Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR15. ÁGÚST 1986 r Í5 Eitt verkanna sem Tumi Magnússon og Ráðhildur Ingadóttir sýna f Nýlistasafninu. son, Guðmunda Andrésdóttir, GunnlaugurSt. Gislason, Hafsteinn Austmann, HrólfurSigurðsson, Jó- hannes Geir, Jóhannes Jóhannes- son, Sigurður Sigurðsson, Steinþór Sigurðsson, Valtýr Pétursson og Pétur Már. Sýningin er opin virka daga frá kl. 9 til 17, en lokuð um helgar. Djúpið: Morten Christof- fersen sýnir Daninn Morten Christoffersen opnaði á miðvikudaginn sýningu á dúkristum, baeði svarthvítum og í lit, íDjúpinu. Morten er sjálflærður grafíklista- maður. Hann setti upp fyrstu sýninguna 18 ára og hefur á síðustu 9 árum sýnt á 35 stöðum, bæði í Danmörku og annars staðar. Hann hefur fengist við fleiri list- greinar og meðal annars gert myndskreytingu við bók sem Gyld- endal útgáfufyrirtækið ætlar að gefa útá næstunni. Sýningin stendur til loka þessa mánaðar. Morgunblaöið/Bjarni Daninn Morten Chrístoffersen sýnir í Djúpinu. Sumarsýning Nú stendur „sumarsýning" yfir í Listasafni ASÍ. Til sýnis eru 40 verk úr eigu safnsins. Sýningin verður opin alla daga vikunnar kl. 14 til 18. Henni lýkur sunnudaginn 24. ágúst Ásmundarsalur: 11 arkitektanemar sýna í Ásmundarsal við Freyjugötu stendur nú yfir sýning á verkum 11 íslenskra arkitektanema. Sýningin er opin í dag kl. 9 tiM 6 og kl. 17 til 21 og kl. 14 til 21 um helgina. Henni lýkur á sunnudaginn. Nýlistasafnið: Tumi og Ráðhildur sýna Tumi Magnússon og Ráðhildur Ingadóttiropna á morgun málverka sýningu í Nýlistasafninu við Vatnsstíg. Verkin eru öll unninn í Englandi síðastliðinn vetur og eru af ýmsum stærðum og geröum. Sýningineropinfrákl. 16 til 20 virka daga og kl. 14 til 20 um helg- arog stendurtil 24. ágúst. Helga Egilsdóttir sýnir Á morgun kl. 16 opnar Helga Egilsdóttir sýningu á olíumálverkum i myndlistarsal Hlaðvarpans á Vest- urgötu 3. Þetta er fyrsta einkasýning Helgu hérlendis. Gallerí Gangskör: Sumarsýning Um þessar mundir stendur yfir sumarsýning Gangskörunga við Amtmannsstíg 1. Galleríið eropið daglega frá kl. 12 til 20. Lokað er um helgar yfir sumarmánuðina. Gallerí íslensk list: Sumarsýning list- málarafélagsins Um þessar mundir stendur yfir i Gallerí íslensk list, Vesturgötu 17, málverkasýning þar sem 15 félagar Listmálarafélagsins sýna 30 mál- verk. Eftirtaldir málarar eiga verk á sýningunni: Björn Birnir, BragiÁs- geirsson, EinarG. Baldvinsson, Einar Hákonarson, Einar Þorláks- Seltjamarnes: Sýning ítilefni nor- ræns vinabæjamóts í dag kl. 16 verður opnuð mynd- listarsýning í tilefni af norrænu vinabæjamóti á Austurströnd 6 (Listver). Það er Myndlistarklúbbur Seltjarnarness sem stendurfyrir sýningunni og verða á henni verk eftir 10Seltirninga. Sýningin er opin frá kl. 16 til 20 virka daga og frá kl. 14 til 22 um helgar. Sýningunni lýkur 31. ágúst. Hlaðvarpinn: Eitt verkanna sem Sólveig Eggerz Skólavörðustíg. Mokkakaffi: Sólveig sýnir Nú um helgina verður opnuð sýning á vatnslitamyndum eftir Sól- veigu Eggerz Pétursdóttur i Mokkakaffi við Skólavöröustíg. Hér er um að ræða myndir af Reykjavik og eru þær málaöar i til- efni af 200 ára afmæli borgarinnar. Reykjavíkurmyndir Sólveigar hafa í sumar verið til sýnis í veitingahús- inu Gullna hananum að Laugavegi en þær hafa ekki verið til sölu fyrr ennú. Listasafn ASÍ: Pétursdóttir sýnir í Mokkakaffi við VERKSMIÐJU að norðan ÖDÝR FATNADUR Á ALGJÖRU LÁGMARKSVERÐI húsið AUÐBREKKU - KOPAVOGI Opið; 10-19 virka daga/10-17á laugardögum . - 11 m Atriði úr Djáknanum á Myrká í sýningu á Ught Nights hjá Ferðaleik húsinu. LEIKLIST Light Nights: Sýningar fyrir ferðamenn Sýningar Ferðaleikhússins á Light Nights eru íTjarnarbíói við Tjörnina í Reykjavík. Sýningarkvöld verða fjögur í viku, á fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöldum. Sýningar hefjast kl. 21 og verður sýnt til loka ágúst- mánaðar. Þessarsýningareru sérstaklega færðar upp enskumæl- andi ferðamönnum tii skemmtunar og fróðleiks. Efnið er allt sótt j at- burði úr sögu íslands og þjóðsög- urnar, en flutt á ensku að þjóðlagatextum og lausavisum und- anskildum. KristínG. Magnúsfer með stærsta hlutverkið í sýning- unni, en það er hlutverk sögu- manns. Alþýðuleikhúsið: Hin sterkari Alþýðuleikhúsið sýnir í kvöld kl. 21 Hin sterkari eftir August Strind- berg í Hlaðvarpanum Vesturgötu 3. Einnig verður sýning á sunnudag- inn kl. 16. Leikendureru MargrétÁkadóttir, Anna S. Einarsdóttir og Elfa Gísla- dóttir en fyrir sýningar koma einnig fram hljóðfæraleikarar. Nú leikur Kolbeinn Bjarnason flautuleikari ein- leik á þverflautu. Hann ætlar að flytja verkin „Kalais" eftir Þorkel Sig- urbjörnsson og sónötu í a-moll eftir C.PH.E. Bach. Leikstjóri er Inga Bjarnason. Vil- hjálmur Vilhjálmsson sá um bún- inga og leikmuni. Upplýsingar um miðasölu fást í sima 19560 frá kl. 14. Innifaldar í miðaveröi eru veiting- ar, bæði fyrirog eftirsýningu. Söguleikarnir: Njáls saga Nú standa yfir sýningar Söguleik- anna á Njáls sögu. Alls taka 12 leikarar þátt í sýningunni, en hún er byggð á leikriti Jóhanns Sigur- jónssonar: „MörðurValgarðsson". Leikritið tekur um eina og hálfa klukkustund íflutningi. Sýningar verða á miðvikudags- og fimmtu- dagskvöldum kl. 21. Þá verður verkiö flutt tvisvar sinnum á laugar- dögum og sunnudögum, kl. 14.30 og 17. Flutningurinn ferfram á islensku, en leikskrá með útdrætti úr verkinu hefurverið útbúin á islensku, ensku, dönsku og þýsku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.