Morgunblaðið - 15.10.1986, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 15.10.1986, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986 B 7 Leggst vel í mig - segir Brynjar Kvaran þjálfari KA Spái okkur sjötta sæti - segir Friðjón Jóns- son fyrirliði „VETURINN leggst þokka- lega í mig þó svo við byrjuðum ekki vel en fyrsti leikurinn var ekki marktæk- ur á okkar getu. Ég spáði okkur í 6. sæti og ætla að standa við það — að minnsta kosti eitthvað fram eftir vetri," sagði Friðjón Jónsson fyrirliði KA. „Ég á von á skemmtilegu móti í vetur. Liðin virðast vera frekar jöfn að getu og það er að minnsta kosti ekkert lið sem er áberandi lakast. Á topinn líst mér einna best á Stjörnuna sem sigurvegara. Þeir eru með góðan mannskap og hafa leikið lengi saman þannig að þeir ættu að vera með eitt þróað- asta liðið, ef svo má að orði komast. Við KA-menn treystum meira á heimaleiki okkar því það er traustur og góður kjarni áhorfenda sem kemur til að fylgjast með leikjum fyrir norð- an og við erum að vonast til að Norðanmenn sem búa hér í bænum fjölmenni á leiki okkar hér. Liðið hjá okkur er eingöngu byggt upp á heimamönnum, nema hvað Brynjar þjálfari er ekki frá Akureyri, og í liðinu eru margir ungir strákar sem eiga ýmislegt eftir ólært en eiga eftir að vera í þessu í mörg ár. Sigur okkar hér gegn FH í dag (laugardag) var mjög mikil- vægur fyrir okkur og hann þjappar okkur enn betur sam- an sem liði," sagði Friðjón fyrirliði KA. 9 Sigfús Karlsson 9 Gisli Heigason 9 Pétur Bjarnason 9 Jón Kristjánsson 9 Jóhannes Bjarnason „ÞETTA mót leggst bara vel í mig, að minnsta kosti í dag,“ sagði Brynjar Kvaran þjálfari og markvörður KA- manna er við ræddum við hann eftir sigurinn gegn FH i Hafnarfirði á laugardag- inn. „Ég held að þetta mót geti orðið tvísýnt og spennandi og ég held til dæmis að við hjá KA getum tapað fyrir öllum lið- unum, en við getum líka unnið þau öll á góðum degi og þetta á við um flest liðin. Það eru mörg lið áþekk að getu og því er það dagsformið fyrir hvern leik fyrir sig sem skiptir höfuð- máli.“ Ég kann vel við mig sem þjálfari," sagði Brynjar er við spurðum hann hvernig það væri að þjálfa en þetta er í fyrsta sinn sem hann þjálfar í meistaraflokki þó svo hann hafi þjálfað mikið í yngri flokk- unum. „Það eru einnig mikil við- brigði að vera úti á landi. Út frá þjálfuninni er það verra en að vera í Reykjavík því það er miklu meira mál að fá æfinga- leiki og að auki má segja að við séum eina liðið sem leikur raunverulega á útivelli því hin liðin hafa leikið það marga leiki í öllum húsunum hér fyrir sunn- an. Á móti kemur að vísu að við erum með sterkan heima- völl og ég vona að KA-menn fjölmenni á leikina í vetur og hvetji liðið, sama hvort við leik- um fyrir norðan eða hér í bænum. Ef strákarnir koma til leiks með sama hugarfari og þeir gerðu í leiknum gegn FH um helgina þá er ég viss um að við getum reitt nokkur stig hér fyrir sunnan og heima ætlum við að fá enn fleiri stig," sagði Brynjar að lokum. 9 Halldór Jóhannsson 9 Gunnar Gíslason 9 Anton Pétursson 9 Guðm. Guðmundsson Axel Bjömsson 9 Eggert Tryggvason 9 Friðjón Jónsson 9 Hafþór Heimisson KA Aldur Hnð Þyngd FyrriliA Mfl. leikir Lands- leikir A/ungl. Staðaé lelkvelli Atvinna BrynjarKvaran 28 1,86 83 kg Vahir/KR/Stjaman 82/9 markvörður þjálfari Sigfús Karlsson 21 1,87 82 kg Þór markvörður bankamaður Gísli Helgason 23 1,80 80 kg • markvÖrður bifreiðastjóri FriðjónJónsson 26 1,89 84 kg KA/HK 126 útispilari mjólkurfr. Jón Kristjánsson 19 1,89 87 kg 68 0/9 útispilari nemi Anton Pétursson 19 1,86 72 kg 35 útispilari nemi GunnarGíslason 25 1,78 89 kg KA/KR 12/15 útispilari íþróttakennari SvanurValgeirsson 17 1,89 76 kg 7 útispilari nemi PéturBjamason 22 1,85 78 kg 69 útispilari bflasali Guðmundur Guðmundsson 24 * 1,93 97 kg 121 línumaður skrifstofumaður HafþórHeimisson 20 1,84 78 kg 66 línumaður nemi Axel Bjömsson 19 1,86 83 kg 16 0/2 homamaður nemi Jóhannes Bjamason 24 1,75 75 kg KA/Grótta 64 homamaður íþróttakennari Eggert Tryggvason 20 1,88 78 kg 5 homamaður blaðamaður Halldór Jóhannsson 26 1,83 76 kg KR 7 homamaður landslagsark. Þorleifur Ananíasson 37 1,82 66 524 homamaður skrifstofumaður

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.