitt upp í afganginn til Þór-
kötlustaðaútgerðarinnar í Grinda-
vík, sem ég keypti bátinn af.
Nei, það hefur ekki verið rasað
um ráó fram í útgerðinni hjá mér.
En nú er ný vél í bátnum síðan í
haust. Ég keypti Caterpillar í bát-
inn. Jú, ég hef haldið honum vel
við. Hann er upphaflega Svíþjóðar-
bátur frá 1941, en endurbyggður
80-90% á árinu 1964. Ég ræ hér
aðallega á línu og netum, netum
eftir áramót og línu á haustin. Við
höfum verið 4 á og 4 í beitningu á
línunni og 6 á netunum. Þetta
gengur ágætlega. Skugginn hér er
sá að það er ákaflega erfítt að halda
mönnum við þetta hér og breytir
engu hvort menn hafa góð eða léieg
laun. Ég heid að það sé ekki mikið
af mönnum hér sem vilja binda sig
við að vera á sjó. Þetta er ekkert
vandamál, þegar ég var með bátinn
í Vestmannaeyjum í 13 ár fyrir
gos, en það er allt annað viðhorf
hér.
Ég veit nú ekki hvað brennur
helzt á varðandi sjósóknina. Mér
fínnst það skrýtið að þurfa að leggja
mínum bát nú vegna kvótastöðu á
Önundur Kristjánsson
sama tíma og aðrir hér geta róið
botnlaust á trillunum. Manni hefur
reyndar aldrei dottið í hug að það
ætti eftir að koma upp hér á Islandi
að maður yrði bundinn svona við
að veiða fisk. En þetta er hlutur
sem varð að koma með þessum
mikla skipastól, það varð að gera
eitthvað, ég er sammála því. En ég
get ekki bent á neitt sem mér fínnst
sérstaklega að í þessu. Ég vildi að
sjálfsögðu helzt fá að veiða meira
sjálfur en það vildu víst allir. Ef
menn rasa hins vegar ekki um ráð
fram, þá er hægt að spila úr þessu.
Ég er klár á því að fram til þess
tíma, sem ég keypti vélina, þá hefði
verið hægt að setja upp ‘ýmis tæki
í bátinn, fullkomnari tæki. Eirstað-
reyndin er nú sú að þessi tæki, sem
hafa verið, hafa verið alveg nógu
góð. Og ég hef aldrei tekið lán fyrr
í minni útgerð fyrr en ég keypti
vélina í haust. Ég hef að vísu unnið
óhemju mikið í bátnum sjálfur.
Konan mín og fjölskylda einnig og
það hefur komið sér vel í sambandi
við viðhald og annað.
Það sem mér fínnst miðað við
þennan stað hér, Raufarhöfti, er
það að ég hygg að það sé óeðlileg
tortryggni milli þeirra sem veita
vinnu og þeirra sem eru í vinnu,
of mikið vantraust sem kemur niður
á ákveðinni framkvæmdagleði. Það
er vont þegar leiðindi eru of mikil,
þegar menn festast í því neikvæða,
því að það er hluti af kjarabótum
að hafa gaman af lífinu.
Það hefur einnig spilað inn í út-
gerðina að það er of mikil hreyfing
á sjómönnum milli sjós og lands.
Hér fær maður aldrei mann til þess
að vera á sjó nema 3-4 mánuði í
einu. Kannski er það vegna þess
að mörgum býðst þokkalegri vinna
í landi en á sjó, en þama þarf að
finna ákveðið jafnvægi og allt
byggir þetta jú á sjónum og við
verðum að dríma á móti því.
Þær voru glaðbeittar steipurnar í frystihúsi Jökuls á Raufarhöfn
þegar okkur bar að garði.
Það er unnið,
borðað
og sofið
— segirLúðvíkP. Jónasson
vélstjóri á Rauðanúpi
Við togarabryggjuna á
Raufarhöfn lá skuttogarinn
Rauðinúpur. Það var verið að
landa úr skipinu en við
brugðum okkur um borð og
hittum að máli Lúðvík P.
Jónasson vélstjóra, sem var á
vakt í skipinu.
„Ég er búinn að vera á þessu
skipi síðan um mánaðamótin marz-
apríl sagði Lúðík. Ég var á honum
Karlsefni frá 1981 þar til í hitteð-
fyrravetur að ég fór í land til þess
að klára sveinsprófið í vélvirkjun.
En ég er búinn að vera á þessum
togurum sfðan 1977. Þar áður var
ég á frögturunum á árunum 1964,
1965, 1966 og 1973-77. En það
má segja að ég sé búinn að vera
nær alla tíð á sjónum utan það að
ég var rúmt ár á Keflavíkurflug-
velli.
Nei, mér hefur ekki fallið við sjó-
inn. Ég ætlaði á árinu 1966 að
læra iðn, en það var ekki auðhlaupið
að því að komast í slíkt. Við keypt-
um okkur íbúð í Breiðholtinu þá og
það þýddi að maður varð að hafa
peninga upp því að fjölskyldan
stækkaði alltaf. Krakkamir eru 6
nú og alltaf fleiri munnar að fæða.
Við búum á Selfossi og víst er þetta
erfitt í sambandi við ijölskyldulífíð
að vera svona á sjónum. Konan
hefur þurft að vinna mikið úti líka
og þó sérstaklega meðan ég var í
smiðjunni að ljúka náminu. Lærl-
ingakaupið er svo lágt.
Mánaðarlaunin hér í aprílmánuði
hjá mér í starfi vélstjóra vom um
80 þús. kr. brúttó með tímavinnu,
allmikilli í inniverunum. Við vinnum
allt sjálfír hér um borð. Það er engin
smiðja hér og á hinn bóginn bætir
það svolítið launin hjá okkur og
gerir þau þokkaleg, en það liggur
mikil vinna á bak við það, mikil
vinna bæði á sjó og landi og við
emm að öllu jöfhu í miklum útiver-
um. Yfirleitt er ekki stoppað nema
sólarhringinn í landi. En ég verð
að segja eins og er, ég er að leita
mér að einhverju starfi í landi. Það
er búið að vera draumurinn í mörg
ár hjá fjölskyldunni að ég komist í
land og einnig heilsunnar vegna.
Það hentar mér ekki vel að vera á
sjónum.
Hér um borð er góð stemmning,
mjög góður andi og það bætir þetta
mikið upp. Þetta hafa verið mikið
sömu menn síðan ég kom, en á
þessu skipi hefur verið mikið um
vélstjóraskipti og á sl. tveimur ámm
Þær eru hiýiegar stelpumar i hraðinu á Raufarhöfn.
Kalsaveður við Raufarhafnarhöfn.