Morgunblaðið - 30.10.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 30.10.1986, Blaðsíða 54
ð<3 54 1R«r JiafTÖTHO ,0E H’TOAaUTMMn .GfiaAJaMUOSOM MORGUNBLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1986 íslensk efnahagsstefna eftir Guðlaug Tryggva Karlsson Þjóðin saknar Alþýðuflokksins í stjóm efnahagsmála. Við lifum á mesta góðæri sem hér hefur þekkst, samt er viðskiptajöfnuður áætlaður á þessu ári neikyæður um 2,2 millj- arða króna. Á sama tíma er vöruskiptajöfnuðurinn áætlaður hagstæður um 3,9 milljarða króna. Hvað veldur þá þessu tapi? Jú, vaxtajöfnuður, þ.e.a.s. það fé sem þjóðin borgar eriendum Qármagns- eigendum, er óhagstæður um hvorki meira né minna en 6,1 millj- arð króna. Hið mikla góðæri dugir þá ekki til þess að greiða hallann að greiðslujöfnuðinum, heldur er lokaniðurstaðan 2,2 milljarða króna tap á gjaldeyrisbúskapnum, sem hvergi getur komið annars staðar frá en utanlands. Sem sagt, skuld- imar hækka enn í góðærinu. Gífurlegar skuldir Skuldir þjóðarbúsins eru nú um 74 miiljarðar króna. Það er athygl- isvert að skoða þróun þessara skulda. Það sem stingur í augun er hin gífurlega aukning skulda- byrðarinnar eftir 1980. Á næstu árum tvöfaldast skuldir þjóðarbús- ins. Alþýðuflokknum var mjög núið þvf um nasir 1979 að hlaupast frá þeirri stjómarsamvinnu, sem hann þá tók þátt í upp úr kosningasigrin- um mikla 1978. Formaður flokks- ins, Jón Baldvin Hannibalsson, hefur reyndar lýst þeirri stjómar- þátttöku sem pólitísku umferðar- slysi yfir höfuð talað. Hvað var það þá, sem flokkurinn vildi ekki taka þátt í að leiða þjóðina út í? Það var nákvæmlega þessi skuldasöfnun, sem núna mergsýgur þjóðarbúið þannig, að þrátt fyrir mesta góðæri Islandssögunnar þá emm við ekki borgunarmenn enn. Það er freist- andi að reyna að átta sig eitthvað á þ ssari skuldasúpu, en nokkrir homsteinar verða að nægja. Fjárfestingarmistök Þjóðin er nú talin eiga heilli vatnsaflsvirkjun of mikið í landinu og samt hamast hún við að byggja Blönduvirkjun til viðbótar. Kostnað- aráætlun við hana er upp á eina 6 milljarða, þannig að hér höfum við strax 12 milljarða til að borga vexti af. Reyndar em tíu prósent kostn- aðar við Blönduvirkjun áætluð í girðingarvinnu fyrir bændur í Húnaþingi ásamt vegalagningu og átaki í uppbyggingu fjárhúsa í hér- aðinu, þannig að þjóðin fær að borga vexti af því líka. Ósamið er um vatnsréttindin Krafla gamla er upp á 4,5 millj- arða og Suðurlína, sem einn ágætur iðnaðarráðherra lýsti sem hreinu drasli, er upp á hálfan annan millj- arð. Þá tókst öðram hæstvirtum iðnaðarráðherra að fjárfesta upp á milljarð í hönnunarkostnaði við Fljótdalsvirkjun, — vonandi em það ekki bara gaddavírsrúllur og kengj- ur. Sé einnig haft með í dæminu ofljárfesting, sem blasir við í sum- um atvinnuvegum, mislukkaðar verksmiðjur, og áfoll sjóða og banka landsins af ýmsum málum, ásamt stórhýsum og öðmm minnismerkj- um, sem seint verða kennd við verðmætasköpun útflutningsat- vinnuveganna eða framleiðni yfir- leitt, þá sést, að stór hluti þeirrar fjárfestingar, sem þjóðinni hefur verið steypt í skuldimar fyrir, em algjörlega óarðbærar ef ekki ger- samlega ótímabært mgl. Gegn þessu barðist Alþýðuflokkurinn, enda stofnaður til þess að sjá hags- munum íslenskrar alþýðu og þjóðar farboða en alls ekki erlendum fjár- magnseigendum. Óðaverðbólga Á sama tíma og þessi skuldasöfn- un stóð yfír var svo öllu verðmæta- skyni þjóðarinnar stefnt í voða með óðaverðbólgu á annað hundrað pró- sent þegar hún náði sem hæst, og þar með var eyðilagður sá gmnd- völlur til spamaðar, sem einn getur dugað öllum þjóðum til farsællar atvinnuuppbyggingar. Það er svolítið skondið að heyra stjómarflokkana núna hæla sér af því að hafa komið verðbólgunni nið- ur. Skyldu þeir vísvitandi reyna að gleyma þeim sannindum að sá veld- ur miklu sem upphafínu veldur? Varla þarf þó að búast við þvf, að nokkur andstöðuflokka Alþýðu- flokksins á þingi játist við verð- bólgudraugnum. En hvemig vom þá þessi mál þegar Alþýðuflokkur- inn réði þeim? Allan þarsíðasta áratug fór Alþýðuflokkurinn með verðlagsmál í viðreisnarstjóminni undir fomstu Gylfa Þ. Gíslasonar viðskiptaráðherra. Þá var meðal- verðbólga allan áratuginr um 10 prósent. Er það nema von að þjóðin sakni Alþýðuflokksins við stjóm- völinn í stað einhverra angurgapa, sem eyðileggja allt í upphafí og telja sig svo stórmenni að geta plástrað það eitthvað seinna. Allt verðtryggt nema launin Tekist hefur að halda góðu at- vinnustigi í landinu og auðvitað ber að geta þess líka sem vel er gert. En hvert er þá viðhorf alþýðu lands- ins til andstöðuflokka Alþýðu- flokksins? Skyldu húsbyggjendur vera búnir að gleyma því, þegar launin þeirra vom fryst, en vaxta- vísitalan látin ganga miskunnar- laust á þá, bundin tveimur hélstu kostnaðarvísitölunum, fram- færsluvísitölu og byggingarvísitölu? Er það ekki annars furðulegt fyrir launafólk, að allt skuli vera verð- tryggt í þessu landi nema launin? Þjóðarbú, sem býr við gífurlegar erlendar skuldir í arðlausum fjár- festingum, getur aldrei gengið framhjá þeirri staðreynd í slnum innri málum. Gjaldeyririnn í vaxtagreiðslumar getur auðvitað hvergi komið annars staðar frá en úr útflutningsatvinnu- vegunum og gjaldeyrisöfluninni. Getu þeirra til þess að útvega ríkis- sukkinu erlent fjármagn em auðvit- að viss takmörk sett, þrátt fyrir algjört góðæri. Byijað er á því að leggjast á útflutningsatvinnuveg- ina, en í framhaldinu er þess svo auðvitað gætt, að kaupgeta al- mennings sé ekki svo mikil, að fólk geri of miklar kröfur á innflutning, þ.e.a.s. á gjaldeyriseyðslu. Aðferðin er því sú að færa niður kaupgetu almennings. Þá er meira eftir til þess að hægt sé að standa við greiðslur af öllum arðlausu Qár- festingunum, sem erlendu lánin vom slegin fyrir upphaflega. Þann- ig skýrist hin furðulega þverstæða að í mesta góðæri sem yfír þetta land hefur gengið em öll föst laun hraksmálega lág. Þar hefur ríkis- valdið vissulega haft forustu, samanber meðferðina á BSRB á sínum tíma og eftirleik samning- anna, og laun ríkisstarfsmanna nú. Opinberir starfsmenn em svo sannarlega ekki búnir að gleyma þeim hörmungum, enda ber sjálft launaumslagið þeirra þess vitni alla daga. Dæmin blasa líka við úr þjóð- félaginu, hvorki er hægt að manna sjúkrastofnanir né skóla. Það hefur vissulega verið launafólki og þjóð- inni dýrt, að Alþýðuflokksins hefur ekki notið við í stjómun efnahags- mála síðustu ár. Landbúnaður í fjötrum Sé svo litið til einstakra atvinnu- greina blasir ofstjómin við. í rauninni mætti lýsa henni best með tveimur orðum: miðstýring og kvóti. Landbúnaðurinn, sem haldið hefur lífí í þjóðinni frá landnámsöld, er nú svo kominn, að bændur em sett- ir í einn allsheijar hringdans um hugtök eins og fullvirðisrétt, bú- Guðlaugur Tryggvi Karlsson „Löngu er nú tímbært að íslensk þjóð njóti Alþýðuf lokksins við stjórnvölinn í landinu og mótun skilvirkrar efnahagsstefnu, sem gagnast jafnt háum sem lágum.“ mark og kvóta. Einhvemtíma var sett á búmark, en þeir græddu mest sem svikust mest undan því. Þetta var látið viðgangast í nokkur ár eða þangað til kerfíð sprakk al- gjörlega í fyrravetur. Þá hófust heimsendingar seðla á fullvirðisrétti á mjólk. Ungir bændur sem höfðu verið kvattir til þess af „hagfræði- ráðgjöf" miðstýringarinnar að íjárfesta sem mest, til þess að geta framleitt sem mest, til þess svo að ráða við skuldimar og ránsvextina, fengu tilkynningu um það að þeir fengju ekki krónu fyrir framleiðsl- una fram til nýs verðlagsárs, eða 1. september. Lá við borð að þeim væri gert að skrúfa fyrir mjólkurframleiðsl- una „si svona" með vorkomunni og gróandanum. Aðrir máttu gefa mjólkurbúunum mjólina, — enda yrði hún ekkert lækkuð til neyt- enda. Skrýtin tilkynning það, fannst mörgum. Þá er kjötfjall í landinu, smjör- fjall og endar sjálfsagt með því að þessi þjóð sem ekki hafði ofaní sig fyrir nokkmm áratugum verður að henda mat í stómm stíl. Svo ekki sé minnst á allt hungrið í veröldinni í kringum okkur. Bændur fá ekki að lækka verðið Allt ber þetta að sama bmnni. Atvinnustarfsemi, sem ekki tekur mið af tilgangi sínum, í þessu til- felli að brauðfæða landsmenn, heldur framleiðir fyrir kerfíð, — lendir í ógöngum og þeim, sem síst skyldi verður að blæða. Staðreyndin núna er líka sú, að verð á hefð- bundnum landbúnaðarafurðum er alltof hátt til að standast samkeppn- ina við aðra matvöm. Þjóðin hefur það einnig á tilfínningunni, að stjóm landbúnaðarmála banni bændum að lækka verðið til þess að bæta stöðu sína á markaðinum, því það henti ekki kerfínu. Auk þess blasir það við, hversu erfítt þetta mál í rauninni er, að fóðurein- ingin í niðurgreiddu komi, komið í skip í Bandaríkjunum eða í Evrópu, er um þijár krónur, en fóðureining- in í heyi framleiddu hér á landi er um þrisvar sinnum dýrari og jafn- vel enn dýrari í graskögglum, sem einnig geta verið mjög mismunandi að gæðum. Þessu vandamáli er svo bjargað fyrir hom með fóðurbætisskatti, sem auðvitað gerir matvömna enn dýrari en hún þyrfti að vera. Vissu- lega er þetta vandamál, sem veldur unnendum íslensks landbúnaðar andvökunóttum, en stoltir íslend- ingar ætla auðvitað að lifa í landinu sínu á íslenskum landbúnaðarafurð- um hvað sem það kostar. Hinir verða bara að lifa líka. Kvótaútgerð I sjávarútveginum er annað kvótamglið í gangi. Þar hvöttu menn á sínum tíma til ofljárfesting- ar, þrátt fyrir viðvaranir allra hugsandi manna, jafnt í sjómanna- samtökunum, útgerðinni og í Alþýðuflokknum. Alls ekki var hlustað á þetta, þangað til físki- stofnunum var ofboðið. Þá hafði verið byijað með skrapdagakerfíð og síðan kvótann. Hann gmndvall- aðist á þriggja ára sögulegri viðmiðun ásamt mögulegum sókn- arkvóta. Skussamir fengu kvóta líka og gátu nú hafið nýja tegund útgerð- ar, — kvótaútgerð. Fiskurinn var fyrirframseldur í sjónum á allt að 7—8 krónur kílóið, en þeir sem lentu á milli laga hjá kerfínu máttu gjöra svo vel og kaupa. Smáfíski var hent og öðram óarðbæmm físki. Pólitísk- ir þénarar mnnu á slóðina. Algjör baklás kom í endumýjun fískiskipa- stólsins og er nú talið að meðalaldur Móde/satntökin. BLUES - ROCK FIMMTUDAQUR í EVRÓPU sl«"MrrSJSluhela| T.F.R er ný hljómsveit (tríó) sem hlað- in er reyndum köppum úr poppinu. Þeir eru Rúnar Júlíusson söngvari og bassateikari, Tryggvi Húbner gítaristi og Finnur Jóhannsson trommari og söngvari. Þeir félagamir eru með fjöl- marga þrælgóða „blues-rock standar- da" að eigin sögn. T.F.R. er hörku- band sem svíkur engrn. Módelsamtökin sýna glæsilegan tískufatnað undir stjórn Unnar Am- grímsdóttur. X morgun hefst í EVRÓPU fyrsti riðill- inn í hópkeppni íslandsmótsins í aero- bic. Ennþá er hægt að skrá þátttöku í símum 39123 og 35355. Um næstu heigi kemur söngvarinn FORREST tii íslands og skemmtir í EVRÓPU, að ^jálfsögðu! ítalskt „þjóðarkvöld" á sunnudaginn Borðapantanir í síma 35355 WorUCtðSS■ (/) •ö. cr>
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.