Morgunblaðið - 12.10.1986, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 12.10.1986, Qupperneq 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986 -t r r ÍSLANDS Mörg Ifón í veginum með ættarskráningu Rætt við Sturla Friðriksson erfðafræðing um Erfðafræðinefnd Háskóla íslands Erfðafræðinefnd Háskóla Lslands var stofnuð 1965, en fékk formlega reglugerð 1966. Markmiðið var að veita forstöðu og skipuleggja mannerfðafræðilegar rannsóknir við Háskóla Lslands. Nefndin hafði sjálfstæðan fjárhag og stjómun frá upphafi ma. vegna þess að nefndin fékk ríflegan íjárstyrk utan úr heimi, aðallega frá Bandaríkjunum. Fyrst var það Kjamorkustofnun Bandaríkjanna sem vehtí Erfðafræðinefnd styrk en síðan Orkuráðuneytí Bandarflganna. Idag er aðstaða Erfðafræði- nefndar erfíðari en áður var því hún nýtur ekki lengur áðumefndra styrkja en hefur aðeins úr að spila fjárveitingu frá íslenska rfkinu. Hún er með styrk á §árlögum og er aðeins með lágmarksstarfsemi. Sturla Friðriksson erfðafræðing- ur er framkvæmdastjóri Erfða- fræðinefndar, hann sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að meginverkefni nefíidarinnar væri að koma lýðskrárgögnum, þ.e. ýmiskonar opinbemm skrám um m.a. fæðingar, giftingar, dauðsföll o.fl. í það form í tölvu að hægt sé að rekja ættir íslendinga, þannig að bæði sé hægt að fínna forfeður og áfkomenda einstaklinga eins langt og skrár ná. Að sögn Sturlu er nú fyrir hendi í heimildabanka Erfðafraeðinefndar, sem geymdur er á disk í háskólatölvunni, slíkar upplýsingar um íslendinga fædda á tímabilinu frá 1840 til dagsins í dag .Skrámar sagði hann misjafnlega nákvæmar og áreiðanlegar en best- ar um fólk fætt eftir 1910. Sturla sagði ennfremur að það væm mörg ljón í veginum við ættar- skráningu eftir gömlum kirkjubók- um og örðugra væri að tengja í ættir þá sem fæddir væm fyrir 1910. Erfitt væri að rekja óyggj- andi gamlar heimildir, upplýsingar um sama einstaklinginn geta t.d. verið færðar á marga mismunandi vegu vegna ónákvæmni og misri- tanna og fleira mætti telja í þeim dúr. Mikið af tíma starfsfólks* Erfðafræðinefndar mun hafa farið i að fullkomna ættarskrána úr þeim heimildum sem tiltækar em, en þær em fyrst og fremst ýmsar skrár sem fengnar hafa verið hjá Hagstofu íslands, þær skrár hefjast flestar um 1916. Þá hefur nefndin notað heimildir úr manntölum m.a. tölvu- skráð manntalið frá 1910, sem er mjög fullkomið manntal að sögn Sturlu, með heimilisfangi og ættar- tengslum einstaklinga hinnan hvers heimilis. Einnig hefur nefndin unnið upplýsingar upp úr kirkjubókum og tengt þær manntalinu frá 1910. „Það má segja að þessi tuttugu fyrstu ár í starfsemi nefndarinnar hafí farið í að fullkomna ættarskrár úr þessum gögnum og tengja ein- staklingana saman í ættartré", heldur Sturla Friðriksson áfram frásögn sinni. „Ættartréð er byggt upp af líffræðilegu einingunni for- eldrar og bam. Slík ættarskrá fyrir heila þjóð er varla til nema hér á landi. Island hefur þótt sérstaklega hagstætt til að gera svona skrá, fyrst og fremst vegna þess að hér eru góðar heimildir um einstaklinga og vegna þess hvað þjóðin er af- mörkuð landfræðilega og lítil hreyfíng inn og út úr landinu. Einn- ig vegna þess að þjóðin er hæfilega fámenn til að unnt sé að hafa yfír- lit yfír skráningu í tölvu, en er þó ,það fjölmenn að hægt er að gera ýmsar rannsóknir tölfræðilega marktækar. Gagn af slíkum skráningum er bæði ættfræðilegt og félagsfræði- legt og getur orðið undirstaða að mörgum rannsóknum á því sviði. Erfðafræðinefnd hefur einkum beitt sér fyrir að nota þessi gögn á sviði mannerfðarfræði og læknisfræði, t.d. var það eitt af verkefnum erfða- fræðinefndar að tengja upplýsingar um blóðflokka þessum lýðskrár- EGO EGO-tölvur eru fullkomlega samhæfðar IBM PC-tölvum og því getur þú nýtt þér eitt stærsta hugbúnaðarsafn heims. EGO ersennilega besti valkosturinn á PC-tölvu- sviðinu. Tveir hraðar: Sami og IBM PC og 70% hrað- ar • 640 kb innra minni • Grafískur skjár (720/348) • Tvö disklingadrif, 360 kb hvert - * • Innbyggö klukka • Samsíöa tengi •Rað- tengi • Kr. 49.700.- Tveir hraðar: Sami og IBM PC og 70% hrað- ar • 640 kb innra minni • Grafískur skjár (720/348) • 20 mb haröur diskur • Eitt diskl- ingadrif, 360 kb • Innbyggð klukka • Samsíða tengi • Raötengi • Kr. 68.900.- Tveir hraðar: Sami og IBM AT og 33% hrað- ar • 1 mb minni • Grafiskur skjár (720/348) • 20 mb harður diskur • 1.2 mb disklingadrif • Innbyggö klukka • Samsiða tengi • Raötengi • Kr. 118.000.- Komið og kynnið ykkur EGO-tölvurnar GARÐATORG 5, GAKÐABÆ simi 656510'" MS DOS 3.2 stýrikerfið, BASIC forrit- unarmálið, útskriftarforrit fyrir límmiða, reikningsútskriftarforrit og ritvinnsluforrit ásamt vönduðu nám- skeiði hjá Tölvufræðslunni. Allt þetta fylgir EGO-tölvunni. AMSTRAD PC W Locoscript Námskeið f notkun ritvinnsluforritsins Locoscript. Að loknu námskeiði geta þátttakendur notað forritið hjálparlaust. Tími: 20. og 21. október kl. 17—20 Fjárhaldsbókhald Námskeið ínotkun fjárhaldsbókhaldskerf- isins RÁD frá Víkurhugbúnaði sf. Að loknu námskeiðinu eru þátttakendur færir um að nota forritið hjálparlaust. Tími: 22. og 23. október kl. 17—20. Innritun í símum 687590 og 686790. Tölvufræðslan Borgartúni 28. i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.