Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986 B 13 Eðalsteinar — áttu að lækna augnsjúkdóma, varna eitrun koma í veg fyrir drykkjuskap ... Allt frá ómunatíð hafa menn verið hrifnir af allskon- ar eðalsteinum og í tímans rás hafa þeir gjarnan verið tákn um ríkidæmi og vald. Furstar, konungar og annað heldra fólk hefur löng- um prýtt sig dýrustu steinum og konur undirstrikað fegurð sína með því að bera þá. Kom- ið hefur fyrir að menn hafa fórnað lífi sínu fyrir dýrmæta eðalsteina og stundum hafa menn þakkað steinum líftór- una. Hér áður fyrr var það nefnilega þannig að menn héldu að steinar hefðu yfir töfravaldi að ráða. Smaragður átti til dæmis að lækna augn- sjúkdóma, safír varnaði eitrun, ametyst kom i veg fyrir drykkjuskap, turkis var ætlað- ur við hverskonar hræðslu og svo mætti áfram telja. En til þess að þessi huldi kraftur steinanna nýttist sem skyldi urðu menn að bera þá innan- klæða eða leggja á þann hluta líkamans sem sjúkur var. Þegar um mánaðarsteina er að ræða þá sáu stjörnu- fræðingar forðum samband milli mannfólksins, dýra, steina og stjarna. Og endirinn varð sá að hver mánuður hlaut sinn sérstaka stein. Þessi hefð með mánaðarsteina er orðin al- þekkt um heim allan. Granat Janúar Granat hefur löngum verið talinn sérstakur vináttusteinn og að sögn ágætis vörn gegn slysum. Nafnið Granum er úr latinu og þýðir kjarni eða korn. Granat er til í ýmsum litum, einna algengasti liturinn er þó dökkgrænn. Steinninn er al- gengur í Tékkóslóvakíu, Astralíu, Suður-Afríku, Tans- aníu og Madagaskar. Ametyst Febrúar Ametystinn var talinn góð vörn gegn drykkjuskap hérna áður fyrr svo og þjáningarfullri ást. Þá þótti það auka dóm- greind manna að bera slíkt skraut. Nafnið ametyst er komið af gríska orðinu amet- hystos og merkir „ekki undir áhrifum". Þessi skrautsteinn getur verið dökk- eða Ijósfjólu- blár, dekksti ametystinn er ættaður frá Síberiu, en algeng- astur er steinninn í Suður- Ameríku, Afríku, Madagaskar og Kóreu. Akvamarín Mars Sagt er að akvamarín hjálpi hermönnum í bardaga og tryggi sjómönnum gott leiði um hafið. Nafn steinsins er samsett úr latnesku orðunum aqua (vatn) og mare (haf). Litur akvamaríns getur verið frá vatnsbláu og yfir i blá- grænt. Steininn er helst að finna í Suðvestur-Afríku, Tanz- aníu, Indlandi, Sri Lanka og Madagaskar. Demantur og bergkristall Apríl Demanturinn er harðastur og verðmætastur steina og er álitinn tákn hreinleika og styrks ásamt því að vera steinn stríðsmannsins og kærleikans. Bergkristallinn sem ekki er eins verðmætur var til forna gjarnan notaður sem drykkjar- bikar og til framleiðslu annarra nytjahluta. Nafnið krystallos er komið af þeirri trú Grikkja í gamla daga að steinninn væri ís. Nafn demantsins adamas er einnig úr grísku og merkir óbrjótanlegur. Bergkristallinn er litlaus, en demantar geta verið gulir, brúnir, grænir, blá- ir, rauðleitir og svartir. Stærstu demantarnir hafa fundist í Suður-Afríku og á Indlandi en bergkristallar finnast víða um heim. Smaragður Maí Smaragðurinn er tileinkaður Venusi, gyðju ástarinnar, og er sagður færa hamingju. Smaragðsauðæfin við Rauða- hafið voru grunnur að ríkidæmi faraóanna egypsku, en einnig eru margir frægir smaragðar komnir úr fjárhirslum Inkanna fornu. Nafnið er griskt, smaragdos, sem aftur á rætur í fornindverska orðinu marakt- am sem þýðir að lýsa eða glitra. Liturinn er grænn. í dag má finna steina við Rauðahaf- ið, í Suður-Ameríku, Suður- Afríku, Zambíu og Indlandi svo eitthvað sé nefnt. Mánasteinn, perla Júní Á Indlandi er mánasteinninn heilagur. Hann er oft borinn sem verndargripur gegn mar- tröð en er einnig tákn um ást hjá ungu fólki. Mánasteinninn er litlaus, en getur haft á sér fölbláa, app- elsínugula eða gula slikju. Þennan stein er helst að finna á Sri Lanka, Indlandi og Ma- dagaskar. Perlur eru oftast hvitar, en þær geta haft á sér bláa, gula, rauða, græna eða svarta slikju. Perluveiðar eru einkum stund- aðar i Persaflóa, við Indlands- strendur og Sri Lanka, suður- og vesturströnd Ástralíu og við Mexíkó og strönd Kaliforníu. Rúbín Júlí Steinn elds og sólar og e!nn- ig tákn frelsis og stolts. Nafnið rubens er úr latínu og þýðir rauður. Rúbín er meðal dýr- ustu steina sem til eru og stórir rúbínar eru enn sjald- gæfari en stórir demantar. Hann er til með ýmsum rauð- um blæ. Mikilvægustu fundar- staðir eru Sri Lanka, Burma, Thailand, Kenýa og Tansania. Ólívín Ágúst Ólívín táknar vináttu. Hann er einnig nefndur perídot eða krýsólít. Hann var í miklum metum á barrokktimabilinu. Nafnið krýsólít er grískt og merkir gullsteinn. Þegar fyrir Krists burð var ólívín notaður af Egyptum í skartgripi. Steinarnir voru sótt- ir í eyjuna Zeberged í Rauða- hafi, þarsem þeirfinnast enn. Ólívín getur verið gulgrænn, ólífugrænn eða brúnleitur á lit- inn. Hann er að finna í Noregi, Burma, Ástralíu, Bandaríkjun- um, Zaire og Brasilíu. Safír September Safírinn var talinn vörn gegn stríðsleikjum og hinu illa og talinn koma í veg fyrir eitrun. Einnig er steinninn þekktur sem tákn alvörunnar og nafnið af grískum toga. Liturinn er í ýmsum bláum afbrigðum, en einnig litlaus, gulur, bleikur, grænn, fjólublár og svartur. Finnst hann meðal annars Kashmir, Burma, Sri Lanka og Thailandi. Ópal Október Sérstakur steinn haustsins. Sagt er að hann tryggi eigend- um góða framtið. Upprunalega nafnið upala er af indverskum toga og þýðir verðmætur steinn. Litbrigðin í ópal gera hann ólíkan öðrum steinum en að auki finnast hvítir, bláir, grænir, rauðir, svartir og gulir ópalar. Steinninn er aðallega í Ástralíu og Mexíkó. Tópas Nóvember Tópasinn var talinn halda þreytu í skefjum. Þá var hann álitinn varðveita tengsl og trú- festu milli tveggja einstaklinga. í eina tíð átti hann að geta brugðið huliðshjálmi yfir eig- endur sína. Nafnið má rekja að Svartahafi til eyjunnar Top- atsos, þar sem steinarnir finnast helst. Aðallitir eru gul- ur, rauðbrúnn, Ijósblár, rós- rauður og bleikgrænn. Tópasinn finnst til að mynda í Suðvestur-Afríku, Banda- ríkjunum, Mexíkó og víðar. Turkís Desember Sagan segir að turkísinn hafi átt að færa hamingju og ríkidæmi. Nafnið er komið frá Tyrklandi og steinninn var orð- inn þekktur og vinsæll árið 4.000 fyrir Krist. Þá notuðu indíánar hann og fleiri. Litur steinsins getur verið himinblár og einnig eplagrænn og oft kemur fyrir að hann er með brúnum eða svörtum yrjum. Steinninn þykir hvað fallegast- ur í íran en hann má einnig finna í Bandaríkjunum, ísrael, Kína, Afghanistan, Tanzaníu og austarlega í Ástralíu. GRG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.