Morgunblaðið - 12.10.1986, Qupperneq 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986
HÁSKÓLI ÍSLANDS
Þarfmeira tíl enkrít
töfíuf borð ogstól
Rætt við Ásmund Brekkan, forseta læknadeildar
háskólans, um húsnæðismál deildarinnar,
læknisfræðibókasafn og fleira.
| læknadeild Háskóla
Islands voru í lok
vormisserís 1986 skráðir 279
stúdentar í sex
kennsluárgöngum og nú í
haust hófu 113 stúdentar
nám á fyrsta ári. Það verða
þó aðeins 36 þeirra sem
halda náminu áfram á öðru
árí, skv. numerus clausus
reglu deildarínnar, sem
miðast við að ekki séu fleirí
í læknisnámi en hægt sé að
veita klíníska kennslu, þ.e.
verklega kennslu innan
veggja sjúkrahúsanna, svo
vel gott megi teljast að mati
deildarinnar. Þrátt fyrir að
deildin sé því ekki þéttssetin
nemendum í samanburði við
ýmsar aðrar fjölmennari,
ríkja að sögn forráðamanna
talsverð vandkvæði á í
húsnæðismálum hennar.
Þannig bendir Asmundur
Brekkan, forseti
læknadeildar á, að í raun sé
hvergi kennt í eigin húsnæði
deildarinnar, að
undanskilinni einni
kennslustofu eða svo, að
öðru leyti sé um að ræða
leigu- og lánshúsnæði.
Kennsla læknadeildar er
dreifð út um allan bæ,“
segir Ásmundur. „Sem
dæmi um það þá er
.kennsla í grunngrein-
um, eins og líffræði og líffærafræði
til húsa við Grensásveg og svipaða
sögu er að segj um húsnæði sem
er leigt við Ármúla. Á báðum stöð-
um er einnig um að ræða samnýt-
ingu húsnæðis með Verk-og
raunvísindadeild Háskólans, sem
þyrfti ekki að vera slæmur kostur,
en verður það óhjákvæmilegayegna
þrengslanna sem skapast. I hús-
næði á homi Sigtúns og Nóatúns
er svo heilbrigðisfræði kennd.
Klínísk kennsla fer svo fram á
spítölunum, Landspítalanum, Borg-
arspítalanum og Landakoti og
jafngildir það leiguhúsnæði, þó að
ekki sé greidd leiga. Þannig er
húsnæði fyrir nemendur í raun ekki
fyrir hendi, nema kannski ein
kennslustofa í aðalbyggingunni, þar
sem inngangsgreinar á 1. ári s.s.
líffræði, eðlisfræði og sálarfræði
eru kenndar. Hins vegar er sumt
leiguhúsnæðið, eins og í Nóatúninu
mjög gott.“
- Hvað um aðra kennslu sem
heyrir undir læknadeild?
„Þar er svipaða sögu að segja.
Kennsla á námsbraut í sjúkraþjálf-
un er í leiguhúsnæði við Vitastíg,
sem búið er að kosta talsverðu fé
í að innrétta og hjúkrunarfræðin
er til húsa í gamla hjúkrunarskólan-
um,“ segir Asmundur.
- Hvemig lítur framtíðin út
í þessum málum?
„Framtíðarsetur læknadeildar-
innar verður væntanlega í bygging-
um á sameiginlegri lóð háskólans
og Landspítalans, þannig að klínísk
kennsla verður áfram á sjúkrahús-
unum, en vísindalegar rannsóknar-
stofur að mestu leyti í byggingum
á Landspítalalóðinni og þá líka í
byggingum sem eiga eftir að rísa
þar. í Byggingu 7 nýja húsinu í
mýrinni verður aðsetur kennslu í
grunngreinum, en sem stendur er
einungis tannlæknadeildin komin
með aðsetur þar.
Læknadeildinni eru ætlaðar tvær
hæðir í Byggingu 7 og vonandi
verða þær fullgerðar að mestu á
næstu þremur árum. Það er til ijár-
magn til að he§a framkvæmdir þar
inni og byrjun 1. áfanga verður
boðin út nú fyrir áramót. Svo er
líklega búið að tryggja fjárveitingu
til framkvæmda á næstu þremur
árurn."
- Hvað um aðstöðu til náms
að undanskildu húsnæði?
„Það er náttúrulega ljóst að
meira þarf til en krít, töflu, borð
og stól. Vísindarannsóknir eru
deildinni nauðsynlegar og aðstaða
tii þeirra, en læknadeildin ber þess
merki að byijað var af vanefnum
og tækjakostur er mikið til orðin
úreltur. Hins vegar er aðstaða á
sjúkrahúsunum talsvert góð og
læknadeildin nýtur góðs af því að
geta nýtt sér gögn og gæði spítal-
anna. Ljósi punkturinn í þessum
málum öllum, því að við erum nú
ekki alsvartsýn fyrir hönd deildar-
innar, og að mínu mati það besta
sem hefur komið fyrir deildina er
fyrirhugað læknisfræðibókasafn í
samvinnu háskólans og Landspítal-
ans, sem verður í húsnæði gamla
hjúkrunarskólans."
- Hvað nákvæmlega felur
læknisfræðibókasafn í sér?
„Það sem ætlunin er að verði í
læknisfræðibókasafninu er í fyrsta
lagi bókasafn, öðru lagi lestrarað-
staða og í þriðja lagi nýsigagnasafn
ásamt nýtingaraðstöðu. Þessi að-
staða gæfí okkur alla möguleika á
að taka upp nútímalegar náms- og
kennsluaðferðir með safnið sem
miðstöð gagns og gæða og við bind-
um miklar vonir við það.“
- Nú hefur komið fram að
nám í læknisfræði hérlendis er
aðeins byrjunin á öðru og meira
námi i sérgreinum sem menn
fara í erlendis. Er ráðgert að
deildin bæti við sig kennslu í
sérgreinum?
„Núna fara allir sem útskrifast
úr læknadeild í sémám, en kennsla
í læknadeild er nær eingöngu miðuð
E N D
Sögurafdr.
Jóni Hjaltatín
landlækni
Hann var ljúfur í viðmóti, nema
við hómópata. Magnús Andr-
ésson fékkst nokkuð við hómópata-
lækningar, þegar hann var í
Reykjavík. Eitt gamlárskvöld, eftir
að hann hafði tekið guðfræðiprófíð,
flutti hann áramótaræðu í Dóm-
kirkjunni. Var hún mjög rómuð, og
skóruðu ýmsir kirkjugestir á Magn-
ús að gefa ræðuna út á prent. Það
var gert. Litlu síðar kom Hjaltalín
á skrifstofu biskups. Þá var Magn-
ús þar biskupsskrifari.
„Komið þér sælir, Magnús minn!“
segir Hjaltalín. „Mikið lof fáið þér
fyrir ræðuna yðar. Þér ættuð nú
að halda áfram á þeirri braut, en
URMINNINGAR
sleppa hómópatíunni."
Þá svarar Pétur biskup: „Ekki
minnkar það Magnús, þó að hann
lækni bæði sál og líkama".
Dr. Hjaltatín hafði verið læknir
í her Dana og átti vopn alla ævi
sína. Eitt sinn á efri árum Hjaltalín
brá hann sér inn í Hafnarstræti
með riffíl í hendi. Nemur hann stað-
ar í námunda við hús Sigurðar
Melsteðs lektors og tekur að skjóta
skáhallt upp í loftið og skýtur
nokkrum skotum, og var talið, að
sumar kúlumar hefðu lent í stafnin-
um á húsi lektors. Maður gekk þar
fram hjá, sem Hjaltaiín stóð. Sá
ávarpaði hann og spurði, hvað hann
væri að skjóta.
„Hómópata", svarar Hjaltalín.
„Upp í loftið?" segir maðurinn.
„Já, ég tek þá á flugi", svarar
Hjaltalín.
(Eftir frásögn Áma Þórarinssonar)
Læknanám
á kreppu-
árunum
Eitt af, sem við áttum að læra
í líffærafræði hjá prófessor
Guðmundi Hannessyni, var að
kryfja lík. Lík voru af skomum
skammti til þessara nota og eru það
enn, því að nú verða læknastúdent-
ar að leggja land undir fót og fara
í hópum til Skotlands til að kryfja.
Einu líkin, sem læknadeildin gat
fengið, vom af algjömm einstæð-
ingum, með því skilyrði, að háskól-
inn_ kostaði útförina í staðinn.
Á öllum námsferli mínum feng-
um við aðeins eitt lík til að kryfja.
Við voram því margir um það, eða
nánar tiltekið allir á fyrsta, öðm
ogþriðja ári, átta eða tíu stúdentar.
Kmfningin fór fram í litlu húsi
vestan við alþingishúsið. Þar var
rannsóknastofa prófessors Níelsar
Dungals og einnig kompa, sem
kmfíð vat í.
Þama inni var bæði heitt og
þröngt, og við unnum í hálfan mán-
uð við að kryfja líkið, hvem einasta
vef inn að beinum.
Þá var komið að því að „snúa“
sem kallað var. Það þótti merkur
áfangi og átti helzt að gerast með
viðhöfn. En til þess þurfti brennivín
að skála í, og þetta var á bannámn-
um.
Að lokum tókst okkur þó að fá
átta heilflöskur af brennivíni fyrir
sjö krónur stykkið í einu af apótek-
um bæjarins - og þóttumst góðir.
Ég átti víðan frakka og raðaði
flöskunum innan í fóðrið á honum.
Að því búnu lögðum við af stað
drjúgir í spori með hinn dýrmæta
feng. Við gengum allir í hóp og ég
í miðjunni, svo að enginn sæi nú,
hvað ég var orðinn bústinn.
Þegar í kompuna kom, röðuðum
við okkur í kringum líkið - og ská-
iuðum með virktum. Glös höfðum
við náttúmlega engin, en létum
stútinn ganga frá manni til manns.
í miðjum klíðum kemur prófessor
Guðmundur inn og segir:
„Jæja piltar mínir! Hvemig geng-
ur nú?“
„Þetta gengur ágætlega", svör-
uðum við - heldur kindarlegir á svip.
En hann saup á með okkur - og
úr þessu varð hinn ágætasti gleð-
skapur.
Síðan kmfðum við líkið að aftan-
verðu næsta hálfan mánuðinn, og
má nærri geta, hvemig loftið var
orðið í kompunni. Ung stúlka, sem
starfaði á rannsóknastofunni hjá
Dungal, var eitt sinn send til að
kalla á einn okkar í síma.
Hún opnaði dymar, kom í gætt-
ina - og á samri stundu steinleið
yfír hana.
(Úr endurminningum dr. med. Frið-
riks Einarssonar)