Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986 OSLÓ Að sjá heiminn ogíá borg fyrir það „Við erum ekki algjörar öskubuskur,“ sagði Sigríður Gunnarsdóttir. Ritarastörfí utanríkisþjón- ustu íslands eru vinsæl störf þrátt fyrir léleg ritaralaun í utanríkisráðu- neytinu. Von umstarfí sendiráði erlendis laðar góðan starfskraft í ráðuneytið. Fjórirritararí Evrópu voru teknirtalií sumarog forvitnast um starfiðog reynslu þeirra erlendis. „Það kjaftar á mér hver tuska og ég á auðvelt með að kynnast fólki,“ sagði Kristín Sif Sigurðardóttir. Bima GuÁjónsdóttir Rabbath var rétt um tvítugt og vann í viðskiptaráðuneytinu í Reykjavík þegar henni var boðið starf sem ritari hjá íslensku fastanefndinni í Genf. Utanríkisráðuneytið var að undirbúa opnun skrifstofunnar árið 1970 og Einar Benediktsson, sendi- herra, fór úr viðskiptaráðuneytinu til að veita henni forstöðu. „Það vildi enginn fara úr utanríkisráðu- neytinu en ég var til í að fara út og prófa eitthvað nýtt,“ sagði Bima í lok júní að loknum vinnudegi á skrifstofu fastanofndarinnar í Genf. „í bytjun var talað um að ég færi út í eitt ár eða svo en dvölin varð lengri og ég er hér enn, sextán ámm seinna." Margt hefur breyst í utanríkis- þjónustunni síðan Bima var send til Genfar. Utanríkisráðuneytið býð- ur til dæmis riturum í viðskipta- ráðuneytinu ekki lengur að fara út til starfa og ekki er lengur talað um að ritaramir verði erlendis í „eitt ár eða svo“. Nú er komin flutn- ingsskylda milli staða á þriggja til fjögurra ára fresti og ritarar utan- ríkisþjónustunnar mega búast við að starfa erlendis í 8 til 9 ár í senn þegar þeir em sendir út. Ókeypis húsnæði bíður þeirra hvort sem þeir lenda í Washington, New York, London, París, Bmssel, Bonn, Genf, Kaupmannahöfn, Osló, Stokkhólmi eða Moskvu. Þegar Bima og Sigríð- ur Gunnarsdóttir, sem var ráðin úr viðskiptaráðuneytinu á skrifstofu fastanefndar íslands í New York á sama tíma og Bima fór til Genfar, fóm út, þurftu þær að fmna sér húsnæði sjálfar og borga fyrir það úr eigin vasa. „Ég fann litla rottu- holu á 81. stræti,“ sagði Sigríður, „og sat við að drepa kakalakka með upprúlluðu dagblaði þegar ég var heima að horfa á sjónvarpið á kvöld- in.“ Ritarastörfín í utanríkisráðu- neytinu em mjög eftirsótt og aðalatriðið í sambandi við þau er að komast til útlanda. Launin á Bima Guðjónsdótt- ir Rabbath, tv., er enn í Genf eftir 16 ára dvöl en Estrid Brekkan, th., erá leið til Parísar þótt henni þætti meira „fútt“ í Kúala Lúmnúr. íslandi em ekkert til að sækjast eftir. „Starf hjá utanríkisþjón- ustunni er eitt af fáum störfum sem bjóða upp á dvöl erlendis og þess vegna hefur verið mikil eftirspum eftir störfum hjá okkur,“ sagði Þor- steinn Ingólfsson, sendifulltrúi. Hann starfar nú hjá fastanefndinni í Genf en var starfsmannastjóri utanríkisráðuneytisins 1978 til 1985. „Það er mest ungt fólk sem er að koma út úr mennta- eða versl- unarskóla sem sækir um hjá ráðuneytinu þegar það auglýsir eft- ir ritara. Yfirleitt berast milli 30 og 40 umsóknir og í kringum 20 umsækjenda koma , til greina. Nokkrir strákar hafa sótt um en hingað til hafa þeir ekki staðist samkeppnina við stúlkurnar og ekki verið ráðnir. Við leitum að góðu skrifstofu- fólki með tungumálakunnáttu og sjálfstæðan persónuleika. Þeir sem við ráðum verða að geta bjargað sér og unnið sjálfstætt. Ritaramir eru sendir út í lítil þriggja til fímm manna sendiráð eftir um eins árs starf í ráðuneytinu heima. Þeir eru oft einir til svara í sendiráðunum þegar embættismennimir eru á fundum eða ekki við og verða því að hafa hæfileika til að takast á við ýmisleg verkefni. Við höfum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.