Morgunblaðið - 12.10.1986, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 12.10.1986, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986 B 31 Sean Connery Þrjátíu ára leikferill Sean Connery heldur upp á þrjátíu ára leikferil þessa dag- ana. Sean, sem ólst upp í fátækrahverfi í Skotlandi, varð víðfrægur snemma á sjöunda áratugnum fyrir að leika James Bond. Þá var kappinn orðinn þrítugur og hafði lengi reynt fyrir sér í kvikmyndum. James Bond-ævintýrið hótst nokkru eftir að hann var kosinn best vaxni karlmaður í Skot- landi. Sean hafði þá nýlega fengið áhuga á leiklist en tók hana samt ekki alvarlega. Eng- inn veit með vissu hvers vegna Sean var boðið að leika James Bond, en leikritaskáldið Noel Coward hafði afþakkað boðið og hvatti Sean til að taka því; Noel taldi sig ekki þurfa frekari staðfestingu á eigin ágæti. Svo Sean þekktist boðið og fyrsta myndin með James Bond, sem hét Dr. No var tekin til sýninga árið 1963. Bond varð fljótt vin- sæl bíómyndapersóna og Sean naut sín vel í hlutverkinu; hver myndin rak aðra: Goldfinger, From Russia With Love, Thund- erball, You Only Live Twice, og Demantar eyðast aldrei, sem var síðasta myndin um Bond sem Sean lék í, gerð árið 1971. Sean fékk greidda eina milljón dala, sem var gífurlegt fé í þá daga, en hann gaf það allt til eflingar menntamála heima hjá sér í Skotlandi. Sean Connery hafði meiri metnað en að leika sömu per- sónuna ár eftir ár. Hann lék meira að segja í nokkrum mynd- um milli þess sem hann lék Bond, en þær myndir voru eins ólíkar Bond-myndunum og hugsast gat. Meðal þeirra voru The Hill eftir Lumet og The Molly Maguires eftir Ritt, en sú síðarnefnda fjallaði um verka- lýðsbaráttu í námahéraði; hvorug naut vinsælda meðal al- mennings, en sýndu að Sean Connery gat leikið. Hann var ákveðinn í að hætta við James Bond, þrátt fyrir girnilegt boð frá framleiðandanum Broccoli, sem fékk George Lazenby til að leika Bond, með hræðilegum árangri, en það var svo árið 1973 sem Roger Moore tók við. Sean tók síðan aftur til við Bond tíu árum síðar, þegar hann át ofan í sig loforð þess efnis að segja aldrei aftur aldrei. Sean réðst þegar í stað á bita- stæðari kvikmyndahandrit en formúlan um Bond leyfði. Sean var yfirleitt heppinn með val hlut- verka, hann lék með mörgum merkum leikurum, Michael Caine í „Kóngur vildi hann verða", og Audrey Hepburn í mynd um Hróa hött á efri árum, og mörgum fleiri, undir leikstjórn ekki ómerkari stjóra en Lumet, Borrman, Huston, Attenborough og Fred Zinnemann. Tónabíó hefur undanfarnar vikur sýnt nýjustu mynd kapp- ans, Hálendinginn, sem að vísu telst ekki Connery-mynd, en sýn- ir þó að Sean Connery er enn í fullu fjöri, og stendur sig mun betur en flestir jafnaldrar hans. Hann lauk fyrir skömmu við að leika í Nafni rósarinnar, sem gerð er eftir samnefndri sögu Umbertos Eco. Leikstjórinn er franskur, Jean-Jacques Annaud, sá hinn sami sem gerði „Leitina að eldinum". Sean leikur ViL hjálm, einkaspæjara á miðöld- um, sem kemur í ítalskt klaustur og er fenginn til að leysa morð- gátuna óleysanlegu, en með honum leikur enginn annar en F. Murray Abrahams, sem lék Salieri i kvikmyndinni „Ama- deus". Nafn rósarinnar verður frumsýnd síðari hluta ársins og gæti orðiö jólamynd Háskóla- bíós. Sean Connery í Hálendingnum. af Casio hljómborðum, synthesizer- um og fylgihlutum (RZ-1 trommuheili, SZ-1 sequencer) í okkar rúmgóðu nýju verslun að Laugavegi 26. CASIO — umboðið, Laugavegi 26. Sími 91-21615. STÆRSTU OG GLÆStLEGUSTU TÖLVUSÝNINGU SEM HALDIN HEFUR VERIÐ Á ÍSLANDI LÝKUR í KVÖLD KL. 22.00 (fyrsta skipti á íslandi eru öll stærstu tölvu- og hugbúnaðarfyrirtækin saman komin á einum stað. Meira en 40 aðilar sýna, á u.þ.b. 1700 m2 sýningar- svæði, allt það nýjasta sem tölvutækn- in býður. Sýningargestir fá tækifæri til að kynn- ast tölvum og hugbúnaði af eigin raun í „Skjáverinu“. Þar gefst einnig tæki- færi til að reyna hæfileika sína í æsispennandi og skemmtilegum leik sem nefnist „dulrænir hæfileikar“. Verðlaunin eru LASER PC tölva frá Gunnari Ásgeirssyni og aukavinn- ingar. Pétur Hjaltested tónlistarmaður heldur tónleika á u.þ.b. klukkustundar fresti og leikur eingöngu á tölvur. Sérfræðingar halda fyrirlestra um mál- efni sem tengjast tölvum í íslensku þjóðlífi. Aðgöngumiðinn er jafnframt happ- drættismiði. Verðlaunin eru glæsileg: VISO PC töiva, helgarferð fyrir tvo til Húsavíkur með Flugleiðum, tölvunámskeið hjá Stjórnunarfélaginu og Framsýn o.fl. Missið ekki af einstæðri sýningu! Fyrirlestrar dagsins: Stórkostleg sýnlng - frœðandi og skemmtileg Tölvusýning í Borgarleikhúsinu 8.-12. október. augljós

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.