Morgunblaðið - 12.10.1986, Síða 30

Morgunblaðið - 12.10.1986, Síða 30
30 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986 n tc If MI rVrMyNDANNA MÁNUDAGSMYNDIR: Gamli, góði Htchccck Eitt af því fyrsta sem verður á dagskrá mánu- dagsmyndadeildar Regn- bogans í vetur er syrpa með Hitchcock-myndum frá fjórða áratugnum, sem hann gerði áður en hann flutti til Bandaríkjanna í upphafi þess fimmta. Myndirnar sem sýndar verða eru: Þrjátíu og níu þrep (The Thirty-Nine Steps, 1935), Skemmdar- verk (Sabotage, 1937), Konan hverfur (The Lady Vanishes, 1938) og Frótta- rítarinn (Foreign Corre- spondent, 1940). Ferill Alfreds Hitchcock hófst í Bretlandi á þriðja áratugnum en það var ekki fyrr en hann gerði sex þrill- era eða spennumyndir í röð á fjórða áratugnum hjá Lime Grove-kvikmyndaverinu fyr- ir Gaumont-félagið og Gainsborough Pictures, aö hann gat sér nafn sem frá- bær leikstjóri um víða veröld. Myndirnar sex voru: Maðurinn sem vissi of mikið (The Man Who Knew Too Much, 1934), Þrjátíu og níu þrep, Njósnarinn (The Secr- et Agent, 1936), Ung og saklaus (Young and Innoc- ent, 1937) og Konan hverf- ur. Þrjár þessara mynda verða sýndar í Regnbogan- um eins og áður sagði og Fréttaritarinn að auki. Michael Balcon fram- leiddi Þrjátfu og nfu þrep en handritið gerðu Alma Reville og Charles Bennett eftir skáldsögu John Buc- han. Með aðalhlutverkin fóru Robert Donat og Mad- eleine Carrol en meðal annarra í henni má nefna Peggy Ashcroft. Myndin segir frá Richard Hannay sem situr eitt kvöld í leik- húsi í London og fylgist með skemmtiatriði þegar allt i einu heyrist skothvellur og fólk rýkur á fætur. Á leið sinni út rekst Hannay á unga konu sem spyr hvort hún megi verða samferða honum. Um nóttina er kon- an myrt í íbúðinni hans og Hannay flækist í leit að al- ræmdum njósnara og verður um leið að hreinsa sig af morðákæru. Skemmdarverk er einnig framleidd af Michael Balcon en handritið gerði Charles Bennett eftir sögu Joseph Conrad, sem hét Njósnar- inn (The Secret Agent). Með aðalhlutverk í henni fara Sylvia Sydney, Osar Ho- molka og Desmond Tester en myndin segir frá bíóstjór- anum Verloc og ráðagerð- um hans og útlenskra ofstæismanna um að eyði- leggja neðanjarðarlestar- kerfi Lundúnaborgar. Verloc er falið að skilja eftir sprengju á Piccadilly Circ- us-stöðinni en svo gerist það að sprengjan springur í höndunum á ungum sendi- sveini í strætisvagni á leið á stöðina og fjöldi fólks deyr. Konan hverfur var fram- leidd af Edward Black en handritið skrifaði Sidney Gilliat og Frank Launder og er það byggt á sögu Ethel Lina White. Með helstu hlut- verk í myndinni fara Margaret Lockwood, Mic- hael Redgrave og Basil Radford, en myndin gerist að mestu um borð í lest þar sem ung stúlka á leið úr sumarfríi kynnist góðlegri, miðaldra breskri konu, sem hverfur á dularfullan hátt þegar líður á ferðalagið. Stúlkan reynir að komast að því hvernig á hvarfinu stendur en fólk segir hana ímyndunarveika og að það hafi aldrei séð neina eldri konu með henni. Loks kemst hún næstum á þá skoðun að fólkið hafi rétt fyrir sér en frekari rannsókn leiðir annað í Ijós. Og að lokum er það Fréttaritarinn. Framleið- andi hennar var Walter Wanger en handritið skrif- uðu þau Charles Bennett, Joan Harrison, James Hilton og Robert Benchley eftir sögu Vincent Sheean. Með aðalhlutverkin í myndinni fara Joel McCrea, Laraine Day, Herbert Marshall, Harry Davenport, Qeorge Sanders og Robert Benc- hley. Bandarískur frétta- maður er sendur til Evrópu og lendir þar í hættulegum njósnamálum. Fréttaritar- inn var áróðursmynd en síðasta orðræðan í henni er hvatning til Bandraíkja- manna um að taka þátt í stríðinu gegn Þjóðverjum. Áróðursmeistari Hitlers, Josep Göbbels, sagði um þessa mynd Hitchcock: Frá- bær áróðursmynd, fyrsta flokks framleiðsla sem á án efa eftir aö hrífa fólk í óvina- löndum. Time sagði hana eina af bestu myndum árs- ins 1940. Kærleiksbirnirnirfara í leiðangurtii að losa heim- inn við hinn llla anda, sem lætur alla krakka líða illa. á þeim. Þegar þeir eru allir samankomnir má finna í þeim allar þær jákvæðu og mannlegu tilfinningar sem til eru. Hér eru nokkur dæmi: Knúsarinn: Hann getur aldrei stillti sig um að faðma þá að sér sem í kringum hann eru. Heppni-björn: Hann er heppnastur allra og til merk- is um það er fjögurra blaða smári framan á honum. Afmælis-björn. Hann sér um að allir eigi skemmtileg afmæli. Vina-björn. Hann ber blóm á maganum og ef þú ert vinalaus er hann skammt undan. Óska-björn. Hann sér um að draumar þínir rætist. Og svona mætti lengi telja. Leikstjóri þessarar teiknimyndar eru Arna Selz- nick en hún er aðeins þriðja konan í allri kvikmyndasög- unni, sem leikstýrir teikni- mynd í fullri lengd, eftir því sem segir í kynningu með myndinni. Hinar tvær voru Lotta Reiniger frá Þýska- landi sem leikstýrði Ævintýri Ahmed prins árið 1926 og Joy Batchelor frá Bretlandi, sem gerði Ruddigor árið 1966. vinum ef hann bara opni fyrir sig töfrabókina og gefi sér frelsi. Og það gerir Nik- ulás og llli andinn fær hann í lið með sér til að fjarlægja alla ást og hlýju af jörðinni. Þá fara Kærleiksbirnirnir af stað að bjarga málunum en það gengur ekki vel hjá þeim í fyrstu. Þeir viilast og lenda í undarlegu landi sem kallst Tilfinningaskógurinn en sem betur fer búa þar frændur þeirra og þeir sam- einast í baráttunni gegn hinum llla anda. Svona er sagan í banda- rísku teiknimyndinni Kær- leiksbirnirnir sem Austurbæjarbíó er nýbyrjað að sýna. Kærleiksbirnirnir urðu til árið 1981 og hver þeirra um sig er búinn einni ákveðinni tilfinningu eins og væntumþykju, von, gleði eða vinskap og merki þess má sjá framan á maganum Kærleiksbirnirnir í Austurbæjarbíói Kærleiksbirnlrnir týnast f Tilfinníngaskóginum með vinum sínum Kim og Jason og lenda í ýmsum hættum. Langt uppi yfir jörðinni, i Kærleikslandinu, búa Kærleiksbirnirnir. Þaðan fylgjast þeir með því fólki á jörðinni sem þarfnast ástar og umhyggju og þannig er ástatt um mun- aðarlausu systkinin Kim og Jason. En í fyrstu berjast þau á móti góðvild Kær- leiksbjarnanna þar til þau fiytjast á dularfuilan hátt upp í Kærleikslandið að þau verða full af hlýju og ástúðlegum tilfinningum. Á meðan það gerist er ungur aðstoðartöframaður, sem heitir Nikulás, svo óskaplega einmanna og vinalaus að hann lofar að gera hvað sem er til að eign- ast vini. Áður en Kærleiks- birnirnir ná til hans heyrir hann rödd úr svartri töfra- bók í bókasafni töframanns- ins en það er rödd sem tilheyrir hinum llla anda. Illi andinn lofar Nikulási því að hann muni eignast fullt af

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.