Morgunblaðið - 12.10.1986, Side 6

Morgunblaðið - 12.10.1986, Side 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986 HÁSKÓLI ÍSLANDS Úr aðalumboði happdrættisins við Tjarnargötu i Reykjavík. ALLAR BYGGINGAR Háskólans eru ýmist að öllu eða mestu leyti greiddar af happdrættisfé, ekki aðeins byggingarnar heldur og tækjabúnaður sem í þeim er. Þá hafa tæki, húsbúnaður og breytingar á leiguhúsnæði verið greiddar af happdrættisfé svo og umhirða lóða. Mun það vera einsdæmi að svo til allar byggingar háskóla skuli fjármagnaðar á þennan hátt. Á árinu 1985 runnu rúmlega 60 milljónir króna til háskólans af sölu miða hjá Happdrætti Háskólans og að sögn Jóns Bergsteinssonar skrifstofustjóra er reiknað með að happdrættið skili Háskólanum um 100 milljónum króna á þessu ári. Reiknaðmeð 100 milljónum króna til framkvæmtla í ár Jón Bergsteinsson skrifstofu- stjóri Happdrættis Háskóla íslands. AAlþingi árið 1932 voru samþykkt lög um byggingu handa há- skólanum á árunum 1934-1940, - „og skal verkið framkvæmt eftir því sem fé er veitt í fjárlögum", sagði í lögunum. Fyrsta fjárveiting til þessarar byggingar var síðan á fjárlögum fyrir árið 1934. Á þessum sama tíma kom fram sú hugmynd, að fá alþingi til að veita háskólanum einkaleyfi til að reka peningahappdrætti hér á landi í því skyni að afla fjár til háskólabyggingar. Prófessor Alexander Jóhannesson, þáver- andi háskólarektor, hóf baráttu fyrir þessari hugmynd. Með dyggri aðstoð háskólaprófessora hlaut málið almennt fýlgi meðal þingmanna og hinn 3. maí 1933 voru lög um stofnun happdrættis fyrir ísland afgreidd á alþingi og staðfest af konungi 19. júní 1933. Var ráðuneytinu heimilað að veita Háskóla íslands einkaleyfi til stofnunar íslensks happdrættis me_ð nánar tilteknum skilyrðum. í lögunum voru vinningamir undanþegnir tekjuskatti og út- svari það ár sem þeir féllu, en hins vegar var þar ákvæði um að greiða skyldi 20% af nettóhagnaði í einkaleyfisgjald til ríkissjóðs. Þess má geta, að gjaldið rennur ekki til almennra þarfa ríkissjóðs í dag, heldur er það notað til að byggja upp aðstöðu fyrir rann- sóknarstofnanir atvinnuveganna. Þegar ljóst var, að happdrættis- málið næði fram að ganga var tekið til óspilltra málanna um all- an undirbúning. Háskó'.aráð kaus fyrstu stjóm fyrirtækisins og í henni sátu prófessoramir Alex- ander Jóhannesson, Bjami Benediktsson og Magnús Jónsson. Pétur Sigurðsson háskólaritari var ráðinn framkvæmdastjóri og fór hann utan til að kynnast fyrir- komulagi erlendra happdrætta. Var starfsemin hér á landi í mörg- um efnum sniðin eftir starfsemi danska peningahappdrættisins. Happdrætti Háskólans hefur vaxið ört og í dag starfa hjá því hundrað umboðsmenn, um 20 á höfuðborgarsvæðinu og hinir á 70-80 stöðum úti á landi. í fyrstu var dregið tíu sinnum á ári en frá 1946 hefur verið dregið mánaðar- lega. Byrjað var með 25 þúsund númer, en þeim ijölgaði smá sam- an og nú em gefín út um 60 þúsund númer. í upphafí var verð heilmiða 6 kr. á mánuði, en hæsti vinningur 50 þúsund krónur. Til samanburðar má geta þess, að tímakaup verkamanns í dagvinnu var þá kr. 1.36, þannig að verka- maður þurfti að vinna 4.4 klukku- stundir fyrir einum heilmiða. í dag kostar miðinn 200 kr. og hæstu vinningar eru 2 milljónir króna. 1964 voru ijórðungsmiðar lagð- ir niður og árið 1970 helmings- miðar. Jafnframt voru þá búnir til þrír nýir flokkar miða, þannig að hægt var að kaupa fjóra heil- miða af hveiju númeri. 1975 var svo byijað að selja „trompmiða" sem í raun eru fímmfaldir heilmið- ar. Þannig eru nú gefnir út fjórir heilmiðar og einn trompmiði af hveiju númeri, þannig að sá sem á alla miðana af vinningsnúmeri fær nífaldan vinning. Happdræt- tið greiðir 70% af veltunni í vinninga og að jafnaði hlýtur Fyrsta stjórn happdrættisins, talið frá vinstri: Bjarni Benedikts- son, Alexander Jóhannesson og Magnús Jónsson. §órði hver miði vinning á ári hveiju. í stjóm Happdrættis Háskóla íslands eru í dag þeir Sigmundur Guðbjamason háskólarektor sem er formaður, Amljótur Bjömsson prófessor og Jónas Hallgrímsson prófessor. Framkvæmdastjóri Happdrættis Háskóla íslands er Jóhannes L.L. Helgason. Jón Bergsteinsson skrifstofustjóri sagði, er blaðamaður ræddi við hann, en Jóhannes var þá staddur erlendis, að íslendingar væm líklega fremur áhugasamir um happdrætti. Vissulega væm ijöl- margir sem spiluðu í happdrætt- inu og dæmi þess að menn væm, með sömu númerin í áratugi, tækju jafnvel við' þeim af foreld- mm sínum. Þá hefði verið algengt í gegnum árin að hópar væm saman með raðir miða, svo sem vinnustaðahópar o.fl. - Aðspurður í lokin, hvort hann væri ánægður með þátttöku almennings í happ- drættinu sagði hann, að vöxtur hefði orðið mestur við breytinguna þegar trompmiðamir vom teknir upp árið 1975, en síðan væri þetta nokkuð jaftit og stöðugt. „Mætti vera meiri áhugi", sagði hann, en bætti við að líklega væri salan nokkuð góð miðað við þann gífur- lega ljölda af happdrættum sem væm sífellt í gangi. - F.P. Happdrætti Háskóla íslands: Morgunblaðið/Þorkell.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.