Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1986 Samar hafa lifað af afurðum hreindýra sinna frá alda öðli. Geislavirknin frá Chemobyl stofnar menningn og afkomu sama í hættu Geislavirknin vegna Chernobyl-slyssins í Sovétríkjunum hefur valdið miklu tjóni í Skandinaviu. Nú hafa menn betra tækifæri til þess að gera sér grein fyrir skaðanum, þar sem sex mánuðir eru liðnir frá slysinu þótt ekki séu öll kurl enn komin til grafar. Því hefur verið slegið fram að beint tjón af völdum geislavirkninnar í Svíþjóð sé á ársgrundvelli um hálfur milljarður sænskra króna. Vísindamenn við landbúnaðarháskólann sænska í Uppsölum hafa reiknað út að fyrirsjáanlegt fjón sé um einn milljarður sænskra króna. nginn einn hópur fólks hefur orð- ið eins illa úti af þessum sökum og samar. Þegar geislavirka regnið féll í apríllok voru hrein- dýr þeirra að sjálfsögðu úti á beit, eins og þau eru árið um kring, en bændur höfðu enn húsdýr sín inni á fóðrum sem voru varin í geymslum. Skófir, mosar og kjarrgróður, sem hreindýrin nærast á, taka til sín og halda miklu magni af hinu hættulega geislavirka efni cesium 137, eink- um vegna þess að þessar jurtir eru kalsíum- snauðar. Kalsíum vinnur gegn þessu geislavirka efni sem talið er að valdi krabba- meini. Mælst hafa allt að 40.000 becquerel af cesium 137 í einu kflói af þeim gróðri, sem hreindýrin nærast af, en þau éta rúmt hálft kfló á dag. í hreindýrakjöti frá þeim svæðum sem verst hafa orðið úti, þ.e.a.s. Vásterbotten og Jámtland, hafa mælst á milli 1.000 og 15.000 becquerel í kg, en hámark þessa efnis í fæðutegund má vera, samkvæmt lögum, 300 becquerel í kg. I Svíþjóð er hreindýrastofninn nú um 250.000 dýr og um helmingur þeirra hefur sýkst af geislavirkni. Haustslátrun til ónýtis Þessar staðreyndir blöstu vð þegar sum- arslátrun hófst hjá sömunum og ollu þær miklum ugg og skelfíngu meðal þeirra. Hreindýrakjöt er aðaluppistaðan í fæðu þeirra. Þeir hafa bjargað sér hingað til á birgðum frá síðastliðnu hausti, en þær eru nú að ganga til þurrðar og samamir neyð- ast því til að kaupa matvörur í auknum mæli í verslunum, dósamat, pylsur og svína- kjöt, sem þeim fínnst vera mannamatur. Þegar það við bætist að ýmsar aðrar fæðu- tegundir sem samamir neyta, svo sem ber, fískur og villibráð, hafa einnig orðið fyrir geislavirkni er ljóst að hér er um miklar búsifjar að ræða sem gætu grafíð undan lífsstfl samanna þegar til lengdar lætur. En þetta var ekki það versta. Markaður fyrir hreindýrakjöt er nú nánast enginn. Fólk er hætt við að kaupa það, jafnvel þótt strangt gæðaeftirlit sé. Samamir vildu held- ur ekki láta kjöt á markaðinn sem væri skemmt, vegna þess að það mundi koma óorði á kjötið, sem erfítt yrði að afmá þeg- ar stofninn yrði laus við geislavirkni, hvenær svo sem það yrði. Það var ljóst að ef ekki kæmi til stórfelldra aðgerða og stuðnings frá hendi hins opinbera mundi stór hluti samabyggðarinnar leggjast í auðn. Aðalsláturtíð samanna er í nóvember. Þá er slátrað um 30.000 dýmm en fyrirsjáan- legt var að nú og næstu ár yrði þetta kjöt verðlaust. Það lá beinast við að fleygja því öllu, urða skrokkana og moka yfír með jarð- ýtum. Oft hefur sorfíð að þeim sömum, sem byggja allt sitt á hreindýrarækt, en þetta virtist vera endanlegur dauðadómur þeirra sem sérstaks þjóðarbrots sem aðgreinir sig frá meirihlutanum. Menning samanna hefur einmitt verið lífseigust meðal þeirra sem hafa hreindýrarækt að aðalatvinnu, en það er nú minna enn helmingur samanna. Hrein- dýrið gefur ekki aðeins af sér þær efnislegu lífsnauðsynjar, sem samaíjölskyldan þarf til að framfleyta lífínu, heldur er það tákn samans og stolt. Á því byggist lífsstíll hans, búseta, búskapur og sjálfsmynd. Að sjá dýrunum slátrað til einskis gagns og rutt ofan í fjöldagrafír var því eins og að sjá endalok eigin menningar. Ráð til úrbóta Ýmsar hugmyndir voru á lofti um það hvemig ætti að bregðast við þessum vanda og bjarga lífsafkomu samanna. Það tekur a.m.k. fímm ár þangað til geislavirku efnin hafa horfið úr skrokki sýktu dýranna. Sú hugmynd kom fram að láta þau lifa þann tíma og bíða og fresta slátrun. Þessi hug- mynd er þó ekki talinn raunhæf vegna þess að beitiland er takmarkað og hjarðimar yrðu of stórar. Þá var því slegið fram að flytja skyldi hin sýktu dýr yfír á beitar- svæði, sem ekki hafa orðið fyrir geislavirku rigningunni, en það er einnig talið óhugs- andi kostnaðarins vegna. Þá var talað um að gefa þeim aðflutt fóður og kalciumbætt- ar fóðurblöndur. Það sem varð ofan á var að slátra skyldi eins og vanalega en allt það kjöt, sem væri með of mikla geislavirkni, skyldi notað í loðdýrafóður en ríkið borgar sömunum það sem á vantar þannig að þeir eiga ekki að skaðast flárhagslega. Andlega hafa þeir þó sennilega margir hveijir beðið óbætanlegt tjón vegna geislunarinnar. Ekki er talið líklegt að ungt fólk meðal sama líti á hreindýrarækt sem aðlaðandi atvinnuveg eftir það sem gerst hefur, en það hefur vantað ungt fólk til að taka við af þeim eldri. Uppruni sama Samar eru ein greinin af hinum svo-. nefndu frumbyggjum. Talið er að þeir hafí lifað af síðustu ísöld á norðurslóðum og búið í Lapplandi í meira en 10.000 ár. Síðar komust þeir í snertingu við fínnsk-uríska þjóðflokka sem höfðu áhrif á mál þeirra. Það er í raun og veru erfítt að segja ná- kvæmlega hversu margir þeir eru, það fer eftir því hvemig reiknað er. Þeir hafa bland- ast töluvert saman við það fólk, sem síðar kom, og hæpið er að nota líkamleg ein- kenni sem mælikvarða. Töluvert margir hafa tekið upp fasta búsetu og stunda nú fiskveiðar og landbúnað, en oft hafa þeir veiðiskap og hreindýrarækt í hjáverkum. Oftast er tungumálið notað sem viðmiðun og einnig hveijir vilji telja sig til sama. Með þeirri viðmiðun má gera ráð fyrir að þeir séu um 35—55 þúsund. í aldaraðir hafa sterkari kynstofnar á hærra tæknistigi þjarmað að sömunum og skattlagt þá. Har- aldur hárfagri Noregskonungur kom t.d. á einokunarverslun við samana. Tóku seint krístni Samamir héldu sínum sérstöku trúar- brögðum nokkuð lengi eftir að Skandinavar voru almennt orðnir kristnir. Lífshættir samanna gerðu það að verkum að það var ekki auðvelt að koma á reglulegri kirkjuskip- an og safnaðarlífi meðal þeirra. 17. og 18. öldin var tímabil galdrabrenna og þá var þjarmað að sömunum. Þá gat það verið hættulegt fyrir þá ef það varð uppvíst að þeir stunduðu kukl og særingar, en kjaminn í trúarbrögðum þeirra var hinn svokallaði sjamanismi sem byggist á því að seiðmaður- inn kemst í trans og fær þá yfimáttúrulega hæfileika til að ferðast um hulda heima og gefa góð ráð. Galdratrommumar voru mikilvægt tæki til að koma töframanninum í trans. Um 70 slíkar hafa varðveist á söfnum víðsvegar um heim. Þær eru skreyttar merkilegum táknum sem eru í senn trúarleg og einskon- ar almanak samanna er þeir lesa upphaf sitt, goðsagnir um ættfeður og hlutdeild æðri máttarvalda í örlögum þjóðflokksins. Trúboðar gengu hart fram um að útrýma gömlu trúnni og varð nokkuð vel ágengt. Oft var trúboðið liður í því að stjómvöld vildu ná yfírráðum á landsvæðum samanna og semja þá að siðum og háttum samfélags- ins í heild. Þó vom undantekningar á þessu. Læstadianisminn — vakn- ing meðal samanna Presturinn Levi Læstadius, sem kom af stað áhrífamikilli kristilegri vakningu meðal sama, hafði samúð með þeim og tók afstöðu með hagsmunum þeirra. Hann vakti at- hygli yfirvalda á þeim rangindum, sem þeir voru beittir, og talaði máli þeirra. Hann vildi að mál þeirra yrði viðurkennt og krafð- ist þess að prestar og embættismenn, sem gegndu embættum á landsvæðum þeirra, kynnu tungu þeirra. Lýsingar hans og grein- argerðir eru einhverjar traustustu heimildir um samana og lifnaðarhætti þeirra í upp- hafí 19. aldar. Læstadius var sjálfur af samaættum og skildi menningu þeirra og samheldni ættanna. Boðun hans og safnað- arstarf tók mið af aðstæðum og var hún mjög tilfínningakennd og vakti samkennd þeirra og styrkti samheldnina inn á við. Vakningin, sem við hann var kennd, var öðrum þræði mótmælahreyfing gegn yfír- ráðum valdastéttanna og embættismann- anna. Það hafði sífellt verið þjarmað að sömunum og þeir höfðu hrakist lengra inn í óbyggðir vegna þess að beitilönd þeirra og veiðisvæði voru tekin undir landbúnað. Baráttan um beitilöndin Upphaflega byggðist afkoma samanna eingöngu á veiðiskap. Hreindýrin voru villt veiðidýr. Það var mikil eftirspurn eftir skinn- ■ um veiðidýra við hirðir Evrópu og þegar kom fram á seinni hluta miðalda og hart var gengið að veiðisvæðum samanna. Við Hreindýrin voru fyrír samana það sem sauðkindin og hesturinn samanlagt voru fyrír íslendinga hér áður fyrr. Þessi mynd birtist fyrst í bók um samana eða lappanna „Lapponia' sem út kom áríð 1673.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.