Morgunblaðið - 08.03.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1987 '
B 29
• VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
,691100 KL. 13-14
IFRÁ MÁNUDEGI
iTIL FÖSTUDAGS
Egg-ert E. Laxdal segir uppalendur barna gera of miklar kröfur til
þeirra.
Er þetta
lög’legt
ráðherra?
Atli skrifar:
Kæri Velvakandi,
I tvígang hefur birst í dálkum
yðar fyrirspum frá mér, sem enginn
hefur fengist til þess að svara enn-
þá, um það, hvort bankastofnunum
sé heimilt að taka dráttarvexti fyr-
ir heiian mánuð, auk innheimtu-
kostnaðar, ef mönnum verður það
á að gefa út innistæðulausar áví-
sanir. Tekið skal fram að mistökin
hafa verið lagfærð daginn eftir eða
um leið og þau hafa uppgötvast.
Með því að reikna kostnaðinn upp
til ársvaxta þá fæ ég út að hann
getur numið 881%, segi ég og skrifa
áttahunduráttatíu og einn af hundr-
aði. Var einhver að tala um okur?
Ég leyfl mér því, að óska eftir,
að þér beinið þriðju fyrirpspurninni
til ráðherra bankamála, því ég á
erfitt með að skilja að þetta sé lög-
legt og verð hreinlega ekki í rónni
fyrr en ég hef fengið botn 'þetta
mál.
Yeðjað á börnin eins
og kapphlaupahesta
Kæri Velvakandi, sérkennslu barna og álíta að vangefinn, en það er mitt álit,
Nú undrast margir á aukinni þessi hópur sé að einhveiju leyti að svo þurfi ekki að vera. Ástæð-
....... ........... ........................................... an sé allt önnur.
Athugasemd frá
Andrési Magnússyni
Andrés Magnússon svarar:
Vegna bréfs “M.G.“ laugardag-
inn 7. mars í Velvakanda og þar
sem ég skrifaði téða grein um
„Gorba poppara" þykir mér rétt að
eftirfarandi komi fram: Það má
hverjum vera ljóst að Rokksíðan er
skrifuð í léttari dúr en flest annað
efni blaðsins og fyrirsögn og
myndatexti í samræmi við það. Það
að Mikhail Gorbachev hafí sýnt Is-
lendingum virðingu með því að velja
Reykjavík sem fundarstað er
tvíbent. Gorbachev stakk upp á
tveimur borgum, en það var Banda-
rikjaforseti, sem valdi Reykjavík.
Hvað hið síðasta varðar tel ég það
út í hött að blaðamenn ritskoði
sjálfa sig til þess að spilla ekki fyr-
ir viðskiptahagsmunum, ímynduð-
um eða raunverulegum. Sovétríkin
eru og hafa verið mesta kúgun-
am'ki jarðkúlunnar og undirritaður
hefur ekki og ætlar sér ekki að
þegja yfir því.
Það eru gerðar of miklar kröfur
til bamanna, það er ætlast til of
mikils af þeim. Uppalendur bama
veðja á þau eins og veðhlaupa-
hesta, þau verð að skara fram úr
til þess að auka hróður hinna full-
orðnu sem að þeim standa, bæði
foreldra og kennara. Þetta getur
sligað þau, bæði andlega og líkam-
lega. Þau em vanmetin ef þau
standa sig ekki og falla í áliti.
Þeir em til sem halda því fram
að böm geti verið orðin læs 5-6
ára, en ég álít að þetta takmark
náist ekki almennt fyrr en á níunda
aldursári, eða þar um bil, og er
ekkert óeðlilegt við það. Böm þurfa
tíma til þess að vaxa og þroskast
og það er vafasamt að íþyngja þeim
með of miklum kröfum, og í þessu
tilfelli með of miklu námi. Það er
ekki víst að þeim vegni neitt betur
í lífinu þótt þau séu keyrð í gegnum
skólann, með offorsi og tillitsleysi,
bara til þess að auka hróður uppa-
lenda þeirra. Það gæti þvert á móti
orðið þeim til stórtjóns.
Eggert E. Laxdal
Bláskógum 5,
Hveragerði
Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem
hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 13 og 14, mánudaga
til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel
er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir,
auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn,
nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó
að höfundur óski nafnleyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í
dálkunum.
Þessir hringdu . .
Tapaði úri
Sesselja Ingólfsdóttir hringdi:
Ég týndi úri á leiðinni úr Síðu-
múla og Ármúla niður í Hagkaup
sl. mánudag. þetta var næluúr.
Ef einhver hefur fundið það er
hann beðinn um að hafa samband
við mig í síma 36246.
Gefið fólki frí
Ingibjörg Júiíusdóttir hringdi:
Núna þegar margir íslendingar
fara á skíði erlendis og brögð era
að því að nemendur fái leyfi úr
skóla þá vil ég beina þeim tilmæl-
um til forráðamanna á vinnustöð-
um að þeir gefí fólki frí sem hefur
áhuga á að fara á skíði þegar
koma góðir dagar í miðri viku.
Það mætti síðan vinna upp eða
taka af frídögum. Við eigum svo
góð skíðalönd og við þurfum að
geta notið þeirra sem best. Ég
hef komist einstaka sinnum á
skíði á svona dögum undanfama
vetur og þetta hafa verið dýrðar-
dagar. Allir þekkja það að það
myndast langar raðir þegar vel
viðrar um helgar.
Er vísan rétt?
Pálína Gísladóttir hringdi:
Getur einhver lesandi Velvak-
anda sagt mér hvort þessi vísa
sé rétt með farin? Eftir hvem er
hún og era þær fleiri?
Alla þá sem eymdir hijá,
er yndi að hugga.
Lýsa þeim sem ljósið þrá,
en lifa í skugga.
HAFNARFJÖRÐUR • GARÐABÆR
Ný námskeið hefjast
í næstu viku í:
Líkamsrækt • Eróbikk • Átaki í megrun
Verið hress og gerið skemmtilegar æfingar
í góðum hóp undir hljómfalli fjörugrar tónlistar
1300 kr. fyrir4vikur
Get einungis bætt við örfáum þátttakendum
Hringið strax og skráið ykkur © 44414
ANNA HARALDSDÓTTIR íÞRÓTTAKENNARI
AÐALFUNDUR
Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verð-
ur haldinn 9. mars 1987 kí. 20.30 á Hótel
Esju 2. hæð.
Dagskrá samkvæmt félagslögum.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.
Þekking Reynsla Þjónusta
FÁLKINN
SUPURLANPSBRAUT 8. SIMI 84670
málningar
sprautur