Morgunblaðið - 08.03.1987, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1987
B 21
20 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1987
Lengi leitað að
svona tónlistarfræðslu
- segir Pálína Jónsdóttir, sem er
á námskeiðinu ásamt syni sínum,
Hilmi Ágústssyni
„Ég sperrti eyrun þegar ég
heyrði að það ætti að fjalla um
tónlist í víðu samhengi á nám-
skeiði í Tónlistarskólanum, enda
lengi verið að leita að svona tón-
listarfræðslu," segir Pálína
Jónsdóttir sem er á námskeiðinu
ásamt syni sínum, Hilmi Ágústs-
syni. „Eg hlusta mikið á tónlist
og þá oft sem undirspil fyrir önn-
ur verk, en langaði að vita meira,"
segir Pálína, sem kveðst oft setj-
ast niður og hlusta á tónlist að
ioknum tíma. „Svo fór ég á tón-
leika eftir annan tímann og fann
strax að ég hlustaði öðruvísi og
hafði enn meira gaman af en áð-
ur.“ Kammertónlist er, að hennar
sögn, í mestu uppáhaldi.
„Ég held að það vanti verulega
að mennta fólk almennt betur í
tónlist, þannig að það fái meira
út úr henni, án þess að ég sé að
meina að allir eigi að verða kon-
sertpíanistar," segir Hilmir, sem
kveður sín helstu kynni af tónlist
vera frá Pólýfónkórnum komin.
„En ég kom hingað fyrst og
fremst af áhuga á klassískri tón-
list, enda breytist tónlistarsmekk-
ur manns með tímanum," segir
hann og Pálína tekur undir það.
„Sú var tíðin að það var sagt við
mann - mamma komdu og hlusta
ðu á Bítlana, það er jafn íalleg
tónlist og Bach eða Beethoven."
Og þau eru sammála um að hvort
heldur sé um að ræða Bítlana eða
Bach, þá geri námskeiðið þau að
betri hlustendum.
Aldrei of gamall
til að læra
- segir Sigurður Hannesson, 77 ára
Hilmir Ágústsson
„Ég er og hef alla tíð verið
þeirrar skoðunar að menn verði
aldrei of gamlir til að læra.“
Þannig kemst Sigurður Hannes-
son að orði og fylgir sinni
skoðun eftir, en hann er elsti
nemandinn á námskeiðinu, 77
ára gamall. Tónlist hefur þó
verið eitt af hans áhugaefnum
um dagana, en Sigurður bjó
lengst af á ísafírði þar sem hann
leigði Ragnari H. Ragnars
skólastjóra tónlistarskólans á
Isafirði herbergi undir kennslu
þannig að tónlist hljómaði í hús-
inu daglega. Þar að auki fóru
böm hans þrjú, Anna, Eggert
og Hafsteinn í tónlistarskóla
Isafjarðar og eitt þeirrar er
reyndar ennþá í tónlistarskóla,
sem kennari þó en ekki nem-
andi, en það er Anna Málfríður
Sigurðardóttir sem kennir í Tón-
listarskóla Kópavogs. „Anna
sagði mér frá þessu námskeiði
og það er nú allveg nauðsynlegt
að gera eitthvað fyrir sjálfan
sig, þannig að ég ákvað að fara.
Þetta er líka ágæt hvatning til
að lesa svolítið í málfræði," seg-
ir Sigurður. Hann kveðst hafa
látið bömin um hljóðfæranámið
lengst af, en þó aðeins kynnt
sér það sjálfur. „Ég fékk fyrst
einhverja tilsögn á píanó 1979,
en þá hafði ég fengið smávegis
tilsögn á fíðlu í einn vetur,
líklega 1983, en fyrstu fiðluna
mína pantaði ég upp úr pöntun-
arlista 1928,“ segir Sigurður
sem reyndar á aðra fiðlu af
ísfirskum ættum, sem asgeir
Jónsson, smíðaði. „En það gekk
ekki vel að samræma tónlist-
amám með vinnunni þegar ég
var leigubílstjóri, þó maður
reyndi að fylgjast með því sem
krakkamir vom að læra. Konan
mín, sem hét Guðmundína
Helgadóttir gerði það einnig og
öllu betur, því hún sótti einn
vetur námskeið í tónlistarskól-
anum á ísafirði til að geta fylgst
betur með námi systkynanna.
Það var auðvitað mikil og góð
hvatning fyrir krakkana.
Ég held að það hljóti að vera
ómetanlegt fyrir börn sem eru
í tónlistamámi að finna áhuga
foreldranna og finnst jákvætt
þegar heimavinnandi húsmæður
eða aðrir foreldrar sem það geta,
sem senda börnin sín í tónlistar-
skóla og hefja sjálfir nám.“
Sigurður kveðst hlusta mikið
á tónlist af plötum heima við
og hafa komið sér upp þokka-
legu safni. „Þegar ég hlusta á
tónlist þá geri ég ekkert annað
á meðan, set plötu á fóninn og
kem mér notalega fyrir til þess
eins að hlusta. Annað þýðir ekki
ef það á að njóta ttónlistarinn-
ar. Svo hef ég farið á nokkra
tónleika eftir að ég flutti suður
fyrir þremur ámm, en hefði
mátt vera duglegri við það. Á
Isafirði fór ég á alla tónleika sem
ég gat.“
Hann kveðst mikið þakklátur
Tónlistarskólanum í Kópavogi
fyrir námskeiðin og segist telja
tónlistamám þroskandi fyrir
fólk á öllum aldri. „Sérstaklega
held ég að böm hafí gott af því
að kynnast tónlist og hljóð-
færaleik. Einhver sem _ var í
tónlistarskólanum á ísafirði
sagði einhvemtíma að hann spil-
aði þegar honum leiddist og
hann spilaði þegar honum liði
vel.-Svona er tónlistin, fólk get-
ur alltaf fundið sig í henni og
hún er, eins og íþróttimar, af-
skaplega gott veganesti fyrir
böm og unglinga. Tónlistamám
hjálpar krökkum til að læra að
setja sér takmörk og vinna að
þeim, kennir þeim dálitla þraut-
segju og ég heid að þegar slík
þrautseigja sé einu sinni til stað-
ar þá verði hún áframhaldandi
hjá þeim í lífinu."
Pálína Jónsdóttir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Magnús R. Jónsson og Sigurlaug Guðmundsdóttir.
*
Ahugi á klassískri
tónlist vaknað
í seinni tíð
- segja hjónin Magnús R. Jónsson og
Sigurlaug Guðmundsdóttir sem fóru á
námskeið af einskærum tónlistaráhuga.
Hjónin Magnús R. Jónsson og
Sigurlaug Guðmundsdóttir segj-
ast hafa skellt sér á námskeiðið
af einskæmm áhuga á tónlist.
„Við höfum mjög gaman af að
fara á tónleika, er vomm kannski
heldur feimin við að dæma til um
tónlistina sem boðið var upp á og
ákváðum að fara á námskeiðið
þegar við sáum það auglýst," seg-
ir Sigurlaug og kveðst finna
talsverðan mun þó ekki sé langt
liðið á námskeiðið.
Ekki segjast þau áður hafa
setið á bekk í tónlistarskóla,
„nema í árangurslitlum píanótím-
um í tvo, þijá vetur sem krakki,“
segir Magnús. „En tónlistars-
mekkurinn breytist með ámnum
og áhuginn á klassískri tónlist
hefur vaknað í seinni tíð. Það er
bara svo gott að hvíla sig heima
og hlusta á klassíska tónlist, eða
þá að skreppa í óperuna. Það er
ánægjulegt að fylgjast með grós-
kunni sem er í ópemlífinu og
svona námskeið kennir okkur að
meta tónlistina betur. Fýrst og
fremst komum við nú hingað fyr-
ir eigin ánægju.“
Hugmyndin ættuð frá
móðursysturinni
Tónlistarskólinn í Kópavogi býður nú upp á tónlistar-
fræðslu fyrir fullorðna, undir leiðsögn Aagot Óskarsdóttur,
tónlistarkennara. Við litum inn á námskeiðið nýlega.
mennum skólum var til skamms
tíma mjög bágborin, a.m.k. á þeim
tíma sem nemedumir hér sátu á
skólabekk. í flestum tilvikum var
hún lítið annað en söngur.
Svo er annar mikilvægt atriði í
þessu sambandi, sem er að margt
fólk er óvant að hlusta einbeitt á
tónlist. Megnið af þeirri tónlistar-
framleiðslu sem dynur á manni
daginn út og inn, til dæmis úr út-
varpi, gerir ekki kröfur um gagn-
rýna hlustun. Þetta er eiginlega
dæmigert fyrir hlustunarvenjur
flestra að þeir nota tónlist meira
sem bakgrunn fyrir aðrar athafnir,
heldur en að hlusta fyrst og fremst.
Hættan er auðvitað sú að fólk venj-
ist slíkri hlustun og eigi erfitt með
að einbeita sér.
Svo getur áhugi fólks á svona
námi einnig komið til af því að það
á börn í tónlistamámi og vill geta
fylgst betur með því,“ segir Aagot
og bætir brosandi við þvi sem henni
fínnst nú líklegasta ástæðan:,, tón-
list er bara svo skemmtilegt fag
að ég er ekkert hissa á að fólk vilji
fara á svona námskeið."
Það eru um 22 þáttakendur að
þessu sinni á námskeiðinu. Og þó
móðursystirin sem forðum átti hug-
myndina sé ekki í hópnum þá segir
Aagot að hún ætli sér áræðanlega
á námskeið til að læra það sem
tekið er fyrir, sem er hljóðfræði og
ágrip af sögu nótnaritunar, hugtök
og heiti í tónlist, hljóðfærafræði og
ágrip af tónlistarsögu sem tekur
yfir miðaldatónlist, renaussance og
barokk, klassík, rómantík, 20 öldina
og íslenska tónlist.
ViðtöhVilborg Einarsdóttir
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Hópurinn sem er á námskeiðinu,
ásamt kennaranum.
Það eru hressileg böm með
hljóðfæratöskur sem blaðamað-
ur mætir á göngu sinni upp
stigann i tónlistarskóla Kópa-
vogs. En ekki em það börain'sem
málið snýst um, heldur fullorðnir
nemendur skólans sem mæta
þangað einu sinni í viku á nám-
skeið í tónlistarfræðslu fyrir
fullorðna.
„Hugmyndina að svona nám-
skeiði má eiginlega relqa til
móðursystur minnar sem einu sinni
spurði mig af hveiju ekki væri boð-
ið upp á fullorðinsfræðslu í tónlist-
arskólanum," segir kennarinn á
námskeiðinu, Aagot Óskarsdóttir,
tónlistarkennari. „Ég greip hug-
m^mdina á lofti og bar hana upp í
skólanum. Það leist öllum vel á og
fyrsta námskeiðið var haldið í
haust.“ Námskeiðin eru í ellefu vik-
ur og er það sem nú stenduf yfir
annað sinnar tegundar. En hvað
fræðist fólk um í tónlistarfræðslu?
„Eiginlega er þetta inngangur
að hlustun. Ég fjalla um helstu
byggingarþætti tónlistar, hljóð-
færafræði og ágrip af tónlistar-
sögu,“ segir Aagot og bætir við:
„Takmarkið er að koma fólki á spo-
rið með að hlusta á tónlist, án þess
að gert sé ráð fyrir að það *hafi
lært eitthvað á hljóðfæri eða í tón-
fræði áður.“
- Er mikill áhugi fyrir nám-
i> skeiðunum?
„Já, hann er töluvert mikill og
ég get mér þess til að hann sé ein-
hverskonar andsvar við því flóði af
dægurtónlist sem hér hefur hellst
yfir fólk. Ég held að fólk fari að
leita að einhveiju bitastæðara og
Aagot Óskarsdóttir, tón-
listarkennari.
þá séu leiðbeiningar kannski kær-
komnar. Þessi vaxandi óperuáhugi
sem er greinilegur í okkar þjóð-
félagi er gott dæmi um þetta
viðhorf. Óperutónlist er líka mjög
heillandi svið að byija á,“ segir
Aagot, en námskeiðunum lýkur ein-
mitt á að hópurinn fer saman á
tónleika.
- Er það erfitt að hlusta á tón-
list, að fólk þurfi leiðbeiningar?
„Það er mjög misjafnt hvort
mönnum reynist erfitt að hlusta eða
ekki. En tónlistarmenntun í al-
Evrópubandalagið:
Smjör-
fjallinu
eytt?
Brussel, Reuter.
SAMKOMULAG hefur náðst inn-
an Evrópubandalagsins (EB) um
róttæka áætlun til að minnka
mjólkurframleiðslu aðildarríkj-
anna um 9,5% á tveimur ámm.
Markmiðið með þessu er að
minnka þær umframbirgðir
bandalagsins af smjöri, sem
hlaðizt hafa upp ár frá ári að
undanförnu.
«
Frans Andriessen, yfirmaður EB á
sviði landbúnaðarmála, fagnaði
þessu samkomulagi mjög á fimmtu-
dag og sagði, að með því yrði
vonandi fundin lausn á vandamáli,
sem miklum erfiðleikum hefði vald-
ið á undanförnum árum. Eins og
er þá er um ein millj. tonn af óseldu
smjöri til í frystigeymslum aðildar-
landanna og er nú vonast til, að
unnt verði að losna við þesssar
miklu birgðir smám saman, án þess
að annað smjörfjall hlaðist upp í
staðinn.
Bylting-
ina vantar
Vestur-Berlín, Reuter.
EINN vinsælasti poþpsöngvari
Sovétríkjanna kvaðst i gær ekki
vera jafn bjartsýnn varðandi
umbótaviðleitni Gorbachevs Sov-
étleiðtoga og margir starfs-
bræður sínir. „Vissulega á
bylting sér stað þessa dagana,
en það vantar byltingarmenn til
að framkvæma liana,“ sagði Bul-
at Okudzhava á fréttamanna-
fundi í Vestur-Berlín.
Okudzhava kvaðst þrátt fyrir
þetta telja að samband listamanna
og ríkisvalds hefði aldrei verið betra
í sögu Sovétríkjanna. Hann sagðist
álíta að þjóðfélagið væri illa undir
breytingarnar búið og að margir
gengu um með þær ranghugmyndir
að tekist hefði að sigrast á hinum
ýmsu meinsemdum samfélagsins.
Söngvarinn er staddur í Vestur-
Berlín ásamt fleiri sovéskum lista-
mönnum til að kynna nýja
menningarstrauma í Sovétríkjun-
um.
Jarðskjálfti
í Chile
Antofagasta, AP.
BYGGINGAR eyðilögðust og raf-
magn fór af í jarðskjálfta, sem
átti upptök sín skammt undan
hafnarborginni Antofagasta í
norðurhluta Chile á fimmtudag.
Lögregla í Chile sagði að skjálft-
inn hefði mælst 5,5 stig á Riehter
kvarða, en talsmaður jarðfræði-
stofnunarinnar í Washington sagði
að skjálftinn hefði mælst 7,3 stig
á Richter. Ekki var vitað um slys
á mönnum.
Fróöleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!