Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1986 Bllar í einkaeign eru bannaðir en litlir vörubflar eins og þessi er al- geng sjón. saman nokkur Qöldi bæjarbúa, eins og þeir vissu að gesta væri von. Fólkið horfði á okkur en virtist hlé- drægt eins og því væri uppálagt að hafa ekki of mikil samskipti við ferðamenn, sem þeir gætu hvort sem ekki skilið vegna tungumála- örðpgleika. ' A húsi við torgið blasti við mynd af Hoxha og víða mátti sjá vegg- spjöld sem okkur var sagt að væru eins konar kynningar á áætlunum flokksins fyrir árið 1986. Áróðurs- spjöld með áletunum eins og, „Uppfyllum skyldur okkar og ryðj- um öllum hindrunum úr vegi“, er að finna í hveijum bæ stórum sem smáum. Einnig mátti sjá myndir af þeim, sem höfðu verið afkasta- mestir í vinnu þann mánuðinn og fengið umbun fyrir. I Gjirokastar heimsóttum við minningasafn Enver Hoxha, sem hafði fyrst og fremst að geyma ljós- myndir og hergögn frá seinni heimsstyijöldinni en Albanir hafa þá sérstöðu að hafa hrist af sér Þjóðverja og ítali hjálparlaust í stríðinu. í safninu mátti meðal ann- ars sjá njósnaflugvél, sem Albanir náðu á sitt vald árið 1958 af Banda- nám í sjö deildum, verkfræði, stjómmálafræði, jarðfræði, sögu, hagfræði, læknisfræði og raunvís- indum. Við spurðum, hvort ekki væri kennd lögfræði við háskólann? „Nei, kerfí okkar hefur engin not fyrir lögfræðinga. í þeirra stað höf- um við dómstól fólksins." Um kvöldið virtist lítið við að vera í höfuðborginni. Fáir voru á ferli nema hvað mátti sjá einstaka par skjótast inn í almenningsgarða. Við spurðum hvort við gætum kpm- ist í leikhús eða séð þjóðdansa en svo vitist ekki vera. Kvikmyndahús eru lítt áhugavekjandi því þar er aðeins hægt að sjá áróðursmyndir. Okkur var bent á að í kjallara hót- elsins væri danssalur, sem væri opinn til hálf tólf. Þar lék fjögurra manna hljóm- sveit, sem líktist hljómsveitunum á Borginni í gamla daga. Hljómsveit- in lék tangó og valsa á harmoníku, saxofón, trommu og píanó. En í hléum þóttist ég heyra dægurtónlist af segulbandi, sem líktist mjög hinni vestrænu. Svo brá við að á bamum var hægt að fá enskt whisky. Við spurð- um hverju þetta sætti og var þá sagt að Albanir seldu Bretum raf- magnskapla og fengju whisky í staðinn. Á þessu dansiballi vom engir nema við íslendingamir og í það heila tekið urðum við lítið vör við útlendinga nema hvað við rákumst á bandarísk hjón, sem sögðust vera að heimsækja ættingja sína. Síðasta daginn í Albaníu var okkur sagt að ferðinni væri heitið til sögufrægrar borgar, sem heitir Kmje. Þar er að fínna eitt þeirra frægasta safn, sem reist var til minningar um þjóðhetjuna Skand- erbeg. í safninu er saga Albana rakinn í myndum og máli. Þegar út var komið röltum við um lítið iðnaðarhverfí, sem er í nágrenni við safnið. Þar fómm við inn í lágreist hús, þar sem sátu ungar konur við að sauma blóma- mynstur í dúka á stignar saumavel- ar. Mér fannst illa búið að konunum, lítil birta var inni og þær virtust hálf daprar. Ef satt skal segja fannst mér yfírleitt fremur þungt yfír fólkinu. Við héldum aftur til Tirané og ætluðum að skoða í búðir en þá var búið að loka þeim. Við litum í gluggana þar sem gaf að líta afar fábrotinn vaming. Eg er hræddur um að við myndum ekki vilja þann fatnað, sem þar var til sölu. Þótt lítið hafi farið fyrir vömvöndun er dýrt að fata sig upp í Albaníu. Karlmannajakkaföt kosta um 600 ieks og skyrta 50 leks, sem era samanlagt heil mánaðarlaun. í Albaníu keypti ég aðeins bækur um byltinguna og sögu flokksins þessi 40 ár. Þegar leiðsögumaður- inn sá þessi rit hjá mér varaði hann mig við því að albanskur „litterat- úr“ væri ekki ýkja vinsæll í Júgo- slavíu. Ráðlegast væri því að senda bækumar beina leiðina heim. Þess- um síðasta morgni í Albaníu eyddi ég því á pósthúsi. Tæpum mánuði síðar komu bækumar með skipi. Engar flugsamgöngur em milli Ál- baníu og annarra landi nema Tyrklands, en flogið er frá Belgrad og þá aðallega með vömr. Eftir pósthúsferðina lögðum við svo af stað í átt til landamæra Júgo- slavíu. Við ókum í einni lotu til borgarinnar Shkoder, sem er gamla höfuðborgin þeirra. Þetta er falleg borg, sem ítalir áttu dijúgan þátt í að byggja upp. Þama snæddum við en héldum svo aftur af stað. Þegar við komum að landamæmn- um kvöddum við leiðsögumennina okkar, sem höfðu staðið sig með mikilli prýði. Við höfðum sjaldan fundið að við væmm undir ströngu eftirliti. Við höfðum reynt að fræð- ast svolítið um þá og fjölskyldu þeirra en sá vettvangur virtist sem lokuð bók. Að skilnaði spurðum við þá að heimilisfangi, því við ætluðum að senda þeim myndir úr ferðalag- inu. En þeir báðu okkur um að senda myndimar á vinnustaðinn. Þar með kvöddum við Albaníu þetta þjóðfélag, sem minnti einna helst á vestrænt samfélag rétt fyrir seinni heimsstyijöldina. HE. ríkjamönnum. Ég man lítillega eftir því, þegar sagt var frá þessu í heimsfréttunum. Flugmönnunum var sleppt eftir nokkra mánuði en rellan er þama ennþá. Þegar ferðast er um Albaníu sjást þess víða merki, að íþróttir _ em stundaðar af kappi. Albanir em til dæmis framarlega í knattspymu, en í síðustu heimsmeistarkeppni rétt mörðu Vestur-þjóðveijar 1-0 við Albani í undanrásum. Æskulýðsstarf er líka með nokkmm blóma en undir þá starf- semi tóku þeir meðal annnars hluta af rúmlega tvö þúsund moskum í landinu en Albanía er fyrsta ríkið í heiminum til að banna öll trúar- brögð og lýsa sig heiðið. Annað, sem vekur athygli era aragrúi af loftvamarbyrgjum, sem em eins og bíkúpur í laginu og sjá má upp í ijöllunum, í bæjum og í útjaðri borga. Þriðja daginní Albaníu héldum við til höfuðborgarinnar Tirané. Á leiðinni ókum við í gegnum víðlend landbúnaðarhémð. í landbúnaði, sem öðmm atvinnugreinum er það ríkið sem deilir og drottnar. Bænd- ur búa á samyrkjubúum, sem Hoxha úthlutaði þeim árið 1945 eftir að hafa tekið jarðimar eignar- námi. Árangur þessa er sá að landbúnaðarframleiðsla hefur auk- ist um 70%. í kjölfarið hefur heil- bigðis- og félagsleg þjónusta stóraukist, sem gerir það að verkum að líflíkur sem áður vom 38 ár em nú 68 ár. Skýring Albana á þessum góða árangri í landbúnaði svo og aukningu í iðnaði er meðal annars sú, að þeir leggja á sig miklu vinnu . og aukavinna erólaunuð. Unglingar em líka skyldaðir til að vinna launa- lausa vinnu í mánuð á hveiju ári. Við komum til Tirané seinni hluta dag^s. Þar dvöldum við á hóteli, sem stendur við Skanderbegstorgið. Þar má sjá styttu af þessari miklu frels- ishetju, Skanderbeg, sem frelsaði Albaníu undan veldi Ottomana á 15 öld. Við torgið má einnig sjá menningarhöllina og nokkrar bygg- ingar, sem Zog konungur lét reisa er hann var við völd á ámnum 1920-30. í kflometrafjarlægð frá torginu em svo höfuðstöðvar flokksins og stjómarbyggingamar. Við byijuðum á því að fara í skoðunarferð um borgina og kom- um meðal annars í haákólahverfíð. Var okkur sagt að árið 1938 hafí 80% þjóðarinnar verið ólæs en nú væri sami íjöldi orðinn læs. Háskól- inn var stofnaður árið 1957 og nú stunda þar sextán þúsund manns TOLVUNAMSKEIÐ Tölvunámskeid IBM-PC fyrir fullorðna Fjölbreytt og vandað námskeið í notkun IBM- Fiölbreytt, gagnlegt og skemmtilegt bvrienda- PC. Tilvalið námskeið fyrir alla notendur námskeið fyrir fólk á öllum aldri. Námskeiðið einkatölva, ekki sist uti a landi. losar fólk við alla minnimáttarkennd gagnvart Dagskrá nýjustu tækni á tölvusviðinu. Grundvallaratriði í notkun einkatölvunnar frá Dagskrá IBM. Grundvallaratriði við notkun tölva. Stækkunar- og tengimöguleikar. Notendahugbúnaður. Stýrikerfið MS-DOS. Forritun og forritunarmál. Ritvinnsla. Ritvinnsla með tölvum. Ritvinnslukerfið WORD PERFECT. Töflureiknir. Töflureiknirinn MULTIPLAN, æfingar. Gagnasafnskerfi. Gagnasafnskerfið D-BASE III, æfingar. Umræður og fyrirspurnir. Fyrirspurnir og umræður. Tími: 4., 6., 11. og 13. nóvember kl. 20—23. Tími: 1. og 2. nóvember kl. 10—17. Tölvubókhald Grunnnámskeið um notkun smátölva við bók- haldsstörf. Notkun bókhaldslykla. Kennd eru undirstöðuatriði í bókhaldi, merk- ingar á fylgiskjölum og notkun bókhaldslykla. Á námskeiðinu fá þátttakendur góða æfingu í að nota IBM-PC-tölvu við bókhaldsstörf. Tími: 10.—13. nóvember kl. 17—20. Amstrad PCW Fjölbreytt og skemmtilegt byijendanámskeið í notkun Amstrad PCW. Dagskrá Grundvallaratriði við notkum Amstrad PCW. Stýrikerfið CP/M. Forritunarmálið BASIC. Ritvinnsluforritið LOCOSKRIPT. Töflureiknirinn MULTIPLAN. Gagnasafnskerfið D-BASE II. Umræður og fyrirspurnir. Tími: 5., 7., 10. og 12. nóvember kl. 20—23. Ath.: Endurmenntunarsjódur BSRB og VR greiða hluta af þátttökugjaldi fyrir sína félaga. m...imui m Tölvufræðslan Innritun í símum 687590 og 686790. Borgartúni 28

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.