Morgunblaðið - 30.10.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.10.1986, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1986 Brunaæfing í Vesturbæjarskólanum: „Heyrðum bjölluna hringja og áttum að hlaupa alveg á fullu“ VIÐVÖRUN ARBJALLA Vestur- bæjarskóla hringdi kl. 9.30 í gærmorgun og nokkrum sekúnd- um síðar þustu 120 börn, 6 til 11 ára, út úr skólastofum sínum og hlupu eins og fætur toguðu út á enda skólalóðarinnar, eins og þeim hafði verið fyrirskipað ef upp kæmi eldur i skólahúsinu. Þama fór fram árleg brunaæf- ing, sem endurtekin var aftur nokkrum mínútum siðar. Á fyrri æfingunni tókst öllum böraunum að koma sér út á 1:40 minútum og á þeirri síðari á skemmri tíma, eða 1:20 mínútum. „Æfíngin var til fyrirmyndar og gekk í alla staði mjög vel nema hvað ein sex ára stúlka brást þann- Inga Jónsdóttir stjóraarmaður í foreldra- og kennarafélagi Vestur- bæjarskóla og Kristín G. Andrésdóttir skólastjóri. ig við að hún faldi sig undir borði sínu í stað þess að hlaupa út eins og hinir krakkamir. Hún hefur greinilega orðið mjög hrædd og bregðast böm gjaman þannig við í svona aðstæðum, en auðvitað er ekki hægt að hugsa þá hugsun til enda ef um raunverulegan eld væri að ræða,“ sagði Kristín G. Andrés- dóttir, skólastjóri Vesturbæjar- skóla, í samtali við Morgunblaðið. Ekkert hrædd Bömin höfðu verið látin vita fyr- irfram af æfíngunni, en þeim var ekki sagt hvenær nákvæmlega hún myndi fara fram. Krakkamir í 8 ára bekk voru í einni af færanlegu kennslustofunum og leist þeim vel á æfinguna. „Þetta virðist hafa tek- ist mjög vel og við vorum ekkert hrædd," sögðu þau. „Við heyrðum brunabjölluna hringja og þá áttum við að hlaupa alveg á fullu út úr húsinu og út á endann á skólalóð- inni.“ Þær stöllur Gyða Margrét og Júlía í 5. bekk sögðust orðnar nokk- uð æfðar þar sem þær höfðu áður tekið þátt í tveimur slíkum æfingum og vinkona þeirra, hún Margrét í 4. bekk, hafði tekið þátt í bmnaæf- ingunni I fyrra. Þær sögðust hafa verið á 2. hæð hússins þegar neyð- arbjallan fór í gang. „Við vomm að lesa í samfélagsfræði og svo stukku allir af stað allt f einu og þustu út. Okkur var leyft að vera f útiskónum f kennslustofunum f Skólahjúkrunarkonan hætt „Við emm að vonast til að þetta verði næstsíðasta bmnaæfingin hjá okkur þar sem við eigum von á nýju skólahúsi að tveimur ámm liðnum," sagði Inga Jónsdóttir, sem er í stjóm foreldra- og kennarafé- lags Vesturbæjarskóla. „Krakkam- ir njóta alls ekki þess réttar sem önnur grunnskólaböm hafa. Það er til dæmis ekki seld hér niðurgreidd mjólk vegna þess að það er einfald- lega ekki rými fyrir kæli í húsinu. Þá hefur skólahjúkmnarkonan hætt störfum vegna aðstöðuleysis. í frímínútum ríkir hálfgert öngþveiti vegna smæðar skólalóðarinnar, en hvergi í öðmm skóla er skólalóðin svona lítil eins og hér.“ Inga sagði að nú loksins vottaði fyrir bjartsýni hjá foreldmm, en þeir hefðu verið heldur langþreyttir undanfarin ár. Húsið verður 90 ára árið 1988 ,og það sama ár hefur Vesturbæjarskóli verið til húsa þar í 30 ár. Engin samkomusalur er í húsinu þar sem bömin geta komið saman um hátíðar svo sem á jóla- trésskemmtunum þannig að slíkar skemmtanir hafa hingað til verið haldnar undir bemm himni á skóla- lóðinni ef veður leyfir. Byggður fyrir aldamót Vesturbæjarskóli var byggður árið 1898 sem Stýrimannaskóli ís- lands og gengur reyndar undir nafninu „Gamli Stýrimannaskól- inn“ enn þann dag í dag. Stýri- mannaskólinn var í húsinu allt til ársins 1941 þar til húsið var dæmt óhæft til kennslu. Hlutverki þess lauk þó ekki þar með heldur var Gagnfræðaskóli Vesturbæjar, sem Gunnar Þórðarson gerði ódauðleg- an með lagi sínu „Gaggó Vest“, í húsinu næstu ár á eftir og árið 1958 flutti Vesturbæjarskólinn inn. COLIN götuskór úr mjúku skinni Teg. 5182 Litur: svart Stærð: 40—45 V«rA 1790,- AMBRÉ loðfóðraðir pittaskór Teg.9153 Lrtur: grátt, svart Stærð: 36—39 Verð: 2240,- 5% staögreiðsluaf- sláttur Tore —skÓrinn VELTUSUNDI2, 21212 dag, en að öðm leiti þurftum við bara að drifa okkur út og skilja allt annað eftir, útifötin og bækum- ar okkar. Ef raunvemlegur eldur kemur upp, höfum við líklega ekki tíma heldur til að klæða okkur í skóna,“ sögðu vinkonumar að lok- um. Skólastjórínn þjálpar nemendum niður brunarennibrautina af annarri hæð skólahússins um framkvæmdina, þeir Sigurður Karlsson, Sigfús Svavarsson og Vilhjálmur Hjörleifsson. Sigurður sagði að allir skólar væm undir mjög ströngu eftirliti Eldvamareft- irlitsins, en þó fæm fram reglulegar æfíngar aðeins í þremur skólum, Vesturbæjar-, Miðbæjar- og Lind- argötuskóla. Eftirlitsmenn hafa metið hversu lengi skólahúsið, sem er timburhús, yrði að fuðra upp ef eldur kæmi upp í húsinu, og er áætlað að það myndi taka 10 til 15 mínútum. Fyrir skömmu var gerð könnun meðal 9 ára bama og þau spurð m.a. um hvort eldvamar- tæki væm til staðar heima hjá þeim. Kom í ljós að um 60% heimilanna Yngstu nemendurair voru broshýrir i gærmorgun þrátt fyrir al- höfðu reykskynjara, en aðeins milli vöru brunaæfinga 20 og 30% slökkvitæki. Nýr skóli eftir tvö ár í Vesturbæjarskólanum em alls 272 nemendur, 6 til 12 ára, en 12 ára bekkurinn fluttist í Miðbæjar- skólann fyrir tveimur ámm síðan vegna húsnæðiseklu. Þá fer öll handavinnu-, smíða-, heimilis- og leikfimikennsla fram í Miðbæjar- skóla og er nemendum ekið í rútum á milii. „Við fómm á fund borgar- stjóra fyrir síðustu áramót og lofaði Davíð okkur þá nýju skólahúsi haustið 1988 á lóðinni, sem af- markast af Framnesvegi, Sólvalla- götu og Vesturvallagötu. Skólamálaráð mun beita sér fyrir því að loforðið verði efnt,“ sagði Kristín. Hönnun skólahússins hefur staðið yfir síðan 1983 og er nú nær fulllokið hjá Ingimundi Sveinssyni. Nýja skólahúsið verður 2.600 fer- metrar á tveimur hæðum auk riss, en gamli skólinn er um 700 fermetr- ar alls með þremur færanlegum kennslustofum, sem komið hefur verið fyrir á skólalóðinni. Bmnaæflngin var skipulögð af kennurum skólans, sem era 19 tals- ins. Þrír eldvamareftirlitsmenn sáu Talið út út húsinu Morgunblaðið/Einar Falur AMBRÉ loðfóðraðir herraskór Teg. 5050 Utur: svart Stærð: 41—45 Verð: 2730,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.