Morgunblaðið - 08.03.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.03.1987, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1987 Rétt eins og hver annar gjaldmiðill w IBeirút ganga sögur um mann- ræningja, sem uppgötvuðu sér til skelfingar, að gíslinn sem þeir höfðu í haldi var einskis virði. Eng- inn bauðst til að greiða fyrir hann lausnargjald, hversu hræðilegar hótanir sem hafðar voru í frammi. Að lokum ákváðu mannræningjam- ir að sleppa fórnarlambi sínu en skömmu áður höfðu þeir sárbænt ríkisstjóm hans að sjá aumur á þeim með eftirfarandi orðum: „Þið verið að láta okkur fá eitthvað. Við höfum kostað uppihald hans mán- uðum saman." Þeir sem segja þessa sögu sveija og sárt við leggja að hún sé sönn, og hún felur í sér mikilvægan sann- leik um gísla, nefnilega að þeir em einskis virði nema einhver vilji greiða fyrir að fá þá lausa. Þeir em verðlausir á sama hátt og banka- reikningur eða ávísun sem enginn vill endurleysa. Enginn af þeim gísium frá Vesturlöndum, sem nú em í haldi í Líbanon, lenti í höndum mannræningja vegna þess hver hann var, heldur vom þeir allir teknir vegna þess að talið var að unnt væri að fá sitthvað í skiptum fyrir þá. í flestum tilvikum fara mann- ræningjar fram á hrein og bein fangaskipti. Skæmliðaflokkurinn Heilagt stríð vill að 17 menn af trúflokki shia verði látnir lausir en þeir em í fangelsi í Kuwait. Annar hópur krefst þess að Mohammed Ali Hamadei verði látinn laus en hann er í fangelsi í Vestur-Þýska- landi vegna meintrar aðildar að ráni á þotu frá TWA árið 1985. Og hvað vakti fyrir þeim sem rændu þotunni? Þeir vildu fá lausa 700 Palestínuaraba frá Líbanon, sem vom í höndum ísraelsmanna. Þessar starfsaðferðir hafa borið umtalsverðan árangur vegna þess að ailar ríkisstjómir Vesturlanda telja það nánast ómögulegt að láta hótanir mannræningja sem vind um eym þjóta. Israelsmenn stæra sig oft af því að hafa sýnt öðmm, hvemig eigi að koma fram við „hryðjuverkamenn“. Eigi að síður hafa þeir sýnt á sér snögga bletti líka. í maí 1985 fyrirskipaði Yhitzhak Rabin vamarmálaráðherra Israels að látnir skyldu lausir rúmlega 1.000 fangar í skiptum fyrir aðeins þijá ísraelska hermenn sem Pal- estínuarabar höfðu náð á sitt vald. Af öllum þeim ríkjum sem mann- ræningjarnir hafa reynt að kúga til fangaskipta hefur Kuwait verið þeim örðugastur ljár í þúfu. Mann- ræningjamir hafa á sínu valdi þijá Kuwait-menn sem þeir rændu í Beirút árið 1984 en fjölskylda sú sem stjómar þessu litla olíuríki við Persaflóa hefur algerlega neitað að ræða skipti við mannræningja. Terry Wahite, fulltrúi ensku bisk- upakirkjunnar, reyndi að miðla málum og fá Kuwait-stjóm til að hvika örlítið frá afstöðu sinni en án árangurs. Síðan hvarf Terry Waite og er talið að hvarf hans sé í beinu samhengi við þessar árang- urslausu umleitanir hans. Eigi að síðu fengust stjómvöld í Kuwait ekki til þess að hvika frá afstöðu sinni. Mennimir sem rændu William Buckley, yfirmanni bandarísku leyniþjónustunnar í Beirút, töldu að yfirmenn hans væm reiðubúnir að greiða vænar fjárfúlgur fyrir að endurheimta hann. Þeir höfðu rétt fyrir sér. Yfirmenn leyniþjón- ustunnar í Washington vom svo skelfíngu lostnir vegna þess að þeir óttuðust að hann yrði pyntaður til sagna, að þeir kváðust reiðubúnir að fyrirskipa vopnasölu beint til Teheran í veikri von um að hann yrði látinn laus. En Buckley lézt samt í höndum mannræningjanna eftir að hafa verið beittur langvar- andi pyntingum. - ROBIN LUSTIG MAKLEG MÁLAGJÖLDI Loks klekkt á Ku Klux Klan Ku Klux Klan-samtökin í Ala- bama í Bandaríkjunum ramba nú á gjaldþrotsbarmi og sá, sem áður var þar yfirhöfðingi í fullu starfi, er orðinn að bílasala á nýjan leik. Er ástæðan sú, að kviðdómur, eingöngu skipaður hvítum mönn- um, dæmdi samtökin til að greiða móður svarts unglings, sem klans- mennimir hengdu, sjö milljónir dollara í skaðabætur. Hefur þessum dómi verið fagnað sem „tímamóta- úrskurði". Michael Donald, 19 ára að aldri, hafði ekki annað til saka unnið en „að vera á röngum stað á röngum tíma“. Tveir klansmenn, æfir yfir því, að máli svertingja, sem var sakaður um að hafa drepið lög- reglumann, var vísað frá vegna formgalla, réðust á Donald, börðu hann og hengdu hann loksins í tré. Handan við götuna, gegnt morð- staðnum, voru íbúðir í eigu Bennie Jack Hays, sjötugs forsprakka Ku Klux Klan í Alabama. Sonur hans var annar þeirra, sem dæmdir voru fyrir morðið. Við réttarhöldin, sem fram fóru SÝNIR KLÆRNAR: Eru Suð- urríkjamenn loks búnir að fá sig fullsadda af „herferðum" sam- takanna og grimmdarverkum? í borginni Mobile, kom fram, að Hays hefði kallað lík svarta drengs- ins í snörunni „fallega sjón“, sem myndi „koma vel út í fréttunum — vera góð auglýsing fyrir samtökin". Dómurinn þýðir hins vegar það að Landssamtök Ku Klux Klan í Bandaríkjunum munu missa allar eigur sínar, sem um er vitað, á næstu þremur mánuðum, þar á meðal höfuðstöðvamar í Tusca- loosa. Eru þær og meðfylgjandi land metnar á 100.000 dollara. Sex fyrrverandi og núverandi félögum í Ku Klux Klan, stærstu og hættulegustu kynþáttahatara- samtökunum í Alabama, var stefnt fyrir réttinn auk samtakanna sjálfra. Meðal þeirra var Bennie Hays en ekki núverandi Yfirhöfð- ingi, Bobby Sheldon, sem fylgdist með málflutningnum en vildi þó ekkert um málið segja. Nú geta samtökin ekki lengur greitt honum laun og er sagt, að hann sé aftur farinn að stunda sitt fyrra starf, bílasöluna. „Peningarnir skipta mig engu máli,“ sagði Beulah Mae Donald, móðir svarta drengsins, en hún höfðaði málið með hjálp mannrétt- indasamtaka í Suðurríkjunum. „Þeir munu ekki færa mér son minn aftur en ég er því fegin, að hinir seku náðust." Michael Figures, lög- fræðingur hennar og öldungadeild- arþingmaður í ríkinu, sagði, að hér væri um að ræða „tímamótaúr- skurð, sem tryggir að Ku Klux Klan hengir ekki fleiri menn". - MICHAEL WHITE HÓTEL annað starfsfólk á bezta hóteli í Hvergi í víðri veröld annað eins dekur Vellríkir heimshornaflakkarar, kvikmyndaleikarar, stjórn- málaleiðtogar og framkvæmda- stjórar hjá stöndugum fyrirtækjum eru sammála um að beztu hótel í heiminum séu í Asíu. Hvaða skýr- ingar skyldu vera á því? Ein sú helzta er sú, að starfsfólk á hótelum í Asíu leggur sig fremur en aðrir í framkróka um að eltast við duttlunga þeirra auðmanna og heimsborgara sem njóta gistivin- áttu þeirra. Tímaritið Institutional Investor hóf fyrir sex árum að efna til skoð- anakannana um hver væru beztu hótel í heimi og allar götur síðan hefur hótelið Bangkok Oriental ver- ið þar efst á blaði. Þar leggur starfsfólkið metnað sinn í að verða við nánast öllum óskum gesta sinna, þótt sumar kunni að vera býsna fjarstæðukenndar: „Eitt hundrað kíló af frosnum froskaleggjum, takk,“ er sagt og svarið er: „Alveg á stundinni, Omar Bongo, forseti Gabon.“ Þegar Sufri Bolkiah prins frá soldánsdæminu Brunei á Bomeo sýnir á sér fararsnið og segir: „Strákar, hvar eru töskumar rnínar?" em ferðatöskumar hans, 92 að tölu, nær umsvifalaust komn- ar á sinn stað, því að burðarkarlarn- ir láta ekki að sér hæða fremur en heimi. Reagan Bandaríkjaforseti hefur góða reynslu af Hótel Okura í Tókýó og veit að hann getur hvenær sem er lagt það undir sig að nýju í fullri vissu þess að starfsfólkið þjóni hon- um jafn dyggilega og bandaríska Öryggisráðið. Fyrrgreint tímarit, sem fjallar um viðskipti og er gefið út í New York, birti nýlega niðurstöður könn- unar sinnar frá síðasta ári um beztu hótel í heimi, og fjögur þau beztu reyndust vera Bangkok Oriental, Mandarin í Hong Kong, Hótel Okura í Tókýó og Reagent í Hong Kong. Þátttakendur vom 100 menn sem stunda alþjóðleg viðskipti og em stöðugt á faraldsfæti. Sumir þeirra em jafnvel á ferðalögum níu mánuði á ári. Þeir sögðu að þessi ij'ögur hótel væm öllum fremri. Af þeim 50 hótelum sem hæstar einkunnir hlutu í þessari könnun vom 10 í borgum Asíu. Banka- starfsmaður einn frá Washington komst þannig að orði: „Hótelin í Austurlöndum em framúrskarandi. Þar er allt eins og bezt verður á kosið.“ Sagan hefur einnig sitt aðdrátt- arafl. Skömmu áður en Grace prinsessa frá Mónakó lézt, var hún á ferð með manni sínum, Rainer fursta, um Austurlönd, og þau tóku mynd hvort af öðm í elztu álmu Hótel Bangkok Oriental. Sú álma er 110 ára gömul og „svíturnar" þar bera nöfn frægra manna sem gistu þar fyrrum, svo sem Somer- sets Maugham, James Michener og Noels Coward. V í ekken HULIN RAÐGATAM Vöggudauðinn kveður sífellt oftar dyra 'öggudauðinn, það undarlega fyrirbrigði, að ungbörn, sem <ert virðist ama að, finnast allt i einu látin í vöggunni, er nú orðin ein helsta dánarorsök barna á aldr- inum viku til ársgömul í iðnríkjun- um. Á ári hveiju deyja 2.000 börn af þessum ástæðum á Bretlandseyj- um og 7.000—10.000 í Banda- ríkjunum. Vöggudauðans verður vart um allan heim en í þróunarríkj- unum er hann yfirleitt ekki skráður í skýrslum enda meira en nóg af öðmm og hættulegri sjúkdómum. Það em ekki alveg nýfædd böm sem deyja vöggudauðanum. Hætt- ast er þeim milli tveggja og ijögurra mánaða en sjaldgæft er, að nokkuð komi fyrir eftir ársaldurinn. Dauðinn vitjar barnanna án nok- kurrar viðvömnar, gráturs eða óróleika; næstum alltaf kemur hann þegar talið er að bamið sofi, vana- lega milli miðnættis og átta að morgni og oftar að vetri en sumri. Vegna þess hafa sumir látið sér detta í hug, að bömin köfnuðu hreinlega í rekkjuvoðunum en nú hefur þeirri skýringu almennt verið MESTA BASL Buxnaleysið blasir við kvenfólkinu Frískir vindar blása nú um Moskvuborg og það þarf meira en lítið meinfysinn mann til að hrífast ekki með. Varla líður sá dagur, að fréttamannafundur sé ekki haldinn með pompi og prakt og einhveiju bætt við útleggingarn- ar á „hinni nýju leið“. Fyrst var það Glasnost (opnunin, hreinskilnin), þá Perestroika (end- urreisnin), síðan Uskerenye (meiri hraði). Nú er það Uskerenye Pe- ristroyky (hraðari endurreisn). Nú er það svo, að þótt sögulegir hlutir kunni að vera á seyði í Moskvu er daglega lífið fyrir venju- lega neytendur þar í borg ekkert gamanmál, sérstaklega þó í svipinn ef þá vantar sokkabuxur, tölvur eða miða að Bolshoi-ballettinum. Lesendur blaðanna hafa sitthvað um þetta að segja og í framhaldi af því reyndi fréttakona við tímarit- ið Nedelya að komast að því hvers vegna sokkabuxur vom horfnar úr búðunum. Hún uppgötvaði, að verslunar- ráðuneytið hafði pantað of lítið af sokkabuxum hjá ráðuneyti létta iðnaðarins, sem aftur hafði mistek- ist að útvega nauðsynleg hráefni hjá ráðherranum, sem hefur efna- iðnaðinn á sinni könnu. Þessi skriffinnskuafgiöp valda því, að árið 1990 verður sokka- buxnaskorturinn enn meiri en hann er nú. í tímaritinu kom hins vegar fram, að einn embættismaðurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.