Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 9
98ci Haaörao as auoAaunnug .aiaAjavsuoaoM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1986 D C Af góðu ævintýri máaUtaf draga lærdóm Alþýöuleikhúsiö frumsýnir í dag barna- og unglingaleikritiÖ Kötturinn, sem fórsínar eigin leiÖir eftir samnefndu œvintýri Rudyards Kipling í leikgerð Olafs Hauks Símonarsonar. Hann samdi einnig lög og texta við leikinn. Kötturinn(Helgi Björnsson) kemur heimilisfólkinu í skilning um að maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. Eg vil meira leikhús", sagði ungur áhorfandi, þegar ljósin í Bæjarbíói voru kveikt og ævintýrið um “Köttinn, sem fer sínar eigin leiðir“, var á enda. Köttur út í mýri setti upp á sig stýri úti er ævintýri. Það þótti engum mikið þó drengurinn vildi dvelja örlítið lengur í heimi ævintýranna þar sem hversdagsleikinn þekkist ekki og ekkert er sjálfgefíð. Hestur er ekki bara hestur hann er líka “geggjaður" pönkari. Kýrin minnir einna helst á stóru systur hans Gumma, sem gengur með tíkarspena og jórtrar tyggigúmmí. Hundurinn er í háskólabol og kötturinn, já kötturinn hann er engum líkur enda fer hann sínar eigin leiðir. Nýfædda manneskjan(Margrét Olafsdóttir) lætur ekki huggast þó bæði móðirin (María Sigurðardóttir) og kýrin(Erla Skúladóttir) reyni að dreifa huga hennar. Það er ekki fyrr en kötturinn. MorgunblaðiðAmi Sæberg Gunnar Rafn Guðmundsson, sem leikur hundinn syngur hér fyrir þarfasta þjóninn, sem leikinn er af Bjama Ingvarssyni. Ævintýrið gerist í dimmum skógi þar sem villidýrin ráða ríkjum og lifa aðeins eftir “ljóssins úri“. En svo kemur maðurinn til sögunnar með ágimd sína og stærilæti. Hann vill temja dýrin til að þjóna sér og sínum þörfum. Þau láta undan nema kötturinn. Hann veit að frelsið er meira virði en skál af volgri mjólk eða bein af villikind eða tugga af þurru heyi. Þannig er þetta ævintýri, sem byggist á samnefndri sögu Rudyards Kiplings eins og öll góð ævintýri fullt af duldum merkingum, sem má draga af dágóðan lærdóm og vekur upp spumingar eins og hvað er menning og hvers virði er frelsið og hversu dýru verði skal það keypt. Olafur Haukur Símonarson bjó ævintýrið til flutnings fyrir leikhús og hefur bætt inn í það bæði fallegum sönglögum og textum. Hver man ekki eftir fallegu vögguvísunni, sem kom til álita sem framlag Islendinga til söngvakeppni Evrópskra VilUmaðurínn(Barði Guðmundsson) er hér svolítið motinn. Kominn í glæsijakka og með regnhlif eins og siðmenntuðum manni sæmir. sjónvarpsstöðva, en hún er lokalag leiksins. Alþýðuleikhúsið setur leikritið á svið og verður það eins og áður segir sýnt í Bæjarbíói í Hafnarfirði þar sem leikhúsið mun hafa fastan samastað í vetur ásamt áhugaleikhúsi Hafnarflarðar. Það er annars synd að þetta skemmtilega leikhús, Alþýðuleikhúsið, skuli sífellt vera á hrakhólum með húsnæði og þurfí að sætta sig við að sýna á bókasöfnum, í kjöllurum, á háaloftum og skrifstofum. Jafnframt því sem framlag til þess er tekið út af fjárlögum á þessu ári, en vonandi verður því kippt í lag. En við vorum að ræða um leikritið “Kötturinn, sem fer sínar eigin leiðir" og höfum ekki ennþá gert grein fyrir áhorfendunum. Aðstandendur leiksins segja það fyrir böm á öllum aldri. A æfingu sem við sáum voru bæði fullorðnir og börn. Það var sérstaklega gaman að fylgjast með bömunum, því ekkert er eins einlægt og þau. Greinilegt var, að þeir leikarar sem eins og töluðu til bamanna náðu þeim betur á sitt vald, því bömin vilja taka þátt í leiknum en kæra sig ekki um að sitja óvirk út í sal passandi upp á að ekki skijáfi í konfektpokanum. Það er því vandasamt að setja upp gott bamaleikrit, segir leikstjórinn Sigrún Valbergsdóttir. Það má til dæmis aldrei tala niður til bama, þau em fljót að skynja það og finnst þá leikritið smábamalegt. Það má heldur aldrei slaka á framvindu leiksins og það verður að halda uppi hraða og spennu svo einbeitnin minnki ekki. En það er einmitt þegar á sér stað slíkt spennufall að fullorðinir sofna!" Eg hef gaman af því að setja upp bamaleikrit, segir Sigrún. „Það er svo skemmtilegt að leyfa baminu í sér að leika lausum hala og hleypa hugmyndaflugina á galsafengið stökk. “ Hlutverkin t leiknum em sjö. Köttinn leikur Helgi Bjömsson, leikari og söngvari með hljómsveitinni Grafík. Kýrin er leikin af Erlu Skúladóttur, hundinn leikur Gunnar Rafn Guðmundsson, hestinn Bjami Invarsson. María Sigurðardóttir leikur móðurina og föðurinn leikur Barði Guðmundsson og bamið, Margrét Olafsdóttir. Þó Helgi sé eini vani söngvarinn í hópnum komast hinir leikaranir prýðilega frá söngnum. En í næsta mánuði kemur út plata með sönglögum eftir Olaf Hauk Símonarson og verða nokkur af lögunum úr “Kettinum“ þar á meðal. En hvers vegna varð þetta ævintýri Rudyard Kiplings fyrir valinu sem rammi að bamaleikriti? Við gefum Olafi Hauki sfðasta orðið. „Eg hef alltaf verið hrifinn af Kipling. Mér fínnst hann segja sögu, sem eigi við fólk á öllum aldursskeiðum. Sögumar hans em blanda af alvöru og kátínu og em vel til þess fallnar að setja upp í leikhúsi." HE.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.