Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 12
380r Tí»to/ -ir ín:)AaiiTHO'i .öiaAjtfviuofroM
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986
Tlvolí
Kaupmannahöfn
Tívolí
Óperan „Lulu“ verður á fjölun-
um íTívolíinu í Kaupmannahöfn
þann 22. þessa mánaðar. Óperan
var fyrst sett á svið árið 1824. Hún
er í þremur hlutum og mun það
vera Risto Saarman tenórsöngvari
sem fer með hlutverk prinsins
Lulu. Sinfóníuhljómsveit danska
útvarpsins leikur undir stjórn Mic-
hael Schönwandt.
Finnland
Helsinki
Þeirferðamenn sem eru á leið-
inni til Finnlands eiga ekki á hættu
að þurfa að sitja aðgerðarlausir.
Dagana 21. ágústtil 7. september
næstkomandi verður hin árlega
Helsinki-hátíð. Þarverðurmikið
um dýrðir, fram koma nokkrir
þekktustu listamenn Finnlands og
einnig erlendir gestir. Boðið verður
upp á myndlistarsýningar, kvik-
myndir, ballett-og óperuuppfærsl-
ur, djass, popptónleika og svo
mætti lengi telja.
Rússneskir
veitingastaðir
Það er kannski vert að geta
þess fyrir sælkerana að í Helsinki
eru nokkrir rússneskir veitinga-
staðir sem farið hefur gott orð af.
Einn af þeim nýjustu er Katinka
sem er mjög stutt frá miðbænum,
nánartiltekið við Mannerheimintie
númer 93. Staðnum er skipt í
tvennt, helmingurinn ertileinkaður
ítalskri matseld, en hinn helming-
urinn rússneskri. Innréttingar
staðarins eru í hefðbundnum
rússneskum stíl og hægt er að
þjóna fimmtíu matargestum til
borðs.
Þá má einnig nefna Bellevue við
Rahapajankatu númer3. Þangaö
fer fólk meðal annars til að borða
„pelemi" sem er hakkað kindakjöt
í pastadeigi. Einnig er hægt að fá
hinn svokallaða „Moskvasolj-
anka", sem samanstendur af
kjúklingum og krydduðum pylsum
í rjóma borið fram með súrkáli.
Sviss
Luzern
í Luzern verðurhaldin alþjoðleg
tónlistarhátíð frá 16. ágúst til 10.
september næstkomandi.
Bandaríkin
New Orleans
Þeir djassunnendur sem eru á
leið til New Orelans á næstunni
mega vel við una því þar í borg
verður árleg djasshátíð dagana 23.
til 25. þessa mánaöar. Að venju
koma þar saman helstu djassistar
hvaðanæva að úr heiminum.
Skotland
Glasgow
Föstudaginn 29. ágúst hefst
nýtt leikár hjá Citizen's-leikhúsinu
með leikriti Oscars Wilde „An Ide-
al Husband". Það verður sýnt til
27. september, en þá taka við sýn-
ingar á „The representative" eftir
Rolf Hochhuth.
„Ben the Press" heita ný sam-
tök ungra skoskra hönnuða sem
ætla að halda mikla sýningu í Mitc-
hell leikhúsinu 21. og 22. ágúst
næstkomandi.Tilgangur sýningar-
innar er að vekja athygli fólks á
því sem efst er á baugi hjá skosk-
um hönnuðum.
«he
Press
nefta
ný.
s«o fnuó
s*mtök
Un9ra,
S*°skra
hön
uÖa.
beir
‘'Ofö,
oief
'n9 ui
!"Mch.
e,,*teflr.
húsl
nuí
Gla s-
9ovv
2t.
22.
á9úst
naast.
kont
andi.
Frá uppfaarslu Citizen-leikhússíns í Glasgow á verki Oscars
Wilde „A Woman of No Importance" sem sýnt var 1984. Að
þessu sinni hefst leikárið á verki hans „An Ideal Husband“ þann
29. ágúst.