Morgunblaðið - 08.03.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.03.1987, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1987 _ duilCO eru hannaðir BROADWAY kl. 19.30 nk. þriðjudag. Sjá nánar í auglýsingu í Mbl. á þriðjudag. HER LATEST CRIME MYSTERY Kápumynd af Morðið endurtek- ið. Morðið endurtekið Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Margaret Yorke: Intimate to Kill Útg. Arrowbækur 1986 Stephen Dawes hefur setið í fangelsi í áratug. Á sínum tíma var hann ákærður og dæmdur fyrir morð á Marciu eiginkonu sinni. Hann hefur nú verið látinn laus. Og hann ákveður að fara á stúfana og kanna málin. Hann hafði sem sé ekki myrt konu sína, og telur að hún hafi framið sjálfsmorð, vegna þess hann vildi skilja við hana. Síðan hafí hún látið líta út fyrir, að þetta væri morð, rétt svona til að hefna sín á honum. Auk þess langar hann til að hafa upp á bams- móður sinni, Ruth, og dóttur þeirra. Hann langar sömuleiðis til að skilja, hvemig á því stóð að hún trúði ekki á sakleysi hans. Og hann lang- ar þó allra mest til að vita hvort stórvinkona Marciu, Lois Carter, getur ekki munað eftir einhveiju, sem gæti síðan átt þátt í, að honum tækist að sanna sakleysi sitt. En fólk breytir um heimilisföng á skemmri tíma en tíu ámm og þegar Stephen hefur loks upp á heimilisfangi Lois, bregður honum í brún. Þar kemur hann til dæmis auga á ýmsa muni Marciu, sem hafði verið stolið daginn sem hún var talin hafa verið myrt — af hon- um náttúrlega. Hvemig hafa þessir gripir komizt inn á heimili Lois? Og búnaður heimilisins er einhvem veginn eins og einhver búi þama með Lois. Þessi einhver hlýtur að vera Marcia hin myrta. Þótt lygilegt sé. Og þegar Stephen er að kanna þetta og brjóta heilann og fá ein- hvem botn í þetta með sjálfum sér, fínnur hann jarðneskar leifar Marc- iu. Sem hann hafði sem sagt myrt fyrir tíu ámm. Það er eitthvað meira en lítið óhuggulegt við málið. Og ekki batnar það, þegar líkið er síðan horfíð, þegar lögreglan kemur á staðinn. Gæti þá ekki verið að Stephen hefði áttað sig á þeim gráa grikk sem hún gerði honum og hafí þá myrt hana í seinna skiptið, þótt hann hafí ekki gert það fyrir tíu ámm. Það skyldi nú vera. Einhverra hluta vegna hef ég ekki fyrr lesið bækur eftir þennan höfund, svo ég muni. Mér fannst þetta alveg ágætur reyfari, plottið er stórvel spunnið og úr því vel unnið. Svona eiga reyfarar að vera. MBÚgBttti&lI atfaaBi m , rt—BÍ (/cöeWUK'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.