Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986
OC H
CC D
>-*
1L Z
Aðfornu varekki
óalgengt að til væru
kappar í nær hverri
sveit ef marka má
Fornaldarsögur
Norðurlanda. Sumir
voru berserkir, - bitu
í skjaldarrendurnar i
orrustum, eða
herjuðu á önnur lönd
og drápu mann og
annan. Aðrirvoru
hatrammir og illir
viðureignar. Ekki er
annað að sjá en að
köppum hafi fækkað
allnokkuð á íslandi í
seinni tíð, a.m.k. ef
miðað er við fornöld.
Að vísu leynast hér
stöku
vaxtarræktartröll
sem heyja sínar
orrustur í marglitum
likamsræktarstöðv-
um við taktfasta
danstónlist, en
óhætt er segja að nú
sé hún Snorrabúð
stekkur, a.m.k. hvað
varði kappafjöld í
sveitum.
í þessari grein
verður leitast við að
skýra út fyrir
lesendum hvað
líkamleg áreynsla
felur í sér fyrir
mannslíkamann út
frá lífeðlisfræðilegu
sjónarmiði. Að
undanförnu hefur
mikið verið rætt og
ritað um þetta efni,
en umræðan oft
einkennst af
hindurvitnum og
fáfræði. Grein þessi
mun birtast ítveimur
hlutum, í dag og
næsta föstudag. Inn
á milli verður skotið
stuttum viðtölum og
fróðleiksmolum.
Á síðustu árum hafa marg-
spakir fræðimenn á sviði vinnu-
og iþróttalífeðlisfræði rannsak-
að af kappi áhrif áreynslu á
mannslíkamann og gefið út
mörg vísindarit um niðurstöður
þeirra rannsókna. Vinnu- og
íþróttalífeðlisfræði eru einnig
gagnlegar við rannsóknir á sviði
almennrar læknisfræði, þvi
margir sjúkdómar eða veikleikar
koma ekki í Ijós fyrr en likaminn
er undir álagi. í grein þessari
verður stuttlega fjallað um fáein
undirstöðuatriði þeirra fræða.
Kynjamismunur
Fram að þessu hafa flestar
rannsóknar verið gerðar á körl-
um þannig að tölulegar upplýs-
ingar miðast við þá. Lögmál
lífeðlisfræðinnar gilda þó til
jafns um bæði kynin, en taka
verður öllum tölulegum upplýs-
ingum með fyrirvara því hafa
verður í huga að hlutföll margs
konar efna eru önnur í líkama
kvenna en karla. Auk þess er
kvenfólk að jafnaði lágvaxnara
en karlar, hefur öðruvísi líkams-
byggingu og annars konar
hormónastarfsemi en þeir.
Karlmenn hafa löngum staðið
konum framar í íþróttum. Margt
bendir þó til þess að það for-
skot eigi eftir að minnka. Sem
dæmi má nefna að munur á
árangri og metum karla og
kvenna í ýmsum þolíþróttum
hefur minnkað, s.s. þolsundi í
sjó. Sumir (karlar) hafa ekki ver-
ið lengi að finna skýringu á því,
segja að fitulag undir húð
kvenna sé þykkra en karla og
þvi séu þær betur einangraðar
gegn kuldanum umhverfis!
Af hverju stafar
kynjamismunurinn?
Nú hallast margir visinda-
menn að þeirri skoðun að
Offita er fyrir löngu orðin að
miklu heilbrigðisvandamáli á
Vesturlöndum, því fjöldi fólks
reynir sjaldan eða aldrei á sig
að neinu marki. Á síðari árum
hafa menn að vísu vaknað til
vitundar um mikilvægi heilsunn-
ar og þá gjarnan soðið saman
kenningar um hvernig öðlast
mætti ævarandi heilbrigði og
hreysti. Fleiri en ein slík kenning
hefur litið dagsins Ijós. Margar
þeirra eru víðs fjarri raunveru-
leikanum. Sumir kappsfullir
nýgræðingar hafa tekið trú á hin
nýju fræði á einni nóttu, lagt til
atlögu viðauka-
kílóin af eldmóði
og legið svo ör-
magna ívalnum.
Þess eru ófá
dæmi að menn
hafi jafnvel borið
skaða af ótíma-
bærum líkams-
æfingum er þeir
ofkeyrðu sig eftir
margra ára kyrr-
setu. Ein helsta
ástæðan er vafa-
laust vanþekking
á gerð eigin
líkama.
„Braminn“
Sum kynjalyf,
æfingarog
heilsufæði minna
óneitanlega á
„Brama lífs
elexir", vita-
gagnslausa
mixtúru er seld
varfáfróðum al-
menningi hérá
íslandi um alda-
mótin og læknaði
næralla mann-
lega kvilla að
sögnframleið-
enda.
Morgunblaðið/Þorkell
Mörgum finnst skemmtilegra að æfa íþrótt sína með
vinum og kunningjum en puða i einrúmi. Hér er verið að
leika veggjatennis. Myndin er tekin í Þrekmiðstöðinni í
Hafnarfirði.
AKm/lA
/T0I
PÚL.
PUD
HVAÐAAHRIF
HEFURÞAÐÁ
MANNSLÍKAMANN?
Mjög góð
aðferð til að
auka þol er
að hjóla á
þrekhjóli.
Þannig
þjálfast bæði
hjarta og
æðakerfi,
auk þess
sem
æfingarnar
auka þol
vöðva.
aðra karla er
15%. í líkama
velþjálfaðra maraþonhlaupara
er hlutur fitu á hinn bóginn mun
minni, 6% í konum og 4% í körl-
um. Því er Ijóst að fitumagn er
jafnan meira í líkama kvenna en
karla, jafnvel þótt um íþrótta-
menn sé að ræða. Þetta gerir
sennilega það að verkum að
karlmenn standa konum framar
í íþróttum þar sem hraði og
vöðvastyrkur er aðalatriði. Hins
vegar má ímynda sér að hinn
aukni fituforði kvenna geti gefið
þeim forskot fram yfir karla i
þolíþróttum þar sem allmikils
orkuforða er krafist.
Bæði kynhormónin hafa mikil
áhrif á vöxt og þroska. Þau valda
auknum hæðarvexti er einstakl-
ingar eru á kynþroskaskeiði en
gera jafnframt að verkum að
vöxtur stöðvast er vissu marki
er náð. Konur hætta að vaxa á
aldrinum 14-16 ára, að meðal-
tali 4 árum fyrr en karlar er
hætta að vaxa um tvítugt. Þessi
óbeinu áhrif eru mikilvæg í þeim
íþróttum þar sem líkamshæð
þátttakenda skiptir miklu máli.
Síðast en ekki síst má ekki
gleyma áhrifum kynhormón-
anna á skaphöfn einstaklinga.
Testosterón ýtir undir árásar-
hneigð sem getur breytt ósigri
í sigur í keppnisíþróttum þar
sem „viljinn til að sigra" getur
haft úrslitaáhrif.
Áhrif æfinga á vöðva
Það liggur í hlutarins eðli að
i öllum hefðbundnum íþrótta-
greinum eru vöðvar grundvallar-
atriði, hvort sem um er að ræða
afl- eða tækniíþróttir. Kraftur
vöðva fer f.o.f. eftir þverskuð-
arflatarmáli þeirra. Því stærri
sem vöðvarnir eru þvi kraftmeiri
eru þeir. Eðlileg hámarkslyfti-
geta vöðva er á bilinu 2,5-3,5
kg/fersentimetra. Til að varpa
Ijósi á þessa staðreynd má taka
sem dæmi lyftingamann á
heimsmælikvarða. Sé hnérétti-
vöðvi hans (eða fjórhöfði lær-
leggjar, musculus quadriceps
femoris) 150 fersentimetrar að
þverskurðarflatarmáli er lyfti-
geta þess vöðva 525 kg! Af
ofanskráðu er Ijóst að styrkur
sumra vöðva getur verið slíkur,
að þeir geta rifið sinar frá beini
við mikil átök.
Að auki eru vöðvar þeirrar
náttúru, að um 40% meiri kraft
þarf til að teygja á samandregn-
um vöðva en lyftigetan segir til
um. Samkvæmt því þarf gifur-
legan kraft til að teygja á
lærvöðva lyftingamannsins eða
sem svarar til 735 kg., ef hann
er samandreginn.
mismunandi árangur kynjanna i
íþróttum megi að mestu rekja
til mismunandi hormónafram-
leiðslu. Karlkynshormónið
testosterón, sem framleitt er í
eistum karla hefur margvísleg
áhrif: Hormónið veldur m.a. þvi
að vöðvar stækka og verða
kraftmeiri fyrir vikið. Af þessum
sökum hafa karlar að jafnaði um
40% meiri vöðvamassa en kon-
ur, enda þótt þeir stundi alls
engar íþróttir.
Kynhormón kvenna, estrog-
en, hefur ekki jafnsterk áhrif i
þessa veru. Þó veldur það senni-
lega einhverju um mismunandi
árangur kynjanna. Estrogen
veldur m.a. aukinni fitusöfnun á
ákveðnum svæðum, aðallega
brjóstum og mjöðmum. Þannig
er fita ríflega fjórðungur (26%)
líkamsþunga kvenna æfi þær
enga íþróttir, en fitumagn sem
hlutfall af líkamsþunga óþjálf-