Morgunblaðið - 12.10.1986, Side 9
verið deildarstjóri réttarefnafræði-
deildar frá árinu 1974, en þá var
deildin formlega stofnuð. Hefur
hann við störf þessi notið aðstoðar
Hildigunnar Hlíðar, aðstoðarlyfja-
fræðings, og Geirþrúðar Sighvats-
dóttur, aðjunkts, að hluta (sjá
alkóhóldeild). Lengi voru þjónustu-
rannsóknir þessar unnar sam-
kvæmt munnlegu samkomulagi við
prófessor Ólaf Bjamason og lög-
regluyfirvöld, einkum Siguijón
Sigurðsson, fyrrverandi lögreglu-
stjóra í Reykjavík. Skömmu eftir
stofnun Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins var gerður samningur við þá
stofnun um réttarefnafræðilegar
rannsóknir. Síðar var gerður
rammasamningur um réttarefna-
fræðilegar rannsóknir við dóms- og
kirkjumálaráðuneytið, er gekk í
gildi 1. júní 1985.
2. Alkóhóldeild. Prófessor Jón
Steffensen fór þess á leit við Rann-
sóknastofu í lyfjafræði á árinu
1970, að Rannsóknastofan tæki við
ákvörðunum á etanóli (alkóhóli) í
blóðsýnum úr ökumönnum, sem
grunaðir eru um ölvun við akstur,
er hann léti endanlega af störfum
við Háskóla íslands árið 1972.
Hófst undirbúningur að þessum
rannsóknum þegar á árinu 1971
og Rannsóknastofan tók við þeim
1. september 1972. Var beitt við
rannsóknir þessar þegar í upphafi
aðferð, sem þá hafði rutt sér mjög
til rúms við ákvarðanir á etanóli
og ýmsum öðrum efnum. Nefnist
aðferð þessi gasgreining á súlu og
var þá næsta óþekkt hér á landi.
Hafði Jóhannes Skaftason, lektor,
umsjón með undirbúningi þjónustu-
rannsókna þessara. Veitti hann
deildinni forstöðu frá 1973, er hún
var formlega stofnuð og allt til
þess, að hann lét af störfum 1985.
Tók þá við Geirþrúður Sighvats-
dóttir, aðjunkt, er jafnframt starfar
að hluta að réttarefnafræðilegum
rannsóknum (sbr. á undan). Henni
til aðstoðar eru Elísabet Sólbergs-
dóttir, lyfjafræðingur, og Sigríður
Skúladóttir, aðstoðarmaður. Alkó-
hóldeild hefur einnig annast allar
etanólákvarðanir fyrir réttarefna-
fræðideild (bruggsýni o.fl.) svo og
þjónustu við ATVR samkvæmt
samkomulagi. Nú stendur fyrir dyr-
um gagnger tölvuvæðing í alkóhól-
deild m.a. með tilliti til flölbreyttari
verkefna deildarinnar. Fyrmefndur
samningur við dóms- og kirkju-
málaráðuneytið tekur einnig til
etanólákvarðana í blóði ökumanna.
3. Lyfjarannsóknadeild. Fyrir
1970 var sjaldgæft, að lyf væru
ákvörðuð í blóði sjúklinga hér á
landi. Var þetta sérstaklega baga-
legt við meðferð á flogaveiku fólki,
vissum hjartasjúklingum og sjúkl-
ingum með astma, þar eð beint
samhengi er í þessum sjúkdómstil-
fellum milli skammta, þéttni í blóði
og verkunar lyfjanna. Árið 1971
hófust ákvarðanir á flogaveikilyfy
um (fenemal, fenýtóín o.fl.) í
samvinnu við prófessor dr. med.
Gunnar Guðmundsson. Nokkru
síðar hófust ákvarðanir á digoxíni
(notað við sumum hjartasjúkdóm-
um) í samvinnu við prófessor
Snorra Pál Snorrason og teófyllíni
(notað við meðferð astma) í sam-
vinnu við Hrafnkel Helgason, yfír-
lækni. Smám saman fóru umsvif
þessarar deildar svo vaxandi, að
nú eru þar ákvörðuð að jafnaði um
það bil tuttugu lyf í blóðsýnum (eða
þvagsýnum), er berast frá spítölum,
heilsugæslustöðvum eða læknum.
Lyfjarannsóknadeild var formlega
stofnuð 1976. Hefur dr. med.
Magnús Jóhannsson, dósent, veitt
deildinni forstöðu frá upphafí. Hon-
um til aðstoðar er Kristín Magnús-
dóttir, aðstoðarlyfjafræðingur,
ásamt Elísabetu Sólbergsdóttur
(með störfum í alkóhóldeildinni) og
Erla Þórðardóttir, rannsóknamaður
(í hlutastarfi). Árið 1978 fór þáver-
andi forstjóri Pharmaco hf. (Steinar
Berg Bjömsson) þess á leit við
Rannsóknastofuna, að hún gerði
svokölluð frásogspróf á mönnum
með tiltekin lyf, er fyrirtækið fram-
leiddi, til þess að meta gildi þeirra
við lækningar. Var síðar gerður
bindandi samningur milla aðila um
þjónustuverkefni þessi. Samningur-
inn var færður til fyrirtækisins
Delta hf., er það tók við fram-
leiðslu Pharmaco hf. á lyQum.
Fyrsta janúar 1987 mun enn frem-
ur ganga í gildi hliðstæður samn-
ingur við lyfjafyrirtækið Tóró hf.
Þröng húsakynni koma í veg fyrir
að Rannsóknastofan geti fært út
kvíamar enn frekar með þjónustu
við lyflaframleiðendur í landinu. Á
slíku væri þó mikil nauðsyn.
4. Eiturefnadeild. Þessari deild
er ætlað að sinna rannsóknum á
eiturefnum og hættulegum efnum
bæði í líkamssýnum og efnissýnum
(m.a. matvælum og vegna mengun-
arrannsókna), er ekki falla undir
verksvið réttarefnafræðideildar.
Vegna húsnæðisþrengsla hefur
aldrei tekist að koma þessari deild
vel á flot. Deildin var formlega
stofnuð 1982 og deildarstjóri er
cand. scient. Jóhannes Þorkelsson.
Deildin hefur fengist við rannsóknir
á svokölluðum klórkolefnissam-
böndum (DDT, lindan o.fl.) í
matvælum (smjör, tólg, smjörlíki
og kindafítu). Ákvörðuð hefur verið
mettun blóðrauða með koloxíði í
ýmsum eitrunartilfellum og þéttni
kannabínóíða (efna úr kannabis) í
blóði og þvagi sjúklinga og vist-
manna á ýmsum stofnunum. Þá
hefur deildin í vaxandi mæli sinnt
rannsóknum á lífrænum leysiefnum
(bensín, terpentína, steinolia, tetra-
klóretýlen, tríklóretýlen o.fl.) í þeim
tilvikum, að þessi efni eru álitin
brunavaldar eða mengunarvaldar.
Brunarannsóknir þessar hafa farið
ört vaxandi og eru oft réttarefna-
fræðimál og því unnin fyrir réttar-
efnafræðideild. Deildin hefur í
undirbúningi mun víðtækari meng-
unarrannsóknir í umhverfí manna
og dýra og rannsóknir á aukaefnum
og mengandi efnum í matvælum. Á
slíkum rannsóknum er mikil þörf.
Óvíst er þó, hve mikið verður úr
þeim vegna húsnæðisþrengla. Fyrir
1982 sinnti Jóhannes Skaftason,
lektor, rannsóknum í þessari deild
með öðrum störfum. Var sumt af
þeim störfum unnið í samvinnu við
eiturefnanefnd.
5. Skrifstofa. Skrifstofa Rann-
sóknastofunnar annast alla af-
greiðslu mála og samskipti við
viðskiptaaðila og aðra aðila svo og
umsjón með bókasafni og útvegun
heimildarita. Þá hefur skrifstofan
annast útgáfu ársskýrslu Rann-
sóknastofunnar frá 1977. Árs-
skýrslur þessar eru veigamikil
heimildarit, einkum varðandi þjón-
usturannsóknir í réttarefnafraeði-
deild og alkóhóldeild. í skrifstofunni
starfa Sigríður ísafold Haakansson
B. Ed., umsjónarritari, í fullu starfí,
og Jóhanna Edwald, ritari, í hluta-
starfí.
B. Grundvallarrann-
sóknir í Rannsókna-
stofu í lyfjafræði
Á árunum 1966—1970 var leitast
við að vekja á ný grundvailarrann-
sóknir í Rannsóknastofunni. Fékkst
m.a. í því skyni styrkur úr Vísinda-
sjóði. Vegna manneklu og mikils
kennsluálags varð þó minna úr en
efni stóðu til. Á þessum árum mátti
þó greina bjarma nýrra tíma; þeirra
tíma, að menn tryðu að vinna
mætti rannsóknir í læknisfræði á
íslandi, er mark væri tekið á erlend-
is. Gætti hér fyrst og fremst áhrifa
Bjöms Sigurðssonar (f. 1913, d.
1957), forstöðumanns Tilrauna-
stöðvar Háskólans í meinafræði að
Keldum, sem í krafti eigin rann-
sókna og samverkamanna gat
sannfært ráðamenn um réttmæti
Vísindasjóðs (stofnaður 1957), er
eigi aðeins skyldi styrkja rannsókn-
ir í íslenskum fræðum og sagnfræði,
heldur og í læknisfræði og öðrum
svokölluðum raunvísindum (Björn
rrði orðið og gaf því merkingu).
þessu sambandi má samt ekki
gleyma því, að Níels Dungal, pró-
fessor (f. 1897, d. 1965), sem var
eldhugi að skapgerð, raddi brautina
fyrir Bjöm og stuðlaði beint eða
óbeint að menntun og rannsóknum
margra lækna, er hátt hefur borið
í íslenskri læknastétt á síðustu ára-
tugum. I rás nýrra tíma fór því
einnig svo, að grannrannsóknir
efldust smám saman í Rannsókna-
stofunni. Skal nú stuttlega gerð
grein fyrir þeim.
1. Rannsóknir á morfini. Dr.
med. Þorkell Jóhannesson, prófess-
or, hélt áfram fyrri rannsóknum,
er hann hafði gert grein fyrir í
doktorsritgerð sinni (Morphine and
Codeine. The analgesic effect in
tolerant and non-tolerant rats,
1967). Rannsóknir þessar snerast
einkum um áhrif morfíns á fóstur
og samtengingu próteina til skýr-
ingar á þolmyndun. Vegna mikils
kennsluálags og vöntunar á tækjum
og aðstöðu varð að flytja rannsókn-
ir þessar úr landi. Var Þorkell því
við störf við lyfjafræðideild Iowa-
háskóla árin 1971 og 1972 að hluta
og við lyfjafræðideild Kaupmanna-
hafnarháskóla árið 1975 að hluta.
Lauk þessum rannsóknum með birt-
ingu sex vísindalegra ritgerða.
2. Rannsóknir á rnengun af
völdum klórkolefnissambanda
(DDT o.fl.). Rannsóknir þessar
hófust árið 1972 og voru á vegum
Jóhannesar Skaftasonar, lektors,
og prófessors Þorkels Jóhannesson-
ar. Rannsóknunum lauk árið 1985,
þegar Jóhannes Skaftason lét af
störfum. Megintilgangur þessara
rannsókna var að gera úttekt á
aðkominni (loftborinni) mengun af
völdum efna þessara hér á landi.
Vora í þessu skyni rannsökuð
smjörsýni, sýni úr fítu kinda, nauta
og hreindýra svo og laxaseiði og
sýni úr silungum. Afrakstur þessara
rannsókna hefur birst i tæplega tíu
vísindalegum ritgerðum.
3. Rannsóknir á lyfjafræði og
lifeðlisfræði vöðva. Dr. Magnús
Jóhannsson, dósent, hefur haldið
áfram fyrri rannsóknum, er hann
hafði gert grein fyrir í doktorsrit-
gerð sinni (Inotropic mechanisms
in mammalian myocardium, 1974).
Rannsóknir hans hafa síðan einkum
beinst að sambandi milli hrifspennu
og samdráttar í vöðvum, sérstak-
lega í framum úr hjartavöðva, og
áhrifum losunar kalcíums í vöðva-
frumum á þessi fyrirbæri, svo og
áhrifum ýmissa lyfja og efna á
þau. Hann hefur á síðustu árum
birt niðurstöður rannsókna sinna í
allnokkram vísindalegum ritgerð-
um. Magnús hefur unnið rannsóknir
þessar að nokkra i samvinnu við
sænska og þýska vísindamenn.
Magnús er þekktur erlendis vegna
rannsókna sinna og hefur verið
kvaddur utan til þess að vera and-
mælandi við varnir doktorsritgerða,
er §alla um sérsvið hans. Hann
dvaldist við rannsóknir í Kiel í
Þýskalandi mikinn hluta ársins
1982 og var styrkþegi Alexander
von Humbolt-sjóðsins. Hann hefur
enn fremur margsinnis hlotið styrk
úr Vísindasjóði. Hafliði Ásgrímsson
B. Sc., vinnur nú með Magnúsi að
fyrrgreindum rannsóknum. Er hann
launaður að hálfu af Rannsókna-
stofunni og að hálfu af Vísindasjóði.
4. Rannsóknir á geðdeyfðar-
lyfjum og algengi eitrana. Á
árunum 1976—1977 hófst Jakob
Kristinsson handa um gerð nýrrar
aðferðar til greiningar á geðdeyfð-
arlyQum í sýnum úr lifandi mönnum
og líkum. Birti hann um þetta viða-
mikla ritgerð nokkram áram síðar
í norræna tímaritinu um lyfjafræði
og eiturefnafræði (Acta pharmacol.
et. toxicol.). Aðferð þessi var síðan
notuð m.a. til þess að rannsaka al-
gengi eitrana af völdum þessara
ljfya hér á landi. Var þessi vinna
að nokkru leyti unnin í samvinnu
við Þorkel Jóhannesson og próf.
Ólaf Bjamason. Síðar hefur Jakob
tekið sér fyrir hendur að kanna al-
gengi banvænna eitrana samkvæmt
efniviði réttarefnafræðideildar. Má
búast við uppgjöri á þeim efnivið
innan fárra ára. Þá hefur Jakob f
samvinnu við Guðmund Oddsson,
lektor, kannað algengi eitrana, er
komu til meðferðar á slysadeild
Borgarspítalans á 6 mánaða tíma-
bili á áranum 1983 og 1984.
5. Rannsóknir á prostacyklín-
framleiðslu æðaþels. Dr. phil.
Guðmundur Þorgeirsson, lektor, hóf
Sjá næstu síðu.
Elísabet Sólbergsdóttir við gasgreini, sem notaður er til ákvarðana
á etanóli (alkóhóli) I blóði ökumanna o.fl.
Sigríður ísafold Hákansson, umsjónarritari, við
störf í skrifstofu Rannsóknastofu í lyfjafræði.
Hafliði Ásgrímsson við tækjabúnað, sem notaður er
til þess að ákvarða hrifspennu og samdrátt í frumum
úr hjartavöðva.