Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1986
C 27
Macchio með Jami Gertz f mynd Walter Hills.
Ralph Macchio
íTónabíói
Rétt áður en Ralph Macchio lék
í kvikmyndinni Karate-strákurinn II,
(The Karate Kid II), lék hann í ný-
justu mynd Walter Hills (48 HRS),
Krossgötur (Crossroads), sem
sýnd er í Tónabíói. Macchio, sem
er 24 ára gamall, varð heims-
frægur þegar hann lék í fyrri
myndinni um karate-strákinn árið
1984 en í mynd Tónabíós leikur
hann gítarleikara að nafni Eugene
Martone, sem eins og Macchio
segir: „verður að vera frábær í því
sem hann gerir". Eugene er raunar
tónlistarsnillingur við Julliard-tón-
listarskólann. En hann erekki alltaf
með hugann við námið. Stundum
langar hann bara að ferðast um
landið, gleyma klassíkinni og spila
blús og jass. Og einn daginn lætur
hann drauminn rætast og leggur
upp í ferðalag meö gítarinn sinn.
Macchio er fæddur og uppalinn
í New York og fékk fljótlega áhuga
á dansi og tónlist. Hann kom fram
í auglýsingum, svo sjónvarpi og
loks kvikmyndum en fyrsta myndin
sem hann lék í var Up The Aca-
demy árið 1980. Stuttu seinna fékk
hann hlutverk í sjónvarpsáttum og
tveimur sjónvarpskvikmyndum en
árið 1983 réð Francis Ford Copp-
ola hann til að leika Johnny Cade
í mynd sinni The Outsiders. Þá
kom Karate-strákurinn og afgang-
inn þekkjum við. Macchio hlaut
mikið lof gagnrýnenda þegar hann
lék á móti Robert De Niro á sviði á
Broadway í sumar.
Hér eru nokkur sannleikskorn
um drenginn tínd upp héðan og
þaðan:
Uppáhaldsmyndin fyrr og
síðar: Guðfaðirinn.
Uppáhaldsleikararnir: Robert
De Niro, Gene Kelly, Meryl Streep
og Sally Field.
Uppáhaldstónlistarmaður:
Bruce Springsteen.
Uppáhaldsfþróttin: Hokkí.
Besti maturinn: ítalskur.
Uppáhaldslitur: Allar gerðir af
bláum lit.
Uppáhaldsspilið: Trivial Pursu-
it.
Mesta spennan í lífinu: Þegar
hann frétti að hann hefði fengið
hlutverkið í The Outsiders.
Walter Matthau f hlutverki sjóræningjans einfætta f mynd
Polanskis, Pirates.
kristalskír hlustaði ég miklu
meira á Polanski en aðra leik-
stjóra sem ég hef unnið með.
Þaö var eins og viö værum öll í
björgunarbát og hann, sem skip-
stjóri, vissi meira um björgunar-
bátinn en nokkur annar og ef við
áttum að bjargast yrðum við aö
hlusta ó Polanski."
Bíóhöllin tekur Pirates brátt til
sýninga.
Fyrirlestur um
skólamál
ÞRIÐJUDAGINN 28. október
flytur Keith Humphreys, lektor,
fyrirlestur á vegum Rannsóknar-
stofnunnar uppeldismála í
húsnæði stofnunarinnar í Gamla
kennaraskólahúsinu við Laufás-
veg.
Fyrirlesturinn nefnist: „Action
research on special education and
teachers in Iclandic schools". Fyrir-
lesturinn verður fluttur á ensku og
er öllum heimill aðgangur.
Gódan daginn!
Det danske selskab
afholder andespil pá Hotel Loftleidir,
Víkingasalur, s0ndag den 26. oktober kl.
20.30.
Bestyrelsen.
Det danske selskab heldur bingó í Víkinga-
sal Hótels Loftleiða, sunnudaginn 26.
október kl. 20.30.
Stjórnin.
Jti af W
tígvél, hlý
Yönduð le brelC|durri.
í misrnunan .
Nr. 1 teg. 242
Litir: rúskinn, grátt
og brúnt,
kr. 3.990
Nr. 3 teg. 2944
Litir: leður, svart,
grátt og brúnt,
kr. 5.695
Nr. 4 teg. 244
Litir: leður, svart,
Kr. 4.240.
Rúskinn, mokka-
brúnt,
kr. 3.990
má bretta niður loð-
kantinn.
Nr. 2 teg. 49064
Litir: leður, grár
m/svörtu,
kr. 5.470
Nr. 5 teg. 704
Litir: leður, drappað
og brúnt,
kr. 4.220
má bretta upp loð-
kantinn.
Domus Medica,
Egilsgötu 3,
Sími: 18519.