Morgunblaðið - 12.10.1986, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986
B 29
Póst- og símamálastofnunin:
FRÁ BLAÐAFULLTRÚA
í Velvakanda 23. sept. sl. birtist
athugasemd frá Fjólu Jóhannsdótt-
ur, Austurbrún 6, þar sem hún
kvartar yfír því að hafa árangurs-
laust leitað til Pósts og síma í því
skyni að fá gert við síma sem hún
keypti á fijálsum markaði. Spyr hún
í framhaldi af þessu hvemig standi
á því að ekki sé hægt að fá gert
við síma sem stofnunin hiki samt
ekki við að taka af ýmis gjöld. Einn-
ig bætir hún við að þegar umræddir
símar hafi komið til landsins hafi
þeir ekki verið með innstungur fyr-
ir íslenskt kerfí. Hún hafí þá reynt
að fá keypta rétta innstungu hjá
Pósti og síma, en verið neitað um
hana af sömu ástæðu og henni var
neitað um viðgerð símans, þ.e.a.s.
vegna þess að hann var ekki keypt-
ur hjá stofnuninni.
Það skal upplýst að ekki eru
greidd gjöld til Pósts og síma af
venjulegum símtækjum. Fyrir við-
gerð þeirra er að sjálfsögðu greitt.
Varahlutir og viðgerðaþjónusta
Pósts og síma hvað varðar símtæki
miðast við að tækin séu keypt hjá
stofnuninni. Þegar bilun verður á
símtæki ætti notandi að snúa sér
til réttra aðila sem eru söluaðilar
viðkomandi búnaðar. Seljandi þarf
að ganga þannig frá tengingu
símtækisins að hún samræmist al-
Grettir
— Réttir
Mikið heyrist nú skrafað um nýtt
fyrirbæri í sambandi við frjálsar
sjónvarpsútsendingar og „Stöð 2“.
Er þar rætt annars vegar um
búnað sem afskræmir myndina hjá
þeim sem ekki eru áskrifendur og
liggur því beint við að kalla „gretti“
og svo hins vegar tæki til að rétta
myndina af, sem sumir vilja kalla
afréttara, en mætti einfaldlega
kalla „rétti“ (réttir, rétti, rétti, rétt-
is).
Fleygi þessu svona fram til um-
hugsunar.
Kveðja til
leiðtoganna
Gorbachev. Reagan og Reylqavik,
rödd sem um heiminn fer.
Hvisli þeim b!ærinn,vaggi þeim aldan
i kyrrðinni hér,
hugrekki til að fagna
þeim friði er frelsinu ber.
Gorbachev, Reagan og Reykjavík,
réttið mér friðarhönd,
vekið i hjartanu vonarsól
hún vaki við vonarströnd
hvert einasta heimsins byggða ból
blessa þau tryggðarbönd.
Gorbachev, Reagan og Reykjavík,
rauði loginn sem brann
verði raunanna rökkur saga,
er réttlætir engan mann,
látið andann frá Íslandi sldna
yfír hin stóru höf
svo böm vorrar framtíðar
finnist ei grátin á feðranna gröf.
Gorbachev, Reagan og Reykjavík,
regn yfir landið fer
minnir á það að máttarvöldin
mönnunum stærra er.
Þó er af höndum heimsins manna
höggvin í lífið skörð,
semjið nú um það böl að banna
svo birti á guðs mins jörð.
Islenskur bóndi
S.H.
menna símakerfinu. í þessu
sambandi er nauðsynlegt að minna
á skyldur innflytjenda, en um þær
má lesa í Reglugerð um notenda-
búnað til teningar við hið opinbera
fjarskiptakerfí (31. júlí 1985). í 5.
gr. III. kafla segir m.a.:
„Innflytjandi eða innlendur fram-
leiðandi skal ábyrgjast viðhalds-
þjónustu fyrir þann búnað sem hann
ílytur ínn eða íramleiðir. í þessum
tilgangi skal hann ávallt hafa í þjón-
ustu sinni starfsfólk með tilskilin
réttindi, sem nánar eru skilgreind
í VII. kafla reglugerðar þessarar
eða gera skriflegan samning við
þjónustufýrirtæki, sem hefur slíku
starfsfólki á að skipa.“
Jóhann Hjálmarsson, blaða-
fulltrúi Póst- og símamála-
stofnunar.
Það er reynt að rétt-
læta f óstureyðingar
Kristján Baldursson, Akur-
eyri, skrifar.
Ágæti ritstjóri Velvakanda.
Vegna athugasemdar yðar um
pistil minn Málssvari hins þögula
hóps, langar mig að fá að koma á
framfæri eftirfarandi:
Í fyrsta lagi var það vfðs fjarri
huga mínum að særa nokkum
mann með orðum mínum. En þar
sem um er að ræða málefni, háal-
varlegt og hræðilegar staðreyndir
sem gerast í fóstureyðingum, bæði
hjá okkar þjóð og öðrum, þá valdi
ég þessi sterku orð málinu til
áherslu. Einnig vegna þess að mér
fínnst ákveðin tilhneiging svæfa
umræður um málið og ýta því und-
ir teppið. Eins er reynt að réttlæta
þessar aðgerðir. Þetta slævir sið-
gæðisvitund manna.
Eg talaði undir fullu nafí og vitn-
aði í orð Páls postula og lagði út
af þeim. Ég klikkti út með nokkrum
fullyrðingum sem em mín sannfær-
ing. Ég tel mikla nauðsyn á því að
almenn hugarfarsbreyting verði til
þess að hægt verði að snúa frá
helstefnu til lífsstefnu áður en það
verður um seinan.
Með þökk fyrir birtinguna.
Þessir hringdu . .
Er kötturinn
þinn týndur?
Elín hríngdi:
Hjá mér hefur dvalið svart-
flekkóttur köttur síðan á mánu-
daginn síðasta. Hann er með
rauða ól um hálsinn en enga aðra
merkingu. Kötturinn er á besta
aldri, hálfstálpaður, en hængurinn
er að honum semur illa við heimil-
isköttinn, sem ekki getur liðið
neinar boðflennur. Það má því
segja að hér á heimilinu hefur
ríkt stríðsástand í heila viku. Ég
vona því heitt að þessar línur nái
augum eiganda kattarins og hann
beiji upp á hjá mér að Álfhólsvegi
39. Síminn hjá mér er 4 18 30.
Hver fann
veskið ?
Veski tapaðist fyrir utan Versl-
unarskóla íslands eftir málfund
þar föstudaginn 3. október sl. í
veskinu voru, auk skilríkja, ávís-
anir sem ekki fást innleystar í
banka. Ef einhver kynni að hafa
fundið veskið, er hann, eða hún,
beðin(n) að hafa samband við eig-
andann í síma 18044. Fundar-
launum er heitið.
Pétur og
Bjartmar
æöislegir
Dísa hríngdi:
Ég vil skila æðislegu þakklæti
til Péturs og Bjartmars sem heim-
sóttu okkur hér í Breiðholtsskóla.
Þeir eru frábærir.
Efla ber sem
mest tengsl
Bandaríkjanna
og íslands
Þórunn hringdi:
Grein Péturs Guðjónssonar,
sem birtist á dögunum í DV, hef-
ur vakið miklar umræður og
deilur. Mér fínnst hann setja fram
algjörlega óraunhæfar hugmynd-
ir, við eigum ekki að verða friðlýst
þjóð. Við eigum þvert á móti að
reyna að koma okkur sem best
við Bandaríkin því við færum
ábyggilega á hausinn ef þeir
hættu að kaupa fískinn af okkur.
Og vitaskuld njótum við öryggis
vegna nærveru bandarísku her-
mannanna hér á landi.
Skrifið eða hringið
til Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem
hugur þeirra stendur til - eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til
fostudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er
þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla
og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfti, nafnnúmer
og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski
nafnleyndar.
Einar Gíslason, forstöðumaður Fíladelfiu og Kjell Samuelsson með
viðurkenningarskjalið.
Viljum vinna að friði á grund-
velli trúar, vonar og kærleika
- segir Kjell Samuelsson
HÉR á landi er nú staddur í
fimmta sinn, á vegum Fíladelfíu-
safnaðarins, svíinn Kjell Samu-
elsson og mun hann predika og
syngja í Fíladelfíu í kvöld, sunnu-
dagskvöld kl. 20.00. Einnig mun
Kjell í þessarí íslandsheimsókn
afhenda Vigdísi Finnbogadóttur,
forseta íslands, skjal frá stofnun-
inni „Ankar-korset“, í Svíþjóð,
en hann er stofnandi og forseti
hennar.
„Við viljum vinna að friði á
grundvelli trúar, vonar og kærleika,
sem við táknum með akkeri, krossi
og hjarta", sagði Kjell Samuelsson
í samtali við Morgunblaðið. „Við
teljum, að þetta þrennt sé grun-
dvöllur mannlegrar tiiveru.
Á skjalinu sem ég mun afhenda
Vigdísi Finnbogadóttur em þessi
þijú tákn, akkerið, krossinn og
hjartað en einnig textinn við lag
sem ég hef samið og verður líklega
sungið í fyrsta skipti á friðarfundin-
um á Lækjartorgi í dag. Þetta lag
kemur síðan út á plötu í næstu viku
bæði á ensku og rússnesku.
Ég hef einnig látið búa til viður-
kenningarskjöl fyrir Reagan og
Gorbachev og hefur texti lagsins
verið þýddur yfir á rússnesku og
ensku á þeim. Ég veit þó ekki hvort
ég fæ tækifæri til þess að afhenda
þeim þau núna“.
SJÁLFSTÆÐISMENN REYKJAVÍK!
RÚNAR Á ÞING
Kosningaskrifstofa, Klapparstíg 26 e.h. s. 28843.
Háskólabíó kynnir ný
myndbönd
með íslenskum texta
Verndarinn
Hörku spennumynd um lögreglu-
mann frá New York, sem lendir
í baráttu við alþjóðlegan eitur-
lyfjahring. Aöalhlutverk Jackie
Chan.
Hin hraðfleygu ár
Vinirnir eru í kappi við tímann.
Það er stríð og herþjónusta bíður
piltanna, en fyrst þurfa þeir að
sinna áhugamálum sínum, stúlk-
um...
tSU HSKUH TEXTt
Til varnar krúnunni
Það byrjaði sem hneykslismál en
varð brátt að lífshættulegum
lygavef. Einn maður kemst að
hinu sanna en fær hann að halda
lífi nógu lengi til að koma því á
prent...