Morgunblaðið - 30.10.1986, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1986
Indland:
Maóistar myrða
óbreytta borofara
I.ima, AP. '—7
SKÆRULIÐAR myrtu í gær lög-
reglumann sem var á verði fyrir
framan lögregstöð i hinni fornu
borg Cuzco um 500 kUómetra
suðaustur af Lima. Þá myrtu
skæruliðar tvo óbreytta borgara
við útimarkað í borginni Chicla-
y°-.
Ódæðismennimir komust undan
og telja lögregluyfirvöld að skæru-
liðar hreyfingar Maóista hafi verið
að verki. Talsmenn lögreglunnar
sögðu skæruliða hafa skotið varð-
manninn þegar hann reyndi að
stöðva dreifingu áróðursrita frá
samtökum Maóista sem nefnast
„Gullni stígurinn".
Fimm menn gerðu skotárás á
útimarkað í Chiclayo um 750 kfló-
metra norður af Lima og beið einn
maður bana. Mennimir tóku til fó-
tanna en vaktmaður markaðarins
stöðvaði mann á mótorhjóli og eltu
þeir tilræðismennina. Skæmliðamir
skutu ökumann mótorhjólsins en
skot vaktmannsins hæfðu einn
skæruliðanna og var hann hand-
tekinn.
Til átaka kom milli skæruliða og
stjómarhersins í Ayacucho-héraði í
Andesfjöllum í gær og féllu þrír
skæruliðar í þeim bardaga. Ekki
var getið um mannfall í röðum
stjómarhermanna.
Grænland:
Bannað að selja
ópillaða rækju?
öldu hryðjuverka
Búist við
Amritsar, Indlandi, AP.
YFIRVÖLD f Amritsar settu á
útgöngubann í gær eftir að öfga-
fullir sikkar höfðu boðað til
mótmælafundar gegn stjórn-
völdum í „Gullna hofinu“, sem
er helgasta vé sikka á Indlandi.
Hiyðjuverkamenn sikka hafa
myrt 18 manns í þessari viku og
talsmenn stjómarinnar segjast bú-
ast við enn einni öldu hryðjuverka
á morgun en þá verða liðin tvö ár
frá því að Indira Gandhi, forsætis-
ráðherra, var myrt. Sikkar hafa
lýst því yfir að þeir muni helga
daginn minningu lífvarðanna sem
myrtu frú Gandhi. Ríkisstjómin
hefur fyrirskipað hertar öryggis-
reglur í norðurhluta landsins sökum
þessa. Rajiv Gandh, forsætisráð-
herra; sagði í gær nauðsynlegt að
auka viðbúnað í Punjab-fylki þar
sem búast mætti við því að hryðju-
verkamenn sikka létu til skarar
skríða.
Lögregluyfirvöld í Amritsar
sögðu að útgöngubann hefði verið
fyrirskipað í borginni til að koma í
veg fyrir ofbeldisverk. Fyrr í þess-
asri viku lenti sikkum og hindúum
saman þar þegar efnt var til alls-
herjarverkfalls í mótmælaskyni við
hryðjuverkastarfsemi sikka.
Hryðjuverkamenn hafa myrt
rúmlega 500 manns það sem af er
þessu ári.
Kaupmannahöfn, frá Nils J. Bruun, Grænlandsfréttaritara Morgunbiaðsins.
Grænlenskir útgerðarmenn fá
um þessar mundir mjög gott verð
fyrir rækju, sem er seld frosin
og ópilluð til Noregs og Dan-
merkur. Af því hafa þó lands-
feðumir nokkrar áhyggjur, að
með þessum viðskiptum er einnig
verið að flytja mikla atvinnu úr
landinu.
Rækjan, sem veidd er á tilrauna-
veiðisvæði úti af Norðvestur-Græn-
landi, er sett í poka og fryst og
síðan send til rækjuverksmiðja í
Noregi og Danmörku. Mestur er
rækjuskorturínn í Noregi og greiða
Norðmenn fyrir kflóið af henni ópill-
aðri 24 dkr., 128 kr. fsl. Er það
þrefalt það verð, sem þeir greiddu
áður. Moses Olsen, sem fer með
sjávarútvegsmál í landsstjóminni,
hefur hins vegar ýmislegt við þessi
viðskipti að athuga. Segir hann, að
með þeim séu Grænlendingar sjálfír
sviptir atvinnu af því að verka rækj-
una auk þess sem verið sé að
auðvelda Norðmönnum og Dönum
samkeppnina við hefðbundnar,
grænlenskar afurðir. Hefur Olsen
nú í hyggju að banna þessa rækju-
sölu.
ÆVINTÝRAHEIMUR THAILANDS:
sem þér hefur dottið í hug
fyrir verð sem þér hefur
aldrei dottið í hug.
N^gna sérstakra samninga SAS og
Flugleiða er þér nú gert kleift að
kynnast ótrúlegum ævintýraheimi
Thailands í heila 17 daga fyrir enn
ótrúlegra verð; 51.669.- krónur á
mann í tveggja manna herbergi.
Aukavika
fyrir kr. 3.899.-
Gist er í 4 nætur í Bangkok og 10
nætur á óviðjafnanlegri Pattaya
ströndinni. Þar er dvalið á fyrsta
flokks hóteli og aukavika kostar
aðeins 3.899.- krónur. Pað er frábært
verð fyrir allar þær vellystingar sem í
boði eru. Einnig er hægt að gista á
s lúxushóteli og verðið hækkar þá
aðeins um litlar 4.171.- krónu. íburð-
o urinn á þessum hótelum er engu líkur.
Aukavika í Singapore
fyrir kr. 8.986.-
Til að kóróna ferðina getur þú farið í
vikuferð til Singapore og gist þar á
enn einu lúxushótelinu. Við ferðalok
eða í upphafi ferðar er hægt að koma
við í Kaupmannahöfn og staldra við
í gömlu höfuðborginni.
Allar nánari upplýsingar um þetta
einstaka ævintýri eru veittar á næstu
ferðaskrifstofu, söluskrifstofum
Flugleiða og SAS.
Fleiri ótrúleg ferðatilboð
Við getum einnig boðið upp á ferðir
til eftirtaldra staða á ótrúlegu verði;
Bangkok kr. 40.120* Singapore kr.
43630* Tokyo kr. 47630* og Rio de
janeiro kr. 6(1500".
(verð fram og til baka).
* Verft miðast við gengi 22.10.
FLUGLEIDIR S> S4S
Sovétríkin:
Lyfturnar
eru lélegar
Moskvu, AP.
EINN helsti sérfræðingnr
Sovétríkjanna í augnlækning-
um ritaði á miðvikudaginn
grein i Pravda, og kvartaði
yfir því hvað sovéskar lyftur
væru lélegar. í greininni kom
fram að Fidel Castro, leið-
togi, Kúbu, festist í lyftunni
þegar hann heimsótti helstu
augnskurðstofu Moskvuborg-
ar í febrúarmánuði.
Grein sérfræðingsins, sem
heitir Svyatoslav Fyodorov, birt-
ist á forsíðu málgagnsins. Sagði
hann tæknibúnað þann sem not-
aður er til að knýja áfram
sovéskar lyftur öldungis úreltan
og krafðist þess að kommúnista-
flokkurinn gripi þegar í stað til
viðeigandi ráðstafana. „Það er
skammarlegt að nú • undir lok
aldarinnar skuli vera framleidd-
ar lyftur, sem eru á allan hátt
ófúllkomnarí en þær sem fram-
leiddar voru fyrir 50 árum,“
sagði í grein Fyodorovs. Sagði
þar ennfremur að ekki hefði tek-
ist að fá lyftumar til að starfa
eðlilega þegar sjálfur Fidel
Castro heimsótti stofnunina og
hefði leiðtoginn mátt dúsa dá-
góða stund fastur á sjöundu
hæð.
í greininni kom fram að stofn-
un þeirri sem Fyodorov veitir
forstöðu hefði verið veittur
styrkur til að endumýja lyftum-
ar í byggingunni. Svyatoslav
Ifyodorov kvaðst hafa hafnað
þessari fjárupphæð á þeim for-
sendum að peningunum værí
betur varið til kaupa á læknin-
gatækjum. í lok greinarinnar
sagðist Fyodorov vera reiðubú-
inn til að heimsækja viðkomandi
lyftuverksmiðju og aðstoða
tæknimenn þar til að koma sam-
an almennilegum útbúnaði.