Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986 B 7 Police in Action Myndbönd Sæbjörn Valdimarsson Police in Action * * 1/2 Sjö sjálfstæðar kvikmyndir hver u.þ.b. 100 mín. Framleiðandi David Gerber Production Inc. í samvinnu við Columbia PicturesTelevision 1976-1980. ÞESSAR sjö lögreglumyndir eiga það eitt sameiginlegt að vera byggðar á sönnum lög- regluskýrslum, sem voru vinsað- ar úr af Joseph Wambaugh til flutnings í sjónvarpi á áttunda áratugnum. Þessi myndaflokkur, Police Story, naut mikilla vinsælda, enda vel að honum staðið, val- inn maður í hverju rúmi. Og nú ‘UNKTARFRF er semsé búið að gefa út á myndbönd sjö bestu myndirnar. Við skoðun á þessum sex til átta ára gömlu myndum kemur fljótlega í Ijós — ég tek enga sérstaka útúr eftir að hafa séð þær allar — að furðu mikill metn- aður hefur verið lagður í gerð Police Story. Hér er ekki sú gamalkunna faglega meðal- mennska sem maður á að venjast úr bandarisku sjónvarpi, á ferðinni, þó svo að mark bann- settra sjónvarpsauglýsinganna fyrir vestan setji glögglega mark sitt á dramatíska spennupunkta TARFRÉTTAPUNKTARFRÉTTAPUNKTAR Michael Douglas og Kathleen Turner í Jewel of the Nile. 3. Winnie the pooh and tigger too Walt Disney Home Video 4. Pound puppies Family Home Entertain- ment 5. Winnie the pooh and the honey tree Walt Disney Home Video 6. Dumbo Walt Disney Home Video 7. Mickey know best Walt Disney Home Video 8. Winnie the pooh and the blustery day Walt Disney Home Video 9. The Sword in the stone Walt Disney Home Video 10. The importance of being Donald Walt Disney Home Video 11. Robin Hood Walt Disney Home Video 12. Sesame street presents: Follow that bird Warner Home Video 13. Hugga Bunch Vestron Children’s Library 14. The care bears movie Samuel Gotdwyn/Westron 15. Pete’s dragon Walt Disney Home Video • CBS/FOX ætlar sér að verða nr. 1 á næsta ári. Ekki eitt um að ganga með það sæti i mag- anum. Hinsvegar er listinn yfir þær myndir sem fyrirtækið ætl- ar að gefa út 1987 óneitanlega rismikill. Fyrsta ársfjórðunginn ætlar CBS/Fox að senda frá sér m.a. myndirnar 9'/a vika, með Mickey Rourke og Kim Basinger, Commando, með Schwartzen- egger og Jewel of the Nile með Kathleen Turner og Michael Douglas ... Þá er og meiningin að dreifa vinsælustu myndinni í kvik- myndahúsum vestan hafs i dag, Alfens, á myndböndum fyrri hluta næsta árs, svo og Target með þeim Gene Hackman og Matt Dillon og var fyrsta mynd- in sem sýnd var í Bíóhúsinu. Þá er fyrirtækið að semja við Dino de Laurentiis Productions um dreifingarrétt á Schwartz- eneggermyndum og við PSO á hinni vinsælu mynd Short Circu- it. • Sá sextugi saurlífsseggur, Hugh Hefner, gefst ekki upp þó móti blási. Nýlega hefur blað hans, Playboy magazine — sem í fyrndinni þótti gróft — verið sett á bannlista i fjöldamörgum verslunum vítt og breitt um Bandarikin. Er þetta gert fyrir atbeina mikilla afturhaldsafla vestur þar. En karli Ifður bara ágætlega, baðaður sviðsljósinu á nýjan leik. Og til þess að hressa uppá söluna mun hann gefa út myndbandið Playboy’s Farmers’ Daughters samhliða næsta timariti, þar sem lesend- um gefst kostur á að sjá sveita- píurnar hans Hefners striplast í töðunni ef þeim nægja ekki myndasíðurnar... myndanna. Hér eru við stjórn margir kunnustu sjónvarpsleik- stjórar vesturheims og áhöld þeirra eru fjölmargir leikarar sem frægastir hafa orðið fyrir störf sín í þessum miðli. Of langt mál væri að telja þá hér en ég kemst ekki hjá því að nefna nokkur ólseig, gömul brýni sem við þekkjum flest að góðu eins og David Jansen og Vic Morrow, sem báðir eru reyndar komnir undir græna torfu; Larry Hag- man og Dennis Weaver. Þá er hreinasta unun að uppgötva all- an þann mýgrút valinkunnra aukaleikara sem koma við sögu og hóp annarra sem í dag eru orðnar stjörnur (t.d. fer Don Johnson — Miami Vice með eitt stærsta aukahlutverkið í Press- ure Point. Það sem skiptir þó langmestu máli er virðingin sem borin er fyrir viðfangsefninu — lögreglu- manni stórborgarinnar. Þeim ómannlegu aðstæðum sem þeir vinna og búa við. Þeir eru með- teknir sem manneskjur, skyggnst inní einkalíf þeirra, hvernig starfið fer með þá og samskipti þeirra við fjölskyld- una, félagana, flöskuna. Hér gætir greinilega áhrifa yfirum- sjónarmanns Police Story, Josephs Wambaugh, en þessi frægi rithöfundur hefur löngum verið seinþreyttur við að rétta málstað lögreglumanna enda fyrrverandi löggæslumaður í skuggahverfum Los Angeles- borgar. Police in Action, sá er samn- efnari myndanna sjö, er ágætt afþreyingarefni, að auki er þar farið mannlegar með „sögur af stöðinni" en við eigum að venj- ast. Mannleg reisn sett á oddinn. hluti þess varir mjög skammt, aðeins í 2-3 mínútur. Þá eru súrefnisbirgðir líkamans end- urnýjaðar og ATP endurmynd- að. Síðari hlutinn varir í a.m.k. klukkustund. Aukin þörf fyrir súrefni á því tímabili stafar af niðurbroti líkamans á mjólkur- sýru. Af þessu má draga þá ályktun, að ekki megi skemmri tími líða en ríflega klukkustund milli æfinga þar sem orkunnar er aflað með mjólkursýrugerjun, eigi góður árangur að nást. Síðara timabilið varir mun lengur en hið fyrra. Þá eru glykógen- birgðir vöðvanna endurnýjaðar. Sem fyrr segir þola velþjálfaðir íþróttamenn mikla áreynslu á allt að 4 klst. og þar gegnir glykógen lykilhlutverki. Sé áreynslan mjög mikil tæmast birgðirnar nær al- gerlega og þá getur sá tími er tekur líkamann að byggja upp nýjar birgðir skipt dögum. Þvi má þó ekki gleyma, að hér koma margir þættir inn í dæmið og er mataræði einn sá veiga- mesti. í rannsókn sem gerð var á fólki eftir mikla áreynslu kom þó í Ijós, að þeir sem neyttu kolvetnisauðugrar fæðu end- urnýjuðu glýkógenbirgðir sínar á tiltölulega skömmum tíma (2 dögum), meðan hinir er neyttu fituauðugs fæðis höfðu ekki endurnýjað birgðirnar fyrr en að 5 dögum liðnum. Af þessu sést að íþróttamenn er stunda þol- íþróttir geta ekki vænst þess að ná hámarksárangri í grein sinni nema a.m.k. 48 klst. líði á milli jafnvel þótt fæðið sé eins og best verður á kosið. í næstu grein verður fjallað um áhrif áreynslu á hjarta og æðakerfi, öndunarfæri og salt- og vökvabúskap líkamans. Þá verður stuttlega sagt frá nokkr- um lyfjum sem ekki er óalgengt að misnotuð séu í íþróttum. GREIN: MAGNÚS GOTTFREÐSSON „Segi strákunum að þeir geti ekki verið þekktir fyrir að vera á eftir mér, gömlum mannmum ií Spjallað við Ásgeir Elíasson, þjálfara Fram Ásgeir Elíasson er þjálfari meistaraflokks Fram í knattspyrnu. Eins og flestum knattspyrnuáhugamönnum mun kunnugt hefur liði hans vegnað mjög vel það sem af er keppnistímabilinu. Það er nú í efsta sæti fyrstu deildar, hefur eins stigs forskot á Val. Ásgeir er íþróttakennari að mennt, hann útskrifaðist frá íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni 1974. Hann hefur þjálfað mörg lið, þ.á m. Þrótt og Fram s.l. tvö ár. Morgunblaðið fýsti að vita hvern- ig þjálfun væri háttað hjá svo sigursælu liði og leit því inn á æfingu hjá meistaraflokki karla. Ásgeir var tekinn tali. Nú hefur liði þi'nu gengið mjög vel í íslandsmótinu það sem af er. Hvernig er þjálfun- inni háttað hjá þér, Ásgeir? „Þjálfun hefst venjulega fljót- lega upp úr áramótum. Við tökum því fremur rólega í fyrstu, skokkum í 20-25 mínútur að meðaltali. Ég er ekki vanur að setja neina hraðapressu á menn svo snemma, heldur legg mest upp úr því að þeir séu allir með og hlaupi allan tímann. Síðan verða æfingarnar tíðari og þá fer ég að leggja meira upp úr áfanga- þjálfun og eyk hraðann. Menn eru þá látnir hlaupa í fjórar mínút- ur og fá svo hvíld í tvær. Þeir sprækustu geta hlaupið rétt rúm- lega kílómetra á þessum fjórum mínútum. Þetta er endurtekið 6-7 sinnum á æfingu. Á þessu er þó allur gangur, stundum læt ég strákana hlaupa lengur og fá skemmri hvíldartíma á milli spretta. Þegar vora tekur er hvíldin oft skorin við nögl. Þá fer ég að leggja meiri áherslu á snerpu og viðbragð, nota sýru- þjálfun - læt menn keyra strax upp hraðann og hlaupa á fullu í hálfa til eina mínútu. Svo aukast auðvitað boltaæfingar eftir því sem keppnistímabilið nálgast. Á sumrin er nær eingöngu æft með bolta ef undanskildar eru léttar upphitunaræfingar." Viltu að menn „keyri sig út“ á æfingum? „Nei, alls ekki. Að sjálfsögðu verður að gera allnokkrar kröfur til manna sem stunda knatt- spyrnuna af þetta mikilli alvöru, en ég held að ná megi mjög góðum árangri án þess að verið Ásgeir á æfingu hjá Fram: „Ég keyri strákana ekki út en rek þá samt svolítið áfrarn." sé að pína menn. Við Frammarar stóðum okkur ágætlega á fyrri hluta keppnistímabilsins í fyrra, en duttum svo niður eins og sjálf- sagt mörgum er í fersku minni. í öllum þjálfunarfræðum gildir það að menn eru á toppnum í 4 - 8 vikur og fara síðan að dala. Ég held að við höfum verið of snemma á toppnum í fyrra og stefni að því að færa „toppinn" lítið eitt aftur i ár. - Svo er nátt- úrulega alltaf spurning hvort manni takist að ná tveimur toppnum . . .“ Hvert er leyndarmálið að baki velgengninni? „Góður mannskapur er svarið við þessari spurningu. Það er mikill sigurvilji í liðinu. Margir strákanna hafa leikið með félag- inu allt frá því er þeir voru smápattar, hafa staðið sig vel og eiga ekki öðru að venjast en að vera á toppnum. Og þegar menn komast einu sinni á topp- inn eru þeir tilbúnir til að leggja ansi mikið á sig til að halda stöðu sinni þar. Svo er félaginu vel stjórnað. Það er því ekki til eitt orð sem svarar þessari spurn- ingu, það er margt sem hjálpast að.“ Fara atlir leikmenn í gegnum sömu æfingar? „Já, hér fara allir leikmenn í gegnum sömu æfingar að mestu leyti, ef markverðir eru undan- skildir. Þeir eru í sérþjálfun tvisvar í viku. Stundum eru mis- munandi boltaæfingar eftir þvi hvaða hlutverki menn gegna á vellinum. Það eru til margar aðferðir til að koma mönnum í góða þjálfun og þjálfarar hafa margir sínar eigin leiðir til þess. Sumir leggja t.d. mjög mikið upp úr hlaupum þar sem aðrir leggja meiri áherslu á æfingar með bolta. Flestir þjálfarar eru íþróttakenn- arar að mennt, en sumir eru knattspyrnumenn með mikla reynslu. Auðvitað kunna þeir mismikið fyrir sér í lifeðlisfræði. Kunnátta í þeirri grein er gagn- leg. Mín reynsla er sú að skap- ferli og persónuleiki þjálfarans hafi einnig geysimikið að segja. Ég hef aldrei reynt að halda leik- mönnum frá mér og setja sjálfan mig á einhvern pall. Ég hef leikið með þeim liðum sem ég hef þjálf- að og þekki því ekkert annað en að vera einn af liðinu. Mér líkar það ágætlega. Hitt er svo annað mál að mað- ur verður stundum að vera harður. Min reynsla er sú að það þýði ekkert annað en að reka menn áfram, fylgjast vel með þeim og láta þá hafa svolítið fyr- ir hlutunum. - Ég segi stundum við strákana þegar mér finnst þeir ekki leggja nógu mikið á sig, að þeir geti ekki verið þekktir fyrir að vera á eftir mér, gömlum manninum. Það ráð hefur gefist vel hingað til!“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.