Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986 FELAGSLIF Félagsmiðstöðin Fellahelli: Trimmaðstaða á laugardögum Sú nýbreytni hefur verið tekin upp í starfi félagsmiðstöðvarinnar Fella- hellis að nú í sumar verður ibúum Breiðholtshverfis boöið upp á trimmaðstöðu á laugardögum. Verður húsið opið frá kl. 10 til kl. 16. Meðal annars verður boöið upp á aðstöðu til þrekæfinga, borð- tennis, góða baðaðstöðu fyrir hlaupara og síðan verður kaffitería opin fyrir gesti. SOFIW Listasafn Fláskólans: Listasafn Háskóla íslands i Odda (gengið beint upp af Norræna hús- inu) er opið daglega þangaö til kennsla hefst í haust frá kl. 13.30 til 17. Aðgangur er ókeypis. Sjóminjasafnið: Sjóminjasafn íslands verður opið í sumar þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14 tiM 8. Safnið er til húsa á Vesturgötu 8 í Hafnarfirði. Árbæjarsafn: Sungið og leikið á gftar Árbæjarsafn er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.30 til kl. 18. Einar Kristinn Einarsson leikur á gitar og Jóhanna V. Þórhallsdóttir syngur í Dillonshúsi á sunnudaginn frákl. 15 til 17. Ásgrímssafn: Reykjavíkurmyndir Ásgríms ÍÁsgrímssafni, Bergstaðastræti 74, stendur nú yfir sýning á verkum Ásgríms Jónssonar. Á neðri hæð hússins eru einkum sýndar vatns- litamyndir, en stóroliumálverk eru til sýnis í gömlu vinnustofu málar- ans. Safnið er opið alla daga nema laugardaga milli kl. 13.30 og 16. Sýningin stendur út ágúst. Sædýrasafnið: Dýrin mín stór og smá Sædýrasafnið verður opiö um helgina eins og aðra daga frá kl. 10 til 19. Meðal þess sem ertil sýnis eru háhyrningar, Ijón, ísbjörn, apar, kindur og fjöldi annarra dýra, stórra og smárra. HVAÐ ERAD GERAST UM Listasafn Einars Jónssonar: Safn og garður Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30 til 16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega frá kl. 11 til 17. FERD4LOG Flana nú: Laugardagsganga Vikuleg laugardagsganga frístundahópsins Hana nú í Kópa- vogi verður á morgun, laugardaginn 16. ágúst. Lagt verður af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Gengið verður um bæinn. Allir aldurshópar velkomnir. Nýlagað molakaffi. Ferðafélag íslands: Sjö ferðir um helgina í kvöld verða farnar ferðir á vegum Ferðafélags islands i Lakagíga, til Þórsmerkur og til Landmannalauga. í þeirri ferð verður ekið í Eldgjá og gengið að Ófærufossi. Einnig er í kvöld ferð um „Laugaveginn" en það er gönguferð milli Landmanna- lauga og Þórsmerkur. A sunnudaginn er áætluö ferð til Þórsmerkur kl. 8 að morgni. Einnig veröur farið í nýstárlega gönguferð yfir Esju, gengið frá Hjarðarholti í Kjós á Skálatind og komið niður af fjallinu hjá Mógilsá. Brottförerkl. 10 frá Umferöarmiðstöðinni. Á sama tíma er brottför í skoðun- arferð um Reykjavík og nágrenni. Sú ferð veröur farin í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkur. Leiðsögu- maður er Páll Líndal. Fólk er beðiö Árbæjarsafn er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.30 til 18. 'gina? Anna Málfríður og Berkofsky á tónleikaferð um Suður- og Austurland Dagana 17. til 20. ágúst verða píanóleikararnir Martin Berkofsky og Anna Málfríður Sigurðardóttir á tónleikaferð um Suður- og Austurland. Á efnisskránni verða verk eftir Franz Schubert og Franz Liszt. Þau ætla að leika saman fjórhent á píanó úrval þeirra verka eftir Franz Schubert sem þau fluttu á tónleikaröð í Norræna húsinu síöastliöinn vetur. Auk þess ætlar Martin Berkofsky að leika einleik. Hann flytur verk eftir Franz Liszt. Tónleikarnirveröa á eftirtöldum stöðum: Á Hvolsvelli sunnudaginn 17. ágúst kl. 14 í Hvoli. Á Selfossi sunnudaginn 17. ágúst kl. 17.30 í Selfosskirkju. Á Höfn í Hornafirði þriðjudaginn 19. ágúst kl. 21 í Hafnarkirkju Á Egilsstöðum miðvikudaginn 20. ágúst kl. 21 í Valaskjálf. að athuga breyttan brottfarartíma en engin ferð er kl. 13 eins og áður varákveðið. Útivist: Gamla þjóðleiðin yfir Hellisheiði til Reykjavíkur Útivist mun um helgina kynna gömlu þjóðleiðina sem lá frá Suður- landi yfir Hellisheiði til Reykjavíkur. Hér er um að ræða elstu þjóð- leiö á íslandi og er talið að hún geti verið allt að 1100 ára gömul. Þjóðleiðin verður kynnt með gönguferðum sem félagið skipu- leggur bæði á morgun og á sunnudaginn. Kl. 9 í fyrramáliö verður ekið aust- ur að Reykjakoti i Ölfusi og síðan gengið þaðan um vörðuðu leiðina yfir Hellisheiði að Kolviöarhóli og áfram að Lækjarbotnum. Kl. 13 verður hægt að komast í ferðina að Kolviðarhóli. Á sunnudaginn hefst feröin kl. 10.30 og verður þá ekið í Lækjar- botna og gengiö þaðan til Reykjavík- ur. Kl. 13 er hægt að hefja ferðina og sameinast hópnum við Elliðaárn- ar neðan Ártúns, en um bæinn lá gönguleiöin frá Elliðaánum yfir Bú- staðaholtið um Öskjuhlíð, Skóla- vörðuholt og Arnarhól í Grófina. í Öskjuhlíð sjást einu leifarnar af hinni fornu þjóðleið innan borgar- markanna. Brottför erfrá BSi, bensínsölu, og einnig verður fariö frá Grófartorgi 10 minútum fyrir auglýstan tima. Aðrar Útivistarferöir um helgina eru helgarferðir í Þórsmörk og á Fimmvörðuháls. MYNDLIST Norræna húsið: Myndlistarsýningar Sumarsýning Norræna hússins stendurnúyfir. Er þetta í tíunda sinn sem Nor- ræna húsið gengst fyrir slíkri sumarsýningu á verkum eftir íslenska listamenn í því skyni að kynna list þeirra fyrirferðamönnum, bæði íslenskum og erlendum. Sýn- ingin stendurtil 24. ágúst. Að þessu sinni sýna fjórir íslensk- ir listmálarar af yngri kynslóðinni verk sín í Norræna húsinu, þeir Ein- ar Hákonarson (f. 1945), Gunnar Örn Gunnarsson (f. 1946), Helgi Þorgils Friðjónsson (f. 1953)og Ein Ijósmyndanna sem Karlheinz Strötzel sýnir í Norræna húsinu. Ágóðinn af sölu myndanna renn- ur til Hallgrímskirkju. Kjartan Ólafsson (f. 1955). Val myndanna, sem eru um 37 talsins, hafa listfræðingarnirólafur Kvaran og Halldór Björn Runólfsson ann- ast, auk þess sem Halldór ritar inngang í sýningarskrá. Til aðstoðar við upphengingu var Sigurður Ör- lygsson listmálari. Sýningin eropin daglegakl. 14 til 19. I anddyri Norræna hússins sýnir þýskur Ijósmyndari, Karlheinz Strötzel, Ijósmyndir og sáldþrykk. Fyrirmynd hans að öllum myndun- um er íslenskt landslag og gamlir íslenskir torfbæir. Hann hefur sýnt slíkar myndir víða í Þýskalandi. Myndirnar eru allar til sölu og ætlar Strötzel að láta ágóðann af sölu þeirra renna til byggingar Hallgrímskirkju. Sýningin stendurtil 22. ágúst. Bólvirkið: Saga og ættfræði í dag opnar Bólvirkið á nýjum stað á annarri hæð í húsi verslunar- innarGeysis, Vesturgötu 1. Á sýningunni verða gamlar Ijós- myndir úr Grófinni. Þá verður sýnt likan sem 10 ára nemendur í Mela- skólanum gerðu í vor í tilefni 40 ára afmælis skólans og 200 ára af- mælis Reykjavíkur. Einnig veröur kynning á bókum um sögu og ættfræði Reykjavikur sem væntanlegar eru á næstunni. Sýningin verður opin frá kl. 14 til 18 virka daga. Akureyri: Þorvaldur Þor- steinsson sýnir í afgreiðslusal verkalýðsfélagsins Einingar á Skipagötu 14 á Akureyri stendur nú yfir kynning á myndverk- um eftir Þorvald Þorsteinsson myndlistarmann. Á sýningunni eru 27 olíumálverk. Þetta erfjórða sýningin í röð list- kynninga sem fram fara á þessum stað og mun hún standa fram i miðjan september. Þorvaldurer Akureyringurog hóf listnám á námskeiðum í Myndlistar- skólanum á Akureyri á árunum 1977 til 1981. Hann hefur stundað nám i Myndlista- og handiðaskóla íslands frá árinu 1983 og mun út- skrifast þaðan næsta vor. Hann hefur haldið tvær einkasýn- ingar áður á Akureyri og tekið þátt í fjölda samsýninga. Ingólfsbrunnur: Alda Sveins- dóttir sýnir i Ingólfsbrunni Aðalstræti 9 stendur nú yfir sýning á vatnslita- og akrylmyndum eftir Öldu Sveins- dóttur. Þetta er önnur einkasýning Öldu en hún hefureinnig tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýningin er opin virka daga frá kl. 9 til 18 og lýkur 12. september.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.