Morgunblaðið - 08.06.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 1986
B 39
Alex Cox hefur gert mynd um pönkarann Sld Vicious og Nancy
Spungen, fórnarlömb eiturlyfjanna.
Líf og dauði
pönkara
Alex Cox valdi sór erfitt viö-
fangsefni fyir nœstu mynd sína,
sem er raunar önnur myndin
hans, Repo Man gerði hann á
síðasta ári. Hann hyggst filma
lífshlaup tveggja vandrœðagemi-
inga í breska poppheiminum,
pönkarans Sid Vicious og vinkonu
hans Nancy Spungen, en þau lót-
ust með stuttu millibili fyrir sjö
árum.
Sid Vicious var drifkrafturinn í
pönkhljómsveitinni Sex Pistols,
grúppunni sem hleypti heldur bet-
ur nýju blóði í breska poppheiminn
fyrir tíu árum eða svo. Myndin,
sem mun heita Sid og Nancy,
fjallar ekki um hljómsveitina sjálfa,
segir Alex Cox, heldur um storma-
samt líf elskendanna sem hötuð-
ust. Alex þekkti vel til hljómsveitar-
innar á sínum tíma, var hrifinn af
tónlistinni sem hún spilaði, en fékk
ekki áhuga á Sid fyrr en á síðasta
ári þegar hugdettunni að kvikmynd
skaut upp. Móðir Nancyar skrifaði
bók um hryllileg örlög dóttur
sinnar, þar sem hún reynir að
skilja hvers vegna Nancy dróst að
Sid og kastaði sér út í fen eiturlyfj-
anna.
Nancy fannst myrt í október
1978, enginn veit með vissu hver
myrti hana, Sid var ákærður en
aldrei dæmdur. Sid lést síðan af
völdum eiturlyfjanotkunar í febrúar
1979, og þar með var rannsókn
hætt.
Vinur Sids, John Lydon (sem
kallaði sig Johnny Rotten meðan
hann spilaði með Sex Pistols),
hefur fordæmt gerð myndarinnar.
Hann hótaði lögsókn yrði hún
gerð. En Alex Cox segir hins vegar
að John hafi lesið kvikmyndahand-
ritið og komið með tillögur sem
hann muni nota. Myndin er vel á
veg komin og verður tilbúin til sýn-
inga á næstu vikum.
konan, heldur einnig vegna þess
að henni þykir ákaflega vænt um
gömlu konuna sem hún leikur,
og ekki má gleyma að sá sem
skrifaði kvikmyndahandritið að
Ferðinni til Nægtalandsins, Hor-
ton Foote, er vinur Geraldine
Page frá fornu fari og fyrir fáum
ber hún meiri virðingu.
Horton Foote jafnast á við
Tékov, segir Geraldine Page en
hún er ekki síður frægur sviðs-
leikari, hefur leikið í flestum
sviðsverkum sem vert er að
nefna og er Kirsuberjagarðurinn
í sérstöku uppáhaldi hjá henni.
Geraldine hefur ekki í hyggju að
draga sig frá leikhúsinu þrátt fyrir
aukna velgengni í kvikmyndum.
Hún lék síðast í „Lie of the Mind“
eftir Sam Shephard sem frum-
sýnt var haustið 1985.
Skipstjórar og skip II
Bókin er afmælisrit Skipstjórafélags íslands 1986, 368 bls.
að stærð í stóru broti. Rakin er saga félagsins í hálfa öld,
sagt frá íslandssiglingum frá í fornöld til vorra daga, æviágrip
250 skipstjóra og tæknilegar upplýsingar eru um 280 verslun-
ar- og varðskip ásamt sögu þeirra. Myndir eru af öllum skip-
stjórunum og flestum skipanna auk myndasyrpu með tugum
mynda af skipum og höfnum. Alls eru á sjöunda hundrað
myndir í bókinni. Bókin fæst aðeins á skrifstofu Skipstjórafé-
lags (slands, Borgartúni 18 og kostar 3.000 kr. Opið virka
daga kl. 13.00-16.00, simi 29933.
iölluö
ski ifslotuin ýöi
Nú hefur oldeilis hloupið ó snœrið hjá skrifstofufólki.
Þreyfon er horfin og bokverkurinn líko
- þökk sé nýjo Douphin skrifborðsstólnum.
Þeir sem setjost í stól frá Douphin kynnost
ótrúlegri hönnun. Stólbokið heldur hryggsúlunni
í réftri stöðu líkominn verður ofsloppoður og
vinnon verður ouðveldori í stól frá Douphin.
í Hljómbœ eru Douphin skrifborðsstólornir \
fjölbreyttu úrvoli, litofjöldinn er mikill og verðið er frá
kr. 6,990.-
Dauphin - stílhreinir stólar, sannkölluð skrifstofuprýði.
DdUpHIN
HUOMBÆR
HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999
i