Morgunblaðið - 12.10.1986, Side 22
R22 PB
►><>r swiVRi! st auíJAauwvpi?. ornAJfiMUoaow
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986
fclk í
fréttum
Á myndinni má sjá éinvalalið blaðbera á Blönduósi sem hefur staðið sig með sóma. Aftari röð frá
vinstri: Rakel Ýr Jónsdóttir, Auður Hafþórsdóttir, Hafdís Gísladóttir, Snorri Bjarnason umboðsmað-
ur og Linda Ævarsdóttir. Fremri röð frá vinstri: Ragnheiður Ólafsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir
og Lilja Björk Gísladóttir.
Framvarðasveitin
á Blönduósi
ABlönduósi lauk nýlega átaki
til að kynna fólki Morgun-
blaðið og í því skyni var blaðið
borið í hvert hús á staðnum. Til
þess að það væri hægt þurftu
blaðberamir að leggja þessu máli
lið og auka töluvert við starf sitt
allan septembermánuð.
Snorri Bjamason, umboðsmað-
ur Morgunblaðsins, sagði að þessi
kynning hefði gengið mjög vel.
Sem þakklætisvott fyrir gott starf
sendi Morgunblaðið blaðburðar-
bömum ljósbláar, áprentaðar
peysur með nafni blaðsins og
mynd af Högna hrekkvísa.
Það má segja um blaðbera-
starfíð að það sé í senn ábyrgð-
armikið og bindandi starf.
Blaðburðarbömum er falin inn-
heimta og þar með fjármála-
ábyrgð, og þau þurfa að koma
blaðinu til áskrifenda hvemig sem
viðrar, flesta daga vikunnar, eins
fljótt og kostur er.
— Jón Sig.
ssabljtA
Bítillinn Paul McCartney hefur skorið upp herör gegn
notkun vímuefna.
McCartney
berst gegn
vímugjöfum
Paul McCartney hefur snúið
baki við hvers kyns vímugjöf-
um og hefur hann nýlega komið
fram í fjölmiðlum þar sem hann
varar við þeim hættum sem neysla
áfengis og eytulyfja hefur í for með
sér.
Sérstaklega varar hann við
neyslu heróíns sem hann segir hafa
leitt marga kunningja sína í glötun
og nefnir sem dæmi söngvarann
Boy George. Sjálfur segist McCart-
ney aldrei hafa neytt heróíns.
Paul McCartney bendir hins veg-
ar á að það sé hæpin stefna að
banna sum vímuefni á meðan önn-
ur, þ.e.a.s. áfengi og tóbak, hljóti
blessun og samþykki stjómvalda.
Hann varar einnig við afleiðingum
þess að senda ungt fólk sem verður
uppvíst að notkun ólöglegra vímu-
gjafa í fangelsi þar sem líklegt er
að þau kynnist þar sterkum efnum
og leiðist út í glæpi.
Bftillinn fyrrverandi hefur lengi
verið hlynntur lögleiðingu kanna-
bisefna og var m.a. stungið í
fangelsi í Japan 1980 með mari-
huana í fómm sínum. McCartney
skýrir þessa breyttu afstöðu sína
með því að hann sé orðinn eldri og
reyndari og sá heimur sem unga
fólkið lifír í nú sé harðari og mis-
kunnarlausari en fyrir tuttugu
árum.
COSPER
-10ZM COSPER
- Þetta er ekki fótspor, fíflið þitt.
Priscilla í hjóna-
bandshugleiðingum?
PPriscilla Presley er nýkomin úr tveggja vikna
ferð til Brasilíú, en þar var hún ásamt elskhuga
sínum, Marco Garibaldi, sem er ættaður frá Brasilíu.
Garibaldi, sem er tíu árum yngri en Priscilla, er yfír
sig ástfanginn af leikkonunni og mun hafa beðið henn-
ar margsinnis, en þau kynntust í fyrra þegar þau
léku saman í Dallas-þáttunum.
Talið er líklegt að Priscilla, sem ekki hefur gift sig
aftur eftir að Elvis féll frá, láti að þessu sinni til leið-
ast og taki bónorðinu, enda mun henni ekki veita af
stuðningi nú, þar sem dóttir hennar, Lisa Maria, er
lent í klónum á sértúarsöfnuði. Priscillu er mikið í
mun að bjarga dóttur sinni úr höndum safnaðarins
enda er talið víst að það sé einkum arfurinn sem hin
18 ára gamla Lisa á í vændum sem söfnuðurinn er
á höttunum eftir.
Priscilla Presley ásamt vonbiðli sínum, Marco
Garibaldi.