Morgunblaðið - 08.03.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.03.1987, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1987 18 B Festum þykir heldur óskemmtilegt að láta ljúga að sér. Það er þó ekki sama á hvaða stigi lygin er, svo undarlegt sem það kann að virðast. Ef menn ljúga lítilsháttar er það kallað að hagræða sannleikanum og telst ekki mjög stór yfirsjón. Segi menn vísvitandi ósatt til að komast hjá óþægindum, ljúgi sér til friðar, eins og það er kallað, þá er það talið skiljanlegt en ekki karlmann- legt. Ljúgi menn til að firra aðra óþægindum heitir það hvít lygi og er oft ekki illa séð. Ýki fólk sögur sem koma öðrum illa kall- ! ast það ómerkilegheit og þykir afleitt. Spinni menn upp sögur um aðra heita þeir lygarar og rógberar og mæla þeim fáir bót. Segi menn hins vegar stórkarla- ; legar sögur til að frægja sig komast þeir stundum á spjöld sög- unnar og kallast stórlygarar. Einna frægastur slíkra er Munc- hausen sem sagði af sjálfum sér furðulegar og stórýktar sögur. Er þess skemmst að minnast þeg- ar hann var eitt sinn á ferð að vetri til og það hafði snjóað slík kynstur að í þorpi einu sem hann fór um stóð aðeins efsti toppurinn af kirkjutuminum upp úr. Þar batt hann hest sinn. Skömmu seinna snögg hlánaði og dinglaði hesturinn þá niður úr kirkjuturn- inum þorpsbúum til stórrar furðu og Munchausen til vandræða. Við Islendingar höfum líka átt okkar stórlygara. Einn af þeim var kallaður Halldór biskup. Hann smíðaði eitt sinn kerald og lét ausa það fullt, áður en það var gyrt. Það lak ekki einum einasta dropa. Þetta var á laugardags- kvöldi. Daginn eftir kom fólk til kirkju. Það gekk maður undir manns hönd að keraldinu, og sagðist Halldóri svo frá að allir hefðu verið hlessa á því að það skyldi ekki leka. Kvað hann mönn- um hafa þótt þetta svo mikilsvert að tveir hafi dáið af undrun. Halldór fór líka einu sinni út í fjarskalegt hvassviðri. Gat hann ekki látið hjá líða að brynna kún- um þó veður væri slæmt og rak hann þær út í læk eins og venja hans var. Sagði Halldór svo frá að þegar fyrsta kýrin hafi rekið hausinn út úr fjósinu hafi rekið á svo mikinn byl að hann tók höfuð- uð af kúnni við dyrastafinn, en í sama bili hafi svo komið annar bylur og rak sá höfuðið aftur á kúna, en öfugt, svo að eyrun á henni vissu niður eftir þetta. Guðmundur á Hafrafelli þótti ýkin í meira lagi. Hann sagðist einu sinni hafa farið yfir Jórudals- heiði í miklum lausasnjó. Svo djúpur hafi snjórinn verið að slóð- ir sáust að ofan eftir hringana sem Guðmundur hafði í eyrunum. Jón Tófusprengur komst oft í hann krappan. Hann sagði svo frá elt- ingarleik sínum við tófu:„ Einu sinni var ég að elta tófu. Eg átti tík um þær mundir, sem var allra hunda fljótust. Hún elti tófuna lengi og vel en seinast varð hún þó uppgefin. Þá elti ég tófuna einn míns liðs, en ég átti erfítt með að hlaupa því að ég var brjóstveikur og hafði mikinn hósta. Hóstinn óx eftir því sem ég mæddist og seinast hóstaði ég upp lungunum. Ég kastaði þeim á þúfu, og var miklu léttari á mér eftir en áður. Loksins dró saman með mér og tófunni, því að hún fór að mæðast, og rann slefa upp úr henni upp á síðkastið. Ekki hætti ég fyrri en tæfa var sprung- in. Ég hélt nú heimleiðis og fann lungun, var þá tíkin lögst á þau. Ég þreif það sem eftir var af þeim og gleypti það. Síðan hef ég aldr- ei fundið til brjóstveiki. Eg hef æfinlega verið aðgætinn, enda tók ég eftir því, að slefan úr tófunni var ólseig. Ég hirti hana, vatt hana upp og tætti úr henni tólf pör af reipum." - Svo mörg voru þau orð Jóns Tófusprengs. Loks er að segja frá bónda sem bjó í Eyjafjarðarsýslu um síðustu aldamót. Hann var kvæntur og átti eina dóttur. Þegar hún var tveggja ára var hún mjög efnileg og svo holdug, að þegar hún hljóp á gólfinu, eins og börnum er títt, þá slengdust kinnamar saman fyrir aftan hnakkann á henni. Þegar hún gekk hratt, þurfti að gæta þess, að kinnarnar smelltust ekki í bakið, svo að hún meiddi sig ekki í því. Stórlygar hafa ekki lagst af á íslandi þó þeir menn séu löngu allir sem fyrr var sagt frá. Sá siður að láta menn hlaupa apríl byggist á að ljúga upp einhveíju sem fær hrekklaust fólk til að fara fýluferð til að sinna ein- hverju sem ekkert er. Enn minnast þess margir þegar Fréttastofa Útvarjrs sagði frá því hér á árum áður að skip hefði siglt upp Olfusá. Bændur fyrir austan fjall fóru á staðinn til að sjá með eigin augum þessa merki- legu sjón, en þeir gripu vitaskuld í tómt. Ég kynntist eitt sinn manni sem bjó í Reykjavík og er nú fyrir skömmu látinn. Hann sagði í út- varpsviðtali, að því er virtist í fúlustu alvöm, að faðir sinn hefði haft svo harðar hægðir þegar hann var til sjós að skipstjórinn á skipinu sem hann var á hefði stundum þurft að ná þeim út með hamri og meitli. Stórlygarar sam- tímans leggja gjarnan saman í púkk og og bætir þá hver við sömu söguna þar til hún er orðin verulega bitastæð „stórslysa- saga“. Er þess skemmst að minnast þegar Trausti Jónsson veðurfræðingur þurfti nýlega að láta þess getið í blöðum að allar sögur sem gengju manna í millum af veikindum hans og andláti væru „stórlega ýktar". Sá er þó munurinn á stórlygurum nútím- ans og þeirra gömlu sem vitnað var í hér á undan að í dag eru lygasögurnar nafnlausar, en það er kannski eðlilegt þegar svo margir eiga hlut að máli og upp- hafsmaðurinn kannski ekki nægilega passasamur að leggja nafn sitt við við afkvæmið. Nýjasta flökkusagan sem ég hef heyrt af slíku tagi er kannski tímanna tákn. Söguna hef ég heyrt í fimm útgáfum. í megin atriðum fjallar hún um manneskju sem fór út að skemmta sér og hitti manneskju af andstæðu kyni og bauð henni heim til sín. Eftir að hafa átt með gestinum nótt vaknar húsráðandi við það að hann er orðinn einn. Skjögrar hann fram á klósett og gefur þar að líta ljóta sjón. Yfir þveran speg- ilinn hefur verið skrifað með rauðum varalit: „Velkomin(n) í AIDSklúbbinn." Húsráðandi hef- ur í flökkusöjrunni ýmist verið karl eða kona og búsettur hér og þar á landinu. Það er ekki gott að segja hvemig upphafsmaður- inn bjó þessa sögu til flutnings en fróðlegt væri að vita milli hve margra hún hefur gengið. Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Blikksmiðja Reykjavíkur Viðskiptavinir athugið Starfsemi okkar er flutt í nýtt húsnæði að Súðarvogi 7 Inngangur að neðanverðu. Athugið nýtt súmanúmer 68 69 40 Önnumst alla almenna blikksmíðavinnu,nýsmíði og viðhaldsþjónustu. ■ ■ Pennavinir Ellefu ára norsk stúlka með mik- inn skautaáhuga: Julianne Landerud, 3624 Lyngdal i Numedal, Norway. Tuttugu og fjögurra ára gamalla marokkanskur heimspekinemi, sem hefur gaman af fótbolta, spilar á gítar og langar að eignast vini sem víðast: Hannaoui Said, Bvd. Panoramique 86, Casablanca 02, Morocco. Sextán ára japönsk stúlka með áhuga á tónlist og Islandi: Emi Ishibashi, 943-14 Osano, Dazaifu City, Fukuoka-ken, 818-01 Japan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.