Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 5
 ur er ég einungis starfsmaður stjómarinnar og sinni þeim verk- efnum sem hún felur mér.“ -En þín persónulega skoðun á málinu. Fyndist þér eðlilegt að sjóðurinn styrkti þær mynd- ir sem yrði fyrir vali úthlutun- arnefndar með t.d. upphæð sem samsvaraði helmingi kostnað- arverðs hennar? „Mér fyndist það ekki óhugs- andi möguleiki" -Hvað um aðrar hliðar á málinu en leiknar kvikmyndir. Koma möguleikar á heimilda- myndagerð, sjónvarpsmynda- gerð og öðru myndefni til með að aukast með styrkari stöðu sjóðsins? „Þetta aukna framlag kemur til með að opna og auka mögu- leika á öllum sviðum íslenskrar kvikmyndagerðar, enda stendur í lögum um sjóðinn að hann eigi að styrkja kvikmyndagerð af öllu tagi. Því held ég að við eigum eftir að sjá mikla grósku í gerð kvikmynda af öllu tagi. I þessu sambandi er einnig rétt að nefna að auk kvikmyndasjóðs er hér menningarsjóður sjónvarpsstöðva sem m.a. ætlað styrkja gerð sjón- varpsmynda. Við höfum líka af svo nógu að taka af íslensku efni og markað- urinn fyrir það er ekki nærri mettaður. Ég nefni söguöldina til dæmis, gullöld okkar íslendinga sem við gætum gert skil á marga vegu, með heimildamyndagerð, fræðsluþáttum og leiknum kvik- myndum. Slíkt yrði ekki aðeins áhugavert fyrir íslendinga eina, útlendingar hafa áhuga á þessum tíma og ég veit að í Bandaríkjun- um eru menn sem vilja gera kvikmynd úr Njálssögu. En það er að mínu mati nokkuð sem ís- lendingar eiga að gera sjálfir. Við þurfum ekki útlendinga til að ganga í skrokk á bókmenntunum okkar." -Talandi um útlendinga og erlenda markaði. Þurfum við kannski að gera íslenskar myndir fyrir íslendinga annars vegar og íslenskar myndir fyrir útlendinga hins vegar? „Hver einasta íslenska mynd sem er sýnd erlendis selur landið og selur físk. Ég held að það sé engin tilviljun að sænskum ferða- mönnum hefur fjölgað mjög til landsins á sl. tveimur árum. Það hafa milljónir Svía séð kvikmynd- ina Hraftiinn flýgur og hrifíst af. Því hlýtur markmið okkar að vera að búa til fyrst og fremst kvik- myndir fyrir íslendinga, en um leið myndir sem hrífa erlendis. í því sambandi ættum við kannski ekki síst að hugsa um frændur okkar á Norðurlöndum, því að markaðurinn er nálægur og menningin skyld, en þó frábrugð- in. En við þurfum ekki að gera íslenskar kvikmyndir fyrir íslend- inga og ísienskar kvikmyndir fyrir útlendinga, kvikmyndagerðin, eins og önnur listssköpun er þann- ig að hafí hún sammannlega höfðun, þá á hún erindi hvort heldur er í Katmandu eða Keflavík. í þessu sambandi má geta þess að um mánaðarmótin fer Jón Hermannsson til London á kvik- myndakaupstefnu, þar sem hann verður með tólf íslenskar kvik- myndir til sölu. Við vonumst til að árangur verði af ferðinni, ekki síst vegna þeirrar umfjöllunnar sem landið hefur fengið í erlend- um fjölmiðlum nýverið. Ég held að við höfum ekki ástæðu til ann- ars en að líta framtíðina björtum augum í þessum efnum sem og öðrum sem tengjast íslenskri kvik- myndagerð," segir Guðbrandur Gíslason. Viðtal/Vilborg Einarsdóttir )8ei H38ÓTJI0 .ðS aUDACIUHHUa .OIOAjaHUDHOM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1986 C 5 Vísnaþáttur Hjálmar Jónsson Ekkí er að vænta verri gesta.... Guðfræðideilur verða stundum háværar. Nú á dögum eru þær hins vegar bragðdaufar miðað við það sem löngum hefur verið. Ekki má skilja orð mín svo að ég sjái eftir slíkum deilum. Þær voru einatt mjög persónulegar og mótsögn við Guðs ótta og góða siði. Þegar Pétur Pétursson, biskup, gaf út hugvekjur sínar urðu marg- ir til að gagnrýna þær. Sr. Friðrik Bergmann skiifaði ritdóm um þær og líkti þeim við steingervinga. Biskup svaraði gagnrýninni m.a. með þessari vísu: Þegar hrynja háreistir hrokaveggir þínir standa munu stöðugir „steingervingar" mínir. í tilefni af afmæli Reykjavíkur- borgar hefur verið haldin myndar- leg afmælishátíð. Þess hefur líka verið minnst að ekki voru allir viss- ir um ágæti verslunarstaðanna í fyrstunni. Sjóplássin voru líka litin homauga. „Þar ríkir iðjuleysi, fá- fræði, sundurþykki, illkvittni, drykkjuskapur, vondur munnsöfn- uður og mörg óhlutvendni..." ritar Ólafur Stefánsson, stiftamtmaður, um þéttbýlið fyrir tveimur öldum. Þótt slíkt álit sé jaftivel broslegt í dag var ekki svo þá. Ný gerð þjóð- félags var að myndast á Islandi og hinir framsýnustu menn vildu spoma við henni. Völd og áhrif færðust til nýrrar stéttar, borgar- anna, og ýmiss konar umrót varð í sálum manna og samfélagi. Á Alþingi árið 1863 var þjarkað um hvort leyfa ætti löggildingu versl- unarstaðar á Akranesi. Sitt sýndist hverjum og urðu umræður harðar. Til varð vísa, sem til er í nokkrum útgáfum og mun eignuð biskupnum Pétri Péturssjmi: Ef verslun kemur á Skipaskaga skötnum verður það helst til baga, eftir sér það dilk mun draga, dryklgurúta og letimaga. Margir féllu fyrir freistíngunum í kaupstaðarferðum og urðu mála- lok stundum önnur og verri en áætlun var gerð um áður en haldið var að heiman. Það gat náttúrulega hent alla. Einhverju sinni varð prestur einn fyrir því að vera settur í „kjallarann" vegna ölvunar og drykkjuláta. Er biskup fregnaði framferði kennimannsins tók hann það óstinnt upp sem vonlegt var. Nokkru síðar, þegar prestur er. kominn heim og farinn að gæta embættis síns, sér hann að gest ber að garði. Við nánari athugun sér hann að prófasturinn ríður í hlað, embættislegur í öllu fasi. Prestur kvað þá þessa vísu: Ekki er að vænta verri gesta veit ég á þvi skil. Nú hefur Satan sent þann versta, sem hann átti til. Er ekki annað að sjá en iðran prests hafí verið í lágmarki. Að lokum er vísa eftir Jón G. Sigurðsson, Hofgörðum. Mun hún vera ort sem almenn sannindi en svo getur hver að sinni vild hermt hana upp á einstaklinga, bæi eða borg: Margur er ungur ærslagjam, um það vitnar saga, en illt er að vera óþekkt bam alla sína daga. Þeim öllum sem á margan hátt minntust min á níutiu ára afmœli mínu á þessu hausti þakka ég af heilum hug. Kœrar kveðjur. Þórður í Haga. FRAM TÖLVUSKÓLI Sölustjórinn Leiðbeinandi: Bjöm Viggósson, markaös- og söluráð- gjafi. Staður: Tölvuskólinn Framsýn, Síðumúla 26, simar 91-39566 og 91-687434. Tími: fimmtudag 30. októ- ber kl. 9.00—16.00. Námskeið í markaðs- og sölumál- um með aðstoð nýjustu upplýs- inga- og tölvutækni. Námskeiðið er ætlað öllum framsæknum fyrir- tækjum sem þurfa að fylgjast með og tileinka sér nýjustu aðferðir á sviði markaðs- og sölumála. Efni: • Val á markhópum og hvernig á að afla upplýs- inga. • Gerð markaðs- og söluáætlana með sölu- stjóranum. • Markaðsathuganir og kynningar. • Söluaöferöir: síminn — bréf — heimsóknir — auglýsingar. • Röðun verkefna eftir mikilvægi. • Gagnasafnskerfiö í Sölustjóranum. • Dagbók, söluyfirlit og vinnuskýrslur sölu- manna. • Utprentun s.s. límmiða og naf nalista eftir vali. Þátttakendur: Allir sem þurfa að skipuleggja markaðs- og sölustarfsemi stórra sem smárra fyrir- tækja og fylgja verkefnum eftir. Hentar einnig sölumönnum sem vilja tileinka sér kosti einkatölvunnar. Féiögum í VR skal bent á að VR greiðir helming þátttökugjalds. Sölustjórinn er nýr íslenskur hugbúnaöur fyrir einkatölvur og það þarf litla tölvukunnáttu til að nota hann. SÖLUSTJÓRINN er hannaður af Birni Viggóssyni og Kerfisþróun og settur upp i islenska gagna- safnkerfinu K-GRUNNI sem Kristján Gunnarsson hjá Kerfisþróun hannaöi. Hjqlparkallfækið: rriitii IÍFVÖRÐURINN" Ómissandi öryqaistæki fyrir aldraða, fatlaða, hjartasjúklinga og aðra ikyndile sem geta skyndilega þurft ó hjálp að halda. Þegar jafnvel stutt leið að síma getur reynst ofviða, er mikið öryggi í þráðlausa tækinu sem borið er um hálsinn. Aðeins þarf að þrýsta á tækið til að gera aðvart í öryggismiðstöð VARA, þar sem strax eru gerðar ráðstafanir til hjálpar. Eins og sönnum lífverði sæmir getur hann einnig gert aðvart um eld og reyk. í flestum tilfellum greiða almannatryggingar meirihluta kaupverðs en tækið fæst einnig leigt til lengri eða skemmri tíma. Halla Halldórs- dóttir, hjúkrunar- fræðingur VARA veitir allar nánari upplýsingar og aðstoð. Hún er einnig tilbúin að heimsækja þá sem vilja kynnast„LITLA LÍFVERÐINUM". Halla er í síma 91-29399. SÉRHÆFD ÖRYGGISÞJÓNUSTA STOFNSETT 1969 Þóroddsstöðum v/Skógarhlíð Pósthólf 1101 121 Reykjavfk o 91-29399 Sfmaþjónusta allan sólarhringinn. Islensk örygglsþjónusta meö alþjóðleg sambönd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.