Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1986 Hrfngrás hringormslns í máii og myndum söfnum annars staöar frá, t.d. á Laugarvatni og á Selfossi. Þaö er verið að gera tilraun meö í fyrsta skipti aö lána muni á milli safna. Ef það gengur vel, gæti slíkt sparað söfnunum bæði fé og fyrirhöfn. Það er vel hægt að skiptast á að halda sýningar á hinum ýmsu söfnum og senda muni á milli. Þetta fyrirkomulag tíðkast nú orðið víða í Evrópu. Öskukarlar náttúrunnar Við höfðum fyrst eftir opnun stofunnar sér sýningu á öllum mávategundum, sem hér á landi hafa orpið eða dvalið. f hugum íslonsklr refir „Hugurminnvaralltaf bundinn náttúrufræði“ ips?8 ekki komið naerri þeim fræðum síðan 1958. Ég vann við heil- brigðiseftirlit Reykjavíkur í sex ár, en fór að kenna árið 1967 og hef kennt líffræði síðan. Ég hef fengist við farastjórn á sumr- in og tekið réttindanámskeið við Kennaraháskólann. Líffrædikennsla í sumarbúðum Ég hef gaman af líffræðikennslu, ef krakkarnir hafa áhuga, en þetta er mjög leiðinlegt ef þau hafa ekki áhuga. Seinni árin hafa þau verið áhugaminni. Kennslufyrirkomulagið í líffræði býður ekki upp á að þessi áhugi geti verið fyrir hendi. Þetta er tveggja tíma fag í viku, samtals 80 mínútur. Ég hefði helst viljað að líffræði væri kennd í sumar- búðum og valdir til þess staðir þar sem fjölbreytilegt náttúrufar er fyrir hendi. Best væri að dvelja þar ásamt krökkunum í viku til hálfan mánuð þannig að það væri hægt að kenna þeim á umhverfi sitt úti í náttúrunni, en ekki inni í þurrum skólastof- um. Þau ættu að fá að vera mest allan daginn úti við, taka sýni og læra að þekkja lifandi plöntur með eigin augum. Þetta er sjálfsagt draumsýn. Þörfin fyrir kennslu í náttúru- fræði er, að mínu áliti, að verða brýnni og brýnni eftir því sem þéttbýlið eykst. Nú er að alast upp kynslóð, sem er ótrúlega firrt hinu upphaflega heimkynni sínu. Það er erfitt að kenna svona fag við þær aðstæður, sem nú eru í kennslumálum, en safn eins og Náttúrufræðistofa Kópavogs ætti að geta bætt þarna eitthvað um, enda hefur aðsókn nemenda í skólum Kópavogs og Reykjanesum- dæmis verið mikil. Það hafa verið útbúin verkefni í tengslum við sýningar stofunnar, sem virðast hafa gefið góða raun. Eitt af markmiðum Náttúru- fræðistofunnar er að fara í skoðunarferðir fyrir almenning, vettvangsferðir. Við höfum haft samvinnu við náttúruskoðunar- deild Hana nú klúbbsins. Þar er fólk 50 ára og eldra. Við höfum skoðað fjörur og fuglalíf, plönt- ur, jarðlög og fleira. Það er með fullorðna fólkið eins og börnin, ef það er áhugasamt er gaman að vera leiðbeinandi í þessum ferðum." Texti: Guðrún Guðlaugsdóttír ístilltu veðri, frosti og sól, gekk ég einn morgun í vikunni sem leið inná Náttúrufræði- stofu Kópavogs tiifundar viðÁrna Waag, sem veitir stofunni forstöðu. Hann var ekki viðlátinn rétt ísvip þegar ég kom, svo ég stytti mérstundir viðaðskoða uppstoppaða hamifuglaog dýra, sem horfðu á mig úrskápum sínumköldum gieraugum. En litlu síðar kom Árniog við tókum talsaman. RÆTTVIÐ ÁRNA WAAG Samkvæmt upphaflegri samþykkt Náttúru- fræðistofunnar í Kópa- vogi, eru þar hreyfan- legar sérsýningar. Innréttingar stofunnar eru m.a. hannaöar þannig að það sé fljótlegt að skipta um muni og breyta fyrir- komulagi í safninu. Hver sérsýn- ing er byggð utan um eitt megin efni. Svo er einnig um sýninguna „Vargar í véum“, sem nú er meðal annarra uppi í safninu. Þar eru flest öll dýr og fuglar, sem talin eru valda manninum skaða og óþægindum. „Að mínu mati“, segir Árni, „er það álitamál hvort þessar lífverur valda manninum skaða og sýningu þessari er m.a. ætl- að að koma af stað umræðu um hvernig eigi að lifa í sátt og sam- lyndi með þeirn." Safnið var fyrst opnað 3. des- ember 1983. Það byggist, að sögn Árna, á óhemjumiklu skelja- eða lindýrasafni, sem einn Kópavogsbúi, Jón Boga- son, rannsóknamaður hjá Hafrannsóknastofnun, hefur safnað á löngum tíma. „Það safn er ákaflega merkilegt", seg- ir Árni. „Þar eru fjölmargar tegundir skelja og kuðunga, sem aldrei hafa fyrr fundist við ísland og ekkert hefur enn verið sagt frá í vísindatímaritum. Smám saman hafa bætst við safnið uppstoppuð dýr og fuglar. Margt er líka fengiö að láni frá Náttúfræðistofnun íslands og Ámi Waag hjá nokkrum sýningargripum á sýnlngunni „Vargar í véum“ íslendinga eru bara til svart- bakar og grámávar, en það eru hér átta mismunandi tegundir af mávum. Mávarnir gera mikið gagn, þetta er hreinsunardeild, öskukarlar náttúrunnar. Æskilegt að friða hvali Svo var hér önnur geysimikil sýning á hvölum. Þetta voru líkön í stærðinni 1:15. Þetta voru allar tegundir hvala, sem sést hafa hér við land. Ég er heldur á móti hvalveiðum eins og er. Þetta eru spendýr, sem fjölga sér hægt og á meðan ekki er vitað með vissu hvað stofnarnir eru stórir hefði verið æskilegt að friða hvali á meðan verið er að afla upplýsinga um lifnaðar- hætti þeirra og stofnstærðir. Dóttursonur séra Árna Þórarinssonar Annars ætti ég ekki að vera á móti hvalveiðum, því ég er alinn að nokkru uppp við grindadráp í Færeyjum og þótti það, sem dreng, mjög spennandi að sjá grindhvali rekna á land og drepna. Ég var í Klakksvík, vinabæ Kópavogs. Pabbi minn var færeyskur, frá Klakksvík, en þegar hann dó fluttum við systk- inin tvö hingað til lands til Reykjavíkur. Mamma er Snæ- fellingur, dóttir séra Árna Þórarinssonar á Stóra-Hrauni. Ég var til skiptis í sveit á Stóra-Hrauni og Skóganesi og nokkur sumur í Klakksvík í Fær- eyjum. Ég man eftir Þórbergi og afa frá því að ég var strákur. Þeir unnu þá saman sex tíma á dag. Afi gekk um gólf og Þór- bergur glotti og skrifaði. Þetta gekk í nokkur ár og á tímabili var Þórbergur næstum orðinn eins og afi. Hugurinn var bundinn náttúrufræði Mér fannst gaman bæði í Fær- eyjum og hér. Löngufjörurnar á Snæfellsnesi hafa kennt mér meira í líffræði en nokkur skóli. Hugur minn var alltaf bundinn náttúrufræði, en ég lærði mjólk- urfræði. Þetta var rétt eftir stríð og það var auðveld leið. Ég fór til Noregs og var þar við nám í fjögur og hálft ár í Þrándheimi, Tönsberg og víöar. Ég vann við mjólkurfræði í tæp tíu ár hjá Mjólkursamsöl- unni og svolítinn tíma við Osta- og smjörsöluna um það leyti sem hún var stofnuð, en ég hef

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.