Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1986 C 13 Séra Svavar A. Jónsson Hvers óskar þú Hallgríms- kirkju á vísludeginum? Vígsla Hallgrímskirkju gnæfir yfir aðra atburði í kirkju okkar í dag og henni er kirkjusíða Morgunblaðsins helguð. Herra Pétur Sigurgeirsson Ég náði tali af biskupi okkar, herra Pétri Sigurgeirssyni þegar hann var að koma af fundi til undirbúnings vígslunni og spurði hvaða óskir hann ætti Hall- grímskirkju til handa á vígsludegi hennar. Hann sagði: „Að sjálfsögðu hef ég töluvert leitt hugann að því hvert hlutverk Hallgríms- kirkju verður í framtíðinni og geri mér fyllilega ljóst að hennar bíður mikið hlut- verk, sérstaklega þar sem hún er svo stór og mikill helgidómur. Það munu menn bezt finna með því að koma í kirkjuna. Ég geri mér vonir um að þangað komi ekki aðeins söfnuðurinn sjálfur, sem hefur staðið svo vel að kirkjubyggingunni og lagt mikið fram til þessa þjóðarhelgidóms. Ég hef mjög mikið hugleitt að nærliggj- andi söfnuðir og söfnuðir lengra að af landinu muni gera sér kirkjuferð til að taka þátt í guðsþjonustum í Hallgríms- kirkju og hef heyrt að söfnuðir hafí það einmitt í huga. Erlendir gestir sem heim- sækja landið munu líka leggja kapp á að koma í kirkjuna. Þá er um leið kjörið tækifæri til að koma í aðrar kirkjur hér og taka þátt í guðsþjónustum þar. Ég teldi eðlilegt að Hallgrímskirkja væri opin einhvem tíma á hverjum degi. En ég geri mér fyllilega ljóst að söfnuðurinn sem slíkur getur ekki staðið straum af kostnað- inum við rekstur þessa helgidóms. Ég tel að tækifæri ætti líka að bjóðast til helgi- halds síðla dags einhvem tíma ársins, svo að fólk geti átt þar stutta helgistund eft- ir dagsverk sitt. Hið fagra klukknaspil kirkjunnar, sem nú er reyndar í viðgerð, ætti að hljóma stund úr degi svo að fólk geti heyrt sálma leikna í kirkjutuminum. Hallgrímskirkja er ekki aðeins kirkjubygg- ing heldur líka söfnuður og mikið kirkju- starf heldur þar áfram eftir vígsluna. Kirkjubyggingin hefur gengið vel þótt hún hafí tekið langan tíma og margir eiga miklar þakkir skildar.“ Séra Ragnar Fjalar Lárusson, sókn- arprestur í Hallgrímskirkju: Hvers óskar þú kirkju þinni til handa? „Hallgrímskirkja stendur nú á tímamót- um. Hún er fullgerð og verður vígð í dag. Þetta mikla verkefni hefír tekið rúm 40 ár, jafn langan tíma og það tók Móse að leiða ísraelslýð yfír eyðimörkina til fyrir- heitna landsins. Á þessu 40 ára tímabili hafa oft verið miklir erfiðleikar, stundum hálfgerð eyðimerkurganga og okkur hefir þótt lítið miða en alltaf hefír þó ræst úr og okkur hefir þótt sem Guðs hönd væri með í verki. Það er ofætlun að fela litlum söfnuði að reisa slíkt musteri, enda hefír Hall- grímskirkja frá upphafí verið hugsuð sem landskirkja, þjóðarhelgidómur sem þjóðin öll á og nýtur. Forsvarsmenn ríkis og borgar hafa skilið þetta, ekki hvað síst hin síðari ár og veitt verulegan stuðning. Þá hafa fjölmargir einstaklingar lagt lóð á vogarskálina með gjöfum, stórum og smáum. Fyrir það skal þakkað af hjarta. Án þessa stuðnings væri kirkjan ekki vígsluhæf á þessum degi. Og hvers óska ég þessum þjóðarhelgi- dómi til handa? Ég óska þess fyrst og fremst að Guðs orð megi hljóma þaðan hreint og ómengað, þannig að boðskapur- inn um Jesú Krist og kærleika hans megi ná eyrum þjóðarinnar, sá sami boðskapur sem hljómar í öllum Passíusálmum séra Hallgríms Péturssonar: „Jesú, þín kristni kýs þig nú/ kóngur hennar einn heitir þú.“ Jesús Kristur er auður og aðalsmerki kirkjunnar. Páll postuli lýsir þessu hlut- verki kirkjunnar vel: Ekki prédikun vér sjálfa oss, heldur Krist Jesú sem Drottin og sjálfa oss sem þjóna yðar, vegna Jesú.“ Já, þjónustuhlutverk kristins manns er mikið. Á það skal áhersla lögð. Ég óska þess að sá mannúðarboðskapur, sem kirkj- an á alltaf að boða og er órjúfandi tengdur fagnaðarerindinu, megi ætíð hljóma frá þessari kirkju, því að kirkjan á ætíð að vera málsvari þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Þá óska ég þess að í helgidóminum megi hljóma vel og fagurlega kirkjutón- verkin sígildu, þau hafa það sama hlutverk og áður var lýst: Að boða Krist og kær- Ieika hans. Ég vona að hljómburðurinn verði góður. Það hefír verið mikið gert til þess að svo mætti verða og við eigum mjög hæfan söngstjóra og orgelleikara og góðan söngkór, sem geta fyllt hinar háu hvelfingar af fögrum orgelleik og söng. Og auðvitað óska ég þess að kirkjan verði jafnan vel sótt, hún rúmar um þús- und manns í sæti, að hún verði sem oftast fullsetin, hvort sem guðsþjónusta fer fram í tali eða tónum eða hvort tveggja, því að sá einn nýtur sem viðstaddur er. Og ég lofa því að hver sá sem kemur skal ekki fara vonsvikinn út, Guðs orð, tónlist og fagurt umhverfí munu sjá fyrir því. Guð gefí að landskirkjan megi ná eyrum landsins barna og verði til blessunar landi og þjóð. Til þess var hún reist og vígð. Séra Karl Sigurbjömsson, sóknar- prestur í Hallgrímskirkju: „Ég óska þess að Hallgrímskirkja verði borginni okkar og íslenskri þjóð ævarandi vitnisburður um og lofgjörð til Drottins. Að tign og fegurð þessa húss, hið ytra sem innra, segi á sinn hátt eins og upp- hafs- og lokastef Passíusálmanna: „Upp upp mín sál og allt mitt geð“ og „Dýrð, vald, virðing og vegsemd hæst. .. sé þér, ó Jesú, Herra hár..." Þar með býr og sú ósk og bæn að kirkja íslands beri um ókomin ár gæfu og náð til að Hallgrímskirkja verði jafnan Séra Karl Sigurbjörnsson vettvangur lifandi og markvissrar boðunar fagnaðarerindisins og fræðslu með fjöl- breyttu og auðugu helgihaldi, ekki aðeins helga daga heldur einnig virka og þar eigi sér stað margháttuð listtúlkun, hvort sem er á sviði tónlistar, leiklistar eða myndlistar og það ásamt margvíslegri safnaðarþjónustu hjálpi mönnum að skynja og tjá sína kristnu köllun í íjöl- þættu nútímaþjóðfélagi. Séra Miyako Þórðarson heymleys- ingjaprestur, sem starfar við Hall- grímskirkju: „Ég óska þess að Hallgrímskirkja sem söfnuður karla, kvenna og bama muni starfa áfram um ókomin ár í anda sr. Hallgríms Péturssonar, sem með Passíu- sálmum sínum hefur hjálpað íslensku þjóðinni að fínna handleiðslu Drottins í sorg og gleði í meira en 300 ár. Eins og Hallgrímskirkja sem kirkju- bygging er leiðbeinandi fyrir sjómenn sem sigla inn í Reykjavíkurhöfn, þá óska ég þess einnig að Hallgrímskirkja verði sýni- legt tákn í hjörtum manna um að Drottinn leiði þá inn á veg hjálpræðisins. Að lokum vona ég að Hallgrímskirkja verði ávallt opin fyrir hveijum sem þang- að leitar, en ekki læst kirkja, svo að menn geti leitað þangað þegar þeir finna hjá sér þrá til þess að eiga helga stund.“ Hörður Áskelsson organisti Hall- grímskirkju: „Ósk mín til handa Hallgrímskirkju er fyrst og fremst sú að hún verði fyllt lífi í helgihaldi og listsköpun. Ég óska henni þess að möguleikar, sem hún gefur, verði nýttir. Fyrir mitt leyti hugsa ég þá fyrst og fremst um tónlistina. Ég óska henni þess að hljómburðurinn verði eins góður og vonir standa til en mikið hefur verið unnið að því að svo verði. Hallgrímskirkja gefur nýja möguleika til helgihalds, sem jafnast á við möguleika hinna stóru dóm- kirkna erlendis. Ég óska þess að sem allra flestir fínni löngun til að stunda helgihald og koma á þennan stað.“ Dómhildur Jónsdóttir safnaðarsystir Hallgrimskirkju: „Þær væntingar sem ég hef eftir vígslu Hallgrímskirkju í dag eru þessar: Ég vona að með tímanum komi betri vinnuaðstaða til þjónustu við eldri og yngri meðlimi safnaðarins. Þess betri sem aðstaðan er kallar það á meira starf en það mun efl- ast og aukast mikið í framtíðinni, því þörfin er nú þegar brýn. Einnig vona ég að söfnuðurinn fínni í þessu húsi sem hing- að til, helgi hugans, svör við bænum sínum, frið og ró og komi þaðan bjart- sýnni og sterkari til þess að takast á við vandamál lífsins. Einnig að eldra fólkið sjái draum sinn rætast og fínni að það hefur ekki til einksis barist í öll þessi ár fyrir byggingu þessa Guðshúss, sem er helgað Hallgrími Péturssyni." Guðrún Finnbjarnardóttir kirkju- vörður Hallgrímskirkju: „Óskir mínar eru þær helstar að Hall- grímskirkja verði lifandi Guðshús, þar sem fólk getur komið og fundið sálum sínum hvíld og frið í amstri dagsins. Einnig að safnaðarstarfíð verði áfram jafn öflugt og verið hefur og að starfsmenn safnaðar- ins verði hamingjusamir með starf sitt í kirkjunni. Þetta mikla Guðshús verður án efa ein af höfuðkirkjum landsins og vona ég að hún megi rækta jafn einlæga og sanna trú innrá með sóknarbömum sínum og bjó í brjósti þess manns sem sagði: Víst ertu Jesús kóngur klár..." Hermann Þorsteinsson formaður byggingarnefndar Hallgrímskirkju: „Von mín og bæn er sú á þessum tíma- mótum að þetta mikla kirkjuhús reist Drottni til dýrðar í minningu Hallgríms Péturssonar megi reynast mikill aflvaki og máttugt tæki í kirkju Krists í framtíð- inni þar sem allt Guðs ráð verður boðað með mikilli djörfung og fagnaðarerindið flutt „klárt og kvitt" í tali, tónum og margvíslegri annarri listrænni tjáningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.