Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986 The Twilight Zone Myndbönd Sæbjörn Valdimarsson The Twilight Zone ☆ ☆ 1/2 Sjónvarpsþættir, hver u.þ.b. 15 mín., 6 saman á spólu. Leikendur m.a. Steven Keats, Vincent Gardenia, Bruce Davison, Lorna Luft, Dee Wallace. Leikstjórar: Wes Craven, Robert Downey, Tommy Lee Wallace, William Friedkin. CBS 1986, Þeir ætla að verða lífseigir, sjónvarpsþættirnir sem kenndir eru við The Twilight Zone. Þeir glöddu augu mörlandans á árum áður, kringum '65, í gamla „kana- sjónvarpinu" sem okkur var víst ekki talið hollt að horfa á. En þessir upphaflegu þættir voru framleiddir frá 1959 til '65. Þeir urðu síðar eftirlæti margra sem endurtekið efni og vinsælir á næturdagskrám. Frægð þeirra var síðan endur- vakin þegar nokkrir, heimskunn- ir aðdáendur sjónvarpsþátt- anna, Spielberg, Joe Dante, og fleiri góðir menn gerðu sam- nefnda mynd í fimm köflum. Sú er reyndar ekki minnisstæð nema fyrir hluta George Mad Max Millers, þar sem John Lith- gow er miður sín af flughræðslu í ofstopaveðri og sér púkadjöful- inn skófla í sig vængnum. En nú var athyglin vakin og í fyrra var farið að framleiða þætt- ina að nýju og afrakstur þess sér maöur hér. Að þessu sinni er um að ræða stutta, ca. 15 mín. þætti og hafa þeir notið umtalsverðra vinsælda vestan hafsins. í Evrópu eru þeir ein- ungis fáanlegir á myndböndum. Ekki er ráðlegt að tíunda efni- viðinn, en skástu þættirnir eru alveg á borð við þá gömlu. Lún- atísk fyndnin enn söm við sig. Á mörkum brjálseminnar, þegar best lætur. Þegar hún rís hæst er hún allt að því ógleymanleg og enn standa furðu margir þættir manni fyrir hugskotssjón- um úr gamla kanasjónvarpinu í sínum mikilfenglegu sauðalitum. Eins og þátturinn um náungann sem seldi sál sína skrattanum fyrir eilíft líf, var eitthvað bang- inn við töflur og annað medisín. 58 Eftir samningsgjörðina drap hann svo mann, þess fullviss að verða dæmdur til útilokaðs dauða. En í staðinn var karl dæmdur í ævilangt fangelsi. Langur dómur það! Eða þá þátt- urinn þegar Burgess Meredith lék bankamanninn sem aldrei fékk nægan tíma til að lesa. Svo var það einhverntíma að bóka- ormurinn var búinn að hreiðra um sig einhversstaðar oní iðrum bankans í matartímanum með gnægð góðra bóka í kringum sig að vonum — að úti fyrir hefst kjarnorkustríð sem alla drepur. Og hefði þetta ekki orðið góður endi fyrir vin vorn ef hann hefði ekki endilega þurft að stíga of- aná gleraugun sín? Sem fyrr standa vænir menn að baki The Twilight Zone. Hér leikstýra t.d. ungir og efnilegir menn eins og Downey og Tommy Lee Wallach, jafnt sem útbrunnar frægðarsólir, (Fried- kin) og ósamþykktir snillingar eins og Wes Craven. Leikaraval- ið, sem er undantekningarlítið gott, er sótt í langar raðir vel- þekktra sjónvarpsleikara vestra. FRÉTTAPUNKTARFRÉTTAPUNKTARFRÉTTAPUNKTARFRÉTTA • Verið var að taka upp fyrsta tónlistarmyndband erkibítilsins Paul McCartneys í hartnær tvö ár. En lítið hefur farið fyrir kapp- anum sfðan Give My Regards to Broadstreet mislukkaðist svo gjörsamlega sem raun varð á. 2.200 sjálfsala í New York-borg einni. Upptakan á laginu, sem nefn- ist Press, fór öll fram á aðal- annatímanum í neðanjarðar- lestarkerfi Lundúnaborgar — á heitasta degi sumarsins. Svo að líkindum hefur Páli volgnað. Leikstjórn annaðist Philip Dav- ey, einn sá elsti í hettunni i gerð tónlistarmyndbanda. • Það nýjasta í myndbanda- drerfingarmálum í Bandaríkjun- um eru myndbandasjálfsalar. Taka þeir 270 myndir og gina jafnt við peningum sem greiðslukortum. Áætlanir eru á prjónunum að setja upp eina • Hvenær skyldi líða að því að íslendingar, og þá ekki síst þeir yngri, verði þess umkomnir að fá myndir Walt Disney-fyrirtæk- isins á myndbandaleigunum? Samningar hafa staðið yfir á milli þessa risa í barna- og fjöl- skyldumyndaefni og íslensks aðila um langa hrfð en eitthvað virðast þeir ganga stírðlega. Svo hægt sé að gera sér grein fyrir þeim yfirburðum sem Disney hefur á þessu sviði birt- ist hér til gamans listi yfir 15 vinsælustu barnamyndböndin f Bandarfkjunum 9. ágúst. (Heim- ild Billboard.) 1. Alice in Wonderland Walt Disney Home Video 2. Pinocchio Walt Disney Home Video McCartney brosandi út að eyrum við gerð tónlistar- myndbandsins Press, greini- lega búinn að gleyma óförunum með Give My Re- gards to Broadstreet. Acan/LA, POL " PUÐ glycolysis) þýðir að súrefni er notað við niðurbrot á fæðu til að anna eftirspurn líkamans eft- ir orku. Þessi efnaskiptaleið gefur ekki eins mikið af sér og hinar tvær sem fyrr eru taldar, en munurinn er sá að þessa leið er unnt að nota miklu lengur og því er hún notuð við langvinna þar sem vöðvana skortir súrefni er ATP myndað með mjólkur- sýrugerjun og því mjólkursýra framleidd jafnhliða. Sýran hleðst síðan upp í vöðvafrumunum og hindrar vöðvastarfið. Hún berst úr þeim út í blóðrás og milli- frumuvökva. Með mjólkursýru- gerjun er unnt að framleiða háorkusambönd fyrir vöðva með mun meiri hraði en þegar súr- efnisháð öndun er notuð. Því er þessi leið farin ef áreynslan er mikil á skömmum tíma. Með þessu móti er unnt að framleiöa nægjanlega orku fyrir vöðva þannig að þeir geti haldið há- markssamdrætti í 30-40 sek- úndur til viðbótar þeim 10-15 sem fyrr er getið. Súrefnisháð öndun * Súrefnisháð öndun (aerobic Erfiðað í 2 klukkustundir. Áhrif fæðu á glycogenmagn vöðvafrumna. Sjá má að ef neytt er kolvetnaauðugrar fæðu, eru birgðir vöðvans mun fyrr endurnýjaðar en ef prótein- eða fituauðugs fæðis er neytt. Kolvetnaauðugrar fæðu neytt fyrir keppni. Tími áreynslu. Þessi leið er fær jafn- lengi og fæðuefni eru fyrir hendi, vegna þess að engin óæskileg aukaefni s.s. mjólkursýra hlað- ast upp. í íþróttagreinum þar sem krafist er mikillar orku á skömm- um tíma er fyrsta leiðin nær eingöngu notuð til að bera kostnaðinn af orkuöfluninni. Dæmi um það eru 100 m sprett- hlaup, stökk og lyftingar. Aðrar íþróttir sem standa lengur byggja að miklu leyti á mjólkur- sýrugerjun, s.s. tennis og knattspyrna. Þá eru sumar íþróttagreinar mitt á milli, t.d. körfuknattleikur og 200 m spretthlaup. Þær íþróttagreinar þar sem þol er lykilatriði, byggja að mestu á súrefnisháðri öndun. Þar má taka sem dæmi skíða- göngu, maraþonhlaup og skautahlaup. Orkubirgðir endurnýjaðar Mislangan tíma tekur fyrir líkamann að endurnýja orku- birgðir sínar, eftir eðli undan- genginnar áreynslu. Eftir 100 m hlaup tekur það líkamann 3-5 mínútur að endurnýja birgðir sínar af ATP og kreatín fosfati. Sé mjólkursýrugerjun notuð til að greiða kostnaðinn af puð- inu hleðst upp hið óæskilega aukaefni, mjólkursýra. Þá skiptir miklu máli hve mikinn styrk sýr- unnar vöðvarnir og aðrir vefir líkamans geta þolað. I lang- hlaupurum hafa vöðvarnir ríku- legt háræðanet, þannig að mjólkursýran er fjarlægð jafn- skjótt og hún myndast. Tilraunir hafa leitt í Ijós að það tekur menn rúmlega klukkustund hið minnsta að jafna sig eftir áreynslu þar sem mjólkursýru- gerjun er notuð til orkugjafar. Ef áreynslan er langvinnari og meiri en svo, að greiða megi orkureikninginn með mjólkur- sýrugerjun einni saman kemur súrefnisháð öndun til sögunnar. Skipta má tímabilinu er það tek- ur líkamann að jafna sig eftir slíkt strit í tvo hluta. Annar varir stutt en hinn lengur og hafa þeir oft verið nefndir súrefnis- skuld. Það heiti lýsir fyrirbrigð- inu nokkuð vel, því að eftir mikla áreynslu halda menn áfram að anda af miklum móð, enda þótt átökunum sé lokið. Fyrra tíma- bilinu má skipta í tvennt. Fyrri GÖNGU- MENNÍ SÓKN Svo virðist sem mikilla áherslubreytinga sé að vænta í boðskap heilsuræktarfrömuða á næstunni. Ganga skipar þar veglegan sess. í Bandaríkjunum fjölgaði skipulögðum gönguferðum fyrir áhugamenn verulega á síðasta ári. Talið er aö um 5 milljónir manna hefi tekið þátt í um 10.000 gönguferðum sem skipulagðarvoru í Bandaríkjunum það ár. Til að varpa Ijósi á vöxt þessarar almenningsíþróttar má geta þess að árið 1984 voru iðkendur mun faerri og aðeins 2.500 skipulagðar gönguferðir farnar þar í landi. Jafnframt virðist sem skokkið hafi látið undan síga á kostnað göngunnar. Samkvæmt Gallup-skoðanakönnun sem gerð var þar vestra skokkuðu 18% alira fullorðinna Bandaríkjamanna reglulega árið 1984, en árið eftir var þessi tala komin niður í 15%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.