Morgunblaðið - 08.03.1987, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.03.1987, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1987 Þetta tekur nú enda eins og œtíð ... Ef stóri Dani sýnir ekki stóíska ró, þá er vart að búast við góðu, enda jafnvægið þar á bæ fullkomið. Eigandi hans er þekktur breskur „poppari“, Chris Amoo, einn af frumkvöðlunum að stofnun hljómsveitarinnar „The Real Thing“. Samtals voru 15 þúsund hundar á sýningunni af um eitt hundrað tegundum. Meðal gesta var íslenski hundaeigandinn og ljósmyndarinn Ragnar Sigurjónsson. Hann hefur starfað við Hlýðniskólann á Bala, Álftanesi, og á sjálfur hund af Labrador-kyni. Ragnar lánaði okkur nokkrar af myndurn síniun af sýningunni til birtingar. Ragnar sagði, að á sýning- unni hefði, auk hefðbund- innar keppni um falle- gustu og bestu hundana, farið fram keppni í alls konar þraut- um; hindrunarstökki o.fl. Þá hefðu vinnuhundar sýnt listir sínar við að finna og sækja hluti, svo sem rétt- an“ klút af mörgum eins útlítandi. Hafði hundunum aldrei brugðist bogalistin, hversu svo sem reynt var að rugla þá. í upphafí sýningar- innar sýndu breskir lögregluhundar vinnubrögð sin og sagði Ragnar að það hefði verið stórkostlegt á að horfa, og lítið eftirsóknarvert að lenda í klóm og kjöftum þessara þrautþjálfuðu varða laganna, en þeir voru allir af Scheffer-kyni. Aðspurður sagði Ragnar, að hann hefði enga íslenska hunda séð á Crufts, en vitað er að þeir eru til í Englandi. Aftur á móti hefðu nor- skir hundar, mjög líkir þeim íslensku, verið þar. Sýningin stóð yfír í fjóra daga og kvað Ragnar nóg hafa verið að gera allan tímann. Sér hefði fundist erfiðast að vera einn á sýningunni og hafa engan að tala við. Það hefði orðið til þess að fólk leit hann homaugum, þegar hann var farinn að dást að hundun- um og kunnáttu þeirra í eintali við sjálfan sig á íslensku. Eitt af því sem Ragnar sagði eftirtektarvert á svo stórri sýningu var, að sam- Eigendur hófu furðulegustu tilfærslur, þegar ljósmyndarar munduðu vélar sínar. Kannski ekki furða þó sá fjórfætti láti tunguna lafa. Með 15 þúsund eintökum af besta vini mannsins á Crufts í London komulagið milli hundanna virtist einstaklega gott. Hann kvaðst aldr- ei hafa orðið var við slagsmál, eini óróinn hefði verið daginn sem Terri- er-hundamir mættu á svæðið, en þeir virtust nokkuð verr skapi fam- ir en aðrir hundar. Ragnar starfar við Hlýðniskólann á Bala á Álftanesi, en hann er rek- inn á vegum Hundaræktarfélags íslands. Hann sagði aðspurður, að íslenskir hundaeigendur væru eins og vögguböm miðað við hundaeig- enduma á Crufts. Hér væri því margt ólært, en hann sagðist hafa trú á því að hérlendis ættu eftir að verða margar og góðar sýningar, enda íslenskir hundaeigendur mjög áhugasamir. Um þrjátíu hreinrækt- aðar hundategundir eru nú taldar hér á landi, en með hreinræktun er átt við að forfeður hunds séu sömu tegundar og það nokkuð langt aftur í ættir. Orðið „bastarður" er úr hundaríkinu. Það er kallaður Gómaður með klóm og kjafti. Líklega er lífvænlegra að komast ekki í kast við þessa veðri laga og réttar í Bretaveldi. bastarður, þegar hundategundir hafa ruglað saman reitum í af- kvæmi, ef svo má að orði komast. Við forvitnuðumst svolítið um Hlýðniskólann hjá Ragnari. Hverj- um er þar kennt og hvað. Hann Líklega er hann af refaættum einhvers staðar lengst aftur í, enda virtist hann greinilega hafa áhyggjur af einhverju. Ragnar ásamt hundi sínum, honum Kobba. Fullu nafni heitir hann Jakob Frímann Magnússon, já, í höfuðið á þeim eina sanna Stuðmanni. Þegar maður er einn af 15 þúsund og kannski minnstur, er gott að vita af „mömmu" á réttum stað. Ofsalega er gott að fá sér lúr og láta sig dreyma um ferð út í óvissuna. St. Bernharðshundar eru þekktari fyrir að vera með víntunnu i bandi um hálsínn en tuskusmekk. — Kannski að hann fari bara hjá sér og þykist sofa. Á EINNI stærstu hundasýningingfu sem haldin hefur verið, í Earls Court í London um miðjan febrúar sl., var hundur af Afghan-kyni, Ch. Viscount Grant, „Gable“, kosinn besti hundur sýningarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.