Morgunblaðið - 30.10.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 30.10.1986, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1986 t Eiginkona mín og amma, SIGRÍÐUR HANNESDÓTTIR frá Hleiöargarði, Bergþórugötu 14a, lést í Landspítalanum 18. október. Útförin hefur farið fram í kyrr- þei að ósk hinnar látnu. Björn Vigfússon og Ingimundur Guðmundsson. t Ástkær eiginmaður minn og faðir, SIGURÐUR ÓMAR ÞORKELSSON radioeftirlitsmaður, Móaflöt 22, Garðabæ, lést í Landspítalanum aðfaranótt 28. október. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Inga Eiriksdóttir, Bertha Sigurðardóttir. t Eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN SIGURÐSSON vélstjóri, Miðvangi 133, Hafnarfirði, lést af slysförum 28. október. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda. Krlstfn Þórðardóttir. t Frænka okkar, HALLA KRISTJANA PÉTURSDÓTTIR frá Kjörseyri, andaðist ( sjúkrahúsinu á Hvammstanga þann 28. október sl. Hannes G. Jónsson og aðrir aðstandendur. t Faðir okkar, GUNNAR BACHMANN GUÐMUNDSSON, Fögruhlíð, Stykkishólmi, lést í Landspítalanum 28. október. Börn hins látna. t Útför BÖÐVARS STH. BJARNASONAR byggingameistara, Hrafnistu, Hafnarfirði, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 31. október kl. 15.00. Ragnhildur D. Jónsdóttir, Jón Böðvarsson, Guðrún E. Björgvinsdóttir, Vilhelmfna S. Böðvarsdóttir, Ingólfur S. Ingólfsson, Valborg S. Böðvarsdóttir, Magnús J. Jósefsson, Bjarni Böðvarsson, Þórhildur Guðnadóttir, Böðvar Böðvarsson, Sigmundur Böðvarsson, Alberta Böðvarsdóttir, Guðný Böðvarsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN MARÍA GUÐJÓNSDÓTTIR, Raufarfelli, Austur-Eyjafjöllum, er lést í Landspítalanum 24. október verður jarðsungin frá Eyvind- arhólakirkju laugardaginn 1. nóvember kl. 14.00. ÁstþórTryggvason, Þóra Sigurþórsdóttir, Finnur Tryggvason, Svava Eyþórsdóttir, Ólafur Tryggvason, Bóel Guömundsdóttlr, Gróta T rygg vadóttir, Guðmundur Sigurbjörnsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GEORGS SHEPPARDS GEORGSSONAR, áðurtil heimilis Þórustfg 26, Njarðvfk, ferfram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 31. október kl. 15.00. Björg Sveinsdóttir, Berta Bracey, Sveinn Georg Georgsson, Shirley Ann Cutchin, tengdasynir og barnabörn. t ALDÍS TORAREN, fyrrum húsfroyja á MóeiAarhvoli, Eyrarvegi 24, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 1. nóvember kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda Ingimundur Marelsson. t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, ÁSGERÐAR ÁGÚSTU ÁGÚSTSDÓTTUR frá Lýsudal, Hraunbæ 10. Friðgeir Ágústsson, Haraldur Þorsteinsson, Kristján Jónasson, Sigriður Jónasdóttir, Sigurborg Jónasdóttir, Guðmundur Jónasson, Bergþóra Sigurjónsdóttir, Gunnar Jónasson, Svanfrfður Guðmundsdóttir, Inga Jónasdóttir, Oliver Greij, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og vinarhug vegna fráfalls móður okkar, tengdamóður og ömmu, RAGNHEIÐAR E. JÓHANNSDÓTTUR Túngötu 34. Aöalheiður Friðriksdóttir, Sigrún F. Fakharzadeh, Þorsteinn Friðriksson, Friðrik Friðriksson, Ingibjörg Friðriksdóttir Ragnheiður Friðriksdóttir Jóhannes Jónsson Mehdi Fakharzadeh Guðrún Lýðsdóttir Hörður Viktorsson barnabörn. og t Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför GUÐMUNDAR ÞÓRIS GUÐMUNDSSONAR, Hvassaleiti 26. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks og lækna á deild A7 Borgar- spítala. Guð blessi ykkur öll. Guðrún M. Bjömsdóttir, Áróra Guðmundsdóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir. t Þökkum innilega kveðjur og hlýhug við andlát eiginmanns míns, föður, sonar og bróður, GARÐARS SVEINSSONAR, Suðurgötu 45, Keflavfk. Margrót Kristjánsdóttir og börn. Magndfs Geirsdóttir og systkin) hins látna. t Þökkum innilega auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og útför ÓLAFS INGVARSSONAR frá Hellishólum. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á 5. og 7. hæð Borg- arspítalans og einnig Elliheimilisins Ljósheimum, Selfossi. Fyrir hönd okkar systkinanna, Lovfsa Ingvarsdóttir. t Innilegar þakkirfyrir auðsýnda samúð og hlýhug viö andlát og útför GUÐRÚNAR EYJÓLFSDÓTTUR frá Fjósum f Mýrdal. Fyrir hönd aðstandenda, Lára Þorkelsdóttir. t Innilegt þakklæti til allra sem auðsýndu samúö og hlýhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður, tengdafööur og afa, SKARPHÉÐINS KARLSSONAR. Svafa Gfsladóttir, dætur, tengdasynir og barnabörn. Kveðjuorð: * Olafur Indr- iðason frá Reyðarfirði Fátækleg verða kveðjuorðin um gamlan sveitunga og vin, en skylt að þakka við leiðarlok. Stundum finnst mér allar tilvilj- anir hafa tilgang. Á síðasta vetri var faðir minn á sjúkrahúsi um skeið og þegar ég heimsótti hann eitt sinn, hafði hann verið fluttur á aðra stofu. Þaðan barst ómur af líflegum samræðum og léttum hlátri og mér fannst óðar ég ætti að þekkja þessa rödd, þennan glaða hlátur, þó undramörg hefðu árin liðið. Mér varð ljóst, að þama höfðu orðið góðra vina fundir og víst er, að faðir minn naut þess að hafa þennan stofufélaga og eiga við hann tal jafnt um líðandi stund sem liðna tíð. Þrátt fyrir sjúkleikann var Ólaf- ur samur við sig, brosið var bjart sem fyrrum og viðmótið elskulegt eins og alltaf. Ólafur Indriðason, sem ég kallaði ætíð áður Óla í Grænuhlíð, var Reyðfírðingur, fæddur f Áreyjum, átti lengst heima í Grænuhlíð og bjó svo fyrstu búskaparár sín á Reyðarfírði. Foreldrar hans voru þau sómahjón Hildur Jónsdóttir og Indriði Jóhannsson. Annars var ekki ætlan mín að rekja lífssögu látins vinar, sem svo alltof fljótt hefur horfið af sviði. En ég hlýt að minnast þessa mæta ljúfmennis, sem ég á svo margar minningar um frá fyiri tíð. Glöggt man ég, þegar Óli kom heim að Seljateigi, hress og kátur og lék jafnan á als oddi, en gaf sér þó ævinlega tíma til að tala við krakkana á heimilinu. Marga ferðina fór ég með Óla, hann átti einhvem veginn alltaf leið einmitt þangað, sem ég var að fara. Það var þakklátur unglingur, sem oftsinnis þáði slíka ferð og þessa er gott að minnast nú, þó seint sé þakkað. Ég minnist góðra stunda úti í Fögruhlíð, þegar þeir Gísli frændi minn tóku tal saman í léttum tón, stríddu hvor öðmm og göntuðust eins og strákiingar yfír kaffínu, sem Gunna mín blessuð sá um að alltaf var yfrið nóg af. Já, það var glatt á hjalia þá og gaman að mega hlusta á græskulaust gleðitalið. Öll mín kynni af þessum góða dreng voru á eina lund, enda var hann rómaður sem sá, er öllum vildi greiða gera og alltaf var tilbúinn að leysa annarra vanda. Óli var ágætlega vel verki farinn maður, höndin hög og heiður hugur voru einkenni hans og trúmennska hans og samviskusemi voru fólgin í verki hveiju. En fyrst og síðast var hann einlægur, hlýr og sannur drengur. Með þökk er hann kvaddur og ég veit að faðir minn hugsar með einstakri hlýju til samverustund- anna í fyrra, sem voru honum bæði dýrmætar og kærar. Aðstandendum hans öllum send- um við einlægar samúðarkveðjur á saknaðarstund. Blessuð sé minning hins mæta drengs. Helgi Seljan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.